Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 11
Verzlun Björns Kristjánsson ar við Vesturgötu eins og hún lítur út mina. keminsl'U í efnafræM hjá rikis- rannsóknarstofunni i Haim- borg og fór á fund prófessors- ins, sem þá veitti þeirri stofn- un forstöðu. Ég sa/gði honum ‘fyrirætlun mína, að mig lang- aði til að geta leitað að málm- um á Islandi og að afla mér kunnáttu til þess. Hann tók mér ágætlega og réð mér til að læra vel svonefnda lóðpípu rannsóknaraðferð, og að öðru leyti almenna ólífræna vota efnafræði. Ég byrjaði þegar og vann af kappi nokkra mánuði alla rúm helga daga þennan vetur og svo álika langan tima næsta vetur, 1902. Ég setti mig og inn i að ákveða gullmagn í steintegundum með bræðslu. Bn langmest iœrði ég þó síð- ar með eigin æfingu og reynslu eftir að ég hafði feng- ið mér öil nauðsynleg áhöld og efni til þess. Ég athugaði þvi næst stein- tegundir á ýmsum stöðum, t.d. í Hornunum (vestur og aust- ur) á Svínhólum í Lóni, Þvottá í Álftafirði, Starmýri s.st. Desjamýri í Borgarfirði eystra, og viðar, og varð flestra málma var. Siðast athugaði ég Esjuna dálítið, einkum Mógils- árland. En vitaniega hafði ég okki tök á að rannsaka annað en ofanjai'ðarsteina svona al- veg styrklaust, og vildi ég ekki .sækja um styrk til þess, af því ég sat þá á þingi. í>að má telja víst, að gull sé vinnanlegt í Mógilsá, i stærri eða minni stíl, mjög lík- legt að vinna megi eir, zink, blý og góðmáiima á Svinhóium í Lóni, og ekki óM’klegt að vinna megi gull, eða gull og platinu á Desjamýri. Að öðru leyti visa ég til ritgerðar minn ar ,,Um málma á íslandi," í tíma ritinu ,,Vöku“, 3. árgangi 1929, bls. 36. MNGSKTAN BYB.IAR Hinn 1. júlí 1901 kom ég fyrst á þing, var Alþing þá þannig skipað, að 30 voru þjóð kjörnir þingmenn, en 6 kon- ungkjörnir. I Neðri deild sátu 24 þjóðkjörnir, en í Efri deild 6 konungkjörnir þingmenn og 6 þjóðikjömir. AMur alþingis- kostnaðurinn það þing var fyr- irfram áætlaður kr. 36,743,63. Þingið virtist þá vera vei skipað, þar sem það sátu 24 lærðir menn, og þroskaðir að aldri, þar á meðal 7 guðfræð- ingar, 10 bændur, fuliþroskað- ir að aldri, 1 bankastjóri, og 1 kaupmaður. Ég hafði þegar i upphafi ásett mér, að gefa mig ekki mikið að smámálum, sem litla þýðingu höfðu fyrir þjóðina sem heild, en leggja þvi meira kapp á, að setja mig vel inn í þau mál, sem stór máttu telj- ast, og höfðu almenna þýð- ingu. Alþingi skiptist þá í tvo flokka, Sjálfstæðisflokk og Heimastjórnarflokk, og taldist ég til hins fyrra. Æðsti stjórn- andi landsins innanlands, var þá landshöfðingi Magnús Stephensen, einhver djúpvitr- asti og stjórnmálalega menntað- asti maðurlnn, sem ég var með á þingi, og sérstakur fjármála- maður, sem ég bar jafnan mikla virðingu fyrir, þó eigi værum við alltaf sammála. Eins og ég gat um í kaflan- um „1900“ bárum við Þórður J. Thoroddsen læknir, fram nýtt frumvarp um heimuiglegar al- þinigiskosningar, og bað ég Þ.J.Th. að vera aðalflutnings- manninn, þar sem máiið var svo stórt, en ég óvanur. Hann tók það að sér, en gat þess í upphafi ræðu sinnar, að frum- varpið væri frá mér (B 1157). Málið var sett í 5 manna nefnd, sem gerði á því all mi'kl ar breytingar. 