Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 8
ÍSLAND, NASISTAR OG ATLANTSHAF Orriistubeitiskipiö Gneisenau, eitt frægasta herskip Þjóðverja. I>aö átti að nota við töku Islanús. og flotaforingjar hans kvört- Uðu sáran yfir síðar meir. Lengst af leit Hitler á hernað fyrst og fremst frá sjónarhóli Austurríkismannsins, Mið- Evrópubúans, sem sá ekki haf- ið og þýðingu þess. í endur- hervæðingu Þýzkalands var flotinn eins konar Öskubuska. Ræturnar að þessu var að finna í " grundvallarhugsun Hitlers eins og hún var sett fram í Mein Kampf. Þar átaldi HLtler þýzka keisaradæmið harðiega fyrir að ásælast ný- lendur í öðrum heimsálfum og byggja upp herfLota í því skyni. Þessi stefna hefði kom- ið af stað óvináttu við Breta- veldi og gengið sér endanlega til húðar i ósigrinum 1918. 1 stað hinnar úreltu keisara- stefnu lagði Hitler fram nýja stefnu, sem átti að leggja grunninn að þúsund ára ríki nasismans. Kjarni hennar var þessi: Þýzkaland bar aukið lifsrými (Lebensraum), það skyldi unnið í austurvegi. 1 baráttu sinni fyrir auknu landrými og sameiningu allra Þjóðverja innan vébanda Stór- Þýzkalands yrði hagsmuna- árekstur við Frakkland. Stór- Þýzkaland myndi óhjákvæmi- lega drottna yfir meginlandi Evrópu, og Frakkar, „erfða- féndurnir", myndu leitast við að sporna á móti því. Lykilinn að þúsund ára ríkinu væri að finna í vináttu við Breta, sem Hitler bar óttablandna virð- ingu fyrir. Til að ná og halda vLnáttu þeirra yrði Þýzkaland að neita sér um nýlendur og halda flota sínum í lágmarki. Aðeins á þennan hátt yrðu Bretar sannfærðir um, að frá Þýzkalandi stafaði þeim ekki ógn. Það eitt dygði til að halda þeim frá bandalagi við Frakka. Hagsmunir Breta lægju utan Evrópu. Ef Þýzkaland ábyrgð ist að ganga ekki á þessa hags- muni, myndu Bretar sjá sér hag í að láta af aidagamalli jafnvægisstefnu sinni, sem mið aði að þvi að ekkert eitt ríki drottnaði á meginlandinu. Grundvaliarhugsun Hitlers, sem lýst var að ofan, endur- speglaðist m.a. i hervæðingu og hernaðaráætlunum Þjóð- verja. Meginlandsstefnan krafðist fyrst og fremst öflugs og hreyfanlegs landhers. Þann her byggðu Þjóðverjar upp af þvilikri snilld, að ekkert fannst sambærilegt. Flugher- inn var sömuleiðis miðaður við þarfir landhersins, og þar með meginlandsstríð. Fram á árið 1940 höfðu vélar flughersins t.d. aðeins flugþol yfir hluta Bretlandseyja frá Frakklandi. Frá upphafi var fiotastjórn- inni gert ljóst, að flotanum væri aðeins ætlað aukahlut- verk. Árið 1935 sýndi Hitler hug sinn í verki með þvi að gera flotasamning við Breta. Sá batt hámarksstærð þýzka flotans við 35% af stærð þess brezka. Kafbáta máttu Þjóð- verjar byggja að sama marki og Bretar, en það notuðu þeir sér aldrei fyrir stríð frem- ur en ákvæðið um herskipa- fjölda. Það var ekki fyrr en seint á árinu 1938, sem Hitler endur- skoðaði afstöðu sína til Breta og þar með til flotans. Hitler var ljóst, að með góðu myndu Bretar ekki gefa honum frjáls- ar hendur á meginlandinu. Að skipun Hitlers samdi flota- stjórnin tvær áætlanir um upp byggingu flotans. Önnur gerði ráð fyrir, að byggður yrði floti sérstaklega sniðinn til þess að höggva á lífæðar Breta- veldis