Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 3
Nína Björk Arnadóttir TIL LIÐINNAR VINÁTTU Ég gat ekki skilið ég ætti ekki afturkvæmt þangað undarlegt var hversu sólin brenndi mig og dagarnir höfðu fangað mig fyrr en ég vissi og fengið mig í þennan dans við tímann og sig. Húsið sem þú bjóst í þarna stóð ég á kvöldin blístraði hátt og hvellt þú hlóst í glugganum spékopparnir í kinnum þínum augun þín. Og næturnar við sváfum á háaloftinu undir súðinni manstu hvísluðum í myrkrinu héldumst í hendur sofnuðum undir morgun við hvísluðum í myrkrinu dýrmætustu leyndarmálunum. Að Guð vildi gefa mér af miskunn sinni eina nótt með þér á háaloftinu hvíslandi og hönd þína í minni Tíminn gróf gleymsku í vitund þína sár í mína. en tíminn gróf gleymsku í vitund þína sár í mína sár svo opið í sólinni. aukið hraðann í allt að 100 kin á klst. Hinn gnnffandi vegfarandi, sem á Köngu sinni er í liung- nni þönkum, getnr verið svo niðiu-sokkinn í Imgsanir sínar, að hann cr óvart kominn út á aklirantina, án þess að athuga uin aðsteð.jandi hættur. Við- hriigð hans eru óútreiknan- leg. Aðeins lítilf.jörlegt högg getur orsakað óralangra Ieg-u. Þess vegna er það skylda þin að hugsa um öryggi allra. Að l*i’í er börnin varðar er ábyrgð þín miklu meiri. Smábörn hai'a tillineigingii til að slíta sig laus frá þeim, er eiga að gæta þeirra og þjóta út á götnna. Stálpuð hörn gleyma stund og stað í leikgleði sinni eða á reið- hjólinn. Iíina reg’lu hef ég haft á ökumannsferli mínuni, og hún er sú, að sjái ég hörn á eða við vegi, færi ég fótinn aí' bensíngjöfiiml yl'ir á hemlaiet- itinn til að vera viðbúinn hinu versta. I>essi einfalda regla, gefur þér e.t.v. sekúndubrots for- skot ef nauðhemlun er nauð- synleg og getur bjargað dýr- mætu lííi. Er við sitjiim undir stýri, ráð um við yfir afli, sem getur caldiö fóiki, sem við ekki þckkjum, ólýsanlegri sorg og þjáningum. Við getum limlest og drepið, gert börn munaðar- laus eða foreldri barnlaus, og valdið tjóni og sorg, sem eng- in trygging getnr bætt. Iætta þarf ekki að henda þig, en hvað sjáiim við ekki daglega i fréttnm sjónvarps og blaða. Sem betur fer eru þúsundir ökumanna, sem aldrei lenda í óhappi á löngum ökumanns- ferli. I>að eru þeir, sem gei*a sér ljóst, að um leið og hraðatak- mör.kin eru In-otin, eða aðiöi'- unarmerkin ekki virt, ern þeir að vanvirða verkfræðiiigana sem vegina gerðu, og umferðar sérfræðingana sem reyndu ]>á og merktu og lögregluna, sem séð hefur fórnarlömb þessa virðingarleysis. Bezta tryggingin fyrir full- komnu öryggi er að hafa vak- andi athygli alla tíð. en þó jafnframt að fylgjast með öðr- um, og hvernig þú fellur bezt inn í umferðina. Með timanum öðlast þú eins konar sjötta skilningarvit, sem segir þér, hvað aðrir ökumenn ætlast fyr ir, áður en þeir framkvæma, þannig, að þú ert viðbúinn að gera viðeigandi ráðstafanir til að afstýra slysi. Ifvað veldur því, að menn setjast undir stýri, þrátt fyrir ailar þessar ha>ttur, sem tvynast á hverju götuhorni? Við því muntu fljótt fá svar. Að aka bifreið veitir gleði og frelsistllfinningu. Ég öfunda þig af eftirvænt- ingunni, sem alltaf fylgir fyrstu ferðinni, augnablikinu, er þú í fyrsta sinn sezt undir stýri, snýrð kveikjuláslyklin- um og suðið í vélinni berst þér til eyrna, setur í fyrsta gang- hraðastig, lyftir fætinum var- lega af tengslafetlinum og ek- iii' í öllii þími veldi út í óviss- una. Og undursamlegast at öllu er, að þesssi tilfinning hverfur aldrei; ég hef hana enn, þó að ég hafi ekið i 25 ár. Ég Y'ildi óska, að ]*ú ættir eftir að öðlast sönm gleði, ham- ingju og frjálsra>ðl og ég hef notið, um ókoniin ár. I>inn pabbi. 3. október 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.