Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1972, Blaðsíða 4

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1972, Blaðsíða 4
 I I Einar Lyngar MEÐ SÍBERÍU- LESTINNI Issala í 30 stiga frosti. Framhald af forsíðu Aigengnr stíll á gömlum timburhúsum í Síberíu. T „Pravda" samanbrotið upp úr vasanum og breiddi það út. — Upp úr ferðatöskunni sinni tók hann kynlega samsettan mat. Brátt var œðsta málgagn kommúnistaflokksins að mestu hulið gljáandi sild, sem lykt- aði illa. Við bættist væn hrúga af fleski, þá gráleitur ostur, brytjaður niður í eins konar teninga. Það var greinilegt af svip Eiriks, að sams konar hug leiðingar sóttu á hann sem mig. Sá þögli hélt áfram að vera þögull, og brosti örlitið öðru hvoru út í munnvikið. Upp úr vasanum á einkenn- isbúningnum dró hann brauð, sem hann reif í sundur með höndunum, og nú fór majórinn að eta sína fyrstu máltíð og matarlystin var í bezta lagi. En majórinn þurfti líka að fá eitthvað til að drekka, og hvað stóð nær en vodka, þejrar ver- ið var að leggja upp í langa ferð. Hann helltí fullt glas og rétti mér. Ég dreyptí á og þakkaði. Njet (nei), drekktu það allt, bauð majórinn, en ég afsakaði mig með þvi, að ég gæti ekki drukkið það í einum teyg og hann virtist nassta móðgaður. Eirikur, sem var sannur Þjðð- verji, tæmdí glasið í einum teyg og fékk mikla hóstskviðu á eftir. Það vakti hressilegan hlátur hjá þögla mannin- um. Þungí andrúmsloftsíns, sem rikt hafði i klefanum, hvarf eins og dögg fyrir sól, og það sem ég óttaðist nú mest, eftir að bros majórsins breikkaði stöðugt, var, að hann mundi fara að bjóða okkur að borða með sér. Tii allrar ölukku hafði ég ekki tekið nesti með mér, og þar eð mér skildist áð majór- ínn mundi verða alvarlega móðgaður við mig, ef ég vildi ekki bragða á uppáhaldsmatn- um hans, varð ég að „slá til“, þó að maginn mótmælti þvi fastlega. Ég byrjaði á brauði, greip pínulítinn ostbita og jórtraði og lét sem mér smakk- aðist þetta vel. Eirikur, sem farinn var að finna til áhrif- anna af vodkanu, var fús til að fá sér bita og kymgdi honum niður með því að fá sér auka- sopa af vodka, þó að hann drægi sizt dul á það, að sér þætti öl betra. Hann tók upp úr tösku sinni nokkrar öLflösk- ur, og svo virtist sem majór- inn væri ekki sérlega hrifinn af því. Mér var ekki gefið um svona lagað svall snemma dags og gætti skynseminnar. Mér heppnaðist, án þess eftir því væri tekið, að losa mig við ost- bita, flesk og síld niður um rauf við endann á sængurdýn- unni. Majórinn brosti og kink aði kolli i hvert sinn sem ég rétti fram höndina til að ná mér í eitthvað af góðgætinu hans. Eiríkur laut höfði og sporðrenndi brosandi einni sild inni af annarri. Andúð hans á majómum virtist vera að hjaðna. Eiríkur ætlaði að heimsækja systur sína í Tokio og í stað- inn fyrir að fljúga, eins og flestir gera, hafði þvi skotið upp í kollinum á honum að fara með lest I gegnum þvera Siberíu, allt til hafnarborgar- innar Nahodka við Kyrrahaf. Félagar hans höfðu ráðið hon- um frá þessari ferð og talið það gansra brjálæði næst. En hann hafði engu skeytt aðvör- unum þeirra. Þegar ég leit til Eiríks. þar sem hann sat með flesk og síld í annarri hendinni og ölglasið i hinni, var ekki um að efast, að ferðin yrði honum ánægju- leg. Hann ranglaði eftir vögn- unum í stefnu á veitingavagn- inn til þess að kaupa rúss- neska pi'Lsu (piva). Þegar við komum til Yaro- slav fyrir norðan Moskvu eft- ir nokkurra tíma ferð, var Eiríkur óðara kominn út á stöðvarpallinn til að verzla við konurnar, sem seldu þar vörur sínar. Hann kom sigri hrósandi til baka með poka fullan af hráum eggjum, hann tæmdi þegar eitt á stundinni. Eftir þetta færðist nokkur ró yfir hann. Fljótt flaug fiskisagan um það, að með lestinni væru tveir útlendingar, og stöðugt kom fólk inn í klefann til að reyna að spjalla við okkur. Tungumálaörðugleikarnir virt- ust ekki óyfirstíganlegir, og við lærðum smátt og smátt töluvert af rússneskum orðum og