Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 9
Orriistubeitiskipið Scharnhorst, sem einnig' átti að nota við her- nám íslands. Það liggur liér í höfninni í Kiel ásamt Gneisenau. Farþegaskipið Bremen var eitt þeirra skipa, er áttu að sigla með hernámsliðið tii íslands. Áríðandi kröfur flotans: 1. Flutningaskipunum verð- ur að dreifa þannig að vega lengdin [til ákvörðunar- staðar] verði í samræmi við liraða flutningaskips. 2. Innrásin verði fram- kvæmd á þeim árstíma, þeg- ar skjóls myrkurs nýtur við. 3. Veðurlagið verður að taka með í reikninginn. 4. Leggja ber áherzlu á, að útilokað er að halda uppi stöðugum birgðaflutning- um. 1 viðauka við „Ikarus" eru ýmsar upplýsingar um Island. Flestar eru a/f þvi taginu, sem hefur mátt lesa i hvaða kennslubók sem var. Lýst er höfnum, vegum, búsetu i la-nd- inu og atvinnuvegum. í saman- tekt þessari segir m.a.: Tré eru engin á íslandi og þar af leiðandi enginn við- ur. Nauðsynlegt er að flytja inn allt, nema skel- fisk (sic), ull, gærur og fisk, sem landið hefur mestan arð af. Lýst er fjölda kvikfjár og hesta í eigu landsmanna. Land- ið er sagt hafa lýst yfir hlut- leysi með öðrum Norðurlanda- þjóðum árið 1938. f>að hafi neit að að ganga í Þjóðabandalag- íð. 13) Við þennan iestur kunna ýmsir að undrast, hvort Þjóð- verjar hafii ekki ráðið yfir merkilegri upplýsingum um Is- land. Þeir sem muna fyr- irstríðsárin kunna að álykta, að þýzku „vísindaleiðangrarn- ir“, sem hingað sóttu, hafi ekki unnið fyrir kaupi simu. Sllik ályktun er þó óþörf. „Ikarus" var á frumstigi. Flotinn var að eins að gera Hitler grein fyr- ir sínum þætti og vandamál- um honum samfara. I upphafi frumdraganna var tekið fram, að ætlunin væri að nota þau síðan sem vinnugrundvöll fyr- ir sjóliðsforingjana Junge og Puttkamer. Á þessu stigi máls- ins var ekki komið til kasta njósnadeilda heraflans og Gestapo um að miðla fróðleik um ísland. „Ikarus“ var ekki tekinn til umræðu framar á fundum Hitl- ers með Raeder. Áætlunin virðist fljótlega hafa dott- ið upp fyrir eftir áðurnefnd- an íund. Afstaða flota og flug- hers til „Ikarusar" var nei- kvæð, enda þótt flotinn teldi innrásina sem slíka tæknilega framkvæmanlega. Efasemdir flotans voru þó auðlesnar í frumdrögunum. Hvernig gat ís land komið að gagni sem þýzk herstöð, ef útilokað var að halda uppi birgðaflutningum nema hluta úr ári með „ein- staka hafnbannsbrjötum"? Vitaskuld hefði brezki flotinn tafarlaust lokað öllum aðflutn- ingsleiðum til landsins, ef Þjóð verjum hefði tekizt að vinna það. Ekki þurfti það útskýr- inga við, að flota- og flugstöðv- ar yrðu ekki reknar með lamba kjöti og fiski. Hvernig átti inn rásarflotinn að komast til baka? Líklegt var, að Bretar gerðu strax út flotadeild, sem vafialitið hefði sent öll þýzlku skipin á hafsbotn. Skortur á flugliði gerði þetta nærri óhjá- kvæmilegt. Til langframa gátu Þjóðverjar aldrei haldið Is- landi, það er augljóst mál. Spurningin er aðeins, hvenær Bretar — eða Bandaríkjamenn — hefðu haft lið aflögu til að heimta landið úr höndum Þjóð- verja. Meðan