Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Page 10

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Page 10
KÚTTERAÖLDIN Þó ég kæmist aldrei svo hátt á sjómennskubrautinni að verða háseti á kúttara eða botnvörpungi, þá var ég þó ekki alveg ósnortinn af þeirri miklu breytingu, sem varð á tfiskveiðatækjum landsmanna, er Bretar lögðu niður veiðar sinar með kútterum, en tóku upp veiðar með botnvörpuskip um. Það varð vatn á myllu fé- lausra og kalla mátti þá banka lausra Islendinga í bili, því Bretar seldu kúttera sína mjög ódýrt. Langfremsti og reynd- asti stórútgerðarmaðurinn hér í þá daga var Geir Zoega kaupmaður, enda varð hann fyrsti maðurinn hér til að kaupa enskan kúttara. Keypti hann kúttarann. Toiler 1893. Áður hafði Geir keypt dansk- an kútter, Margréti 1889. Árið 1899 mynduðu nokkrir menn, fyrir milligöngu Einars Þorgilssonar kauipmanrts i Hafnarfirði og mána, hlutafé- lag, til þess að geta keypt 2 kúttera í Bretlandi og að gera þá út. Félagið fól mér að kaupa kútterana. Ég byrjaði með þvi, að setja mig vel inn í hvers er að gæta við slik tré- skipa kaup, og að læra að rannsaka skrokk þeirra. Ég tfór svo til Yarnmouth á Eng- landi veturinn 1899 og fékfc þar mörg tilboð um kúttera. Ég keypti mér nú skósíða lér- eftskápu til þess að skríða i um öll skipin, sem boðin voru til þess, með áhöldum, að leita að fúa í þeim, og valdi loks 2 kúttera Little Rose og Sur- prise. Svo var fyrirfram ákveðið, að annað skipið skyldi fara þegar heim og á fiskveiðar, en ég leigði hitt skipið yfir sumar- ið til vöruflutninga milli Ham- borgar og Reykjavíkur. Little Rose var svo send upp, en Surprise sendi ég til Hamborgar, og réð á hana þýzkan skipstjóra yfir sumar- ið. Surprise kom svo upp með vöruifiarm og tók svo í útleið farm af brotajárni í Grinda- vik, úr norsku gufuskipi, Rapid, sem hafði strandað þar fyrir fáum árum. Kútter þessi kom svo með annan vörufarm frá Hamborg þe.ta sumar, og var siðan lagt í vetrarlægi. Næsta sumar var Surprise svo gerður út á þorskveiðar, und- ir stjórn hins óvenjulega geð- uga manns Bergs Jónssonar skipstjóra, sem stjórnaði þessu skipi samfleytt í 20 ár. Á skipinu Little Rose var formaður Sigurður Guðlaugs- son og strandaði þetta skip ár- ið 1902. Ekki átti ég svo frek- ara við skipakauip fyrr en 1902. 1900 Á árunum 1895 til aldamóta Skeði ekkert sérstakí, sem ástæða er til að skýra frá. Verziunin gekk sinn rólega gang, og ávann sér traust al- mennings fyrir verð og sér staklega vörugæði. Hin æðri stjórn hafði líka gert mig svo úr garði, að ég hafði viðbjóð á allri sviksemi og undirferli bæði í verzlun og öðru. Þessi eiginleiki skapaði mér of: harða andstæðinga, þegar af- skipti mln af stjórnmálum komu til sögunnar. Þennan eig inleákia minn hefði ég þó ekki viljað selja fyrir neina fjár- hæð, atvinnu eða önnur fríð- indi, og leit ég á hann, sem þá beztu gjöf og gæfuskilyrði, sem tilveran hafði lagt mér i . skaut. Sá eiginleiki gaf mér kraft- inn til að rannsaka alveg sjálf- stætt, og án tillits til flotkks- hagsmuna stóru málin, svo sem járnbrautarmálið, seðla- bankamálið, vörutollsfyrir- komulagið, hina almennu sam- ábyrgð o.s.frv. En því miður virðist óeigingirni og skyldu- rækni við fósturjörðina vera, eins og stendur, óðtfluga að ganga úr móð, bæð meðal leið- andi rnanna og almennings. Misnotkun lýðræðisins, sem stafar af of mikilli ágirnd, eða ásælni einstakra manna, stétta og kjördæma