Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 14
SLYS Á HRAÐBRAUT A1 Hjá þeim þjóðum, sem búa við fuIlUomin veífakerfi, verða æsileg umferðarslys o(t oft hefur koniið fyrir að tugir Iiila lendi í einni beðju án þess að nokkur fái við því gert. Slys á okkar vanþróuðu veguin eru sem betur fer oftast lítil á móti þessum ósköpum og kemur þar til að mikill munur er á bílafjöldanum í umferð- inni, en einnig hitt að hraðinn er el' til vill helmingi meiri á hinuni útlendu hrað- brautum. Víða er beinlínis lágmarkshraði til að tryggja greiðan gang umferðar. Á þjóðvegum Evrópu, autobahn í Þýzkalandi, autoroute í Frakidandi og auto- strata á Italíu, er hraðinn yfirleitt frá 110—150 km á klst. Þótt þessir vegir séu góðir og glæsilegir er það mikill hraði þegar þess er gætt, hversu þétt umferðin er. Allt í einu kemur eitthvað óvænt l'yrir; það springur hjá einhverjum og sem snöggvast kemur slinkur á bilinn. Hann lendir við það utan í þeim næsta, þver- snýst og veltur. Þá þarf ekki að sökum að spyr'a: lííll eftir bíl lendir í hrúgunni, þar sem örkuml eða dauði verða örlög margra manna. Þetta er stórkostlegt vanda- mál, sem við eigum því miður eftír að kynnast, þegar við fáum liraðbrautir sam- fara stóraukinni umferð. Meðfylgíandi myndir sýna hvernig þessi óhugnaður get- ur orðið. Þær eru frá Frakklandi, teknar á hinni miklu umferðaræð, þjóðveginum autoroute A 1. Þriðjudaginn 9. febr. stöðvuðu 42 bílar, sem rekizt höfðu hver á annan, umferð um hraðbrautina A1 milli Parísar og Lille. Ástæðan var þykk morgunþoka. Fyrsta slys- ið varð kl. 9.15 við Fresnes-lez-Montauban. Þungur híll lenti aftan á sendiferðabíl. Síðan kom hver á annan:' R6 bíll, liálf-dráttarbill, einn 304, tveir aðrir liílar og loks trukkur. Afleiðingin: Þrír látnir og tveir alvarlega særðir. Kl. 9.30, 5 km frá þessum stað, á sömu hraðbraut á leiðinni Lille—París, urðu fjögur slys í röð með sömu martröðinni. Þar urðu tvö lianaslys og sjö slösuðust. Nokkru seinna, enn árekstur — tveir trukkar Ientu saman við tvo litla bíla. Enn alvarleea slasaður maður. Til að ná slasaða fólkinu þurftu slökkviliðsmennirnir að gripa til sagar- innar til þess að saga sundur veggi af málmbraki. Úr æviminningum Björns Kristjánssonar Framh. al bls. 11 nýjar rtlraunir ti) að tryggja sjálfstæði landsins, og stofnuð- ust ný félög og blöð í því skyni, t.d. blaðið „Ingólfur" og Landvarnarflokkurinn. Á þessu sama þingi bar ég og Þ. J. Thoroddsen fram frum varp um að selja sait eft- 'r vigt. Svo stóð þá á að mikl- ar umkvartanir höfðu bor- ist frá útlöndum um illa vei'k- un á saltfiski svo að við borð lá, að kaupendur hættu að kaupa saltfisk gegn hleðslu- skírteinum, sem valdið hefði miklu tjóni. Nú hafði verkun á saltfiski einmitt farið fram síðari árin, svo þessi ilia verk- un, sem kvartað var um, hlaut að stafa af litt nýtu salti, sem kaupmenn græddu meir á að selja, af því þeir keyptu það erlendis eftir vigt en seldu það í tunnutali, eða eftir mæli. Lang mest af því salti sem þá kom til landsins, var svo ónýtt, eða létt, að tunnan vó ekki nema 105 kílógrömm. Aft- ur fluttu einstöku menn upp