Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1972, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1972, Blaðsíða 11
v=......... ............................ -=H AÐ HUGSA HEIM Ée er ein a( bessuni vesalinfruni. sem liyr.iuðu I BA-deild- inni, — en höfnuðu í hjónabandi. Mig- dreymdi um að lesa tungumál og bókmenntir og ferðast um heiminn. En svo gifti ég mig „bara“, — og sannleikurinn er sá, að stundum hugsa ég til þess með skelfingu, að ef ég hefði gengið hina fyrirhuguðu draumabraut, væri ég kannski enn þann dag í dag gáfuð piparmey á flakki um veröldina. Ég veit, að ég hefði kannski getað komið dætrum mínum á barnaheimili og haldið áfram að læra eða farið út að vinna. En ég kaus heldur að vera heima og vera frjáls. Mér fyndist nefnilegra alveg hræðilega bindandi að vinna úti — að vera komin þetta eða hitt á vissum tímum hvern einasta virkan dag allan ársins hring. Ég hef því unnið heima alla tíð síðan ég gifti mig, og ég held, að mín börn hafi ekki beðið neinn skaða, þó að þau séu ekki menntuð á barnaheimilum að þeim ails ólöstuðum. Einnig efast ég um, að ég hefði gert þjóðfélaginu meira gagn, þó að ég hefði t.d. hamrað á ritvél eða pikkað á reiknivél fyrir eitt- hvert fyrirtækið. Margar konur eru neyddar til að vinna úti til að fjöl- skyldan geti lifað í eilífðardýrtíðinni. Aðrar vilja auka tekj- urnar til þess að geta veitt sér meira. Svo eru einstöku sér- vitringar eins og ég, sem heldur vilja vera heima, þó að það verði til þess, að við verðum að neita okkur um ýmis veraldargæði. Og kannski erum við einna sjálfstæðustu kon- urnar, við, sem þormn að spyrna fæti við aldarandanum eða tökmn ekki þátt í dansinum um gullkálfinn! Hér er með vilja ekki minnzt á þann stóra hóp sjálf- stæðra, dugmikilla og vehnenntaðra kvenna, sem vinna úti. Þær hafa hingað til getað talað fyrir sig sjálfar. Aftur á inóti þykist ég tala lir hópi þeirra kvenna, sem vilja vera heima og hafa lítið látið til sín heyra. bar seni manni hefur stundum heyrzt svona út undan sér, að við heimakonurnar séum svo daufar og fylgjumst ekki með og vitum ekkert í okkar haus, langar mig til þess að segja frá því, sem þrjár vinkonur mínar sögðu við mig hver í sínu lagi án þess að vita hver af annarri. Þetta var reyndar alveg sama setningin og hljóðar á þessa leið: „Það er helzt við uppþvottinn, sem mér dettur eitthvað í hug í sambandi við starfið.“ Þessar konur vinna allar úti, tvær eru kennarar, ein skrifstofustjóri og skáldkona m.m. Það virðist því vera ágætt að liugsa heiina, þegar öllu er á botn- inn hvolft. Sjálf segi ég fyrir mig, að það er helzt við strau- borðið, seni andinn kemur yfir mig. Anna María Þórisdóttir. Vísindi og einræði Fyrir tveimur árum kom út mikið rit um rússneska líffræð- inginn Lysenko, en fram að þessum tíma hefir verið erfitt að fá nákvæmar upplýsingar um starf hans, upphefð og fall. Höfundur bókar þessarar er rússneskur vísindamaður Medvedev að nafni, og er bók- in niðurstaða af margra ára baráttu hans gegn Lysenko- stefnunni, og öllum hans ógeð- felldu fullyrðingum. Allt frá námsárum sínum var Medvedev í hópi andstæðinga Lysenkos, og um það 30 ára skeið, sem Lysenko réð lögum og lofum í erfða- og landbún- aðarvisindum Sovétrikjanna safnaði Medvedev heimildum um það sem gerðist á þessu sviði. Þar var að finna útdrætti úr fundargerðum, blaða- og timaritagreinar, flugrit með árásum á andstæðinga Lysen- kos, ummæli og dóma um hann sjálfan. Hverju sinni, sem eitt- hvað benti í þá átt, að hallaði undan einræðisvaldi Lysenkos, var reynt að sannfæra vald- hafana um haldleysi vísinda hans. Þá notaði Medvedev s£ifn sitt og dreifði fjölrituðum yfirlitsgreinum meðal vísinda- manna. En Lysenko stóðst all- ar slíkar árásir, og réðst með endumýjuðu offorsi á andmæl- endur sína að hverri hríð lok- inni. Frá sjónarmiði sálarfræðinn- ar er Lysenko áreiðanlega merkilegt sjúkdómsfyrirbæri. Hann er einæðingur (mono- man), samvizkulaus lýðskrum- ari, sem neytir allra bragða til að verja „kenningu" sina og ekki hvað sízt stöðu sína og vald. Það er erfitt að segja nokkuð um, að hve mikiu leyti hann hefir verið sannfærð ur um óskeikulleika kenningar sinnar. En einmitt vegna þeirra andstyggilegu ráða, sem hann neytti til að berja niður and- stæðinga sína, væri næst- um hægt að hugsa sér, að hann hafi að minnsta kosti grunað, að hann berðist fyrir röngum málstað. Hann var snillingur í að smjaðra fyrir valdhöfunum og vinna hylli þeirra, og hann notaði óspart hina voldugu verndarmenn sína, Stalin og síð ar Krúséff, til að ofsækja þá, er mótmæltu honum. Eitt fyrsta fórnarlambið var hinn kunni erfðafræðingur og búvisinda- maður Vaviiov prófessor. Hann hafði meðal annars unn- ið þrekvirki við að gera ljós- an uppruna helztu nytja- plantnanna, og hann var for- stöðumaður fremstu landbúnað arvísindastofnunar Sovét- rikjanna. Þegar 1939, tókst Lysenko að rægja hann svo, að hann var handtekinn og ákærður fyrir að vera njósnari i þjónustu Englendinga. Hann var dæmdur til dauða, og þótt dauðadómnum væri ekki fulil- nægt, lézt hann eftir þriggja Framhald á bls. 13. Sagan af Lysenko hinum rússneska Steindór Steindórsson frá Hlöðum þýddi NOKKRU eftir 1930 hófst sovézkur vísindamaður Lysenko að nafni handa um að kollvarpa grundvelli þeirrar erfða- fræði, sem Austurríkismaðurinn Mendel, Ameríkumaður- inn Morgan o.fl. höfðu grundvallað, og var einn mikil- vægasti þáttur í sjálfri líffræðinni. Einn meginþáttur kenninga Lysenkos var hin gamla skoðun Lamarcks að áunnir eiginleikar einstaklinga gengju í erfðir. Ut frá þeim forsendmn hugðist Lysenko kynbæta nytjaplöntur og reka ný erfða- og landbúnaðarvísindi. Valdhafar Sovétríkjanna samþykktu skoðanir Lysenkos, og honum var fengið ein- ræðisvald á þessu sviði að kalla mátti. Um nær 30 ára skeið voru kenningar Lysenkos alls ráðandi, en eftir fall Krúsjeffs var liann sviptur völdum sínum og tekinn var upp aftur hinn vestræni þráður erfðafræðinnar. Grein sú, er hér fer á eftir er tekin úr norska tímaritinu Naturen og er eftir prófessor Anatol Heintz. Hún er örlítið stytt í þýðingunni. 10. september 1972 LESBÓK MO..GUNBLAÐSINS 11

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.