Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 7
ISLAND, NASISTAR OG ATLANTSHAF Framhald af forsíðu Hitler ásanit Raeder flotaforingja. Greinileg-t er, að Hitler tók ekki fjarri hng-myndinni uin töku fslamls. lota striðsins yirði háð um Bretlandseyjar. Vörn heima- iandsins hlaut að sitja í fyrir- rúmi. Bretar ákváðu að kalla heim allt iið sitit frá Noregi. 10. júní tilkynntu bandamenn, að þeir hefðu lokið þessum brott- flutningi. Innrás í ísland Er bandamenn voru á brott frá Noregi féll áœtlunin um Narvik-leiðangurinn um sjálfa sig. Hœtt var vinnu við breytingar á stðrskipunum tveimur. Hinn 12. júní brá svo einkennilega við, að Raeder flotaforingi fékk skyndilega fyrirmæli frá yfirherráðinu þess efnis, að vinnu við skip- in skyldi haldið áfram. Þetta hlýtur að hafa komið Raeder á óvart. Það sýna viðbrögð hans. Hann hringdi tafarlaust í ytf- irherráðið og spurðist fyrir um tilgang fyrirmælanna. Yfirher- ráðið upplýsti Raeder um, að innrás í ísland væri i atliugun og ætlunin væri að notast vlð Bremen og Europa við það verkefni. 4) Flotastjórniin lét ekki standa á þvi að taka afstöðu tii inn- rásarfyrirætíamarinnar. Þenn- an sarna dag lét hún bóka eft- irfarandi i striðsdagbók flot- ans: Árangnrinn af liernáminu [Islandsj getur aldrei veg- ið upp á móti áhættunni við liðsflutninga yfir liaf, þar sem óvinurinn er öllu ráð- andi. 5) Hugmyndin að töku íslands kom fyrst upp í yfirherráðmu. Hitler tók hugmyndinni greini- lega ekki f jarri, þvi að hann fyr irskipaði gerð innrásaráætlun- ar. Áætlun þessari var gefið heitið „Ikarus". Nafnið lýsti nokkurri svartsýni, ef haft er mið af grisku goðsögninni um Ikarus, þann er bræddi vax- vængi sina á flugi yfir sam- nefndu hafi og týndi Mfinu. Kannski hafa áætlunargerðar- mennirnir viljað minna yfirboð ara sína á háskann, sem var innrásinni samfara, með því að velja henni þetta heiti. Engin samráð voru höfð við flotann, áður en Hitler fyrirskipaði gerð áætlunarinnar. „Ikarus" kom því flotarium í opna skjöldu, enda þótt honum væri vitaskuíd ætlað lykilhlutverk í áætluninni. Það var ef til vill engin tiÞ viljun, að flotinn skyldi snið- genginn á þennan hátt. Tog- streita milli stofnana og hinna ýmsu greina herafláns var einmitt eití helzta einkenni Þriðja rikisins. Hitlér ól sjálf- ur á þessu, því að þannig tókst honum að halda öllum þráðum í hendi sér. Yfirherráðið, sem var undir' beinni stjórn Hítlers, hafði lengst af aðeins sinnt smámunum einum. Skipulagn- ing og stjórn hernaðaraðgerða vóru fyrst og fremst í höndum herráðs landhersins (Ober- konimando des Heeres), sem starfaði í misjafnlega góðri samvinriu við ráð f.lota og flug hers. Við skipula-gningu inn- rásarinnar í Noreg tók Hitler hins vegar upp það nýmæli að fela undirbúninginn í hend ur yfirherráðinu. Var þetta upphaf tviklofnings i hernað- arrekstri Þjóðverja, sem átti eftir að verða þeim dýr. Að- dragandi og framvinda Is- landsáætlunarinnar bera ein- rhitt með sér svip togstreitunn- ar milli greina heraflans. Tæþri viku eftir að Raeder var skýrt frá innrásarhug- myndinni, var „Ikarus" tekinn til umræðu á sérstökum fundi herráðsforingja úr flota og flugher. Andstaða flotans gegn áætluninni hafði þegar verið mótuð með áðurgreindri færslu í striðsdagbókina. Flug foringjarnir lýstu einnig yfir algjörri andstöðu við „Ikarus". Innrás í ísland væri því aðeins framkvæmanleg, að til reiðu væru lendingarbrautir fyri-r sprengju- og orrustufiugvél- ar.ö) Sú staðreynd, að flugher- inn gat ekki leikið með í þetta sikipti hlaut að stefina „Ikarusi" í voða. Innrásin i Noreg var fyrsta meiriháttar hernaðaraðgerð í sögu þýzka hersins, sem framkvæmd var með landgöngu af hafi. Reynsl an af henni hlaut því að verða Þjóðverjum að leiðarljósi við framkvæmd „Ikarusar". í Noregi hafði það sannazt, að unnt var að vega upp hinn veika þýzka flotastyrk með því að beita ofurefli flugliðs. Nú var þessu ekki til að dreifa. Flugherinn hafði á þess um tima ekki yfir að ráða vél- um með flugþol til notkunar á svo fjarlægum slóðum. Gagn- stætt því, sem var í Noregi, voru hér á landi engir flug- veliir. „Ikarus“ í úlfsgreninu Hinn 20. júní, eða tveimur dögum eftir fund herráðsfor ingjanna, komu Hitler og Raeder saman til fundar ásamt þeim Jodl hershöfðingja, for- manni yfirherráðsins og Putt- kamer sjóliðsforingja, flotaráð- gjafa Hitlers. Fundurinn var 'haldinn i höfuðstöðvum Hitl- ers, Woífschlucht („úlfsgren- ihu“), sem þá voru i bænum Bruly la Pesche á landamærum Frakklands og Belgiu. Að- aiefni fundarins var að ræða, hvaða tökum Bretar skyldu teknir, þá er Frakkland var fallið. „Ikarus" var fjórða dag- skráratriði. Þegar hér var komið sögu, háfði flötinn gert frumdrög að „Ikarusi" og voru þau lögð fram til um- ræðú. Fundargérðin grein- ir frá því, að Raédér hafi skýrt frá undirbúningi óg hagstæð- ustu iendingarstöðum. Otilok- að væri að hálda uppi stöðug- um birgðaflutningum til Is- lands. Til að framkvæma „Ikarus" þyrfti að beita öllum flotanum. 