Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1972, Blaðsíða 1

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1972, Blaðsíða 1
Itilli y 1 glglgM v\ Að fara austiir að Kyrrahafi með Síberíiilestinni tekur á þolinmæðina. Hér er Iestin kyrr við brantarpall í Síberín. Muninui'inn var fullur af sóti og andlitið svo skit- ugt, að ég líktist frekar svertingja en Norðmanni, þegar lestin ranin inn á stöðina i Síberiuborginni Barabinsk tvær mínútur yfir átta að morgni 8. febrú- ar. Næsta hálftimann á undan hafði ég hjálpað lest- arfreyjuuni ,,Donu“ að mylja kol, svo að hún gæti hit- að vagninin upp. úti fyrir var 30 40 gráðu frost, og Dona var ekki öfundsverð af starfi sinu. Hún vann baki brotnu frá morgni til siðla kvölds. Starf hennar var í því fóligið að mylja kol, brjóta ísklumpa af lestinni, sjá um að notalega færi um aila farþeg- ana, hita te, skipta um lök og þar fram eftir götun- um og svo ótal margt annað. t hverjum vagni voru tveir „provodnikar". Þeir skiptust á aö vera á verði, tólf tíma hvor. Hvað var þá eðlilegra en að rétta fram hjáliparhönd? Ferð með Síberíuhraðlestinni er í sannleika sagt óvenjuleg ferð. Þessi vikuianga ferð frá Moskvu til Vladivostok, 9297 kílómetra löng, hefur ekki upp á mikla náttúrutiiibreytni að bjóða, en samt sem áður er ekki svo auðvelt að gleyma henni. Margir telja það fásinnu að fara í slíka ferð af frjálsum vilja, þar eð hún liggur um ein óblíðusitu lönd jarðarinnar. En það þarf ekki að vera nein fásinina, ef maður er gæddur dálítilli þolinmæði og brautryðjendahug. Mér fannst sjálfum að febrúar, kaldasti mánuður Síberíu, hlyti að vera heppilegasti tíminn til ferðarinnar, og ég valdi „hart“ farrými, ekki „mjúkt“. Þó að gott væri nú að stíga út úr vagninum eftir mörg þúsund kíló- metra ferð eftir titrandi teinum, þá gekk maður samt sem áður þess ekki dulinn, að ferðin hafði verið full af minnisstæðum viðburðum, sem ég vildi ekki hafa farið á mis við. — Þeir hófust strax, meðan lestin beið við stöðvai'- stéttina í Moskvu. Hraðlestin, tólf vagnar, lei't í raun og veru út eins og allar aðrar lestir. Á stöðvarpallin- um var óvenju mikið af heiimönnum og flestir voru að kveðja og faðma að sér kærustur og fjölskyldur. Sumir þerruðu tár af augum, aðrir hröðuðu sér upp i vagnana með ferðatöskur og vaðsekki. Þeir voru að leggja upp í ferð, sem í rauninni lauk hiinum meg- in á hnettinum. Og í þokkabót með sömu lestinni. Leiðsögumaður fylgdi mér fast að klefanum, og eftir þaið var ég látinn eiga mig. Majór einn kinkaði meira að segja kolli til min, þegar ég gekk inn, með- an annar sat með samanbitnar varir og horfði hlý- lega til mín. Nú það voru þá þessir menn, sem ég átti að vei'a með dögum saman! Skapið var ekki í bezla lagi. Nokkrum mínútum áður en lestin átti að renna a-f stað, kom lafmóður Þjóðverji inn í klefann og það var þá engin tilviljun að við áttum að gista sama klefa. Við komumst brátt að raun um, að við vorum einu útfendingarnir með þessari lest, og við urðum glaðir yfir að hafa verið settir í sarna klefa. Eiríkur frá Hamborg hvíslaði því að mér úti á ganginum, að majórinn væri áreiðanlega settur í sama klefa og við til þess að líta eftir okkur, og allt frá byrjun ól hann á andúð simni gegn majórnum, sem hafði engan veginn þægileg áhrif á okkur. Jafnskjótt og lestin rann af stað frá járnbrauitarstöðinni í Moskvu, ruddi majórinn litla borðið í klefanum, dró Framhiild á bls. 14.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.