Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 07.11.1971, Side 15
M [RO ss< SÁI A 3-i m MORGUNBLAÐSINS * Lausn r a síðustu krossgátu endurták í sífellu: „Hann drap mig. . . liann drap mig . . . “, þar til ég varð að stöðva hana. Hún mændi stórum augum út i loftið meðan hún endurtók þessi voðalegu orð, eins og hún sæi liðna ógnarmynd í fjarska. Ég gleymdi réttvisinni — öllu nema hefnd. „Ég sver að ég skal hafa upp á honum. Ég kála honum. . . “ Hún tók þétt um hönd mína, eins og til að sefa mig, en þeg- ar hún skynjaði bræðina, sem sauð í mér, snerist henni hug- ur og hún sagði rólega: „Já, já.“ Ég spurði hana með nær- færni hvort hún vildi verða mér samferða til að finna mann inn. Hún draup } öfði til sam- þykkis. Við ókum inn 1 úthverfi bæj- arins, hún hlustaði með at- hygli á athugasemdir mínar, og kinkaði kolli, annarlega hægt. „Við skulum aka rólega,“ sagði ég. Við ókum þánnig drykklanga stund, um fáfarnar götur, og gáfum vegfarendum nánar gætur. Sól var enn hátt á lofti, og heitt í veðri, er við snerum við, og ókum inn aðal- götuna. í>að voru fáeinir bílar á stæð um, og nokkrir letingjar rýndu í búðarglugga. Einhver ráfaði stefnulaust fram og aftur hjá gistihúsi, og ég gat ekki betur séð en að hann fylgdist for- vitnislega með hægum akstri okkar. Ég vakti athygli Elsu á honum, en hún hristi aðeins höfuðið, alvarleg á svip. Allt í einu fölnaði hún,*þreif í hand- legginn á mér, og benti mér á bilskrjóð, sem lagt var hjá gistihúsinu. Einhver var að loka honum. „Það var þessi!, hvíslaði hún. Ég fékk hjartslátt. „Örugglega?" spurði ég eftir langa þögn. Hún fylgdi honum eftir með augunum meðan hann stakk lyklunum i vasa sinn og gekk áleiðis til gistihússins. „Það var þessi!“ ítrekaði hún, „I>að var þessi!“ Ég ók að gangstéttinni, lagði bilnum framan við skrjóðinn, og hraðaði mér út. „Biddu mín í bílnum, og bærðu ekki á þér.“ Ég leit í kringum mig. Mað- urinn leit undan. Enginn virtist veita mér athygli og ég gekk inn i forsalinn á hæla manns- ins. Ég beið við lyftuna, andar- taki síðar gekk hann til mín, og hélt á herbergislyklum. Á uppleiðinni var ég svo heppinn að sjá lykilnúmerið. Ég ætlaði upphaflega að fylgja honum eftir, en i þess stað hélt ég upp á næstu hæð fyrir of- an hann, notaði siðan stigann niður aftur og barði að dyrum hjá honum. Ég var búinn að ná jafnvægi þegar hann svaraði, talaði til hans gegn um luktar dyrnar, og kvaðst vera kaupsýslumað- ur þar í bænum. Hann lauk upp. „Gjörið svo vel að ganga inn fyrir," sagði hann og glotti smeðjulega. Ég þáði boðið, og þegar hann sneri baki við mér, barði ég hann af öllu afli i hnakkann með hamri, sem ég hafði falinn undir beltinu. Hann féll á gólfið með þungri stundu — lá síðan hreyfingar- laus. Ég einblíndi á samanhnipr- að hrúgaldið, og bræðin sefað ist við þetta eina hefndarhögg. Einhvers staðar tifaði klukka. Ég litaðist um, og augun hvörfl uðu frá skápnum, rúminu, að þögulu símtóli. Hamarinn var blóðugur. Ég stakk honum nið ur með beltinu, undir skyrt- una. Síðan þurrkaði ég hurðar húninn. Af hreinni forvitni varð mér litið augnablik á hraukinn á gólfinu — en raun- verulega stóð mér á sama úr því sem komið var. Auk þess gátu liðið margar kiukkustund ir þangað til upp kæmist um verknaðinn. Ef til vill félli á mig grunur — ef til vill ekki. En ekkert af þessu olli mér áhyggjum. Allt benti til að eng inn hefði komið auga á mig, nema þessi.. . þessi. . . Ég hraðaði mér út og lokaði á eftir mér. Loksins hafði ég þá hlotið lausn, og hreinsað mig af þessari tærandi smán. Ég gekk upp á næstu hæð, og fór síðan niður með iyft- unni. Enginn virtist taka efiir mér er ég gekk út. Elsa beið mín þolinmóð í bílnum, og starði fram fyrir sig. „Þá er þvi lokið,“ mælti ég. Hún draup aðeins hægt höfði. Veslinga Elsa. Eftir alla auð mýkinguna var hún lokuð inni í eigin hugarheimi, sem ég átti engan aðgang að. Hún sat graf kyrr á leiðinni heim í rjóðrið, og hafðist ekki að meðan ég tengdi vagnhúsið til brottferð- ar. Hún bragðaði ekki matinn, sem ég færði henni — sat bara og mændi fram fyrir sig. En ef til vill lagaðist þetta þegar við yfirgæfum þennan hrylli- lega stað. . . Það var komið kvöld er við áðum. Ég ók fram hjá mörgum þorpum, áleiðis til bæjarins, sem blasti nú við augum við fjallsræturnar. Ég var að vona að finna einhverja afþreyingu frá þungbæru leyndarmáli okk ar i ys bæjarins, skemmlilegri vínstúku, leikhúsi, eða værum nætursvefni. Umfram allt vær- um svefni — en ekki í vagn- húsinu, ekki ennþá. Elsa var því samþykk, og við hurfum í umferðina. Við vilS- um ekki annað en bezta gisti- húsið, heitt bað og góða mál- tíð, á herbergi okkar, með flösku af víni, kannski. Síðan væran og langan svefn . . . langan og væran svefn . . . „Hvernig lízt þér á það?“ spurði ég. Það var eins og svipur henn ar mildaðist, og augun fylltust af tárum. Ég fékk ómólstæði- lega löngun til að faðma hana að mér. „Eigum við að líta inn,“ spurði ég, og benti á gistihúg skammt frá. Hún fölnaði, og sleppti ekki augum af fingri mínum. Svo greip hún í hand- legginn á mér og starði út. „Ó, guð minn góður!“ Hún hélt áfram að stara, og benti mér á vegfaranda skammt undan. „Það var þessi,“ hvislaði hún, „Það var þessi,“.... 7. nóvember 1971 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.