Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 14
Saga úr landhelgisstríði ar sjaMgæft, að konur fari út S hl'jómsveitarstjórn. Þetta get- oir að einhverju leyti stafað af ihefð, en það er ennþá undar- legra að meðal góðra tón- skálda er ekki ein einasta kona. Þetta getur ekki stafað af þekkingarskorti. Konur eru þekktar að því að vera engir eftirbátar karla við kennslu, t.d. í tónfræði. Eða sem túik- endur tóniistar. En það er íurðuiegt að ég hefi hreint ekki leitt hugann að þessu fyrr. Þetta er mjög merkiáegt. Hér á ísiandi hefur mér líkað ágæt’ega, og kemur þar margt ti'l, ekki bara hreina loft ið og víðsýnið. Samstarfið við hljömsveitina hefur gengið bærilega. Þeim verður að sinn- ast, sem saman eru. Þessi hljóm sveit er skipuð ágætum hljóð- færaleikurum og getur leikið vel, en það tekst ekki með öðru móti en því, að hver og einn leggi sig aiian fram. Þessi hljómsveit á að gera þær kröfur til stjórnenda sinna, að þeir geri til hennar háar kröf- ur. Með öðru móti næst ekki góður árangur og góður árang- ur, gcð tónlist, hlýtur að vera markmiðið og v^rður að vera markmiðið. Einhver mesta raun, sem get- ur hent mig, er að hlusta á dla flutta tóniist, og það vil ég vera laus við að leggja á ann- að fólk." Og þar með kveðjum við George Clive og óskum honum velfamaðar í framtíðinni. Framhald af bls. 14. inn þorði ekki svo ná- iægt. Læddist ég síðan inn með fjörunni og togarinn fylgdi fast á eftir, en aðeins dýpra. 1 hvert sinn, er ég þurfti að krækja út fyrir grynning- ar gerði togarinn tiiraun til að stíma á bátinn. Eitingaieikurinn hafði nú borizt inn að svokölluðum Fossdal utan við Látur. Á sigl- ingaleið þar framundan voru blindsker, sem Þyslingar heita. Hugðist ég nú lokka togarann upp á skerin. Sneri ég þvi bátnum í stefnu þangað og tog arinn gerði það einni'g. Þegar ég nálgaðist sker- in, sem venjulega sjást ekki nema þegar kvika er, reis boði á þeim. Ég renndi inn með boð- anum að sunnan, en togarinn að norðan með stýrið hart í stjórnborða og slapp þannig við grynningarnar. Með fiagg- andi dulur yfir nafni sinu og númeri stefndi hann til hafs og hvarf mér úr augsýn. Næsta dag voru allir bátar á sjó. Varð þá einn báturinn „Hugur" frá Dalvík, fyrir því óláni, að brezkur togari stím- aði á hann og skar hantn nið- ur í sjóiínu. Áhöfninni tókst að leggja bátinn á hliðina, svo brotið kom upp úr sjó, og kom- ust síðan við illan leik að landi og létu gera við bátinn til bráðabirgða. 1 næsta róðri kom óstöðvandi leki að bátnum, þar sem hann reyndist allur liðað- ur eftir ástímið hjá togaranum. Formanninum, Agli Júlíussyni frá Dalvik, tókst að sigla bátn um upp i fjöru utan við Lát.ur. Áhöfnin bjargaðist í land. Dag nokkurn barst bæjarfó- getan-um á Akureyri krafa frá brezka sendiráðinu, þar sem sagði að brezkir togaraeigend- ur teldu sig hafa orðið fyrir tjóni vegna baujuráns fiski- báta við Eyjaf jörð. Við formenn bátanna í Hris- ey komuim að máíi við hrepp- stjórann og töldum sjálf- sagt að baujunum yrði skilað, að því tilskildu, að við fengj- um bætur fyrir okkar veiðar- færatjón. Engin svör bárust, ekkert var