1 Neðri deild var það samþykkt með 20 at- kvæðum og afgreitt ti'l Efri deildar. Við 2. umræðu í Efri deiid vai' frumvarpið fellt með 6 atkvæðum á móti 5, sem staf- aði af því, að frumvarpið þótti ekki standa í fuliu samræmi við stjórnarskrárfrumvarp það, er fyrir þinginu lá, að þvi er kjördæmaskiptinguna snerti. Annað stórmálið á þessu þingi var hlutafélagsbankamál- ið. Það mál flutti Þórður J. Thoroddsen einnig með mesta dugnaði, því að hann var bæði gáfaður og mjög fylginn sér. Nefnd 5 mamna var sett í mál- ið i Neðri deiid, Þ. J. Thorodd- sen, Lárus H. Bjarnason, Tryggvi Gunnarsson og ég. Nefndin klofnaði, urðu Tryggvi Gunnarsson og L. H. Bjarnason í minnihluta og gáfu út sérstakt nefndarálit (e bl. 507), og meirihlutinn annað (c bls. 497). Tryggvi Gunnarsson beitti sér sérstak- lega á móti málinu, vildi hann að landssjóður tæki 1. milljón kr. lán í gulli handa Lands- bankanuim, sem greitt yrði á 28 árum, og að gefnar yrðu út 2 milljónir króna í seðlum á það gull, auk óinnleysanlegu seðlanna sem fyrir voru, 750 þús. kr. Skyidi Landsbankinn annast greiðslu afborgana og vaxta aif þvi liáni. En meiri- hluti nefndarinnar áleit ekki að séð yrði nægilega fyrir pen ingaþörf landsins framvegis með því móti, þar sem stofna átti 3 útibú, heldur með stofn- un nýs banka, enda staðfesti reyinslan síðar, að sú skoðun var rétt. Mál þetta var samþykkt i báðum deildum, að siðustu við eina umræðu í Neðri deild með 20 atkvæðum. Þriðja stórmálið á þessu þingi var stjórnarskrármálið. Sjáifstæðismenn með dr. Valtý Guðmundsson í broddi fylkingar, báru fram þetta mál, var 7 manna nefnd sett í það. Sú nefnd klofnaði, klufu heimastjórnarmenn sig frá, og báru þeir fram annað frum- varp til stjórnarskrárbreyt- ingar, var slikt mjög óvana- legt og á móti þingsköpum. Álit þessara nefnda var 5 tveim köfluim A og B á þing- skjali c. 120 frá meiri og rninni hliuta. Frumvarp sjálfstæðis- manna var samþykkt við þrjár umræður í Neðri deild með 12 atkv. gegn 10, og í Efri deild var frumvarpið samþykkt með 6 atkvæðum gegn 5. Frumvarp heimastjórnarmanna var fellt frá 2. umræðu með 12 atkvæð- urn gegn 5. Aðaiágreiningurinn milli flokkanna i málinu var um það, hvort danska stjórnin mundi samþykkja frumvarp sjálfstæðismanna. Hægrimanna stjórnin i Danmörku var að fara frá, og gerðu sjálfstæðis- menn sér vonir um, að nýja stjórnin þar mundi samþykkja frjálslynt stjórnarskrárfrum- varp. En það reyndust von- brigði, því stjórnin neitaði að staðfesta það. Seint á þinginu bar ég fram frumvarp til vörumerkjalaga, sem mér fannst aðkallandi að setja, urðu þau ekki útrædd á því þingi, en á þinginu 1903 voru þau samþykkt. Ég hafði á þessu þingi afskipti af ýms- uim fleiri málum, en sé ekki ástæðu til að tiil'greina þau. Visa heldur nú og framvegis til A-deildar alþingistíðindanna II „Nefndarmál og nefndar- menn“, og III „Mælendaskrá". NÝ SKIPAKAUP Um leið og ég fór mína venjulegu vetrarferð 1902 til útlanda, fól Th. Thorsteinsen kaupmaöur í Heykjaivík mér að rannsaka kúttera, sem hann ætlaði að kaupa í Yarmouth, og að gera út um kaupin. Ég rannsakaði þennan kúttera vandlega og keypti skipið. En við öll slík kaup varð maður að lokum að fá kaupin staðfest hjá dönsku konsúlati i land- inu. Ég fór því til Lundúna til danska konsúlatsins þar til að fá þjóðernisskírteini fyr- ir skipið. En það gekk mjög treglega, af því ég hafði enga skriflega sönnun í höndunt fyr ir því, að Th. Thorsteinsen væri danskur þegn, en á hans nafn var skipið keypt. Konsúl- atið vildi ekki trúa orðum um það, og þóttist þurfa að leita upplýsinga um það i Kaupmannahöfn. Ég lét í ljós að ég gæti ekki beðið eftir því, þar sem skipshöfnin biði altilbúin til að sigla skipinu upp. En ekkert hjálpaði það. Ég afréð því að gista næstu nótt í Lundúnum og íhuga hvað gera skyldi. Mér kom þvi i hug að láta enskan skip- stjóra (sem lepp) sigla skip- inu upp, og að fá skipið fyrst formlega afhent, sem íslenzka eign í Reykjavík. Næsta dag fór ég upp í kon- súlatið, og stóð þar allt við sama. Ég sagði þá konsúiatinu blátt áfram hvað ég ætlaði að gera, og þegar það sá, að þetta gæti ég gert, og að það aðeins mundi