Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 6
Jón Sigurðsson Hass og þjóðfélagið — Framhald langskólagenginna foreldra, sem e.t.v. gera þá of harðar námskröfur til barna sinna. Unglingar, sem hæbta skólagöngu áður en námi er lokið, neyta yfir- leitt meira hass, en nemendur, sem ljúka námi. E.t.v. er meira um það meðal þessara foreldra en hinna efnaminni, að þeir fylgist of lítið með börnum sán- um, gefi þeim of lítið af sjálfum sér. Þessa gætir þó e.t.v. meira hjá stærri þjóðum en okkur. Hverju er þó sótzt eftir? ! Flestum ber samán um, að hass-áhrifin fari mjög eftir því, við hvaða aðstæður efnisins er neytt, — Yfirleitt verða menn fyrir vitundarvikkandi hughrif- um, nýjum skynjunum, sem gera Umhverfið og lifið þægillegra og geðfelldara, menn finna til maiandi veilíðunar, glamurkæti og aukinnar samkvæmis- hæfni, — en jafnframt brenglun á skilningi og skýnjun, einkum á stund og stað, ráða ekki við hvað þéir segja og gera, rændir dómgreind og minni, og súmir telja sig komast í snertingu við svokallað- ar „æðri skynjanir". Áhrifin geta verið róandi og slævandi, menn verða áhugalausir og kærulausir og kynhvöt dofnar. Þau áhrif, sem sótzt er eftir, slævast við endur- tekna notkun efnisins, en önnur áhrif kom í ljós: Minnkandi skynjanatakmörk, einkum fyrir sjónar- og heyrnaráhrifum, sem kemur fram í öfgafullri nautn listaverka, málverka og hljómlistar og fegurðar í náttúrunni, en einnig ofskynjanir, misskynjanir og I hugmyndabrengl, sem leiða til andfélagslegrar fram- komu, hömluleysis og siðleysis. j Það sem einkennir reynsluríkan hassneytanda • sérstaklega, einnig þegar hann er ekki undir áhrif- r urn, er skortur á hæfni til að einbeita huganum að ! ákveðnum verkefnum, almennt framtaksleysi og ! 'kæruleysi, leti, andleg og líkamleg, skortur á heil- brigðum metnaði, hirðuleysi um útlit og ldæðnað, sem sagt mannleysisháttur. Því hefur oft verið haldið fram, að hass hafi ekki skaðleg áhrif á likama mannsins og að það sé ekki vanamyndandi. Mörgum áðumefndum einkennum svipi og til áhrifa, sem samfara eru áfengisneyzlu. ! Ýmsir áhangendur hassins hafa því viljað og krafizt, ; að sala þess sé leyfð, gefin frjáls á borð sig áfengi ; og tóbak. i Það er vissulega rétt, að hassneyzlu fylgja eng- in, eða a.m.k svo til engin „timburmanna“-einkenni, eins og t.d. eftir áfengisdrykkju, og til skamms tima hefur ekki tekizt að sanna likamlegar skemmdir af völdum hass. En alveg nýverið hafa brezkir visinda- menn sýnt fram á heilarýrnun í 10 piltum, sem reykt , höfðu hass að staðaidri í 3—11 ár, og eru allar likur tí.1 að hassið hafi valdið þessum skemmdum. Heila- rýrnun er oftast ellitákn, en meðalaldur þessara ungu ; manna er 22 ár. Spurningin er, hvort þau varanlegu ' einkenni, sem fram koma hjá hassneytendum, deyfð, framtaksleysi o.s.frv., séu ekki einmiitt einkenni og afleiðing heilarýrnunar, en sjúkdómurinn lýsir sér m.a. á sama hátt. Þá hefur sænskur prófessor í lyfja- fræði bent á, að því lengur sem hass er neytt, því meira komi í ljós breytimgar á tilfinningalífinu og meiri hætta á geðbilun. I Suður- og Austurlöndum, þar sem hass er mikið notað, er getið um geðveiki af völdum þess, t. d. er skýrt frá geðveikraspítölum í Nígerlu, Kairó og Bangladesh, þar sem 14, 25 og 30% af sjúklingun- um eru vistaðir vegna geðbilunar í