Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 12
ÍSLAND, NASISTAR OG ATLANTSHAF Framh. af bls. 9 land, ræddi Hitler hugmynd- ina að flytja Gyðinga til Mada gascar. Þetta var honum ofar í huga en átökin við Breta. „ísland skal innlimad“ Á margnefndum fundi af- henti flotastjórnin Hitler greinargeið um framtíðar flota stefnu. Enn eitt dæmið um sig- urvissuna. Greinargerðin sýn- ir tvö þýðingarmikil atr- iði varðandi Island. Flotinn var í grundvallaratriðum al- gjörlega sammála markmiði „Ikarusar", þ.e. töku íslands. Landið var mikilvægur hluti heildaráætlunar um framtiðar- uppbyggingu Atlantshafsflota Ætlunin var að byggja upp herflota, sem gerði Þýzkaland að sannkölluðu flotaveldi. Meg ínhugsundn í nýju flotastefn- unni var að brjótast út úr þvi „helsi innhafa", sem Raeder taldi þýzka flotann fjötraðan í. Öll bar hin nýja stefna merki kenninga Wolfgangs Wegeners flotaforingja, sem hann setti fram í frægri bók Die Seestrategie des Welt- krieges. Þungamiðjan í kenn- ingum Wegeners var aðgangur að úthöfunum. Höfuðtakmark þýzka flotans væri að halda slikum aðgangi opnum. Ef þetta tækist ekki, biðu flotans sömu örlög og í fyrri heims- styrjöld, að vera króaður í „þýðingarlausu horni þýðing- arlauss sjávar". 1!l> Til að gera úthafskenningu Wegeners að veruleika vsirð flotinn að afla sér bækistöðva, sem lágu vel við helztu verzlunar- og sigl- ingaleiðum. 1 þessu sambandi benti Wegener til að mynda á þýðingu Noregs fyrir Norð- ur-Atlantshaf. Flotastjórnin undir forystu Raeders var greinilega staðráðin í að fram- kvæma hugmyndir Wegeners í framtiðinni og ganga feti lengra: Hvað snertir flotabæki- stöðvar er það kjaminn i stefnu Þýzkaiands að bæta í grundvallaratriðum og endanlega landfræðilega og hernaðarlega stöðu Stór- Þýzkalands. Tilgangurinn er að girða fyrir í eitt skipti fyrir öll, að Bretland geti ógnað Þýzkalandi og hags- munum þess í öðriun heims- álfum. Flotastjórnin gerði ráð fyrir, að þýzka nýlenduveldið yrði endurreist og stóraukið. Var- anlegar flotabækistöðvar skyldu reistar í Afríku, en einnig við Ermasund, í Noregi og á Azoreyjuan. Um hólmann í Norður-Atlantshafi sagði stutt og laggott: Ísland skal innlimað og ís- lenzkt landsvæði nýtt sem flota- og flugbækistöð. 20) Flotastjórnin lét þess ekki getið, hverni'g komast ætti yf- ir landið. Ef hún var ósammála því að leggja Island undir sig með framkvæmd „Ikarusar“, hlýtur hún að hafa haft ein- hver önnur ráð i huga. Ef striðstímar voru ekki hinir réttu, mætti draga þá ályktun, að flotinn hefði haft friðartíma í huga. ísland yrði látið faLla í hlut Þýzkalands við skiptingu Evrópu, án undangengis her- náms. „Diplómatian“ yrði lát- in nægja til að klófesta land- ið. Þannig yrði komizt hjá þarflausum fómum fyrir þessa eyju, sem hvort eð er var gagns laus í bili, eins og Raeder hafði sýnt Hitler fram á. Flotastjórn in vildi ná Islandi á ódýran hátt, þegar sú stund var runn in upp, að hægt var að hafa not af landinu. Þarna virðist vera hægt að finna skoðana- muninn milli Hitlers (a.m.k. fyrir fundinn með Raeder) og yfirherráðsins annars vegar og flotastjórnsirinnar hins veg ar. Allir aðilar, hvort sem þeir voru með eða móti „Ikarusi“, virðast því hafa grundvallað skoðanir sínar á sömu forsendu: Þýzkaland var að vinna stríðið. Island átti að koma í hlut Þýzkalands og þjóna framtíðar flota og flug- her, sem aldrei sá dagsins Ijós. Landið yrði sú skammbyssa, sem stöðugt myndi munduð gegn Bretlandi