svo var ekki hefði þýaka hernámsliðið setið hér í einangrun og líklega haft lítið annað fyrir stafni en rýja landsmenn inn að skinn- inu og fremja sín venjulegu hryðjuverk á borgurum. Eink- um má reikna með, að þeim, sem háværast fordæmdu töku Breta og Bandaríkjamanna á landinu, hefði sízt enzt líf til frásagnar um hlutskipti sitt undir þýzku hernámsliði. End- urheimt landsins hefði óef- að kostað mörg mannslífin. Hætt er við, að íbúafjöldi Is- lands og fjöldi búsmalans hefði orðið snöggtum minni eft ir þessa sögu alla. Siglingin vandalítil Ekki ætlar greinarhöfundur að spá um það, hvernig „Ikar- usi“ hefði reitt a-f í fram- kvæmd. Freistandi er þó að hyggja að einu atriði. Innrás- iin hefði líklega verið gerð síðla hausts eða snemma vetr- ar árið 1940. Ástæða er til að ætla, að siiglingin hingað hefði ekki reynzt Þjöðverjum jafn torveld og flotastjörnin gerði ráð fyrir. Hér verður fyrst að ilíta á útlinurnar i skipulagi brezka flotans, s:em máli skipta. Aðalflotastyrkur Breta, „heimaflotinn", hélt til í bæki- stöðinni miklu á Soapa Flow á Orkneyjum. Þau skip, sem að jafnaði var að finna á Norður- Atlantshafi voru annars vegar fylgdarskip (aðallega tundur- spillar) með skipalestum og hins vegar skip við hafnbanns gæzlu. Brezka hafnbannslínan lá um Orkneyjar, ísland, Fæ'r- eyjar og Græn'land. Á hafinu milli Islands og Grænlands og Islands og Færeyja héldu Bretar uppi svonefndri „norð- urgæzlu". Hlutverk hennar var að halda uppi hafinbanni og veita Islandi vörn. Gæzlunni var haldið uippi af deild vopn- aðra kaupskipa og togara. 1 upphafi stríðsins náðu skip þessi góðum árangri með töku þýzkra kaupskipa. Þegar fram í sótti, var eftirlitið eitt helzta áhyggjuefni brezka flotamála- ráðuneytisins. Eftirlitsskip- in voru alls ekki hlutverki sinu vaxin. Þau voru auðveld bráð fyrir kafibáta, sem sökktu mörgum þeirra. 1 stað óvopn- aðra þýzkra kaupfara áttu þau nú á hættu að lenda í höggi við þungvopnuð skip, sem brutust inn á skipaleiðir um Grænlandshaf. Jafnframt því að týna tölunni af ófriðar völdum, voru mörg norður- gæzluskipanna kvödd til liðs- flutninga og eftirlitsstarfa á Ermasundi. Vegna innrásar- hættu var stórum hluta af her- skipastól Breta safnað saman þar á sundinu og á höfnum í Suðaustur-Englandi. Stóð svo fram á vetrarmánuði 1940. Um haustið lýsti yfirmaður „heima- flotans" því yfir við flotamála ráðuneytið, að „norðurgæzlan“ væri „aðeins til á pappírnum en ekki í raun“. n> Þá hafði saxazt svo á skipin, að sjaldn- ast voru fleiri en tvö vopnuð kauipför á Grænilandshafi, en fjórir togarar á hafinu milli Is- lands og Færeyja. Afleiðing- arnar mátti sjá í tíðum ferðum þýzkra herskipa og dulbúinna árásarskipa, sem öll sluppu óséð um Græniandshaf. Á tima bilinu marz til desember 1940 fóru t.d. sex dulbúin árásiar- skip þessa leið og gerðu mik- inn usla. „Norðurgæzlan" hafði ekki bolmagn til að loka hliðunum að skipaleiðum Atlantshafs. Til að verja Is- land var eftirlitið auðsýnilega jafn ófært. is> Reynslan af víking Þjóð verja bendir til