tapa tekjum fyrir þjóð- ernisskirteinið, gaf það eftir, og fékk ég svo þetta virðulega skjal. Skipið, sem ég sá um kaupin á hét Emilía. Ekki man ég hvort það var þennan vetur sem ég kom með fyrsta hjólhestinn til Reykja- víkur. ADKAÞIN GIÐ 1902 Vegna þess að stjórnarskrár frumvarpiö var samþykkt á þinginu 1901, var Alþing leyst upp, og boðað til nýrra kosn- inga. Fór kosning svo fram á undan aukaþinginu, sem sett var 26. júlí. Náðum við Thor- oddsen endurkosningu. Annars varð mikil breyting í þinginu, þar sem 13 þjóðkjörnir þing- menn urðu að víkja af þingi, og jafn margir nýir þingmenn að koma í þeirra stað. Nú urðu 22 lærðir menn á þingi, þar af 5 guðfræðingar, 12 bændur og alþýöumenn, einn bankastjóri og l kaupmaður. Allur alþingiskostnaðurinn var nú fyrirfram áætlaður kr. 23.586,48. Ég bar nú sjálf- ur fram frumvarpið urn heimug legar kosningar ásamt Þ. J. Thoroddsen. Voru enn gerðar á því nokkrar breytingar, og síðan saimþykkt í einu hljóði og sent Efri deild, sem einnig sam þykkti frumvarpið, en tók inn i það kjördæmaskipunina, sem gilt ha.fði. Siðan var frumvarp ið aftur sent Neðri deild og þar samþykkt við eina umræðu með öilum atkvæðum. Með lögum þessum átti þjóð- in að fá vernd heimulegra kosningalaga, sem átti að gera mönnum létt fyrir að geta kos- ið þingmann eftir sannfær- ingu sinni. En þó að þingið hefði að lok- um samþykkt frumvarpið í báð um deildum í einu hljóði, sýndi danska stjórnin þinginu þá lít- ilsvirðingu að synja um stað- festingu frumvarpsins, en lagði það þó sjálft fyrir næsta þing, 1903 með sáralítiili breytingu. Loksins varð það svo að lög- um. Eins og áður er getið, sam- þykkti Alþingi stjórnarskrár- frumvarp Sjálfstæðisflokksins, en synjað var um staðfestingu á þvi. 1 þvi frumvarpi voru engin ákvæði um það, hvar ráð herra skyildi bera frumvörp Alþingis upp fyrir konungi, hvort þau skyldu borin upp í ríkisráðinu eða utan þess. Is- lendingar voru sem sé að forð- ast að viðurkenna að ísland væri einn hluti úr Danaveldi, forðast að viðurkenna stöðulög in, sem Danir höfðu einhliða sett um stöðu íslands i ríkinu. Stjórn Dana sér nú leik á borði er hún sér hversu mik- ið íslendingar lögðu upp úr því að fá ráðherra búsettan á Islandi, sem tali og skrifi ís- lenzku, að hún ber nú sjálf frain stjórnarskrárirumvarp, þar sem tekið er fram, að Is- lands ráðherra skuli bera öll mál íslands upp i ríkisráði Dana. Og dönsku stjórninni er fu’i alvara, því hún tekur fram í ástæðunum fyrir frum- varpinu, að Alþingi megi ekki skoða frumvarpið sem neinn samningagrundvöll, sem gera megi breytingar á, heldur sem tilboð, sem Alþingi geti aðeins gengið að eða frá. Og hæsti- í’éttur Dana á að dæma Islands ráðherrann i málum þeim, sem Alþingi höfðar gegn ráðherra íslands út af embættisrekstri hans o.s.frv. Þessu frumvarpi tóku heima- stjórnarmenn, eða foringj- ar þeirra sem komist höfðu i meirihluta við alþingiskosn- ingarnar 1903, tveim höndum. Ekki sáu sjálfstæðismenn sér enn fært að skera sig úr, þrátt fyrir óánægju með frumvarpið. Hættan var líka ef til vill nokktu minni af því að sam- þykkja frumvarpið, þar sem það var með sínum göllum kúgað inn á þingið. Frumvarpið var þvi sarn- þykkt i Neðri deild með öll- um atkvæðum, í Efri deild var frumvarpið einnig samþykkt í einu hljóði. Það dylst ekki í áliti nefnd- arinnar í Neðri deild, (þing- skjal 37), hversu óánægðir allir nefndarmennirnir voru með frumvarpið, en skorti þrek til að andmæla því. En þessi mi'kia eftirlátssemi Alþingis við dönsku stjórnina leiddi af sér nýja vakningu hjá þjóðinni fyrir þvi, að hefja Frainh. á bls. 14 3. októbor 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.