Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 03.10.1971, Blaðsíða 5
tH BpuWs og saigðl, að það vseri maSur fypir utau, sem gjarna vildi. taila við hann. „Hvernig lítur hann út?“ spurði Bruhl, sem 'kannaðist ekki við neinn, seirn hét Globe. „Lítill, dökk- hærður," sagði stúlkian. „Lítill, dökkhærður maður?“ sagði Bruhl. „Segið, að ég sé ekki við. Segið, að ég hafi farið til Kalifomiu." Starfsfólkið, sem kunni að leggja saman tvo og.tvo, komst smám saman að þeirri niður- stöðu, að gjaldkerinn væri hræddur um, að hann yrði te'k- inn fyrir „Skeifuna" og skot- inn. Þeir minntust ekkert á það við Bruhl, því að feitlaginn Skrifstofumaður hafði bannað þeim það. Það var Ollie Breit- hofter, spaugsamur hrekkja- lómur, sem hafði fengið snjalla hugmynd. Meðan leitin að CMnigan hélt áfram, án þess að hann næðist eða væri drepinn, lagði Bruhl mikið af og varð áberandi tauga óstyrkur. Hann fór að leita að nýjum leiðum til að komast á skrifstofuna, og ein þeirra kost aði það, að hann varð tvisvar að skipta um ferju. Hann borðaði morgunverð sinn á skrifstofunni, fór ekki til dyra, þótt barið væri, hrópaði upp yfir sig, ef einhver kom óvænt inn og þaut inn í verzlanir eða banka, ef leigubílstjórar, sem voru að leita að viðskiptavú* um, kölluðu á hann. Einn morg- uninn, þegar hún var að búa um rúmið, fann konan hans skammbyssu undir kodd- anum hans. „Ég fann skamm- byissu undir koddanum þínurn," sagði hún við hann um kvöld- ið. „Það eru þjófar héma í hverfinu," sa'gði Bruhl. „En þú ættir nú ekki að hafa skammbyssu samt,“ sagði kon- an. Þau ræddu um það, hann ergilegur, en hún áhyggjufull, þangað til kominn var hátta- tími. Þegar hún var að tína af sér fötin eftir að hafa læst öll um dyrum og sett öryggiskeðj- una fyrir útidyrnar, hringdi síminn. „Það er til þín, Sam,“ sagði frúin. Maður hennar gekk hæg um skrefum að símanum og fór framhjá Bert á leiðinni. „Ég vildi, að ég væri þú,“ sagði hann við hundinn og tók upp heyrnartólið. „Varaðu þig, Skeifa,“ var sagt dimmri röddu, „Við erum búnir að hafa upp á þér! Það er úti um þig!“ Heyrnai’tólið á hinum endan- um var lagt niður. Bruhl rak upp óp. Frúin kom hlaupandi. „Hvað var þetta, Sam, hvað var þetta?“ aepti hún. Bruhl iét failast niður í djúpan stól, fölur og fár. „Þeiæ eru á eftir mér," stundi hann. „Þeir eru á eftir mér.“ Smám saman tókst henni með lagni að fá það út úr manni sinum, að hann væri tekinn fyr ir Clinigan, og nú væri úti um hann. Frú Bruhl var ekki sér- lega skörp í hugsun, en hún var eðlisgreind, og hún fann það á sér, þar sem hún stóð þarna skjálfandi i náttkjólnum við hlið manns síns, niðurbrot- ins, að það myndi vera Oliie Breithofter, sem stæði á bak við þetta. Hún hringdi þegatr í stað i konu Ollie Breinhofters, og áður en hún hafði lagt frá sér heymartólið aftur, var hún búin að fá sannleilkann upp úr frú Breinhofter. Það var Ollie, sem hafði hringt. Gjaldkerinn í sællgætisgerð Maskonetts varð svo feginn yf ir því, að glæpalýðurinn væri ekki á hælunum á sér, að hann viðurkenndi það