Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 26.03.1972, Blaðsíða 10
Fjörar eiginkonur Hemingways SÍÐARI HLUTI Anna María I»órisd. tók saman Hemingway skálar við Mörthu Gellhorn, þriðju eiginkonu sína, sem einnigr var rithöftmdur. Meðan allt lék i lyndi: Hemingway dansar við Mörthu Gellhorn í Sun VaUey 1941. Pauline tók þátt í fyrstu Afríkuíerð manns síns. Þau lögðu af stað í nóvember 1933. Þau slógu upp tjaldbúðum við Serenafljótið og nutu þess að horfa á hópa villidýra fara hjá. Nóg var um veiðibráð, og innan skamms höfðu þau veitt nokkrar gasellur, antilópur, impalahafra og hlébarða. Fyrsta hálfa mánuðinn komust þau á slóð fjörutíu og átta ljóna og drápu f jögur þeirra. Á leiðinni heim til Banda- ríkjanna með sænska skipinu „Gripsholm" hitti Hemingway Marlene Dietrich í fyrsta sinn. Marlene gekk í borðsalinn og allir karlmennirnir stóðu upp og buðu henni sæti sitt. Hún kvaðst ekki viája vera sú 13. við borðið, en þá stóð Ernest riddaralega upp frá næsta borði og bauðst til að verða sá 14. Með þeim tókst hinn bezti kunningsskapur, og kallaði Ernest hana oftast „Der Kraut" eða Þýzkarann. 1936 hófst borgarastyrjö-Jdin á Spáni. Hemingway var ekki í rónni fyrr en hann komst til Spánar til að fylgjast með og berjast við hlið þjóðar-innar, sem hann unni fyrir freisi hennar. Hann gerðist stríðs- fréttaritari Norður-amerísku blaðasamsteypunnar og var fal ið að annast töku fréttakvik- myndar um styrjöldina. Hann var aðeins þrjá mánuði á Spáni í þessari fyrstu ferð, en alls fór hann þangað fjórar ferðir á meðan á styrjöldinni stóð. Hann kom svo fljótt aftur til Bandarikjanna í því skyni að safna fé fyrir spánska lýðveld- isherinn. Það var þetta sumar, sumar- ið 1937, sem Martha Gelhom kom inn í líf hans. Þau hitt- ust í Key West á „Sloopy Joe's Bar". Þar sat Ernest eins og svö oft áður, þegar þessi háa, Ijóshærða fegurðardís gekk þangað inn, en hún var á skemmtiferð í Florida ásamt móður sinni og bróður. Martha hafði skrifað og fengið gefna út eina skáldsögu „What Mad Pursuit" og smásagnasafn hennar „The Trouble I've Seen" var nýkomið út. Sjálf var hún nykomin frá Þýzka- landi og var mjög bitur vegna uppgangs nasista þar. Martha og Ernest tóku strax tal sam- an eins og gamlir kunningjar og Ernest tók vel málaleitan hennar um að eiga við hann viðtal fyrir „Oollier's". Nú var röðin komin að Pauline að standa í sömu spoi*- um og Hadley áður. Nú varð hún að taka á móti ungri Ijós- hærðri vinkonu inn á heimilið og fá frá henni vingjarnleg bréf. Martha var vinkona frú Roosevelt og fékk því til leið- ar komið að forsetahjónin báðu um að fá að sjá stríðs- kvikmynd Hemingways „The Spanish Earth" í Hvíta húsinu. Ernest var boðið tii miðdegis- verðar þangað og Möpthu einn- ig. Á leiðinni þangað fékk hún sér brauðsamloku, því að hún sagði, að maturinn þar væri óætur. Ernest leizt mjög vel á fru Roosevelt, en síður á for- setann. Forsetahjónin urðu mjög hrærð yfir myndinni, og eflaust hefur þetta orðið mikil auglýsing fyrdr hana, en hún var síðar sýnd um Bandaríkin til þess að safna í hjáiparsjóð fyrir spánska lýðveldisherinn, og tókst Ernest að safna 40.000 dollurum þetta sumar. 1 annarri Spánarferð sinni hitti Ernest Mörthu fljótlega í Madrid, en hún var þar striðs- fnettaritari fyrir Collier's. Þau drógust saman eins og segull og stál í sameiginlegum áhuga sinum á því að berjast við grimmd og yfirgang og uppörvuðu hvort annað í starfi. Þau bjuggu á Hótel Florida, þar sem allir striðs- fréttaritararnir héldu til, og herbergi Ernests var einn af fáum stöðum, þar sem kunnug- ir og ókunnugir gátu fengið drykk og snarl og stundum meira að segja máltíð. Þau hvildu eyrun öðru hverju frá ritvélapikkinu með því að hlusta á hljómlist af handsnún um ferðagrammófóni. Siðla í séþtember fóru þau Martha og Ernest ásamt Her- bert Matthews frá New York Times í ævintýralega ferð uin norðurfjöll Spánar til að kanna þessar „töþuðu" víg- stöðvar, og voru fyrstu blaða- mennirnir, sem fengu að ferð- ast þar um. Þau keyptu ábreið ur og svefnpoka og fluttu með sér þann mat, er þau gátu. Bæki.stöð þeirra var í vöru- Mikill þorsti og drykkjarföngin alltaf meðferðis: Martha Gell- horn horfir á Hemingway drekka. bil og á nóttunni sváfu þau á bílpallinum, en billinn stóð þá oft í yfirbyggðum