Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1971, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 29.08.1971, Blaðsíða 3
S (^visiíhstVvi 7 HJÖRTUR PÁLSSON BRATISLAVA . . . Sumri var tekið að halla. . . . Við stóðum á brautarpallinum og biðum lestarinnar milli vonar og ótta. ískrið í hemlunum skar í eyrun þegar hún silaðist inn á stöðina og þeir stigu út að taka við blómvöndunum: þungbrýnir synir austursins komnir yfir siétturnar og fljótin með andlit eins og lokaðar kistur og þótta í augum. Veizt ef vin átt hugsuðum við en óskuðum heitas' að vegurinn yxi hrísi og háu grasi þegar þeir föðmuðu að sér foringja okkar og þrýstu kossi á vanga þeirra. Þess dags var skammt að bíða þegar við hvísluðum hvert að öðru (með mynd þessa liðna ágústdags í huga): Engin rós er án þyrna — og Júdas Iskaríot gengur enn laus mitt á meðal vor. 29. ágúst 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.