hreinskilnis- iega á skrifstofunni daginn eft- ir, að Ollie hefði leikið á sig sem snöggvast. Bruhl tók meira að segja þátt í hlátrinum og grininu, sem stóð yfir allan daginn. Hinn vingjarnlegi gæðamaður Samuel Bruhl lifði nú áhyggjulitlu lifi, að þvi er virtist, í nær heila viku. Það stóð lítið um Clinigan í blöð- unum nú orðið. Hann var horf- inn sporlaust. Það lei-t út fyr- ir, að það væri vopnahlé hjá -glæpaflokkunum í bili. Það var á fögrum sunnudags- morgni, að Bruhl var í ökuferð með konu sinni og dætrunum tveimtu-. Þau höfðu ekið rúm- an kilómetra um götur Brook- lyns, þegar Bruhl varð af til- viljun litið í spegilinn fyrir of- an sig og tók þá eftir biáum bil, sem ók rétt fyrir aftan hann. Hann beygði inn á næstu hliðargötu, og sá blái á eftir. Bruhl beyigði aftur, enn fylgdi sá blái eftir. „Hvert ætl- ar þú, góði rninn?" spurði frú Bruhl. Bruhl svaraði henni ekki, heldur jók ferðina og keyrði með ofsahraða og fór fyrir hom á tveimur hjólum. Lögregiuþjónn flautaði á eft- ir honuim. Yngri dóttirin hljóð- aði upp yfir sig. En Bruhl ó-k allt hvað af tók og beygði fyr- ir öll horn, sem hann sá. Kon- an tók að skammast. „Ertu orð- inn snarvitlaus, Sam?“ hrópaði hún. Bruhl leit aftur fyrir sig. Blái bíllinn var horfinn. Hann hægði á ferðinni. „Við skulurn aka heim,“ sagði hann. „Ég er búinn að fá nóg af þessu.“ Mánuður leið, án þess að neitt sérstakt gerðist (þökk sé f-rú Bi'einhofter), og Samuel Bruhl fór að verða með sjálf- um sér aftur. En svo einn dag- inn, þegar Bruhl var næstum því alveg orðinn jafngóður, var Púður-Pensi, öðru nafni Leti-Lewis, enn öðru nafni Kverka-Koetscki, skotinn. Hann var foringi þess glæpa- flokks, sem hafði svarið þess dýrastan eið að ganga af Skeifu-Clinigan dauðum. Blöð- in tók-u þegar upp þráðinn, þar sem frá var horfið síðast. Enn voru birtar myndir af Clinigan. Morðið á Púður-Pensa, sögðu blöðin, gæti aðeins táknað eitt: Skeifu-Clinigan þyrfti ekki að kemba hærurnar. Þegar Bruhl las þetta, féll hann saman aft- ur. Þegar Samuel Bruhl var bú- inn að læðast u-m i mánaðar- tima, dauðskelfdur, ef hann heyrði hið minnsta hljóð og hafði næstum fengið hjartaslag, er eitt sinn sprakk á reiðhjóli nálægt honum, tók að verða vart undarlegrar breytingar á honum. Hann talaði út um ann að munnvikið. Augnaráð hans varð flöktandi. Hann liktist æ meira Skeifu-Clinigan. Hann hvæsti að konu sinni. Einu sinni kallaði hann hana „heillina", en annars hafði hann aldrei kallað hana ann- að en Minnie. Hann fór að kyssa hana á undarl-egan máta og va-rð hrjúfur og hryssings- legur, jafnvel ruddalegur. Á skrifstofunni var hann dóna- legur og stór upp á sig. Hann var allt í einu kominn með nýj- an orðaforða og ekki af vand- aðra tagi. Eitt si-nn, þegar gam- alt vinafólk var hjá þeim hjón- um í heimsókn, og þau voru að spila bridge, — það voru Creegan gamli og kona hans, — birtist Bruhl skyndilega í rauðum morgunslopp með sígarettu í munnvikinu og skammbyssu í hendinni. Eftir nokkrar þvögiulegar, samheng is-lausar upphrópanir í glæpa- mynda stil