ætla að verða vor banabiti. Og einstakir menn í öllum stéttum og flokík- u-m eiga þar sökina. uryKKjusiKiaparmaour var ég ekki að eðlisfani, en vel hefði ég þó getað vanið mig á drykkjuskap. Og svo langt var ég korninn, á vinnautnarbraut- inni, því þá var drykkjuöld, að mig var tfarið að langa í öl- föng. Undir eins og ég varð þess var, skrúfaði ég fyrir, og gekk beint inn í Góðtemplara- félagið. Þó margir örðugleikar hefðu orðið á le'ið minni, þá hét ég því, að verða aldrei drykkj umaður. EJkki var ég þó í því félagi nema um 5 ár, en fylgdi jatfn- an starfsemii þess og stuiddi. Vegna skrifanna um ft'ár- sölumálið, kynntist ég ýmsum málsmetandi mönnum, setn ég áður hafði haft lítil kynn-i af. Sérstaklega kynntist ég á þeim árum mjög náið, Birní Jóns- syni ritstjóra ísafoldar, sem ég átti að þakka, að ég gat borið hönd fyrir höfuð mér í fjár- sölumálinu í islenzku blaöi, þar sem önnur blöð landsins voru þá sýnilega í útlendum Gyðingaklóm. Björn Jónsson bar þá höfuð og herðar yfir flesta, og etf til vill alla samtíðarmenn sína hér heiima, að gáfu-m, mælsku, starfsþreki o,g drengskap. Hann var og sterkur trúmað- ur. Og engan mann hetfd ég þekkt, sem var jafn rífeur af barnsins einlægni. Það mátti treysta því sem hann sagði og gerði. Við urðuim því hreinir vinir. Árið 1900 var Björn Jónsson 54 ára en ég 42 ára. Úr endurminnmgum Björns Kristjánssonar SJÖTTI HLUTI Hann var þá enn með ðbhaða 1 heilsu. Þetta ár áttu aLþingiskosn- ingar að fara fra-m. Alþingi skiptist þá í aðeins 2 floklka, sem var alveg nóg fyrir ekki stærri þjóð. Skiptist það í Sjáltfstæðisfldkkinn, sem vdldi fá alla stjórn landsins inn i landið, og helzt losa um öll tengsl milli landanna, og svo Heimastjórnarflokk, sem vildi helzt una Við yfirráð Dana yf- ir landin-u. StjórnmálafLokk- ar um innanlandsmáL voru þá ekki ti'l, og heimtufrefcja al- mennings við landssjóðinn okki byrjuð. Ég hafði til þessa alLs ekki getfdð mig að stj'órnmálum, þó ég hefði lesið um sjáltflstæðis- baráttu Jóns Sigurðssonar og fleiri, en tfylgdi þó eindregið Sjálístæðisstefnunni. Var ísa- fold aðal blað þeirrar stefnu, eða Sjálflstæðisflokksins. Kapp leit út fyrir að yrði í kosningunum þetta sumar. Björn Jónsson fór þess á leit við mig, að ég byði mig fram með Þórði Thoroddsen lækni fyrir Gullbringu og Kjósax- sýslu á móti Jóní Þórarinssyni skólastjóra í Flensborg, sem var þá annar þingmaður kjör- dæmisins og heimastjórnarmað ur. Mér þótti þetta mjög óárenni legt, þar sem ég hafði þá aldrei tefcið neinn þátt í oþinberum stjórnmálaumræðum, aldrei ver ið í svo miikið sem bamaskóla, og eiga að verða keppinautur skólastjórans í Flensborg. Auk þess var ég þá mjög ófram- gjarn og fann verulega til vanmáttar míns á þvi sviði. Svo var lagt að mér, að ég lotas gatf eftfir. Ekkert man ég nú efttir hvernig ég komst fram úr því að tala á þingmálafundunum fyrir kosningarnar í það sinn, en hlaut að bygigja kosningasig ur á því, etf um kosningas'igur yrði að ræða, að kjósendurn- ir í þeim sýslum, bæru mifcið traust til min. Kosningin fór svo, að við Þórður Thorodd- sen vorum kosndr. Var ég úr þvi þingmaður fyrir kjördæm- ið óslitið til vetrarþingsins 1931. Það var siðasta þingið sem ég sat á. En sj-ö sinnum var skipt um meðþingmann minn á þessu tímabili, tvisvar vegna dauðs- falls, einu sinni vegna þesis að einn (Þ. Th.) stóð upp fyrir öðrum, og einn hætti að bjóða sig fram, (séra Kr. D.). Þessir voru meðþingmenn mínir fyrir kjördæmið og í þess ari röð: 1. Þórður Thoroddsen lækn- ir. 2. Dr. Valtýr Guðmundssön. 