orðatiltækjum. Margir stungu pappírssnifsi með ut anáskrift sinni I hönd okkar, og vonuðu að fá kort frá okk- ur. Sterklegur, ungur piltur frá Tumen i Siberiu gerði mér það skiljanlegt, að hann þekkti vel nöfn eins og Dag Fornæss, Magne Thomassen, Maier, Wir- kola o.s.frv. Það seinasta, sem hann bað mig um var að senda sér grammófónplötu með vestr- ænni músik. Hann gekk fram og aftur um gangana í æfinga- búningi, og í hvert skipti sem hánn gekk fram hjá heilsaði hann hlýlega. Konan hans sat í öðrum vagni, en af einni eða annarri ástæðu virtist hann ekki vilja lofa mér að sjá hana — hún skyldi þó ekki hafa beðið hann að hætta að tala við mig. Þó að Rússinn sé mjög gestrisinn, má ekki gleyma þvi að margir eru hræddir við að tala við út- lendinga. Þeir gera ráð fyrir því að útlendingurinn sé und- ir eftirliti KGB, og þá er það sannarlega ekki hættulaust að hefja samræður við hann. Sem betur fer hafa flestir kjark til að varpa þess konar hugsun- um fra sér, og þvi rekst mað- ur oft á marga þægilega Rússa. Nokkrum klukkustundum eft ir að lestin hafði verið í Perm, gömlum, virðulegum bæ, þrýsti ég nefinu að klefarúðunni sem varð skxtugri og skítugri, með þvi að mig langaði að sjá fjöill- in í Ural, þar sem við áttum nú að vera, en alls staðar var sama flatneskjan. Það dugði ekki til, hversu fast sem ég þrýsti, ég varð bara svartari, engin fjöll voru sýnileg. Þeg- ar við um tiuieytið daginn eft- ir renndum inn á stöðina í Sverdlovsk, vorum við í Asiu. Við höfðum skipt um heims- álfu, án þess að verða varir við það. Sverdlovsk, næst stærsta boi'g Síberíu, með rúmlega eina milljón íbúa, bar gTeini- leg merki um mikinn iðnað, því að hún var sótug mjög og harla ömurleg. Járnbrautarstöðin var iíflaus og full drunga. Á stöðvarpallinum stóðu gamlar konur og seldu varning sinn. Eftir dvöl í fjórðung stundar, lagði lestin af stað eftir tein- unum, sem sýndust engan endi hafa. Nú lá leiðin lengra og lengra inn i Siberíu, um freð- mýrabreiðurnar sem settu svip sinn á landslagið. Nokkr- um sinnum hægði lestin á sér vegna vinnu við járnbrautar- teinana. Stundum var hún langt uppi í freðmýrunum og ávailt gat þar að líta stóra hópa verkamarma, sem klæddir voru i gula olíustakka. Þögulir stóðu hóparnir við brautarlín- una, með haka og skóflur I höndunum. Oft voru konurnar fleiri en karlmennirnlr. Andiit þeirra lýstu vonleysi og hryggð, er lestin fór framhjá. Flestir litu niður til að forðast snjó- fjúkið, en einstakir litu upp. Bros sást ekki á einu einasta andliti. En það voru lika tveir, sem unnu baki brotnu i vagninum, sem ég var x. Dona og Tanja strituðu án afláts og hlutu fyllstu samúð mína frá upp- hafi. Einkum Dona, kona um fertugt. Þegar hún var komin í vinnufötin, leit hún út fyxir að vera sextug, en þegar ég kom til hennar i litla Mef- ann, sem hún bjó í, ásamt Tönju, var hún hreinileg og heiliandi. Vinnan var vel borguð, en það dró þann dilk á eftir sér að hún varð að vera að heiman frá manninum og öðrum drengnum sínum tvær vikur i einu, en þá fékk hún leyfi jafnlangan tíma á eft ir. Febrúar var versti mánuð- urinn, því að þá safnaðist svo mikill is neðan á lestirnar. Skolvatnið og saleraisvatn- ið fraus á augabragði. Og því var Dona svo önnum kafin, þeg ar lestin nam staðar. >á hjakkaði hún klaka, unz hún varð blá af kulda, og á sum- um stöðvunum varð hún einn- ig að draga að og sjá um eitt og annað. Það gat verið vatn eða þá kol. Tvisvar á dag óku flutningavagnar upp á stöðvar- pallana og fast að lestinni, og þar sem kolanna var brýn og bráð þörf, var þeim mokað inn á gangana. Það var ekki til neins að reyna að færa sig milli vagna, meðan verið var að mylja kolin í göngunum. Kolin komu í stórum klumpum. Það var á einum slikum morgni, að ég hjálpaði Donu. Þegar ég ætlaði að sækja te, sem hún hafði hitað á stórum samóvar tók ég eftir þvi, aða 4 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. september 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.