sambandi við hassneyzlu. ■f Það rikir almenn eining um, að hass sé ekki vana- myndandi vegna likamlegrar þarfar fyrir það. Hins vegar finnur hassneytandinn til æ meiri löngunar og sálrænnar þarfar fyrir efnið, þvi lengur og því meir, sem hann notar það, þarfar fyrir hin eftirsóttu geðhrif, sem hann hefur vanið sig á. Löngunin í þau getur orðið svo sterk, að efnið verði sáTrænt vana- myndandi, sérstaklega ef geðhrifanna er leitað til þess að fiýja frá áhyggjum eða óþægilegum stað- peyndum. Hassneytandinn sækir þá æ meira til og verður æ háðari hópnum, þar sem efnið er helzt að fá, til félaganna, sem skilja hann og hans viðhorf bezt. Hann kann að hætta við nám, við starf og jafn- vel yfirgpfa heimili og foreidra, eins og dæmin sanna í öðrum löndum. Það væri ekki aðeins óviturlegt, heldur og stór- hættulegt tilræði við æskuna að gefa þetta efni frjáist, enda er það bannað í aMestum löndum. Því auðveldiara sem það er áð komast yfir efnið, því meira verður neytt af þvi og þvi erfiöara verður það fyrir hassneytandann að losna úr viðjum þess, sem honum er í flestum tilvikum um megn, með efnið sér við hlið. ÁfengisböLið er ærið nóg, þótt ekki bæt- ist hassbölið við. Það er ófyrirleitið og ófyrirgefamlegt, að hvetja til hassnezlu. Þótt sumir virðast þola það, skapar það öðrum ömurleg örlög. Við verðum að hafa i huga, að neyzla þess er sérstaklega útbreidd meðial ung- menna. Alllt of stór hluti þeirra ánetjast efninu og tekur þeim skapgerðarbreytingum, sem að framan er lýst, feliur í aðgerðarleysi m, m. Margir hass- neytendur fá löngun tiil að reyna fieiri, reyna sterk- ari fíkniefni eða ávanalyf. Hassneytendur komast iðulega í samband við neytendur sterkari ávanaefna og er þvi öðrurn frem- ur hættara við að venjast á þau efni. Það er og raun- in og skiptir ekki máli fyrir einstaklingmn eða þjóð- félagið, hvort það er hassefnið eða afleiðing þess, félagsskapurinn, sem leiðir hann út á þessa enn al- varlegri ógæfubraut. Hassneyzla er ekki orðið þjóðféiagsLegt vandamál hér á landi, en eigi að síður vandamái, sem gæti orðið það fyrr en varir. Sérstök skyida hvilir á op- inberum aðilum, en einnig á foreldrum barna og unglinga. Vandamálið er margþætt, viðkvæmt og mjög ein- staklingsbundið. Engii þjóð hefur tekizt að ráða við það, svo að vel sé. Allar vilja þær þó takast á við vandann og gera það með ýmsu móti. Nú er sýnilega tilhnei-ging til að leggja aðaláherzlu á heilsuvernd, fyrirbyggjandi aðgerðir. Veigamesta atriðið, og um leið mesti vandinn, hvíl- ir á foreldrum, sambandi þeirra við barnið og ungl- inginn, lífsviðhorfi, uppeidi og heimiTisbrag. Mikiivægt er að betna athygli unglinga frá fíkni- efnum og inn á ho-llar brautir. Neyta a-llra ráða til að vekja áhuga þein-a fyrir starfi, sjá þeitm fyrir vinnu og viðfangsefnum, hvetja þá til útivistar, vet- ur og sumur, tii iþróttaiðkana og hollra leikja. Opna augu þeirra fyrir gildi lista. Til alls þessa þurfa upp- alendur að fórna verulegum tíma. Opinbert umtal um fíknilyfjaneyzlu þarf að vera í lágmarki, svo að ekki skapist um hana óþarfa for- vitni. Hér bera fjölmiðlar mikla ábyrgð. Fræðsia um þessi mál ætti aðeins að ná til þeirra unglinga, sem ætla má að séu í hættu, hvað þetta snertir, og til foreldra þeirra. Þennan hátt hafa Norðimenn haft á hjá sér, en árangur þeirra í