Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 1
Esra Pétursson, læknir ÞJÓÐFÉLAGS- VANDAMÁL SEM SKAPAST VIÐ NEYZLU ÁVANA- OG FÍKNIEFNA Stjórn Rauða kross íslands, kæru borgarar. Mér er mikil og sönn ánægja að vera boðinn hing- að til ykkar í dag til þess að ræða við ykkur eitt mesta vandamál manna. Þakka ég ykkur kærlega fyrir boðið. Hygg ég einnig gott tii samvinnu þeirra aðila, sem munu fjalla um málið nánar í dag. Hefi ég oft áður notið samstarfs við lögreglu og lögmenn, fræðslustjóra og lækna. Skemmtilegt og nærtækt dæmi er tillaga borgarlæknis okkar, doktors Jóns Sigurðssonar pg Bjarna læknis Bjarnasonar, um nefndarskipun vegna Domus Medica. Bárum við hana íram á aðalfundi Læknafélags íslands á Akureyri árið 1954. Var hún samþykkt og vorum við þremenn- ingarnir skipaðir í nefndina. Nokkru síðar lagði ég æ lengra út á þær leiðdr, sem mér var visað á, en doktor Jón og Bjarni báru hita og þunga dagsins í þeim efnum. Árangurinn varð svo loks þessi fagra stofnun, sem við erum hér saman kornin i. Við Islendingar erum vel á vegi staddir í mörgum efnum. Erum við ein efnaðasta þjóð veraldar. Árs- tekjur einstaklinga eru hvergi hærri nema í Banda- ríkjunum, Svíþjóð og Kuwait. Hvergi er auðnum jafn vel skipt á miLli manna. Verkama&urinn hefur aðeins helmingi lægri tekjur en forsætisráðherrann. 1 Sviþjóð er munurinn þrefaldur, en í Bandaríkjun- um og í Rússlandi getur hann orðið fimmtug- til hundraðfaldur. Sannur jöfnuður og lýðræði er þvi í hávegurn haft hér, bæði í orði og verki. Samfara efnalegri velmegun á Island lika því láni að fagna að efnamengun er óvíða minni, jafnt til lofts sem lagar og i matvælum. Enn eru ótalin andlegur auð- ur þjóðarinnar, frjálslynd en einlæg og rótgróin trú- rækni, menntun og vísindi, bókmenntir og aðrar listir. Heilsufar er ovíða eða hvergi betra, langlifi kvenna mikið og karla ívið minna, ungbarnadauði með þeim lægstu. Geðveiklun og geðveiki eru sizt algengari en annars staðar og geðvilla mun minni. Geðvilla hlýtur að vera vægari hér en annars staðar. Sést það bezt á þvi, að alvarleg afbrot eru langtum færri, áfengisdrykkja og önnur ávanaefnanotkun er miklu minni en í flestum öðrum vestrænum löndum. Israels- búar standa næstir íslendmgum í þessum menning- arefnum. Geðvilla er að vísu ekki ýkja miklu fátiðari hér en annars staðar samkvæmt rannsóknum prófess- ors Tómasar HelgasonarD. Hún hlýtur því að sama skapi að vera til stórra muna vægari. Nýverið hafa birzt greinar og verið fluttar fréttir í útvarpi vestra þar sem sýnt er svart á hvítu að Islendingar fremja fæst alvarleg afbrot allra þjóða. Má að þessu leyti segja, að Islendingar séu löghlýðnastir allra. Kann þetta að koma ykkur spánskt fyrir sjónir og hefur í veðri verið látið vaka við mig, að hér séu óknytt- k- og ýmsar yfirsjónir algengar, æskan sé illa á vegi stödd og þar fram eítir götunum, þegar ég hefi brydd- FÍKNIETNI Fjögur erindi um þetta geigvænlega vandamál, haldin á fræðslufundi Reykjavíkurdeildar Rauða kross íslands, 4. marz s.l. að upp á þessari ágætu löghlýSni Islendinga. Er því til að svara, að í fyrsta lagi eru mér ekki handbærar upplýsingar um tíðni óknytta og yfirsjóna Islendinga miðað við önnur lönd, enda mun erfitt, ef ekki óger- legt, að safna slíkum gögnum svo areiðanlegt megi teljast. Svo er hitt veigameira atriðið, að óknyttir og smá afbrot eru annað en stórglæpir, þótt ekki fari vel á þvi að bera í bætifláka fyrir þá með það sem afsök- un. Vafalaust má rekja uppsprettu löghlýðninnar til trúar á hið fornkveðna úr nitugasta kafla Njálu: „Með lögum skal land byggja en ólögum eyða." Ekki er ósennilegt að löghlýðnin nærist af ágæti löggjaf- arinnar og standi lika i sambandi við góða meðferð löggjafarvaldsins og löggæzlunnar. Fólksfæðin mun einhverju valda og má vera að isienzki stofninn eigi smávegis þátt í þessu. Talið er meira um vert að Sturlungaöldin hafi hreinsað hann af mönnum með verstu glæpahneigðinni. Hafi þeir þá gengið rösk- lega að því að útrýma hver öðrum. Loks mun lítil mengun, jafnt ínnri sem ytri, stuðla að betra jafn- vægi í þessum efnum. OBSAKIK FÍKNILYFJANEYZLU Erfitt er að venja heilbrigðar skepnur á ávanaefni. Sé til dæmis vel öldum rottum boðnar missterkar vin- blöndur, dreypa þær í mesta lagi lítils háttar á létt- ustu vínblöndunum. Sé þeim gefið lélegt fæði eða menguðu lofti dælt í búr þeirra leggjast þær fremur í ofdrykkju. Sálgreinandinn Masserman gerði ketti

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.