Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 12
MtTSIK Músíkalskur geðríkur og ósérhlífinn Elín Guðjónsdóttir rædir við George Clive sem dvaldist hér í haust og stjórnaði Sinfóníuhljómsveitinni Mér íaranst eins og með- ffimir Sinfóníuhíjómsveitarinn ar heföu verið hristir til, þegar ég hlustaði á fyrstu tónleika frjjómsveitarinnar í haust, og höfgi sú sem var að verða of áberandi á tónleikutm, var alveg horfin. Svo það er með tðJuverðri eftirvæntingu, sem ég býð eftir George CHve, íyrsta stjörnanda hennar þetta starfsár, en svo hefw tal azt til að við röbbum saman dagstund á heirnili mwi'U. Geonge Clive er meðalmaður á hæð og þértvaxinn. Hann er aískeggjaður, síðhærður og brwnaþimgur nokkuð. Þeirri hutgsun skýtur <upp í huga mér, að hann hefði sómt sér vel sem toákariaformaður. Ég hefi lesið að hann sé læáðuv í Vinarborg, svo að ég spyr hvort hann muni eftir sér þar. „Auðvitað," segir hann og skeíBhlær, „ég var þar í fyrra. Frá bernsku mínni í Vín man ég ekkert enda var ég ekki nema tveggja ára þegar ég fór þaðan. En mér hefur veríS tjáð, að þar hafi ég verið farinn að syregja vísur, áður en ég för að taJa orð. ForeMrar mínir voru Gyð- jrngar og flúðu frá Vínarborg, fyrst til Búdapest og svo það- an t tl ítalíu, en þar vorum við á ýmswm stöðum í tvö ár, seinna árið í bæ, sern heit- ir Bordighera á Norðtir-ítaffiu, skaanmt frá Monako. Þaðan eru fyrstu skýru endurminning- ar minar, en eitt af því fyrsta, sern ég man er, að ég var að hjálpa öðrum strák að syngja tónstigann: do-re-mi-f a-so-; mér ofbauð aiveg hve iJJa hon- um gekk þetta. Þarna raan ég Jika eftir, að ég og nokkrir smá krakkar voruim að syngja í Jfór og ég sló taktinn með stærðar ilurk. Þarna leið okkur f jarska vel, eða að minnsta kosti mér. Sjálfsagt hafa þessi ár verið foreldruim mírnum érfið, og í rauninni veit ég ekki á hverju þau lifðu. Það var sáralfitið, sem þatt gátu tekið meö sér frá Austurri'ki, en þar hafði faðir minn 'kennt við Háskól- ann og riifað greinar í blöð og timarit. Móðir mín var og er frönskukennari. Þarna á ítaííu byrjaði ég svo að tala tvö mál ítöfsku utan dyra en þýzku heíma. I fyrra, þegar ég var í Monte-Carlo að stjórna hljóm- sveir, þá leigði ég mér bíl og fór einsamal! til BordJghera. Það hafði crjúp átirif á mig að isoma þangað aftur. En það var eins og ailt hefði minnkað. Sítrórtutréð í garðínium við hús ið, þar setn við bjiuggotm og sem tni'g minnti að væri risastórt, var nánast runni. Sama er að segja um húsið, það var eins og það hefði skroppið saman. Ég var í aðra röndina jfeg- i'nn, að ég skyldi ekki hafa t:ma ¦tiJ þess að fara á eíliiheimitið, öl þess að heimsækja konuna, sem við leigðum hjá. Hún hef- 'ur að sjálfsögðu breytzt meira en aJlit annað þarna þessí 30 ár, sem liðið höfðu. Þess vegna bugsa ég um hana eins og ég man g.ögglega eftir henni, svarthærðri, tígulegri og hjartahlýrri ítaJskri koirau. Þessi kona var mér fjarska góð. Frá ítalhj fórum við með skipi til Ameriiku, en það ferða flag er eifta hörm'Unigartímabil- ið, sem ég minnist frá æsku- rJögunum. Ég var sjóveik- tir alla íeiðina. Þetta var árið 1940. Við settiumst að í New York, nánar tiitekið á miðri Manhattan. Þar fór ég að tala ensku ut- a« veggja helmtlisins. 1 New York gekk ég í skóla ag fór að læra á Mjóðfæri, fyrst á pianó og síðar á fiðlu. Ég var George Clive stjórnar Sinfóníuhljómsveit Islands. yflrleitt í hópi þeirra kra'kka sem föndra við tónlist, spiiaði plötur, söng í kórum og gerði tilraunír með alls konar hljóð. Ég hafði samt ekki bugsað mér að gerast tóniistarmaður. Á 'ungMngsárun'um hafði ég mikinn hiug á að verða rithöf- 'undur. Seinna fékk ég geysi- legan áhiuga á að verða leik- ari, og satt að segja hefi ég altírei alveg ilosnað við þá hug- mynd. Að sjálfsögðu tók ég þátt í öffiu tónliistarlifi í þeim skól- 'um, sem ég geikk I og um það leyti, sem ég lauk mienntaskóla náimi, var ég konsertmeistari skólahljómsveitar'lnnar. Þá var ég líika farinn að syngja bassa I skólakórnum. í barna- skólakórnum hafði ég sungiS hæstu röddina. Ég söng mikíl'u bet'ur sem krakki heldur en ég synig núnia." Og George Olive hlær. „Þegar hér var koimið, hafði Skapstórir stjóruendur eru ekkert einsdænxi. Hér eru nokkrir, allt heimsþekktir stjórnendur. 12 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. marz 1»72

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.