baráttunni við hass- neyzluna hefur, svo sem áður var frá greint, verið mikium mun betri en í Danmörku og Sviþjóð, þar sem umræður á opinberum vettvangi hafa verið mi-klu meiri og fræðslan víðtækari. Unglingar, sem komast vilja út úr ógöngum, þurfa að geta snúið sér í kyrrþey og í trúnaði tíl einhvers aðila um aðstoð, og gæti hér verið verk að vinna fyr- ir Rauða krossinn. Loks veltur á miklu, að allt sé gert, sem unnt er, til að koma í veg fyrir að hassefnið berist til lands- ins. Á meðan borin von er á því hér, sem alils staðar annars staðar, að það muni takast, verður að leitast við að draga úr eftirspurninni og hefta dreiifingu efnisins svo sem frekast er unnit. Frá fundi Reykjavíkurdeiidar Kauða krossins. Ásgeir Friðjónsson, fulltrúi lögreglustjóra Augljós sönnunar- vandkvæði Virðulegi fundaristjóri — góðir funda-rmen.n. f fáum orðum hér á eftir mun ég leitast við að gefa yfirlit frá löggæzluhlið um aðdraganda og síðari störf að s.n. fíknilyfjamálum hér á landi. Má þar fyrst nefna að árið 1969 var hópi embættismanna falið að -gera frumkönnun á þessiu sviði og skilaði sá sam- starfshópur áliti til dómsmálaráðuneytis. Með nokkr- u-m laga- og r'eglugerðabreytingum síðla árs 1969 og fram til miðs árs 1970 var markaður naiuðsynlegur grundvöllur frekari aðgerða. Var þá lýst refsiverð hvers konar handhöfn, verzlun eða önnur viðskipti með ýmis efni, sem sannað þótti við vísindalega rann- sókn að misnota mælti eða skaðvænleg áhrif hefðu á hieilsu manna. Var hér í reynd um að ræða rýmkun og hnitmiðun eldri laga frá 1923 þar se-m bundin var við lyfsala eina heimildin til hvers konar meðferðar á ópíum, heróíni og kókaíni, auk samsetninga sem innihéldu þessi efni yfir tilteknu marki. — Kannabis, LSD, og meskalín voru auk annarrá efna og samsetninga felld í þennaa flokk með reglugerðarbreytingu 1969. — Refsiákvæði voru og rýmkuð verulega þannig að brot getur nú varðað sekt aillt að 1 millj. kr. eða varð- haldi og fangelsi allt að 6 árum ef um stórfellt brot er að ræða. í febrúar 1971 var að tilhlutan ráðuneytis hafin nánari rannsókn þess-a málaflokks. Ljóst var að þátt- ur lögreglu og tollgæzlu hla-ut einkum að verða þung- ur á metum varðandi frumrannsóknir og nauðsyn ná- inn-ar samvinrm milli þeirra aðila. Með það í hu-ga hófu störf fjórir menn, þ.e. einn frá hverju eftirtalinna embætta: Tollgæzlu í Reykja- vík, tollgæzlu á Keflavikurflugvelli, lögreglustjóra i Reykjavík og rannsóknarlögreglumaður frá sakadóm- araembætti. Nú er fengin rúm-e-ga árs reynsla af því fyrirkomulagi, sem á tímabilinu hefur af ýmsum ástæðum tekið nokkrum breytingum. Nýlega þó þeirri veigamestu þar sem lö-gð var niður samvinna embættanna í þessari mynd, en jafnfra-mt af hálfu ráðuneytis hvatt til að þau hefðu eftir þörfum sem nánast samstarf sín í milli. í svipinn a.m.k. horfiir því ekki svo, að stofnuð verði hér sérstök fíknimáladeild með tækjaikosti og sérfræðiaðstoð i þeim mæli, sem ýmsar nágranna- þjóðir oklcar haif-a séð sig neyddar til. Mörkuð heíur verið sú stefna að hin ýmsu embætti sinni þessum verkefnum hvert á sínum vettvangi en þó með þeinri samvinnu, sem úrlausn einsta-kra mál-a kann eftir að kalla. Svo vill til að einmitt í dag 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. marz 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.