Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Side 1

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Side 1
I. Sú saga gerist um ailar jarð- ir, að gáfaður unglingur úr sveit eða þorpi unir ekki fá- sinni og erfiðum hag, fer út í heim til að ryðja sér braut með óijósar vonir um þroska og frama, og á allt í óvissu um !hve giftusamlega takist. Þannig verður það vorið 1891 að 18 ára piltur Guðmund ur Magnússon, leggur af stað úr heimahögum nyrst á Mel rakkasléttu, gengur dag eftir dag suður á við, með aleigu sina í poka á bakinu. Hann Ihafði misst föur sinn fimm ára gamall. Þá fóru börnin á sveit- ina. Sex árum siðar hafði móð ir hans gifst aftur og tekið hann til sín. Svo var hann í vinnumennsku, en þótti óhneigður fyrir líkamlegt erf- iði; hins vegar las hann allt sem hann náði í, og lærði hvert kvæði sem fyrir augu hans kom; og hungraði í menntun. Hann kemst til Mjóafjarðar, er þar við sjóróðra hálft ann- að ár. En „um þessar mundir var runnin upp ný stjarna í austri, og skein yfir a!lt ís- land. Það var stjarna Seyðis- fjarðar . . . Hvergi þótti nú björgulegra en þar; og enginn staður virtist eiga glæsilegri framtíð fyrir sér. Þangað drifu menn úr öllum áttum.“ Þannig átti hann eftir að komast að orði i sögu sinni Heiðarbýlinu, sem gerist á þessum tímum. Og þangað fór hann. En hann vill ekki vera sjómaður lengur. Nú lærir hann prentiðn. Árið 1896 gerist hann svo stórhuga að sigla til Kaup- mannahafnar. Hann er drátt- hagur, málar í tómstundum. Honum tekst að íá danskan styrk til að kynna sér leiksviðs útbúnað og leiktjaldamálningu. En styrkurinn hrekkur skammt. Siðar skrifar hann um þessi Hafnarár, að hann hafi barist við hungrið 9—10 stund ir á dag, „en það sem þá var afgangs fyrir hugsjónum mín- um. Fyrrnefnda baráttan gekk iiia, hin síðari skár.“ Hann er tvö ár í Höfn, og hefur nú ein- •sett sér að verða skáld, yrkir af kappi. En kvæði sem hann .birtir í blöðum heima vekja Jitla athygli. Heimkominn kvongast hann, sezt svo að i Reykjavik. Hann vjnnur við verzlunarstörf og prentstörf, og málar leiiktjbid Kristján Albertsson JÓN TRAUSTI Á VEGA- MÓTUM Jón Trausti liðlega þrítugur. Myndin birtist í Óðni 1907. FYRRI GREIN fyrir Leikféiagið og leikur stundum smáhlutverk. Harrn gefur út ijóðabók 1899, Heinia og erlendis. Kvæðin þykja veigalítill. Hann er þó sizt af baki dottinn, helgar skáld- skapnum aliar sínar tómstund- ir. Sumarið 1901 gerist hann svo djarfur að sækja um styrk til Alþings til að afla sér mennt unar, 300 kr. hvort næstu fjár lagaára. 1 umsókninni segist hann ná lega hafa farið á mis við alla unglingamenntun „sökum. fá- tæktar og örðugra lífskjara,“ en seinna mestmegnis orðið að láta sér nægja sjálfsmenntun. . Sér leiki hugur á að ná kenn- araprófi, helzt erlendis, en hann finni lika sárt til þess að sig skorti menntun og andleg- an þroska „til að stunda þá iþrótt, sem ég að eðlisfari er svo mjög hneigður fyrir, og gera Ijóð mín svo úr garði, að þau geti orðið þjóð minni til ánægju og sóma, og því síður að ég geti lagt út í stærri skáldleg fyrirtæki." Hann tel- ur upp margar fræðigreinar, sem hann vilji leggja stund á, svo sem mál, heimspeki, fagur- fræði, uppeldisfræði, mann- . kynssögu, náttúrufræði, söng- fræði. Hann fær ekki styrkinn. Fjár laganefnd treysti sér ekki til að mæla með honum. Samt er sem nú sé þó farið að taka eft- ir þessu framgjarna tæplega þrituga skáldi. Ekki verður séð að kvæði hans beri neinn vott um frumleik, hvorki í formi né húgsun. En það glampar á ólm- an óg einlægan vilja og and- legt fjör í þessum glöðu, barns lega björtu og bjartsýnu aug- um. Og því er það, að nær helm ingiúr þingmanna tekur þátt í samskotum í peningagjöf, sem honum er færð, til að standast sjúkrakostnað. Hann gefur út nýtt kvæða- safn 1903, Íslandsvísur, viðhafn- arútgáfu, prentaða i 150 eintök um, myndskreytta af höfundi og Þórarni B. Þorlákssyni. Það sem Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti skrifaði um bókina í Óðinn 1905 mun mega teljast lýsa skoðun vandfýsnari bók- imenntamanna á kveðskap Guð roundar Magnússonar, þegar hér er komið. Hann segir að ailt buni fram lipurt og iétt; roiikið sé um bragðlaust orða- val og vanburða hugsun —en líka brifningu, skáldiegt skap og jafnvel ímyndunarafi. Þó skorti um of á tilþrif, frum- leika, listfengi. Margt sé meir eða minna gott — en ekkert nógu gott; ekkert sem rnenn lesi tvisvar; ekkert sem veki eftirvæntingu um meira frá þessu skáldi. Þetta sé miðl- ungsskáldskapur, gallaður; og þó eitthvað geðugt við skáldið, ástina á landi og þjóð. 2. Þannig standa þá sakir þeg ar Guðmundur Magnússon ákveður að knýja öðru sinni dyra hjá Alþingi og biðja tnú um hærri upphæð en nokkurt skáld eða listamaður hafði áð- ur fengið frá landinu, annar en Matthías Jochumsson einn. Hann fer 1903 fram á 1200 kr. „ferða- og menntastyrk." Þessi upphæð svaraði til árslauna hæfustu skrifstofumanna, til dæmis í bönkum. 1 umsókn sinni til Alþingis segist hann hafa hug á að fara utan til lýðskólanáms, en einn- ig til að kynnast betur „leik- húsum og leikmennt, sem ég byrjaði að kynna mér á meðan ég dvaldi erlendis og Danir veittu mér lítilsháttar f járstyrk til, en sem ég aldrei gat stund að óskitur vegna fátæktar og varð að hætta við í miðju kafi. . . . Lítilsháttar ávöxtur af kynningu minni við leikmennt- ina birtist nú 1 ljóðleiknum „Teitur". Framvegis hef ég hugsað mér . . . að verja kröft- um minum til þess að afla mér einungis þeirrar menntunar, sem hugsjónum mínum og hæfi leikum megi að haldi koma, — þeim hæfileikum sem ég hefi óbifanlega trú á að geti átt framtíð fyrir höndum og séu jafnvel ætlaðir hinum íslenzku bókmenntum til liðs og vakn- ingar á einhvern hátt. Ég veit vel, að þessari stefnu fylgir ekki mikil hagsýni, að þvi er sjálfan mig snertir, en hug- sjónir mínar hafa ailtaf til þessa dags orðið daglegum þörf um yfirsterkari. Takmark mitt er framsókn og frami en ekki persónuleg velliðan — þótt é,g að hinu leytinu oft hafi orðið að finna sárt til þess, hve örð- ugar kringumstæður hafa orðið að lama starfsþrek mitt.“ Tæpast mundi nú á tímum þessi umsókn þykja svo höndu Framhald á hls. 11.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.