Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Page 11

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Page 11
Rif á Sléttu, fæðingarstaður Jóns Trausta. FRAMHALD AF FORSÍÐU Jón Trausti á vegamótum um akútmóttöku. Enda held ég að starfsfólkið líti þannig á deildina. Það er ef til viil kom- ið með mann, sem hefur dottið niður og hefur fengið hjarta- áfall, verki innvortis eða þviumlíkt. Það er nauðsynlegt að hafa bráðaþjónustu fyrir þess konar fyrirvaralaus veik- indi, en það eru ekki slys. — En hvað segirðu um þessa miklu viðbót á álagi, 5000 manns eða 23% á einu ári? — Það er mikil aukning og ég held að álagið stafi að ein- hverju leyti af því, hve fólk telur sig eiga erfitt með að ná i heimilislækna. En að nokkru leyti er það fyrirtekt. Það er líka lögmál, að eftir- spurn vex á öllum sviðum eft- ir því sem þjónustan batnar. — En það hefur vakið at- hygli, hversu margir koma á nóttunni. — Já, ég hef i rauninni enga skoðun á því máli. En 6 af hverjum 100 sjúklingum, sem koma um slysadeildina, koma að næturlagi. Ég hef ver- ið eitilharður á því, að hingað á röntgendeildina eigi ekki að senda fólk, nema raunverulega sé þörf á. En það er líkt og með kjaftshöggin, að þess- ar næturheimsóknir eru að sjálfsögðu mikið i sam- bandi við fyllirí. Hvað viltu segja um skoð- un finnsku sérfræðinganna á þvi, að eðlilegt sé að um 10% af íbúafjölda ákveðins svæðis komi á slysadeild? — Þegar haft er i huga að 23% af íbúatölu Reykjavikur- svæðisins koma á slysadeiid- ina hér, þá er það allmikili munur. En sá samanburður er kannski vafasamur, vegna þess að ónógar upplýsingar um teg- und sjúklinga liggja fyrir. Á slysadeiidina hér koma jafnvei geðsjúklingar, sem ekki er hús rými fyrir annars staðar; þang- að koma fyllirónar og fólk, sem hefur tekið yfirskammt af lyfj- um. Þess konar fólk mundi lenda á sérstökum stofnunum þarna úti, svo það er afar erf- itt að bera þetta saman. En það breytir ekki því, að aðstað- an hér er sérstaklega erfið. Stundum getur ástandið jafn- vel orðið þannig, að starfsfólk ið þarf á lögregluþjónum að halda til að hemja fyllirafta. Aftur á móti verðum við á röntgendeildinni lítið vör við þess konar heimsóknir. Ég held, að það sé mjög þýð- ingarmikið að gera sér grein fyrir, að starfsmenn slysa- deildarinnar eru i mjög erfiðri aðstöðu en vinna gott verk. Þar er þyngst á metunum, að húsrýmið er orðið allt of lítið. Sem sagt; það verður að byggja? Já, ef ekki á að verða ai- gert öngþveiti í þessari akút- móttöku, og slíkt öngþveiti hlýtur að verða þegar á árun- um 1975—‘76, þá verður að byggja. Við erum líka í klemmu með röntgendeild- ina. Afköst hennar eru nú 30 þúsund rannsóknir á ári eða talsvert yfir það, sem rými raunverulega leyfir, en ef reiknað er með eðlilegri þróun og íbúafjöligun, þá þurfum við að afkasta 43 þúsund rann- sóknum árið 1975. Þannig blæs þetta allt saman út. — G.S. lega stíluð af verðandi rithöf- undi að meðmæli væru. En ekki er víst að þeirra tima menn hafi svo mjög til þess fundið. Skáldið unga hafði tromp á hendi, ljóðaleikinn Teit, sem fylgir umsókninni í handriti. G. Magn. segir að nokkrir menntamenn hafi lesið verk sitt, þar á meðal Stein- grimur Thorsteinsson og Björn Jónsson, og hafi ummæli þeirra verið séi' „til mikillar gleði“. Ekki getur hann þó neitt hermt af þeim ummælum. Svo betur má ef duga skal. Hann snýr sér nú til eina skáldsins sem á sæti á Alþingi, Hannesar Hafstein, biður hann að lesa leikinn. Og Hannes lýkur lofsoi’ði á verkið, kveðst munu tala um það við þingmenn og mæla með styrkn um. 3. Þegar sá tími nálgast að fjár lög koma úr nefnd í neðri deild skrifar Guðmundur Hann esi Hafstein, 1. ágúst 1903: „Hr. alþm. Hannes Hafstein. Nú er það mest af öllu undir yðar ásjá komið, hvort ég má gera mér nokkura von um ferðastyi'k eða ekki. Ég veit —• eins og líka eðlilegt er — að þingmenn byggja mikið á því er þér leggið til málanna i þessu efni. Ég veit líka að all- margir í deildinni eru mér hlynntir og að mest af öllu vantar forgöngu til að gera herzlumuninn. Þeir menn, sem ég hefi leitað mér liðs hjá og sem að vísu ekki ailir hafa lof að mér liðsinni en þó tekið því hiýlega eru þessir. Jón Magnús son landritari, Ólafur Ólafs- son, Hannes Þorsteinsson, Björn Kristjánsson, Einar Þórð arson, Björn Bjai’narson, Skúli Thoi'oddsen, Árni Jónsson, Pét ur Jónsson, Stefán Stefánsson (siðar skólameistari), Magnús Andi’ésson og Guðlaugur Guð- mundsson. Ekki geri ég að vísu ráð fyrir miklu fylgi frá þessum mönnum öllum. En séra Ólafur Ólafsson hefur lofað að gangast fyrir breytingartil- lögu