bætt og þann- íltgcfandl; H.f. Arvakur, Reykjavík Framkv.stJ,: Haraldur Svelnsson Ritstjórar: Matthfas Johannessen Eyjólfur KonráS Jónsson AóstoðarrltstJ.: Styrmlr Gunnarsson RltstJ.fltr.: Gisll Klfurfisson AuKlýslncar: Árnl GarSar Krlstlnsson Ritstjórn: ASalstrætl 6. Síml 10100 ig endaði það þorskastríð. Þessi frásögin er aðeins ein af hundruðum, sem geymd er i hugum iandsmanna. Ég segi hana hér, sem niokkurs konar lýsingu á þeim mikla liðsmun, sem við höfum orðið við að búa i okkar iandhelgisstríði fyrr og nú. Upp á síðkastið hefir mér fundizt gæta svo mikiiiar bjart- sýni hjá fólki, að það álliti 50 sjómílna lögsöguna orðna að veruleika. Að sjáifsögðu vex-ður að rikja fulikomin sigux-vissa hjá ölium landsmönnum, en við skulum vera þess albúin að þurfa að heyja harða og langa baráttu, þar tii sigur er unninn, þvi þjóði’n á aila sína tilveru undir því að fá að hafa í friði fiskimiðin, þessa næst- um þvi ein-u auðlind sína. Það verður að tryggja henni fullar nytjar þeirra með því, að hún fái iandgrunnið ailt, en hún geri siðan friðunaiTáð- sfafanir eftir því sem nauðsyn iegt þykir af sérfróðum mönn- um tii verndar fiskisto'fnunum. Krafa þjóðarinnar til aiis landgrunnsins getur ekki ver- ið bundin nelnum millirikja- samningi og ísland hlýtur að iýsa eignarrétti sinum á öilu iandgrunninu fyrr eða síðar. Getur það naumast verið and- stætt alþjóðalö'gum, en vist er að siðferðisleg og þjóðhagsleg rök mæiia eindregið með þeirri yfirlýsingu. Að lokum er það ósk mín og votn, að htnn Jákvæoi mát ' tLl verunnar verði okkur id ingum hliðhoilur i þessu Mí's- hagsmunamáCi okkar, S'.'o að við í framtiðinni getum bn ð í friði og átt góð viðs'kipti við allar þjóðir. Hemingway Framhald af bls. 11. sem hann talar um á líkinga- máli i „Veislu í farángi-inum", og ég leyfi mér hér með að hafa eftir: „Ef tvö eru ein- hversstaðar ein og elska hvox-t annað, ánægð og glöð, og ann- að þeii'ra eða bæði er að inna gott verk af höndum, þá hænist að þeim fólik með svip- uðum hætti og .ijós úr fjariæg- um vita diægur til sin fai'fugla um nótt. Ef persónur þessar tvær væru eins traust smiði og vitinn mundi enginn biða tjón nema fuglarnir . . HEIMILDIR: Ernest Henilngway: „Veisla í farángrinum", þýðing Halldórs Laxness á ,,A Mouveable Feast". Kurt Singer: „Emest Hem- ingway, Gigantens Liv og Död“, dönsk þýðing Ane Munk-Madsen á „Heniingway, Life and Deatli of a Gia.nt“. Leicester Hemingway: „My Brotlier Ernest Heniingway". Carlos Baker: „Ernest Hem- ingway, A Life Story“. Aaron Hotcliner: „Papa Hemingway". Augljós sönnunarvandkvæði Franihaid af bis. 7. vaudkvæði og þá í sömu andrá, að eiginleg kæia er sjaldnast upphaf máls, heldur gjarnan orðrómur eða sögusagnir sem örðugt er að henda reiður á. Sé ekki til að dreifa játningu hins grunaða sem þá verður auk þess að vera studd öðrum gögnum er nánast sá einn grundvöllur sakfellingar, að löggæzlumaður íinni í fórum hins brotlega lyf eða efni og við þær kringumstæður að vörzlur megi telja ólöglegar. Til þess að svo megi verða þarf gjarnan að hafa á undan gengið leit eða líkamsrannsókn. Löggæziumenn hafa