Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1972, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1972, Blaðsíða 2
* Hvernig konist ég: á sporið? Atvik leiða til alls. Það, sem græti orðið heil bók án nokk- urra orðalengingra verður nú aðeins meðal vikubiaðsgrein. Ég taldi mig yfirlilaðna fjöl þættum verkefnum, en var svo áður en varði komin á bólakaf í bókmenntir um lífshlaup frammámanna í bókaútgáfu og útbreiðslu bóka, minningabæk- ur og hátíðarrit á stórafmælum, en engin sagnfræðileg ævisaga. Mun vart hafa þótt tími til kominn. tír áhugaverðum hópi vel ég að þessu sinni bókadýrk- andann: Dr. Max Tau, sem stundum er í vinahópi og einn ig á prenti nefndur: Maginó, töfra- eða galdramaðurinn. Að sjálfsögðu vænir enginn Max Tau um svartagaldur, hann fremur aðeins hvítagaidur. Hann þykir með eindæmum naskur að uppgötva dýrmæta hæfileika, sem einatt geta leynzt í umkomulitlum einstakl- ingi. Max Tau fer ekki eftir mannvirðingrum, efnahag eða pólitískri afstöðu þeirra, er hann tekur að sér að koma á framfæri. Það hefur jafnvel borið við að hann með „magi“ þ.e. göldrum sínum hafi séð listaneistann i þeim, sem ekki var farinn að sýna nein merki snilligáfu sinnar. Og þá var ekki að sökum að spyrja, nauðugur, viljugiir varð hinn óþekkti snillingur að koma fram í dagsljósið með afrek sitt, heimsljósið væri ef tU vill réttara orðalag, þegar Maginó á í hlut, þvi að honum nægir ekki að kynna höfund í einu landi, þær bækur, sem honum þykir mikils um vert vffl hann gera að heimsbókmenntum. Max Tau er þýzkur Gyðing- ur, fæddur 19. janúar 1897 í námabænum Beuthen í landa- mærahéraðinu Slésvik, sem á sér mikla sögu, er hér verður ekki timi til að rekja. Á upp- vaxtarárum Max og lengra aft ur I tímann tilheyrði Slésvik Þýzkalandi, Max ólst því upp sem Þjóðverji, og hvemig sem ófriðarbáran velti honum síðar, og hversu sárt, sem hann átti um að binda af völdum Þriðja ríkisins, og þó að hann yrði ríkisborgari lands, þar sem hann undi sér vel, hefur hann alltaf verið mikill föðurlands- vinur og viljað efla andans mátt Þjóðverja, þvi að með því móti hefur hann vænzt þess að landi þeirra hlotnaðist aftur sæti meðal mestu menningar- ríkja heims. — Max Tau fæddist löngu fýrir tímann ofursmár og 'líflit ill og bjó lengi að þvi, hve náumt honum var skammtað vegarnestið, er hann lagði út á lífsbrautina. Max Tau segir svo frá í fyrstu minningabók sinni, að hann hafi nýfæddur verið sett- ur í vindlakassa, sem stungið var inn í volgan bakaraofn til þess að fá yl í hann, að sjálfsögðu eftir undangengnar lifgunartilraunir. Faðir hans var efnaður vefn aðarvörukaupmaður, heimilis ástæður voru góðar og fjöl- skyldulífið ástríkt. Afi og amma Max áttu búgarð og ráku þar brauðgerðarhús. Hjá þeim þótti Max gott að vera, þar var sveitasæla, þó að stutt væri til kaupstaðar. Þar var afi hans driffjöðurin í æsku- lýðsstarfsemi, hann var vitur maður, góður og glöggskyggn. Það þótti ekki bregðast, að hann sæi, hvað í hverju bami bjó. Hjá honum og raunar öllu sinu fólki hlaut Max gott og heilnæmt vegamesti út í lífið. Vizka og velvild var þessu fólki í blóð borin. Það hélt trú feðra sinna i heiðri, en var skilningsrikt og umburðarlynt við þá sem aðra trú játuðu. Max þarfnaðist umhyggju og uppörvunar í bemsku, mikið misræmi var á milli andlegs og likamlegs þroska hans, snemma bar á að hann var góð- um gáfum gæddur og miklum lífsþorsta, en hann var líkam- lega vanheill, fékk krampaköst var skakkur i vexti framan af og málhaltur var hann öll sin bernskuár. Systkini hans tvö voru faHeg og