með árásum á verzlun- arflotann. Aðaláherzla yrði lögð á smíði kafbáta og vasa- orrustuskipa, sem lægju í vík- ingi. Hin áætlunin bar með sér skyldleika við flotastefnu Vil- hjálms 2., er Hitler hrakyrti í Mein Kampf. Byggður yrði floti þungvopnaðra skipa, sem hefði að meginkjarna risaorr- ustuskip. Þessi floti átti að geta haft í fullu tré við þann brezka og að auki haldið uppi árásum á samgönguleiðir. Hitl- er valdi síðarnefndu áætlun- ina. Þetta var örlagarikt spor, því að mun lengri tíma þurfti til að fullgera þá áætlun. Hitler skeytti engu um aðvar- anir flotastjórnarinnar, sem ótt aðist, að stríð brytist senn út við Breta. Hann fullvissaði Raeder um, að hann þyrfti ekki á flotanum að 'halda sér til fulltingis fyrr en árið 1946. Margt fer öðru visi en ætlað er. Átta mánuðum síðar tefldi Hitler of djarft og dró Þýzka- land út í heimsstyrjöld. Þýzki flotinn varð að horfast í augu við yfirburði hins brezka er námu 10:1. Áætlunin um upp- byggingu flotans var lögð tii hliðar. Þjóðverjar einbeittu sér í staðinn að kafbátasmdði, sem varð fljótvirkast og áhrifa mest úr því sem komið var. »> Það hafði úrslitaþýðingu fyr ir átökin um Norður-Atlants- haf og þar með fyrir ísland, að Hitler flækti Þjóðverja í stríð, áður en honum tókst að byggja upp verulegan flota. Veikleiki Þjóðverja á hafinu kom skýrt fram í drögunum að „Ikarusi“, sem birt voru hér að framan. Þjóðverjar höfðu engan flotastyrk til að takast á við Breta. Von þeirra var bundin við að geta laumað inn rásarflotanum hingað til lands í skjóli myrkurs. Áherzlan á hraða og skiptingu fiotans var af þessum toga spunnin. Afleiðingar innrásarinnar í Noreg sögðu einnig til sin við undirbúning „Ikarusar". Þýzki flotinn, eins og hann var í stríðsbyrjun, var ekki til stór- ræða. Því síður var hann til þeirra fallinn eftir Noregshern aðinn. Svo dýru verði var Nor- egur keyptur, að í júní 1940 náðu nothæf herskip Þjóðverja ekki að fylla tug. 1 flotanum voru þá aðeins gangfær eitt þungt beitiskip, tvö létt og fjórir tundurspillar. Afgangur inn var laskaður eða sokk inn. i«> Orrustubeitiskipin tvö Gneisenau og Scharnhorst, sem nota átti við Islandstök- una, voru bæði löskuð eins og minnzt er á í áætluninni. Þessi systurskip voru öfLugustu og stærstu skip þýzka herflotans á þessum tíma. Þau voru um 32 þúsund tonn að stærð og að- alvopnabúnaður þeirra var niu 11 þumlunga fallbyssur. Engin skip brezka flotans stóð- ust þeim snúning hvað vopna- búnað áhrærði nema orrustu- skipin. Bremen og Europa Af þeim skipum, sem áttu að sigla innrásarliðinu til íslands, er ástæða til að fara nokkrum orðum um Bremen og Europa. Margir, sem eitthvað voru komnir til ára sinna á fjórða áratugnum, minnast þessara glæsilegu fara. Bremen, sem var nokkurs konar Gullfoss þýzka kaupskipaflotans, var m.a. byggt til að vinna hraðametið á Atlantshafsleið- inni úr höndum Breta. Þetta tókst, því Bremen vann Bláa borðann frá brezka skipinu Mauretania. 