Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 4
Ytri mengun: Eiturefnin i andrúmsloí'tinu verða |>ess valdandi, að tré og- annar gróður deyr. Ksra Pétursson bendir á samband milii ytri mengunar og þess sáiar- ástands, sem leiðir af sér innri mengun, þ.e. fikni- efnanotkun. flótta og hélt hann buddu sinni. Hinir þrír höfðu samt þjarmað svo að honum með höfuðhöggum, að hann vaiö flogaveikur upp frá því. Versta afleiðing heróins og annarra ópíum- og jafnvel svefnlyfja er það, hversu erfitt er að lækna þann ávana. Sjúklingamir voru sviptir sjálfsforræði og gátu þeir valið á milli þess að fara í fangelsi eða í sjúkrahús. Völdu margir, þó ekki allir, hið síðar- nefnda. Dvöldu þeir á spítalanum i níu mánuði. Var hann jafnframt heimavistarskóii. Luku margir þar gagnfræðaprófi og voru þeím einnig kenndar iðn- greinar. Gátu þeir valið um fimm greinar: Bólstrun, hárskurð, flísaiagnir, skrifstofustörf, fatahreinsun og pressun. Deildunum var skipt niður I sjö til átta manna hópa og tvisvar i viku var hver hópur í hóp- sátlækningum, group psyehotherapy, sem læknarnir, sálfræðingarnir, ármennirnir og sjúkraliðarnir veittu forystu. Lítill árangur reyndist af öllu þessu starfi. Skárst reyndist að venja þá á annað miður skaðlegt efni, methadon, einnig nefnt dolophin, skylt ópíum- efnum, en framleitt með efnafræðilegum aðferðum. iMeð því að venja þá á efni þetta gátu þeir hætt af- brotaferlinum, stundað nám og störf og jafnvel lifað sæmilega í hjónabandi. Þótti þannig betri hálfur skaði en allur. Annað efni reyndist einnig sæmilega, þó ekki ei-ns vel og hitt, cyclazocine. I>etta hefur þann kost, að því fylgir ekki ávanahætta. Við skoð- anakannanir, sem við gerðum á sjúkradeildunum, sýndi það sig að níutíu af hundraði höfðu byrjað fyrst að reykja hass, en hinir byrjuðu oft með áfengi. f seiimi tíð er vorið að prófa haMoT, koLsýrulækning ar og önnur efni. Allt er það á byrjunar- og tilrauna- stigi. Talið er nú, að um tuttugu og fjórar milljónir manna hafi notað marihuana í Bandaríkjunum. Notk- un þess hefur breiðzt út eins og eldur í sireu undan- farin fimm til tíu ár. Á sama tima hefur alvarlegum afbrotum, svo sem mannsmorðum, fjölgað mjög, sums staðar tvö til þrefaldazt. Mjög eru þó skiptar skoðanir um skaðsemi þess. Telja margir það lítlu verra en áfengi eða tóbak, og beri þvl að láta það afskiptaiaust og jafnvel að afnema bannið sem á því er. Virðist það einkennilegur hugsanaháttur að láta afskiptalítið, að þriðju plágunni sé nú bætt ofan á tvær verstu plágurnar, sem fyrir eru. Bent er á, að tvö hundruð milljónir manna í Austurlöndum hafi notað þetta í þúsundir ára. Hlýddi ég á Ind- verja einn er hélt því fram, að hass væri lítlu skað- legra en te. Vel hraustir menn þola sæmilega tóbak, áfengi, hass og berklasýkla, en hinir, sem veikiaðir eru, þola það síður og eykur þetta veiklun þeirra. Ekki er vitað hversu rikan þátt hassneyzla á í fá- tækt, sinnuleysi og sijóleika Indverja og Egypta. Þykir mér ekki ósennilegt að það valdi verulegu þar um. Sjúklingar okkar sögðu okkur, að þeir notuðu það til þess að auka sér kjark áður en þeir lögðu til atlögu við ribbaldaflokka eða fóru í ránsferðir. Stúlk- unum fannst vændislífið þolanlegra, ef þær reyktu hass, drukku eða sprautuðu í sig heróíni. Á Indlandi nota slátraramir það við störf sin, en þar er það einnig notað við ýmsar helgiathafnir, ekki siður en önnur ávanaefni. All erfitt er að þekkja einkenni, sem bent geta á hassneyzlu. Hjá unglingum ber stundum talsvert á bjálfalegum hlátri, en þar eð litið er ungs manns gaman getur verið erfitt að greina þar á milli. Oft verða þeir nokkuð rauðeygðir og eru lengi að jafna sig eftir sterka birtu. Nota þeir því oftar sólgleiaugu en aðrir. Þeir verða kærulausir um nám og störf sín, og ef amast er