þroskavænleg böm, sem allir dáðust að, ekki var látið á neinu bera heima, hvað hann snerti, aftur á móti voru ýmsir út í frá, sem aumk- uðu foreldra hans fyrir að eiga svo óefndlegt barn. Ekki hafði þetta áhrif á afstöðu hans til systkina sinna, þeim unni hann alla tíð innilega, en það kom stundum að honum, að fyrir- verða sig svo mikið fyrir sjálf- an sig, að hann fór í felur. Öll ástúðar- og uppörvunarorð ylj- uðu honum og glöddu hann og þau geymdi hann í traustu minni. Námuverkfræðingur, sem var nágranni Taufjölskyldunnar, átti litla dóttur, sem sendi Max stundum hýrlegt augnatiiiit og bros; þótti honum undurvænt um það. Einu sinni kom hún til hans óg sagði: „Mér þykir vænt um. . . “ í sama bili kallaði mamma hennar höstuglega á hana, litlu telpunni varð svo bilt við, að hún hljóp heim tit sín án þess að ljúka við setninguna. Eftír stóð Max orðlaus, hann vonaði, að hún hefði ætiað að segja: „Mér þykir vænt um þig.“ Nokkru síðar herti hann upp DR. MAX TAU - MAGINO - Þórunn Elfa Magnúsdóttir segir frá þessum frábæra bókmennta- manni og friðarsinna, sem varð að flýja undan ofsóknum nasista í t*ýzkalandi og settist að í Noregi. Enn fremur birtist í næstu tveim blöðum ýmislegt úr endurminningum hans. hugann og fór heim til telp- unnar, en þá var fjölskyldan flutt til Rinarlanda, þar sem faðir hennar hafði fengið stöðu. — Þetta litla atvik gæti ver ið táknrænt fyrir það kvenna lán, sem Max hefur átt að fagna um ævina. Ungur átti hann öruggt skjöl hjá móður sinni og ömmu, hann átti in- dæla og hugrakka systur og þær konur, er síðar áttu mest itök í honum reyndust honum sannir verndarenglar, þegar hættur ógnuðu honum. Konurn ar, sem hann bjó hjá á skóla- árum sínum, sýndu honum áhuga, umhyggju og velvild. Raunar hefur honum ætíð og hvar, sem leiðir hans hafa leg- ið, orðið vel til vinkvenna, Vinsældir sinar jafnt hjá kon um og körium á hann þvi að þakka, hvilikur gæðamaðuí hann er, auk gáfna, lifsfjörs og fleiri mannkosta. Þrátt fyrir smæð sina og þrekskort átti Max hug- ljúfa bernsku. Skyldulið hans lét emgan biibug á sér fimna með það, að Max næði sér á strik, þegar hans timi væri kominn. Hann komst í vin fengi við börn námaverkamanri anna og einn drengurinn varð náinn vinur hans, þá giaddist móðir hans, því að henni fannst að sonur hennar væri að fá sambönd við umheiminn. Vinur inn var mjög stéttvis, hann ætl aði að verða námaverkamaður eins og faðir hans, með þvi gæti hann bezt unnið að fram- förum stéttar sinnar. Hann hafði margt að segja Max um hina ríku, hvernig þeir mis- notuðu auð sinn og aðstöðu gagnvart simælimgjunum. Þrátt fyrir róttækar skoðanir og stolt Pauls Pavleovskis tókst föður Max að fá hann til að þiggja falleg spariföt — mat- rósaföt — í afmælisgjöf. Þetta kostaði Paul litla sálarstríð og ekki tók hann við gjöfinni fyrr em hann hafði sanniærzt um að Tau kaupmaður væri vænsti maður, sem ekki hefði annari tilgang með gjöf sinni en viljá gleðja vin sonar síns. ' Þegar Max veiktist vék Patil litli varla frá rúminu hans dag lamgt, á hverjum morgni hafði hann með sér gjöf, sem gladdí Max mikið, því Paui vissi hvað honum kom. Og þegar Max ias bókina „Þrjár nætur" eítír slésviska rithöfundinn Her- mann Stehr gat Paul fræft hann um það, að þessi ágæti höfundur ynni fyrir daglegU brauði sínu, sem kennari í elh manalegu fjallaþorpi. Aftur ’á móti sýndi Max vini sínum veg lega bústaði helztu málm- og kolakaupmannanma þar um 2 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. september 1972''

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.