miðaði hann og skaut á klukkuna á arinhill- unni — og hitti nákvEemlega í mark. Frú Bruhl æpti. Það leið yfir Creegam gamla. Bert, sem var frammi í eldhúsi, ýlfraði. „Hver andskotinn gengur að ykkur?" drundi i Bruhl. „Eru það nú skræfur!" Af hreinni tiMlj-un fann frú Bruhl í skáp uppi á lofti 10 bækur um bófaforingja og glæpakónga, sem Bruhl hafði falið þar. Ein þeirra hét: „A-l Capone", önnur „Glæpir borga sig ekki,“ hin þriðja „10.000 þjóðfélagsfjendur" og svo fram vegis. Allar báru það með sér að hafa verið mikið lesnar. Frú Bruhi var nú ljóst, að það væri ekki seinna vaenna að gera eitt hvað -i málin-u, og hún ákvað að kalla á lækni fyrir mann sinn. 1 nokkra daga hafði Bruhl ekki mætt til vinnu sinn- ar. Hann lá og gekk um gólf í svefnherberginu sínu i rauða morgun-sloppnum og reyfkti si-garettur. Nokkrum sinnum var hringt frá skrifstofunni. Þegar frú Bruhl reyndi að fá hann til að fara á fætur, klæða sig og fara í vinmuna, rak hann upp hlátur og klappaði henni harlcalega á kollinn. „Þetta er gildra," sagði hann. „Við hreyfum okkur ekki. Skrattinn hirði skrifstof- una.“ Læknirinn, sem loksins kom og smeygði sér inn í herberg- ið til Bruhls, var mjög alvar- legur á svipinn, þegar hann kom út aftur. „Þetta er geð- veiki," sagði hann, „þetta er grei-nilega geðveiki. Maður yð- ar lifir í imynduðum heimi. Hann hefur byggt upp furðu- legt varnarkerfi gegn ein- hverju." Læknirinn lagði til, að leitað yrði til sálfræðings, en þegar hann var farinn, ákvað frú Bruhl að fara með mainn sinn upp í sveit. Masko- nett sælgætisgerðin sýndi þessu fullan skilning. Scully, forstjóri, sagði: „Já, a-uðvitað. Sam er okkur ómissandi, frú Bruhl, og við vonum öll, að hann nái sér fljótt aftur að fulliu." Ei-gi að síður lét hann þe-gar taka bókhald Bruhls til endurskoðunar, þegar frú Bruhl var farin. Samuel Bruhl leizt hreint ekiki illa á að skreppa eitthvað út á land. „Ég þarfnast hvíld- ar,“ sagði hann. „Það er rétt hjá þér. Kom-um okkur bara af stað i djöfulsins hvelli." Hann virtist alveg rólegur og eðlileg- ur, þangað til þau voru að aka inn á aðaljánnbrautarstöðina. Þá skipti hann s-kyndilega um skoðun og ákvað, að þau skytldu taka lestina við 125. götu. Annað kom ekki til mála. Frú Bruhl andmælti þvi og sagði, að þetta væri hlægileg vitleysa, en þá urraði í hinum elskulega eiginmanni, og síðam hreytti hann út úr sér: „Guð minn góður, hvers konar heimskutuðru tók maður með sér, ha?“ Og síðan bætti hann við napurlega, að ef hann færi þama inn á stöðina og yrði svolítið heitt i kroppnum, þá ætti hann sinni eigin elsku dúkku það að þakka. „Og hvað segirðu um það, ha?“ sagði hann, um leið og han-n hrinti henni úr bilsætinu Þau fengu inni í litlu gisti- húsi uppi i fjöllum. Það var ekkert sérstakt við staðinn, en herbergin voru hrein og mat- urinn góður. Það var ekkert við að vera á daginn, en þó vair þarna 1-ítill golfvöllur og ósléttur tennisvöliur, en Bruhl var svo nákvæmlega sama. Framh. á bls. 14 3. október 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.