og Norður- Ameríku, eins og Karl Haus- hofer fiotaforingi orðaði það. Endalok „Ikarusar“ Hvers vegna var „Ikarus“ ekki framkvæmdur? Aðalástæð an var áreiðanlega sú, að Bret- ar héldu áfram baráttu sinni og hopuðu hvergi. H'itler nieyddist til að láta undirbúa innrás í Bretland. Þamn 2. júlí 1940 gaf Hitler út fyrstu fyrir- mæli sín um gerð innrásaráætl- unar í Bretland. Áætlunin hlaut nafnið „Sæljón“ og fyrir henni varð „Ikarus" óhjákvæmilega að vikja. Takmarkaður fiota- styrkur kom i veg fyrir, að hægt væri að undirbúa samtím is tvö verkefni á borð við þessi. Andstaða flota og flug- hers við „Ikarus“ hlaut einnig að hafa verkað letjandi á Hitler. Þótt „Ikarus“ væri Lagður til hliðar, er ekki þar með sagt, að Island hafi horfið úr huga Þjóðverja. I júli 1943 kom til tals, að vikingasveitir gerðu hér strandhögg. Þessi hug- mynd varð að engu, en í stað- inn var ákveðið aa raoast 1' minni háttar leiðangra til Grænlands, Spitzbergen og Jan Mayen. 21) Islandi skaut einmig upp i huga Hitlers á stundum. Sagt er, að honum hafi hugkvæmzt að láta byggja flutningakafbáta til árása á Is- land. Raeder mun hafa talið foringja sinn af þessari fyrir- ætlun. 22) Eitt sinn lét Hitler þau orð falla í þröngum hópi, að sú stund myndi renna upp, að Þjóðverjar og Bretar sam- einuðust gegn Bandarikja- mönnum. I sameiningu myndu þeir láta það verða sitt fyrsta verk að reka þessa óboðnu gesti frá evrópsku eyjunni Is- landi. 23) HiSIMII.DIIt Aðalheimild þessarar greinar er fundaKerðir og fylgiskjol frá fundi Hitlers og: Raeders liinn 20. júní 1940. Slíka fundi héldu þeir með nokkru millibili allt stríðið. FundagrerÖirnar féllu í hendur baudamöiinum i stríðslok. Árið 1947 var hulunni svipt af þessum g:ög:ii- um. Flotar Breta og: Bandaríltja- manna ffáfu þau út fjölrituð í enskri þýöing:u undir lieitinu „Fueh rer Conferences on Matters Deal- ing1 with the German Navy“. Fund argerðunum fylgdu margvíslegar áætlanir, skýrslur og slv,jöl varð- andi þýzka flotann. Gögn þessi liöfðu verið lögð fram á fundunum. Ritið var ekki einungis frábær heimild um sjóliernað Fjóðverja heldur gaf þaö eiiinig glöffga mynd af framgangi stríðsins í licild. Ár- ið 1948 var þýðingin prentuð S brezka ársritinu „Brassey’s Naval Annual“. Önnur helzta heimild, sem stuözt er við, er samantekt bandaríska flotafulltrúans í London um „fyrir ætlanir I»jóðverja gagnvart Íslandi og Grænlandi“. Samantekt þessa gerði fulltrúinn fyrir Bandarílija- fiota árið 1949 og er hún byggð á ýmsum þýzkum göfinum. HEIMILDIR, sem vísað er til: 1) Fuehrer Conferences on Matters Dcaliiig with the German Navy (Washington D.C., 1947) — (skammstafað Conferences), 1940, hls. 52. 2) Ibid., 1940. bls. 38. 3) Sjá heimild nr. 1. 4) German Ditentions with Regard to Iceland (London, Tlie U.S. Embassy, Offiee of tlie Naval Attaclié, J949) (skammstafað German Intentions), bls. 1. 5) War Diary, German Naval Staff, Operations Division, Vol. 10, bls. 103. (i) Gcrman Intentions, bls. 2. 7) Conferences, June 20, 1940, hls. 55; 58. 8) Ibid., Annex 1, Operation „Ikar us“, Discussion Foints for tlie Report of the Commander in Chief, Navy to the Fuehrer on 20 June 1940, bls. 60. 9) Sjá um HJtler og þýzka flot- ann: Karl Doenitz: Mcmoirs, Ten Years and Twenty Days (Cleveland & New York, 1959). Ericli Raeder: My Life (Anna- polis, 19G0). 10) Winston Churchill: — The Gatl eriiig Storm — Tlie Second World War (Boston, 1948), hls. 657. 11) Raeder, bls, 333. 