1 „atriðum feíi um- ræðu“, sem flotastjórnin lagði fram spyr hún Hitler: „Hvað vakir fyrir Foringjanum að gefa þessi fyrirmæli [um inn- rásaráætlun] ? Hvernig og hve nær hugsar Foringinn sér að framkvæma þessa innrás?" P Svar Hitlers við spurningum flotastjórnarinnar er þvi mið- ur ekki bókfært. í fylgiskjali er hins vegar að finna frum- drögin að „Ikarusi", sem Raed- er reiíaði fyrir Hitler. Þar segir: Flutniiigavandainál „Ikar- usar“ «r svipaó því, er fólg ið var í „Weseruebnng"- innrásinni [innrásinni í Noregj, Verkefnið, sem fyr ir liggur, er að flytja mik- inn fjölda inaniia og útbún- að yfir fjarlægt haf, sem óvinurinn ræðnr að mestu. Gagnstætt því, sem var á norður-norska svæðinu, er nú um að ræða hafsvæði, sem er imdir stöðngnm yfir- ráðum óvinadeilda (beiti- skipa og hjálparbeitiskipa), meðan haldið er uppi vörzlu á ytra haínbanns svæðinu. Sii staðreynd er okkur fjötur um fót, að í nokkurn tíma, liklega þar til í október eða nóvember, ráðinn við aðeins yfir einu orrustu[-beitiskipi] til meiriháttar aðgerða. (Að lokinni viðgerð á Scharn- horst, viðgerðartínii óviss, verður að yfirfara Gneise- nau.) Ofan á þetta bætist svo skortnr á minni herskip- 'iin, l sem stafar af skips- tapa þeim, er við tirðiim fyr ir í „Weseruebung“-innráa- inni. Ganghraði skipanna, sem ætlunin er að nota við inn- rásina er misjafn (tvö skip hafa háinarksliraða 28 sjó- mílur, tvö ganga 20 sjómíl- nr og önnur tvö 15 sjómíl- ur)*2 og geta þau því ekki fylgzt að, ef nýta á hraða þeirra. Afleiðingin verður sú að clreifa verður fylgd- arskipuniim meir en ella. Hægt er að sneiða hjá óhag ræðlnu af þessu að nokkru leyti með nákvæmu vali staða, þar sem skipin yrðu gerð ferðbúin og þaðan, sem lagt yrði upp. Skipun- um yrði að raða niður í sam ræmi við liraða þeirra; því hæggengari þií nær yrðu þau að vera endanlegum ákvörðunarstað. „B“[rem- en] og ,,E“[uropa] til að mynda í Helgolandsflóa. „Sc“ [harnhorst] og „Gn“[eis- enau] einhvers staðar í ná- grenni Þrándheims. Skipta yrði skipuniim með gang- hraða 15 sjómilur á hafnir á norðvesturströnd Noregs (Andalsnes, Molde). Til að halda sem mestri leynd yf- ir öllu er ráðlegt að senda skipin fljótlega sem næst brottfararstað og lesta þau. Innrásarliði og útbúnaði ætti að safna þar saman í síðustu lög. Vitneskja verður að liggja fyrir uni fyrirhugaðan land göngustað á óvinaströnd, þannig að undirbúningur geti hafizt að innrásinni. Það virðist óráðlegt að flytja hermenn á herskipnm í sania mæli og gert var í „Weseruebiing“-innrásinni. Það takmarkar baráttn- hæfni flotans. Árstimi og veðurfar hafa úrslitaáhrif á framkvæmd innrásarinn- ar. Hún virðist óhugsandi yfir siimarið (apríl-septem- ber) sökum birtu á norð- urslóðum. Birtan veldur því, að ekki er hægt að tryggja að óvininum sé komið að óvörum. Meiri- háttar aðgerðir gegn ofur- efli óvinarins á hafinu eru ekki mögulegar. 8> Hitler og hafið Áður en lengra er haldið I áætluninni, er rétt að gera sér grein fyrir nokkrum atriðum, sem höfðu meginþýðingu í sam- bandi við „Ikarus" og stríðið almennt. Það er haft eítir Hitler, að hann væri ljón á landi, en þegar að hafinu kæmi væri hann ekki til stórræð- anna. í þessum orðum var mik- ill sannleikur fólginn. 1 landa- hungri Hitlers var að finna vísinn að hans eigin tortím- ingu. Sem hernaðarhugsuðui’ var Hitler haldinn algjörum landkrabbasjónarmiðum, eins *1 Helmingi af tundurspillum þýzka flotans var t.d. sökkt i átökunum um Narvik. *2 Annars staðar í fundar- gerðinni var tekið fram, að bú- ið væri að ráðstafa eftirtöld- um skipum til flutninga á inn- rásarliðinu: Bremen, Europa, Gneisenan, Potsdam, Molken- fels, og Neidenfels. 3. október 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.