salt, sem vó allt að 180 kg tunnan. Þetta skýrði ég allt fyrir Neðri deild, og fékk hörð mótmæli, þar á meðal frá sjálf- um bankastjóranum. Ég fékk mér því vottorð frá 2 fiskrögurum í Reykja- vík, sem staðfestu a’.veg rök min. Við 3. umræðu var málið samþykkt með 16 atkvæðum gegn 3 og siðan sent til Efri deildar, þár dagaði það uppi í það sinnið, vegna þess að svo var liðið á þingið. Á þessu þiingi var borið fram frumvarp til viðauka við botn vörpulögin frá 1898. Við þetta frumvarp bar óg fram breyt- ingartillögu um að fslendingar mættu leig.ja aðeins 1—2 togara til þess að fá reynslu fyrir því, hvort sú veiðiaðferð borgaði sig betur hér á landi en veiði með kútterum. Ég taldi fslend- inga þá of fátæka til þess beint að kaupa togara ti'l slíkra til- rauna. Færði ég fram miklar iíkur fyrir því, að sú veiðiað- ferð borgaði sig betur en veiði með kútterum (B. bl. 560). Ekki fékk þessi tiilaga náð í augum heimastjómarmanna. Lárus H. Bjarnason, sem ann- ars var vel gáfaður maður, en nokkuð þröngsýnn og skap- þungur, sá ótal Ijón á vegin- um, og reis éindregið upp á móti lillögunni, eins og öllum mínum tillögum í þá daga, og var tillagan felld. Samkomulag okkar L. H. B. batnaði mikið síðar, og höfðum við á endanum samvinnu um ýmiis mál, þótt við værum sinn af hvorum flokki. Frarnh. í næsta, blaði. Bókmenntir og listir Framh. af bls. 5 Hann sagði, að það væri hvort sem er of kalt til að vera úti. Hann hafðist við uppi i her- berginu, las og reykti. Á kvöld in lók hann á rafmagnspia'nóið í borðsalinum. Honum þótti mest gaman að leika: „Meira en þig grunar" og lék það aift- ur og aftur. Eitt kvöldið var hann að stinga áttundu eða ni- undu myntinni í píanóið, þeg- ar fjórir menn gengu inn í borðsalinn. Það voru þöguiir menn í ry'kfrökkum. Þeir héidu á einhverju, sem líktist hljóðfærakassa. Þeir tóku alls konar skotvopn upp úr kass- anum, snöggir og ákveðnir, og gengu siðan föstum skrefum i áttina til Bruhlis, Hahn rétt náði því að snúa sér við og sjá þá alla stilla sér upp í röð og miða á hann. Það voru eng- ir aðrir í salnum. Ögurlegir skothveilir kváðu við, og eld- glæringar fylgdu á eftir. Bruh'l féll á gólfið, og menn- irnir gengu út aftur í halarófu. Enginn þeirra hafði sagt orð. Frú Bruihl, iögreglan og hótelstjórinn reyndu að fá hiinn særða til að tala. Witz- nitz, yfirlögregluþjónn i næsta þorpi, reyindi líka. En ekkert dugði. Bruhl gretti sig bara og sagði þeim að snauta burtu og og láta sig í friði. Loks kom O’Donnel'l, lögregluforingi frá New York, til spítalans. Hann spurði Bruhl, hvernig mennirnir hefðu litið út. „Ég veit ekki, hvernig þeir litu út,“ hvæsti Bruhl, ,,og ef ég vissi það, þá myndi ég ekki segja það.“ Hann þagði stutta stund. Svo sagði hann hæðnislega: „Lö'Treglublók!“ Lögregluforinginn andvarp- aði og sneri sér burt. „Svona eru þeir allir saman,“ sagði hann við hina í herberginu. „Það fæst aldrei orð upp úr þeim." Þegar Bruhl heyrði þetta, brosti hann, ánægður á svipinn, og lagði augun aftur. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. október 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.