við þeim, verða þeir rifrildisgjarnir og ósvífnir. i>ar sem einnig þessi einkenni sjást á gelgjuskeiðinu eru þau ekki einhlít heldur. Ef þrjú eða fleiri þessara einkenna gera vart við sig, væri rétt að gá nánar að, hvort ekki væri um hassneyzlu að ræða. Lyktin af hassreyknum er beizk og römm og sérkennileg. Oft veldur hassið röskun á tímaskynjun og getur það verið mjög hættulegt þess vegna við akstur bifreiða. Svefnlyfja- og amfetamínát er talið allt að því jafn skaðlegt og hættulegt og heróínnotkun. Ofsókn- arþráhyggja er mjög algeng hjá amfetaminætum og eykur það vafalaust glæpahneigð þeirra, einkum til þeirra afbrota, sem virðast vera framin algerlega að ástæðulausu og alveg út í hött, svo engin skynsam- leg skýring fæst á þeim. VIÐBRIGÐI, VARNIR OG ANDSPYRNA Þjóðir og einstaklingar hafa bi ugðizt til varnar og andspyrnu og notað önnur viðbrögð gegn mengunar- efnum þessum á margvíslegan hátt. Árangurinn hef- ur verið mjög misjafn. Eðlilegt er, að borgarar og almenningur láti þessi mál mest til sín taka, þar eð meinið mæðir mest á þeim. Viðbrögðin gefast bezt þegar sterkur einhugur eða meirihluti ræður. Allar aðgerðir verða hins vegar áhrifalitlar ef almennur hugsanaháttur leggst á sveif með mengunaröflum og útilegumannadýrkun. Verst er, þegar sjálft lög- gjafarvaidið er mútuþægt og haldið magnlausum tvískinnungi. Islendingar áttu því mikla láni að fagna að njóta áfengisbanns lengur en allar aðrar þjóðir. Var þvi líka betur framfylgt hér að hálfu varða laganna en víðaist hvar annars staðar. Löghlýðni Islendinga hef- ur aldrei, fyrr eða síðar, náð þeirri reisn, er því há- marki var náð. Öll afbrot hurfu á gjörvöllu landinu. Fékkst því enginn fangi til að gista Steininn. Fanga- verðirnir leigðu því staðinn út sem íbúðarhúsnæði. Fór þannig íram þau tvö ár, 1915 —1916, sem bannið stóð algerlega öskert. 1 rauninni stóð það frá 1915— 1922, en 1917 var veitt undanþága, svonefnt lækna- brennivín. Brá strax við til hins verra og fengust von bráðar lögbrjötar til fangelsisvistar. Þegar Spán- arvínin voru leyfð 1922 jókst afbrotatíðnin nokkuð, og loks 1933, þegar bannið var að mestu afnumið, fór verulega að bera aftur á afbrotum. Nokkrar höml- ur hafa, sem betur fer, fengið að vera áfram og er til dæmis sterkt öl enn bannað, ríkissalan takmarkar út- sölustaðina, knæpur og áfengiisauglýsingar eru ekki leyfðar og það, sem mestu máli skiptir, unglingum er forðað frá því eftir megni. Tel ég alveg ugglaust, að mikið hald sé í þessum hömlum og beri að styrkja þær enn meir. Loks eru svo blessaðir skattarnir, sem gei-a brennivínið svo dýrt. Hafa þeir átt drjúgan þátt í að halda víndrykkju íslendinga í skefjum. Árið 1963 drukkum við aðeins tæpa tvo lítra af hreinu alkóhöli á hvert mannsbai-n, og var það minnsta vín- flóð, sem skall á nokkru vestrænu landi þá. Hér stðnðum vðr I örofa þakkarskuld við hugrakka bar- áttju bindindismanna okkar með föður minn heitmn, Pétur Sigurðsson, með þeim fremstu í flokki. Bless- uð sé minning þeirra sem látnir eru og endurminm- iingarnar um þá sem lifa. Hafa þeir sparað þjóðinm mörg mannsiif og annað ómetanlegt verðmæti. Þeim er og sennilega hvað mest að þakka, að Islendingar eru í dag taidir löghlýðnastir alira þjóða. Hefur siðan 1963 sigið nokkuð en þó hægt á ógæfuhliðina og er áfengisneyzlan nú komin nokkuð á þriðja litra á hvert mannsbarn á ári, enda mun glæpum hafa fjölgað að sama skapi. Bannið gafst líka vel I Danmörku; samfara vaxandi velmegun þar I landi, fyrir og um bannárið 1917. Minnkaði áfengisneyzla þeirra svo ört, að hún varð ekki nema tæpur fjórðungur þess sem hún var 1910. Fækkaði þá morðum um helming, sjálfsmorð urðu mun fátíðari og fátækt af völdum áfengissýkl rénaði. Bæði þar í landi og hér hefur bannið haft þær varan- legu afleiðingar, að