Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Qupperneq 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.11.1971, Qupperneq 6
vandlega afgirtur í vifflu sinni, Mougins, í Suður Frakklandi. Vinnan er honum eitt og allt; hann hefur aldrei ferðast mik- ið um dagana og ekkert uppá síðkastið. Hann neitar sér jafn vel um að sjá nautaat, eftir- lœtisskemmtun sína, vegna þess að það truflar hann við vinnu. En komi það fyrir að hann sjáist við slíkt tækifæri, þá verður uppi fótur og fit og ljósmyndarar þyrpast í kring- um hann. Þrátt fyrir allt hefur hann þó ekki ama af þvi. Picasso er í eðli sínu trúður og hefur gaman af að sýna sig með skoplegan hatt eða jafn- vel grímu. Minna hefur verið skrifað um sjálfa persón- una en ýmislegt í atferli meist- arans. Þeim fækkar nú óðum, sem teljast nánir vinir hans; hringurinn í kringum Picasso, Le Cercle Picasso, er orðinn þröngur og ókunnugir eiga ekki auðvelt með að komast þangað. En þeir fáu vinir hans, sem umgangast hann að stað- aldri, segja að hann sé mjög sterkur persónuleiki og að þeir séu útpískaðir eftir að hafa dvalið dagstund hjá hon- um. AUÐÆFIN HRÚGAST UPP Fyrir utan villuna Mougins, á Picasso höllina Chateau de Boisgeloup, sem hann keypti 1931, stórefMs kastala í Vauv- ernagues, aðx-a villu, sem hann fékk fyrir nokkrar litó- grafíur og villuna La Californie í Suður-Frakklandi, þar sem hann bjó til skamms tíma. Þvi miður voru byggðar blokkir einhversstaðar i ná- grenninu, svo hann neyddist til að flytja sig og kemur þar aldrei né heldur í aðrar villur sínar og kastala. Hinsvegar geymir hann þar ui'mul af listaverkum eftir sjálfan sig. Búskapur og húshaid er annars eitt af því, sem Picasso leiðir hjá sér. Það mæðir afflt á konu hans. Jacoueline Roque, sem er um það bil hálfri öld yngri en meistarinn. Hún sér ásamt öðrum um eignir Picassos, sem taldar eru nema 67,5 ' milljörðum ísl. króna. Auk þess sér hún um öll inn- kaup, gætir símans og segir að Picasso sé ekki heima, þegar hann viil vera í friði. Hún fer yfir póstinn og kippir þeim inn fyrir dyrnar, sem þangað mega koma. Og auk þess verð- ur hún að vera á þönum í kringum eiginmann sinn, sem er bæði kröfuharður og sjálfs- e’skur. Þau hafa ekki eignast börn. KONUR í LÍFI MEISTARANS Jacqueline er þó hvorki fyrsta né eina konan í lífi Picassos. Hann hefur fengið orð fyrir að vei’a uppá kven- höndina og siðprútt fólk af gamla skólanum telur sum- ar myndir hans vera hreinasta Framhald af bls. 3 Fátækt fólk á sjávarströnd. Myndin er frá hinu svonefnda „bláa skeiði“ í list Picassos, seni hófst upp úr aldániötunum. Þar kom Picasso fyrst fram með sjálfstæðan stíl. Hin fræga tímamótamynd Picassos, Demoiselles d’Avignon. Þar kemur fyrst fram sú hugsun, sem varð allsráðandi í kúbismanum. klám. Það er að vísu rétt, að Picasso hefur ekki leitt hjá sér að mála kynifæri kvenna frem- ur en aðra Iíkamshluta, en hvort það kallast klám, fer vís ast eftir hugarfari hvers og eins. Nýlega gerði hann graf- ískan myndaflokk, þar sem f jörugu ástalífi var frem- ur berlega lýst og þessi mynda flokkur var á farandsýningu útum öll Bandarikin. Margir höfðu gaman af, en kvenfélög- in áttu til a ð hneykslast og sögðu, að Picasso væri bara gamall klámkarl, dirty old man. Fyi-sta eiginkona Picassas var rússnesk dansmær, Olga Kok- lova. Hún var víst ekki ná- kvæmlega sú rétta, slétt og felld, snobbuð og borgara- leg í háttum. Hún gerði sitt bezta til að breyta þessum óstýriláta kúnstner, en án ár- ang'urs. Uppúr 1920 varð Picasso ástfanginn af svissneskri stúlku, Maríu-Theresu Walter, sem var 33 árum yngri. Hún var auðveldari í meðför- um og gerði enga tilraun til að breyta Picasso, enda sennilega orðið um seinan. Hann átti með henni hamingjurika daga og samband þeirra endurspeglast i ýmsum verkum Picassos frá þessum tíma. Sú þi’iðja var bæði gáfaðri og