hér oft þröngan veg að þræða og standa gagnvart þeim réttindum borgaranna — persónufrelsi og friðhelgi heimilis — sem hvað bezt eru varin margföldum lagamúrum. Þar er um að ræða ákvæði stjórnarskrár almennra hgl. og réttarfarslaga auk fleiri sérákvæða. Rótgróin helgi s. n. bréfleyndar grípur hér og inn í. Með öðrum orðum vegast hér á mjög mikilsverðir hagsmunir — arrnars vegar nauðsyn þegnanna á vernd sinna grundvallarréttinda gagnvart yfirvöldunum og hins vegar að þau hin sömu yfirvöld geti með viðunandi hætti haft gætur á aifbrotum og unnið gegn þeim. Þau augljósu sönnunarvandkvæði, sem áður voru nefnd mega ekki freista löggæzlumanna til að seil- ast um skör fram og grípa til úrræða, sem eftir á kunna að orka tvímælis. Því ber að virða til hins ítrasta þær flóknu leikreglur, sem hér um gilda þótt þær kunni stundum að þykja eðiilegum rannsóknar- hraða fjötur um fót. Löggæzluaðilum er hér í erfiðu mati þörf stuðnings og skilnings almennings. Ljóst er af reynslu ýmissa nágrannaþjóða að þar hefur í baráttu við harðsvíraða glæpamenn þurft að grípa til margs konar tæknibúnaðar og rannsóknaraðferða sem nærri höggva grundvallarréttindum þegnanna. Virða ber gildi slikra hjálpartækja en menn eru að vonum hikandi gagnvait þeim nýjungum ýmsum, enda tel ég persónulega að hér sem víðar bei'i að sníða stakk eftir vexti. Til nánari skýringa því sem hér er átt við vil ég nefna að mér er kunnugt um tæplega 100 mál, sem úr þessum flokki hafa komið til úrlausnar hérlendra dómstóla. Flest hafa þau snúizt um innflutning eða neyzlu minni háttar magns kannabisefna og samkvæmt því verið lokið með sáttameðferð og sektargreiðslu að upphæð 3—20 þúsund kr. Enn verður að telja ómark- að með dómsúrlausnum hvert refsimat yrði á lagt ef uppvis yröi meiriháttar dreifing í hagnaðarskyni svo og hvað teist í merkingu núgildandi laga stórfellt brot. Ljóst er þó, að yfirvöldum ber að vera vel á verði gegn fiknilyfjavanda, sem flætt hefur yfir mörg þjóð- lönd með vaxandi þunga. Miðað við xeynslu annarra þjóða má fremur vænta að undarx halli hérlendis en úr rætist og því full þörf samstöðu og samræmdra aðgerða. Ég fagna þeim fundi, sem hér hefur verið til stofn- að, hógværar og almennar umræður eru ávallt gagn- legar og til þess fallnar að leiða til umhugsunar og úrbóta. Persónulega e.r ég þó ekki sannfærður um einhlítt ágæti þeiri'a þrotlausu umi'æðna og skrifa sem hér um hafa orðið í fjölmiðlum að undanförnu. Andstætt vonum hafa mál þar því miður færzt á fullyrðinga- stig og sennilega í hugum margra skilið fremur eftir tortryggni og efasemdir en gagnlegan fróðleik. Það er trú löggæziuaðila að æskufólk hér á iandi sé upp til hópa í varnarstöðu gagnvart fíknilyfjavanda, von þeirra að böli megi halda að mestu frá okkar dyrum og vissa að almenningur standi að baki þeim í hæfilegum aðgerðum. Jákvæður fréttaflutningur eða neikvæður Framhald af bls. 7. an fræðslurit, skoðaðar myndir, línurit, fengnir sér- fróðir menn til skrafs og ráðagerðar, ailt undir stjórn leiðbeinenda, sem 1x1 þess væru sérstaklega þjáifaðir, annaðhvort úr hópi eldri nemenda, for- eidra