1 stríðsbyrjun vakti flótti Bremen til Þýzka- lands heimsathygli. Þremur dögum áður en stríðið brauzt út, lagði Bremen upp frá New York. Stríðsfregnin barst skipinu, er það var statt á miðju Atlantshafi. Stuttu sið- ar slapp Bremen nauðuglega úr greipum brezks herskips, sem ætlaði að taka skipið og sigla því til brezkrar hafnar. Bremen sigldi því næst irii'Ui Islands og Grænlands norður í höf og þaðan til Polyarny. Þar hafði Stalin góðfúslega veitt Þjóðverjum aðstöðu. Átti velgerningur þessi að sýna samhug Sovétríkjanna við bar- áttu Hitlers gegn bandamönn- um. Höfn þessi, sem síðar kom í góðar þarfir við innrásina í Noreg, var m.a. griðastaður þýzkra skipa á flótta undan Bretum. Þarna fór fram nokk- ur viðgerð á Bremen og skLpið var birgt upp. 1 desember 1939 tókst Bremen síðan að brjótast til Bremerhaven. 1 þeirri höfn hafði Europa legið síðan stríð- ið hófst. ii > Mikill fögnuður ríkti í Þýzkalandi yfir endur- heimt Bremen, og þótti sigling in öll mesta afrek. ísiand kom dálítið við flótta- sögu Bremen. Talið var, að skipið myndi freista þess að leita þar hafnar. 1 Morgunblað inu 9. september 1939 birtist frétt undir fyrirsögninni: „Hvar er Bremen? — Væntan- legt til Reykjavíkur?“ Frétta- ritari Mbl. í Kaupmannahöfn sagði þar þau tíðindi frá Bandaríkjunum, að eigendur skipsins eða skipstjórinn „hafi valið að leita til íslands, vegna þess, að öruggt sje um það, að íslendingar haldi hlut- leysi sitt". Þá sé þess einnig að vænta „að íslendingum sjeu kærkomnar þýzkar siglingar um norðanvert Atlantshaf". 1 lok fréttarinnar sagði: Frá Noregi berst sií fregn, að talið sje vist, að Bremen sje nú annaðhvort við Grænland eða ísland. Brem- en liefir ekki komið til Reykjavíkur. En það kann að vera, að rjett væri að benda mönnum á, ef þeir einliversstaðar yrðu varir við þetta mikla skip hjer við strendur landsins, að seg.ja þá til þess. Ann- ars ætti það ekki að leynast lengi fyrir nrönnum ef það væri lijer á næstu grösum. Hefði „Ikarusi" verið hrint I framkvæmd ári síðar hefði þessi ábending ekki verið til einskis. Sú heimsókn hefði þó varla reynzt „kærkomin". Birgðir og landganga Eftir þennan útúrdúr er rétt að víkja aftur að „Ikarusi" og ta'ka upp þráðinn, þar sem frá var horfið í áætluninni. Raun- ir flotans voru ekki einungis bundnar við að koma innrás- arliðinu á áfangastað: Enn á ný verður að leggja áherzlu á þá staðreynd, að útilokað verður að halda uppi reglulegum birgða- flutningum tll innrásarliðs- ins. Birgðir verður að flytja með einstaka hafn- bannsbrjótum, sem myndu einkanlega sigla yfir dimmustii vetrarmánuðina. Áætlunina mætti frani- kvæma á eftirfarandi liátt: Hin lítt verndaða flutninga- deild myndi sigla i hálf- liring langt í norður. Sér- stök flotadeild, eins öflug og kostur er á, yrði til reiðu á liafi úti og sæi fyr- ir vernd. Sigling hennar yrði að vera lauslega sam- ræmd við hraðskreiðu flutn ingaskipin („B'Tremenj og „E“ | uropa]). Landgöngustað irnir yrðu væntanlega á vesturströndinni og yrði siglt að þeim með þvi að sveigja norður fyrir eyna. Leitazt verður við að tryggja á allan liátt, að komutími flutningasldp- anna verði hinn sami. Með þessum orðum lauk flotastjórnin frumdrögunum að „Ikarusi" en aftan í þau hnýtti hún eftirfarandi: 8 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 3. október 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.