eða gera hana sjálfur. Ég veit líka að hin skáldin eiga öfluga meðmælendur i þinginu það eru skólabræður og gaml- ir vinir, sem forlögin hafa séð um að ég aldrei gæti eignast. Fyrirgefið hvað ég er nær- göngull. Með virðingarfyllslri kveðju yðar Guðmundur Magnússon.” Hannes Hafstein gerist aðal- flutningsmaður tillögunnar um styrkinn, segir í ræðu sinni, að sér hafi verið ánægja að lesa kvæði skáldsins og eins ljóða- leikinn Teit. Höfundurinn sé fyllilega vei’ður styrksins, hann hafi „sýnt hæfileika sem alls ekki ei'u vanalegir." Hann hafi brotist áfram af eigin rammleik, við fátækt og ýmsa ei’fiðleika. „Þrátt fyrir heilsu- leysi sitt, sem eflaust mikið mun stafa af fátækt og harð- rétti því, sem hann varð við að búa i æsku, hefur hann nú, auk annarra starfa sinna, á stuttum tima afkastað jafn erf- iðu skáldverki og löngu leik- iti í dýrtkveðnum ljóðum.“ Þeir sem til skáldlegi’ar iðju þekki, viti „að talsvert starfs- þrek og kapp þarf til þess að koma sliku í verk.“ „Mér finnst því full ástatða fyrir landið að styrkja þennan unga og efni- lega mann, sem sýnt hefur að hann er þess í alla staði verð- ur.“ Það sjáist „einkennilega bert“ í umsóknarskjali hans til þingsins, „að þrátt fyrir lik- amlegan heilsubrest hans þá er þó engin veiklun í viljaki’aft inunt hjá honum, engin efi á traustinu, engin lömun á hug- myndaaflinu. Traustið og trúin, sem hann hefur á fi’amtið sinni, gefur einmitt fulla vissu um það, að fjárstyrk þeim, sem hann fer fram á að sér verði veittur, mun eigi á glæ kastað, auk þess sem allt hans dagfar og framkoma á þetta í fyllsta máta skilið.“ Auðfundið er að Hannes Haf- stein treystir sér ekki til að ijúka miklu lofsorði á skáld- skap Guðmundar — en trúir samt á hann. Manni finnst sem hann hefði getað sagt við hið yngra skáld eitthvað líkt og prófessor í bókmenntum sagði við Turgenjef, sem hafði fært honum eina af sinum fyrstu sög um: „Mér finnst þér sjálfur, ungi maður, vei’a mei’kilegri en sagan yðar.“ Séra Ólafur Ólafsson mælir lika með styrknum, skii-skotai’. til meðmæia þess manns i neðri deild „sem sjálfsagt hef- ur bezta hæfileika til þess að dæma skáldskap." Tillagan er samþykkt með 13:10 atkvæðum. í efx’i deild vill fjárlaga- nefnd að styrkurinn falli nið- ur. En tveir konungkjörnir þingmenn mótmæla tillögu nefndarinnar mjög eindregið. Hallgrímur Sveinsson biskup og Jónas Jónassen landlæknir. Og niðui’skurðartillagan er felid með 7:4 atkvæðum. Nú skyldi maður halda að öllu hefði vei’ið borgið. En þeg ar fjárlög koma til einnar um- ræðu í sameinuðu þingi liggja fyrir margar tillögur um sparn að, og þar á meðal um niður- skurð á styrknum til Guðmund ar Magnússonar. í deildum þingsins höfðu samtals 14 verið honum andvígir og nú virðist ekki annað þurfa en að nokkr ir þingmenn bætist í þann hóp til að styrkurnin falli í samein- uðu þingi. Verður nú mikið þóf um skáldastyrki, spurt hversu horfi, ef þjóðin eigi að fara að stvrkja fimm skáld, eins og til sé ætlast. En Hallgrími bisk up finnst það þing ekki geta verið „upplitsdjarft, sem aðeins hugsar um munn og maga . . . Og ekki mun sú þjóð sigla beint i menningarstrauminn, sem ekki hefur nein andleg áhuga- mál . . . Hingað til hefur verið álitið að sálin ætti að vera herra likamans . . . Þjóðin má ekki vera börnum sínum slæm fóstra. Og þó uppskeran fáist ekki strax, þá verðum vér að starfa óti’auðir undir merkjum vonai-innar og með fastri trú á landið." Uppi á áheyrendapöilum sit- ur Guðmundur Magnússon, milii vonar og ótta, og bíður þess að sjá foxlög sín vitrast. Nú er allt i húfi að vel fari. Það sem honum leikur hugur á, framar öllu, er hvorki að f'á að skoða borgir og listasöfn, né heldur lvðskólamenntun eða kennarapróf heldur annað, allt annað, sem ekki er hægt að gera grein fyrir í umsókn- arbréfi til Albingis. Hann þarf nokkurra mánaða næði frá dagiegum önnum, einveru í út- löndum til að hugsa ráð sitt, átta sig á kröftum sínum, taka stefnuna inn í framtíðina. Sennilega er honum nú ljóst, að hann muni aidrei verða mikið ljóðskáld. En hann er skáld — það veit hann. Svo ltemur að honum í at- kvæðagreiðslunni. Við getum nrestum séð hann haila sér yf ir riðið, vafalitið með hjart- sla'tti, til að sjá sem bezt yfir þingsaiinn. Forseti spyr hverj- ir samþykki tillöguna um nið- urfel’ing styrksins til' Guð- mundar Magnússonar. Tiu hendur koma á loft. Aðeins tíu! Á næsta auynabliki lyftast tutt ugu og tvær á móti. Sigurinn er unninn. Mjög hamingjusamur maður gengur heimleiðis. Hann stendur nú á 7. nóvember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.