eða kennara. Hóparnir væru ekki stærri en svo, að allir ættu auðvelt með að taka þátt í um- ræðum. Á sama hátt mætti mynda umræðuhópa með foreldrum og væri bækistöð þeirra starfshópa einnig í skólunum. Ef til vill þætti hentugt að hafa slarfshópa, myndaða af öllum þessum aðilum, þ.e.a.s. nemendum, foreldrum og kennurum. Ailir þessir hópar þurfa að eiga kost á því kennsluefni, sem áður var á minnzt og njóta síðan aðstoðar sérfróðra manna, sem kæmu til hópanna og tækju þátt i um- ræðunum. Ég hef ekki tíma tii að rekja eða brjóta til mergj- ar aila þá þætti, sem ég tel skipta höfuðmáli í þess- ari hópstarfsemi. En ég vil þó minna á mikilvægi þess, að kennarar og foreldrar geti gert sér grein fyrir, hvort að barn eða ungmenni hefur komizt í snertingu við fíknilyf, svo hægt er að gera ráðstaf- anir til bjargar eftir því sem tök eru á hverju sinni. Þá vil ég minna á þann aðila, sem að minni hyggju er ef til vill hvað áhrifaríkastur í þessum efnum sem öðrum, en það er sjónvarpið. Álít ég sjálfsagt að þar verði tekin upp fræðsia um ávana- og fíkni- lyf, byggð upp af færustu mönnum á því sviði. Um það sé höfð náin samvinna við ungt fólk. Þessir þættir væru stuttir og þá í tengslum við vinsæit efni, fréttir eða annað slíkt. Jafnframt yrði þess freistað að forðast myndasýningar í sjónvarpi, sem gætu vakið forvitni eða örvað til neyzlu fíknilyfja. Mjög mikilvægt er, ef hafin yrði slík starfsemi, að gaumgæfilega væri fylgzt með henni. Reynt væri að kanna hvaða áhrif hún hefði svo hægt væri að breyta formi hennar, bæði að innihaidi og í fram- kvæmd, eftir því sem henta þætti hvei'ju sinni. Þótt ég hafi að framan minnzt á leiðir til að koma til skiia raunhæfii fræðslu um ávana- og fíknilyf er alis ekki Ijóst, hvort fræðslan muni bera tilætlaðan árangur. Það leikur lítili vafi á því, að rætur vandamáisins liggja djúpt og eru féiagslegs eðlis. Fjölbýlisaðstæð- ur og ýmsar bxeytingar í þjóðféiaginu virðast skapa stóran hóp fólks, sem firrtur er markmiði skólanáms og öðru hefðbundnu atferli sínu. Þetta íóik leitar á önnur mið, verðmætamatið bi'eytist. Sem hvata til neyzlu flkniefna má einnig nefna félagslegt óöryggi, sem á sér mai'gvíslegar rætur; uppeldislega vanlíðan, margs konar óhamingju, vand- kvæði á að komast inn í hópa eða klikur, nema taka þátt i öllu, sem þar gerist. Hvað fikniiyf varðar þekkist það erlendis og brydd- ar á hér, þar sem áfengi er haft um hönd að neyzla þess á unga aldri skapar þeim sem í hlut á eftir- sóknarverðan sess meðal félaganna. Svarið „Já takk“ við boði um fiknilyf þýðir viðurkenningu hópsins og upptöku í hann. Svarið „Nei takk“ þýðir beina eða óbeina útilokun. Fikniiyf hafa þannig skapað sér ákveðið gildi — status. Þetta gildi — þennan status — áfengis og annari'a ávana- og fíknilyfja þarf að rýra, helzt eyða með öllu, sennilega fyrst og fremst með þvi að auka skiining yngri sem eidri á vandamálum fíknilyfja- neyzlu og vandaxnálum samfélagsins með öfgaiaus- um og markvissum rökræðum. 14 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. marz 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.