12) Conferences, op. cit., bls. (»0-61. 13) Ibid., Appendix 1 to Aunex 1, bls. 62-64. 14) Capt. S. W. Roskill: — The War At Sea —, History of the Second World War, Vol 1, (London, 1954), bls. 265. 15) Ihid., sjá um „noröurgæzlu“ bls. 67; 264-265. 16) Walter Ansel: Hitler Confronts Englaiid (Durham, 1960), bls. 102. 17) Edward P. Von der Porten: The German Navy in World War II (New York, 1969), bls. 104. 18) Ansel, op. cit. 19) T. K. Dcrry: — The Campaign in Norway —, The History of the Second World War (London, 1952). Frnmheimild: Wolfgang: W egener, Die Seestrategie des Weltkrieges (Berlín, 1929). 20) Conferences, Annex 2, Views of tiie Naval Staff on tlie Policy of Bases, bls. 65-66. 21) Cerman Intentions, bls. 3. 22) Von der Porten, bls. 181. 23) H. lt. Trevor-Koper (ritstj.): Hitler’s Table Talk 1941—1944 (London, 1953), bls. 188. Myndlist Framh. af bls. 6 Philadelphiu. Þaðan tók ég BA- próf 1968. Var það með kennslu i huga? Nei, alls ekk'i. Ég hef aldrei haft hug á kennslu. Þetta nám var eingöngu miðað við frjálsa myndlist. Svo þú ættir að vera sæmi- lega sikóluð. Æ, ég er yfir mig leið á skól- um. Þeir skipta sáral’itlu máli. Fólk sem ekki kenust í skóla, heldur að það hafi misst af heil miklu. En það er oftast mis- skilningur. Maður lærir af því að æfa sig, með því að vinna og vinna, mála og miála og teikna. 1 skólum £er svo mikhl timi i að tala. Já, alltof mikill timi í hreint kjaftæði. Menn synda í „theoríunum" og tala og tala. Sumir voru mj'ög góðir lis amenn, þegar þeir voru að tala uim málverk. Aftur á móti gátu þeir sáralítið í verki. Ég sá þetta fljótlega og tók mig mieira að segja upp frá skóian- um eftir einn vetur og hélt til Parísar. Þar sfeoðaðd ég söfn, fór á námskeið í skúlptúr og reyndi umfram allt að vinna. Og Pariis hefur verið góð? París var indæl, ekki vant- aði það. Og ekki má ég gleyma að segja frá þvi, að áður en ég ílór til Parísar, hafð: ég þriggja mánaða viðdvöl hér á íslandi og lagði stund á Islenziku við Háskóla Islands. En þú hafðir komið hér áður? Já, noikikrum sinnurn. Til dæmis var ég hér heilt sumar og vann þá í veitingaskálanum við Guillfoss. Við afgreiðslu? Já, ég afgreiddi erlenda ferðamennn og landsmenn jöfnum höndum. Ég var líka hér heima um tíma hjá ömmu minni. Það var meðan hún lifði; þá var ég fjórtán ára. En þú hafur ekki ætlað þér að heiðra okkur með sýningu í fyrsta sinn? Nei. Kannski aldrei haldið sýn- ingu? Bara einu sinni. Það var í New York i fyrra. E'nkasýningu? Við eru.m 24 saman í félagi um sýningarhúsnæði. Það deil- ist þannig, að við fáum þr'ggja vikna sýningartíma, hvert okk- ar. Svo skiptumst við á að sitja yfir. Á þessari fyrs u sýn ingu minni seldi ég iíka mynd í fyrsta sinni. Var skrifað eitthvað um þ'g í biöð? Það var skrifað um sýning- una í biöð; þeir voru mjög vin- samlegir við mig. Kannski átt þú eft.'r að sýna þeim mynd'r úr Herðubreiðar- lindum og Drekagili? Þú komist þangað í suanar. Já og víðar. Hvar var falle.ga.st? Það var allt fallegt. SLfellt sólskin og blíða þar að auki. Það var mj'ög fallegt í Land- mannaiaugum, en iika i Ódáða- hrauni, við Gæsavötn og Mý- vatn. Og þú hefur haft nógan tíma? Nei, alls ekki alltaf. Við stönzuðuim svo stut á sumum fallegum stöðum. Þá tök ég skyssur m,eð oiíukrit og stund- Sjóorrustan, þegar Scharnhorst var sökkt. ]2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. október 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.