Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Qupperneq 4
Hirohito Ja panskeisari.
—
SVIPMYND
Ferð Hirohitos Japanskeis
ara til Evrópu hefur vakið gíf-
urlega athygli. 1 fyrstu eink-
um vegna þess að þetta var
sögð vera fyrsta utanför rikj-
andi keisara í Japan öldum
saman, en síðan einnig vegna
hinna kuldalegu kveðja, sem
hann fékk víða um lönd og
ásakana um stríðsglæpi, sem
hann var borinn í ýmsum af
þeim löndum, sem hann sótti
heim.
Þetta var þó ekki í fyrsta
sinn, sem Hirohito kom út fyr-
ir landsteina Japans. Þegnum
hans þóttu það mikil tíðindi og
ekki sérlega góð, er hann hélt
til Bretlands fyrir réttum fimm-
tiu árum, þá ungur maður að
árum, og dvaldi þar nokkum
tima. Það hneyksiaði marga
þegna hans, er það fréttist, að
hinn guðlegi afkomandi sólar-
gyðjunnar Amaterasu, krón-
prins Japans, ætti skipti við
jarðneskar verur á borð við
kóngafólk og annan lýð og
margir gripu andann á lofti
yfir þvi virðingarleysi, sem
Georg V. Bretakóngur þótti
sýna, er hann átti það til að
koma í vistarverur prinsins á
morgnana og heilsa honum með
þvi að slá kumpánlega á öxl
honum. Ekki er vafi á þvi, að
sjálfur hefur krónprinsinn not
ið þess í ríkum mæli að komast
frá hinni stífu og virðulegu
keisarahirð í Japan og þegar
hann sneri heim aftur gerði
hann tilraunir til að rjúfa þá
miklu einangrun, sem hann var
látinn búa við, meðal annars
með þvi að halda nokkur boð
og bera þar fram skozkt viskí,
sem honum hafði áskotnazt á
ferðalaginu. Fljótlega var þó
gripið í taumana og þetta „lif-
erni“ stöðvað með öllu.
Að sjálfsögðu hefur mikið
vatn runnið til sjávar, síðan
þetta var, fyrir hálfri öld.
Krónprinsinn er hafliffræðing
ur að menntun og hefur ritað
fjölda bóka um grein sína og
hann nýtur álits í röðum vis-
indamanna sem slikur. Siðar
áttu málin eftir að þróast á
þann veg, að litið var á hann
sem striðsglæpamann, sem
hefði lagt blessun sína yfir
hernaðar- og útþenslustefnu
Japana á árunum upp úr 1930,
svo og yfir hernaðaraðgerðir
þeirra í heimsstyrjöldinni sið-
ari. Það er enn örðugt að gera
sér grein fyrir, hvaða hlut
Hirohito átti að máii og hver
sök hans var í þeim hryðju-
verkum, sem voru framan í
hans nafni í Kóreu, Kina, Suð-
austur-Asíu og á Pearl Har-
bour.
1 stuttu máli má þó segja að
þrjár meginskoðanir séu uppi
um hver þáttur keisarans hafi
verið i styrjöldinni. Hin fyrsta
er sú, að hann sé í hjarta sínu
friðarsinni, sem hafi verið með
öllu mótsnúinn útþenslustefnu
Japana, en hann hafi hins veg-
ar verið of afskiptaditill til að
rísa gegn striðsæsingamönnun-
um. Önnur er að samkvæmt
japönskum hefðum hafi keis-
arinn aldrei haft afskipti af
stjómmálum, svo að Hirohito
hafi þar af leiðandi aldrei haft
raunveruleg afskipti af þeirri
stefnu, sem fylgt var, en hafi
sem þjóðhöfðingi aðéins orðið
að fara eftir þvi sem ráðherrar
lögðu fyrir hann. Leyniskjöl,
sem japanska hermálaráðuneyt
ið gaf út árið 1944 lýstu þvi
hvernig nafn keisarans hefði
verið notað rikisstjóm Tojos
tii framdráttar, svo og hemað-
arsinnum með það fyrir augum
að fullvissa þjóðina um heilag-
an tilgang styrjaldarinnar og
að guðleg forsjón keisarans
myndi tryggja sigur." Og
þriðja tilgátan er sú sem
ÁstraMumenn og Rússar lögðu
mikla áherzlu á eftir styrjöld-
ina: Það er að draga Hirohito
fyrir herrétt og láta hann
svara til saka fyrir stríðsglæpi.
BÓK BERGAMIMS
Nærri má geta, að það varð
enn til að kynda undir siðustu
tilgátunni og rifja allar fyrri
getsögur upp aftur, þegar bók-
in „Japans Iniperial Conspira-
cy“ var send á markað í Banda
rikjunum í sömu mund og
Japanskeisari og eiginkona
hans lögðu upp i ferð sína.
David Bergamini, höfundur
bókarinnar, staðhæfir að rekja
megi hinn skuggalega feril
keisarans hálfa öld aftur í tím-
ann; árið 1921 hafi hann komið
á fót sérstökum starfshópi
æstra hernaðarsinna, sem hélt
fundi sína í höllinni og lagði
niður fyrir sér, hvemig Japan-
ir ættu að fara að þvi að leggja
undir sig hálfan heiminn.
Bergamini segir að hann hafi
leitað sér fanga í fjölmargar
dagbæirur og skjöl frá þessum
tima, en undanfarin tvö ár hef
ur hann unnið að bökinni og
dvalið þá lengst af i Tókíó.
Bergamini sagði á dögunum, að
útkoma bókarinnar nú stæði
ekki í neinu sambandi við
ferðalag keisarans, en þeir eru
fáir, sem leggja trúnað á þau
orð hans. Og hverjar svo sem
forsendur eru fyrir þvi að bók
in kemur einmitt út þegar keis-
arinn heldur af stað í hinn
sögulega leiðangur er þó Ijóst.
4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS
7. nóvember 1971