áfengisnotkunin náði sér aldrei eins á strik upp frá því. 1 Ameriku voru mjög skipt- ar skoðanir um bannið og mætti það megnrl and- stöðu og var unnið markvisst að þvi að eyðíleggja áhrif þess, jafnvel af hálfu lögreglu og stjórnmála- manna, auk almenningsálitsins, sem mun hafa ráðið mestu um úrslitin. Var því árangurinn þar mj&g lélegur og hafa þeir ekki borið þess bætur síðan. Fróðlegt væri að skýra frá mjög áhrifarikum vlB- brögðum Kínverja gegn ópíum og Japana gegn am- fetamíni, en til þess gefst ekki timi að sinni. Læknisaðgerðir eru mjög gagnlegar. Bjarga má allt að helming krabbameinssjúklinga með skurðað- gerðum, ef tii þeirra næst í tæka tíð, þótt töbakið hafi herjað á þá áður. Ef vel tekst má bjarga meira en helmingi áfengissjúklinga með kekningaaðferðum og tíu af hundraði heróinsjúklinga. Um hasssjúklinga er eklci vitað, en sennilega mun vera hægt að lækna talsvert marga þeirra. Verst er að allar slíkar að- gerðir hamla ekki að neinu ráði gegn mengunarflöð- inu. Yfirleitt eru læknisaðgerðir einar saman ófuil- nægjandi gegn hvers kynis faröldrum. Þarf þá að gripa til víðtækari aðgerða til að ráða Tiiðurlögum faraldranna eða að halda þeiim i hæfilegum skef jum. Gefast þá betur ýmsar heilsuvemdar- og lögvemdar- aðferðir, og þurfa þær venjulega að fara saman, því að með lögum skal land byggja en ólögum eyða, og sannast það óvíða betur en í baráttunni við siíka far- aldra. Verður seint of mikil áherzla lögð á þessi atriði. Þarf þar sifellt að vera á varðbergi og gefa þeim góð- an gaum með skýrslusöfnun og þess háttar. Aldrei má hætta að undirstrika þetta, því kynslóðimar koiua og kynslóðimar fara. Reynsia gömlu kynslóðanna er hin bezta kjölfesta og má ekki leyfa nýju kjmslóð- unum að gleyma þeirri verðmætu arfieifð þeirra. Gott er að minna í sífellu á það, að betra er heilt en vel gróið. Verndaraðferðir eru þúsundfalt áhrifameiri en þær aðgerðir, sem miða að því að byrgja fyrst brunm- inn þegar barnið er dottið ofan í hann. Ber oft á þess konar bamalegum hugsunarhætti hjá þeim, sem yngri eru, eða innan við þrítugt, nema þeir hafi áðuir lært eitthvað í þessum efnum frá fyrri kynslöðum. Efla ber þvi allt i senn heiisuvernd, lögvemd og læktt- ingaaðgerðir til þess að beztur árangur náist. Leggja verður einnig megináherzlu á verridun æskulýðs landsins. Það er mikil Guðs blessun að Is- lendingar eru svo frjálslyndir og raunhæfir að jafn- vel yngri unglingum er leyft að stunda vinnu við framleiðslustörfin. Oft er beinlínis tii þess ætiazt af þeim. Tel ég víst að fátt gefi þeim meiri metnaðar- kennd og veiti þeim meiri fullorðinsþroska, sam- timis því að forða þeim af giapstigum, en fuiigild og mannvænleg þátttaka í framleiðsiustörfunum til lands og sjávar . . . Tómstundaiðja við listir, íþróttir, útiiegur, veiðar og annað þess háttar er einnig heþpd- leg. Kemst hún þó ekki i hálfkvisti við gildi fram- leiðslustarfanna til vamar gegn neyzlu mengunar- efna. IÍI5IMII.DIR 1) Tómas Helgason; Epidmiology of Mental Disord- ers in Iceland. 1964. Munksgaard, Kpbenhavn. Bls. 151. 2) Esra Pétursson: Electromyographic Studies of Muscuiar Tension in Psychiatric Patients. Compreh- ensive Psychiatry, 3; 29, 1962. 3) LaVerne. 4) Esra Pétursson: Dánartíðindi og dánarorsakir islenzkra lækna, 1911—1958. Læknablaðið, 44; 117, 1960. 5) Esra Pétursson & Edward Preble: The Use of Cyclazocine in the Treatment of Heroin Addicts. Dise- ases of the Nervous System. 31, 552, 1970. o) Strassman, G.; Baden, M.; Helpern, M.; und Sturner, W.; Hypoxamische Gehimschaden, *bei Schlafmittelvergiítung, Erhángungsversuch und nách Herzstillstand in der Narkose. Beitrag Gericthlicher Medizin. XXVI, 1969. 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. marz 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.