tauga- veiklaðri en hinar tvær; hún hét Dora Maar. Áhi’ifa frá henni gætti i ýmsum verk- um Picassos, þar sem þjáning og grátur ríkja. Fjórða konan var Francoise Gilot, sem sjálf varð fræg fyrir endurminning- ar sínar úr hjónabandinu: LM með Picasso. Útúr því öllu sam an varð miki'll eldur, svo Picasso hefur neitað með öllu að sjá börn sín tvö, sem hann átti með henni. Raunar átti hann dóttur með Maríu-Ther- esu, sem nú býr á Spáni og son átti hann áður, en hann hefur ekkert samband við börn sín. Konum sínum — og reyndar öfflum konum hefur Picasso gefið fræga einkunn, sem Francoise Gilot minnist á í bók sinni. Hún hljóðar svo: ,,í mín- um au'gum eru konur aðeins tvennt: Gyðjur eða fótaþurrk- ur.“ Vegna afstöðu sinnar til Francos og stjórnmála á Spáni, gerðist Picasso kommúnisti og hefur mjög verið notaður i þeim herbúðum. Sjálfur er hann algert barn í pólitik, einn fjölmargra nytsamra sak- leysingja. Ein bezta athuga- semd, sem sögð hefur verið um pólitík Pieassos, er eftir koffl- ega hans, Salvador Dali: „Picasso er Spánverji — einn- ig ég. Picasso er sniilingur — einnig ég. Picasso er kommún- isti - né heldur ég“. BRAUTRYÐJANDI A BYLTINGAÖLD Itölsku snillingarnir Titian og Michelangelo urðu báðir ní ræðir og náðu því að verða Gamlir Meistarar í lifanda fflfi. Því mai’ki hefur Picasso einn- ig náð, En auk þess á hann heiðurinn af því að vera einn merkasti brautryðjandi mynd- listar á mikilli byltingaöld. Þau áhrif ná langt út fyrir sjálfa myndlistina og endur- speglast í ýmsum hlutum, sem við höfum í kringum okkur, beint eða óbeint; í skreytilist, húsbúnaði, hverskonar mynst- urteikningu, ski'ltum og auglýs ingateikningu. Að visu hafa þau áhrif ekki orðið til í seinni tíð; sá timi er löngu liðinn, að Picasso ráði ferðinni. Áður var hann gifurlega umdeildur og mikið stældur. En elli hans er eins og kyrrlátir dagar hausts- ins. Það er orðið logn í kring- um hann; umdeildur er hann ekki og fáir stæla hann. Eftir stendur gífurliegur fjöldi verka frá langri ævi og mikiíl aðdáun. Raunar hefur aldrei verið auðvelt að stæla Picasso; til þess var hann alltof persónu- legur. Ef til vill er hann fær- asti teiknari, sem nokkru sinni hefur haldið á blýanti. Línan hefur aJltaf skipt meginmáli í verkum hans og eftir að yngri menn hófu að sökkva sér í flat armálverk, hélt hann áfram tryggð við linuna. Og þar skildi með þeim. Þau umskipti urðu i stríðslokin. Fram til þess var Picasso páfinn í myndlistinni og París var sú Mekka, sem allir alvöru lista- menn urðu að sjá og gista. Lamandi áhrif striðsins ann- arsvegar o g bandarískt pen- ingaflóð hinsvegar, gerðu það að verkum, að New York varð þungamiðja heimsilistarinnar eftir 1945. Þá var abstrakt ex- pressionisminn að ryðja sér til rúms og siðar fæddist poplist- in þar vestra ásamt með ýms- um hliðargreinum, sem mikið ber á í nútímanum. En Picasso hélt sinu striki; afsalaði sér páfadóm, varð gamall meistari og setti sig niður í sífellt aukna einangrun i Suður- Fraik’klandi. Eftir þvi sem ég bezt veit, eiignaðist Picasso aldrei nána lærisveina hér á íslandi. Eldri málarar svo sem Ásgrímur og Jón Stefánsson höfðu hrifizt af Van Gogh og Cézanne og mál- uðu myndir í þeirra anda. I nokkrum málverkum Snorra Arinbjarnar og miklu fremur þó í myndum Þorvaldar Skúla- sonar frá því í kringum 1940, má greina áhrif frá Picasso: Sverar útlinur og figúrurnar formaöar á þennan sér- staka hátt, sem ennþá er kennimark á Picasso. Þorvald- ur sneri sér þó fljótlega að óhiutlægu myndefni. Hópur ungra, islenzkra myndlistar manna, sem héldu utan til náms eftir striðið, hrifust meira af abstraktstefnunni en Picasso og gerðust brautryðjendur hennar, þegar heim kom. UNDRABARN 1 MYNDLIST Likt og Mozart var undra- 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. nóvember 1971

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.