húsagörðum bændabý'Ianna innan um hænsni, kýr, kindur og asna og á morgnana vöknuðu þau við gagg, baul, jarm og hrin- ur. Stundum ferðuðust þau hærra upp í fjöllin á hestbaki. Þau gistu þá í tjaldi og mat- reiddu handa sér sjálf, en keyþtu af bændunum það brauð og vín, sem þeir gátu af hendi látið. Snjór hafði faíl- ið á fjöllin og oft var kalt í tjaldinu. Árum saman dáðist Ernest að hugprýði og kjarki Mörthu á þessum ferðum. Af bréfum Ernests fór Pauline nú að gruna, að hjóna- band þeirra væri í hættu. Hún ákvað að fara til Parisar og dveljast þar yfir jólin með Ernest. Sagan segir, að hún hafi verið búin að safna hári, minnug hins axlasíða, fagra hárs Mörthu. Ferðin var erfið í desemberveðrunum, en Pau- line kom tii Parísar full vilja- styrks og ákveðin í að bjarga hjónabandinu. En Ernest var önnum kafinn við að sinna sin- um máluim á Spáni og náði að- eins á síðustu stundu til Parísar til að halda upp á jól- in með Pauline. Þar dvöldust þau svo í nokkra daga, skoð- uðu sig um og fóru í heimsókn ir, en sigldu síðan til N«w Yorfc og fóru þaðan ttt Key West En Emest var með allan hugann á Spáni og fannst hann eiga þar miklu verki ólokið. Og er honum bárust morgun einn alvarlegar frétt- ir um stríðsástandið þar, héldu honum engin bðnd. PauUne var mjög alvarleg og þögul, en spurði loks, hvað hún's gæti gert til hjáipar. „Búðu niður bæði sumar- og vetrarfötin mín, vesalings gamla mamrna," var svar Ernests. Tveim tímum seinna var hann lagður af stað. Á Spáni hitti hann Mörthu aftur. Nokkrum mánuðum seinna flugu þau saman til Parisar, þar sem þau skemmtu sér i noltikra daga, áður en haldið skyldi til Bandaríkj- anna og horfzt í augu við raun- veruleika hins borgaralega lífs. Á leiðinni yfir hafið var mikið drukkið, en Ernest varð þvi daprari, sem leiðin stytt- ist rneira. Hann dvaldist heima i júní og júlí og vann kappsamlega að rit- störfum og Pauline var himinlifandi yfir að hafa hann aftur heiima og um tima virt- ist allt ætía að falla í ljúfa löð á miffi þeirra. Seinna um sumarið var hann þó enn lagð- ur af stað til Spánar. Loks var hann ákveðinn í að skilja við Pauline. Hún tók þessu stillilega og skriíaði tengdaimóður sinni Mýlegt bréf, þar sem hún talar um, að þessi frétt Wjóti að vera áfall fyrir hana eins og föreldra Pauline sjáilfrar. Hún sagði, að eins og allt væri í pottinn bú- ið, væri þetta bezt og sér þætti vænt um, að því væri lokið. „Hjarta annarra er dimmur skógur," skrifaði hún. Ernest sigldi til Havana á „Pilar" og byrjaði að skrifa „Hverjum klukkan glymiur". Hann hóf skriftir í birtingu og skr-ifaði fram á miðjan dag, ef þess var kostur. Fljótlega kom Martiha til Havana og þau Ernest völdu sér landssvæði í hæðunum 6 mílur austan við borgina. Þarna hafði eitt sinn staðið forn varðturn eða vigia. Þeim fannst eitthvað höfðinglegt við staðinn og útsýnið var stór- kostlegt. Þarna keyptu þau 19 ekrur lands og héldu gamla nafninu Finca La Vigia. Nú var hafizt handa að byggja upp og endurbæta staðinn. Húsið var stórt, margra hæða, og líktist einna helzt rétt- hyrndum turni. Ernest var nú kominn í góð efni, og þau höfðu fjölda þjónústufólks. Hópur stúlkna sá um að skrúbba steingólíin og halda þeim skínandi hreinum, og margir garðyrkjumenn sáu um að hirða stóra garðinn, þar sem voru fjölmargar trjátegund- ir og mikiiU fjöldi paradisar- fugla, þrátt fyrir það, að i húsinu voru 18 kettÍT. Þau komu sér upp tennisvelli, sundlaug og nnefaleikahring fyrir húsbóndann. Skammt frá lá snekkjan Pilar við festar. Lífið var kátt og frjáilslegt á Finca Vigia. Leicester Hem- ingway lýsir heimsókn sinni til bróður síns og hinnar fögrú þriðju mágfconu sinnar. Karl- mennirnir léku tennis, þangað til svitinn bogaði af þeim, en kæi'du sig því næst í sundlaug- inni og við drykkju. Marttia tók þátt i sundinu og drykkjunni. Þegar hún kom upp úr vatn- inu og teygði sig eftir drykkn- um, glotti Ernest og sagði: „Þetta er hafmeyjan min. Hvi- likkona!" Næsta vetur fór Martha til Finnlands sem fréttaritari CoMer's í finnsk-rússneska stríðinu. Hemingway vann áifram að „HverjuTn klukkan glymur" og lauk bókinni á 15 mánuðum. Um likt leyti og bðkmni var 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 26. márz 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.