3. Séra Jens Pálsson (lézt). 4. Séra Kristinn Daníelsson. 5. Einar Þorgilsson, kaup- maður. 6. Ágúst Flygenring, kaup- maður. 7. Ólafutr Thors útgerðar- maður. Það var nýjung iiyrir mig að vera á kjörfundi nálega heil- an dag og fylgjast með öllu því sem fram íór. AlþingLskasningar fóru þá fram opinberlega, það er, að hver kjósandi kaus upphátt þann mann er hann vildi kjósa. Ég fylltist óhug og við- kvæmni, við að sj’á, hversu freklega kosningasimalar t'eynöu að ráða því, hverjum lltnsigldlr kjósendur gætfu at- krvæði si-tt. Ég hét þvi þá, að ef ég Xenti á þingmann-abekk, þá skyldi ég reyna að sernja og koma fram á Alþinigi nýj- u-m alþingiskiosningalögum, þar sem kjósendurnir mættu kjó-sa þingmenn frjálsir og heimul- lega, eins og nýlega var þá bú ið að leiða í lög í Þýzkalandi. Veður var afar slæmt kosn- ingadaginn. Ætluðu kjósendur að sunnan að fara til Hatfmar- fjarðar með flóabáfcnum, en hann komst ekfki .suður. Kjós- endur leiigðu sér þvi segiskútu, sem hét örninn, og ætfluðu að reyna að sigla á henni inn eft- ir undan útsynningsrokinu. En það þótti ekki fært fram eftir deginum. Heimastjörnar- menn töldu sér þvi vísan sig- urinn fram etftir öllum degi. En siðari hluta dags slotaði veðrið svo, að skipstjóri lagði á stað með alla kjósendurna sem aðeins náðu í fcjörfundinn áður en honum var slitið. _ Heimast j ðmarmerm urðu sárgramir og kölluðu sunnan- merm „Arnarunga" og öðrum óvirðingaimötfnum, þvi þaðan áttu þeir ekki atkvæða vom sjálíir. Þégar ég fór utan veturinn eftir, útvegaði ég mér nýju kosn ingalögin þýzku, og þýddi þau smám saman. Fókfc ég mér að- stoð, sérstaklega Kristjáns Jónssonar yfirdómEira, til að umbæta frumvarpið, og sniða það við vort hæfi. Á þinginu 1901 bárum við Þórður Thoroddsen svo málið fram. Bað ég Thoroddsen að vera aðaflflutningsmanninn, sem vanam þingmann, þar sem málið var lika svo stórt. Það varð ekki útrætt á þvi þimgi. En 1902 á aukaþimgimu, og svo aftur 1903 bar ég það fram, og varð það að lögum 1903. MÁLMRANNSÓKNIR Á vetrum 1895—1900 hafði ég það fyrir venju, er ég var að bíða eftir nýjum sýnishorn- um af vefnaðarvörum í Hamborg, að ganga á söfn, sérstaklega -á málmsteina- söfn. Þegar forstjóri safnsins sá að ég kom þar svo oft, og að ég var útlendmgur, kallaði hann mig inn á skrifstofu sína, og spurði mig hvaðan ég væri og hvers vegna óg væri svo oft að skoða málmsteina. Ég sagði honum að ég væri frá íslandi, og að ég væri að athuga hvort sams konar bergtegundir gætu ekki fumdist þar. Hamn hló mjög kuldalega aö mér og spurði: „Hafið þér ekki lesið Thoroddsen?" Ég kvaðst hafa gert það, og þá varð hanm emm meira hissa. Ég kvaddi hann svo og fór. Ég fór nú til eins stærsta bóksalans í Haimborg og bað hann um að benda mér á beztu bókina, sem út hefði verið getf- in á þýzku um málmnámufræði og benti hann mér á bókina „Die Unterzuehung und Berrartumg von Erzlagerstatt- er von Paul Krusch, yfirum- sjónarmann allra námumála Þýzkalands. Þessa bók las ég rækilega, en sá þegar fram á, að það næsði ekki að lesa um slík efni, ég yrði líka að læra að rannsaka alis konar málm- steina, ef ég ætti að geta dæmt um hvort vinnaniegir málmar gætu fund’st hér he5ma. Ég réð nú af að leita um 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. október 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.