þess, að inn- rásarfloti á siglingu til Islands hefði haft mikla möguleika á að sleppa óséður. Jafnvel þótt eitthvert brezku eftirlitsskip- anna hefði rekizt á innrásar- skipin, hefði fyrirstaðan orðið lítil sem engin. Hvort innrás- arliðið hefði síðan getað náð fóbfestu á íslandi og laigt umd- ir sig landið er önnur saga. Forsendur „Ikarusar“ Þegar allur vandinn við framkvæmd „Ikarusar" er tek- inn með í reikninginn er ekki furða, þótt sagnifræðingar hafii fjallað um áætlunina sem hreinustu firru. Einn nefndi hana „íslenzka brjálæðið". i®> Annar lýsti henni sem „algjör- lega tilgangslausri" og dæmi um skilningsskort Hitlers á sjó hernaði. it> Látum þetta gott heita. Þær kringuimstæður, sem áætlunin spratt upp úr verð- ur að hafa hugfastar, áður en dómur er felldur. Þýzkaland var á hátindi striðsveligengni sinnar. Frakkland var hrunið. Bretar höfðu hrökklazt burtu af meginlandinu. Taka Noregs, einstök hernaðaraðgerð, hafði heppnazt með ágætum. Evrópa virtist liggja fyrir fiótum Hitl- ers. Gera mátti ráð fyrir, að Bretland leitaði senn friðar. Bretar neyddust til að láta af jafnvægisstefnu sinni i Evr- ópu í eitt skipti fyrir öll. Bret- land yrði að viðurkenna for- ræði Þýzkalands á meginland- inu og a.m.k. jafinræði þess sem heimsveldis. Einn af áður- greindum höfundum vísar til „Ikarusar" sem hugaróra um að „drei'fa herdeildum hér og þar yfir opið haf“ 18> En hvers vegna ekki að „dreifa her- mönnum hér og þar“, þegar sig ur er alveg á næstu grösum? Hvers vegna ekki að nota sið- ustu dagana til að ná undir sig því landsvæði, sem hugur- inn girnist? Allt útlit var fyr- ir, að íriðarráðstefna, þar sem Þýzkaland drottnaði, myndi brátt koma saman. I þessu ljósi verður „Ikarus“ skiljanlegri. I mínum augum var hann hugs- aður sem heljarstökk til að tryggja hernaðarlega mik- ilvægt land rétt í þann mund, er skipting heimsins til hags- bóta Þýzkalandi var að hefj- ast. Voru Hitler og yfirherráðið í raun og veru svo skyni skroppin að leggja til hernám eyju, sem ekki gat komið að neinum notum vegna birgða- skorts? Sú röksemd, að „Ikar- us“ hafii verið flónska er auð vitað byggð á þeirii fiorsendu, að stríðið dróst á langinn sro árum skipti. En gildir þessi röksemd, ef stríðið hefði end- að árið 1940 eins og fastlega var búizt við á sínum tíma? Svarið er neitandi. Birgða- vandamálið var ekki vandamáíl í friði, heldur aðeins í þessu ótimabæra striði. Ef af „Ikarusi“ hefði orðið og stríð- ið hefði tekið farsælan ertdi fyrir Þjóðverja árið 1940, hefðu þeir setið eftir með virk ið í norðri. Að ásaka Hitler um flónsku sökum „Ikarusar" er því að gerast spámaðuir eftir á. Slíkt er aðeins eftirstriðs- vizka, sem ekki stenzt, ef mið að er við samtima ástand og horfur. Andrúmsloftið í her- búðum Þjóðverja var þrungið bjartsýni og sigurvissu. Þetta kom m.a. fram á fundinum, þar sem „Ikarus“ var tekinn til uim- ræðu. I stað þess að iáta sig skipta tiilögur Raeders um, hvernig bezt mætti sigra Bret- Framh. á bls. 12 3. október 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.