Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1972, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1972, Blaðsíða 13
Öðru hverju má sjá í blöðum greinar, sem erlendir menn hafa ritað um Island og tslendinga. Að jafnaði þykja þær hið œtilegasta efni og skiptir ekki öllu máli, hvort þær eru vel eða illa gerðar í sjálfu sér. Fátt þykir okkur öllu forvitnilegra en skoðanir útlendinga á okkur; venjulega fjalla þessar greinar þó um staði, atburði eða málefni, sem hverju mannsbarni á íslandi eru vel kunn. Oftast þurfum við ekki að kvarta undan ósanngjamri með- ferð; miklu oftar bera þeir landsmönn- um vel söguna, sem stinga niður penna um lsland. Lesbókin hefur einstaka sinn- um þýtt og birt greinar af þessu tagi; þar hefur yfirleitt ekki verið hallað réttu máli, en helzt ber þó á góðlátlegri vorkunnsemi í því lesmáli, sem vinir okkar og frændur, Svíar, láta á þrykk út ganga um „Saga- öen“. í erlendu tímariti um ferðamál, mátti á dögunum sjá lesandabréf frá banda- rískri konu. Af orðum hennar rnátti ráða, að hún og eiginmaður hennar tækju svo sem tvær rispur yfir hálfan eða heilan hnöttinn á ári hverju. Á þessum þeytingi hafði maðurinn fengið eitt á heilann: Að haga svo ferðum þeirra, nálega hvert sem fara skyldi, að unnt yrði að hafa viðkomu á eyju þeirri í Norður-Atlants- hafinu, sem ísland nefnist. Að vísu hafði konan ekkert á móti Islatidi. En þessir sífelldu útúrkrókar til íslands voru bara svo dýrir. Maðurinn átti meira að segja til að vera útsmoginn. Hann sagði til dæm- is við konuna: „Nú er bezt að við förum til Kaupmannahafnar, elskan mín. Við förum í Tívolí og borðum smörrebröd.“ En konan sá í gegnum þetta; það gera eig- inkonur venjulega, þegar menn reyna að vera út undir sig. Hún sagði í bréfinu: „Honum var nákvœmlega sama um Kaup- manndhöfn, Tívolí, Carlsberg og smörre- bröd. Hinsvegar sá hann í hendi sér, að einhvernveginn yrði hægt að hafa viðkomu á íslandi.“ Sem sagt; við hljótum yfirleitt ekki ámæli í erlendum skrifum um landið, öðru nær. Uppá síðkastið er Fischer sá eini, sem að einhverju marki hefur tjáð sig um vanþróun þessa kotríkis. Hans vegna hefur þó tsland verið meira á dagskrá í heimspressunni en nokkru sinni fyrr, svo við œttum ekki að erfa þetta við hann. Þar að auki er kannski eitthvað til í því, sem hann hefur sagt. En það látum við auðvitað ekki fara lengra. Þær raddir lieyrast nú œ oftar, sem spyrja: Hversvegna þarf endilega að aug- lýsa ísland? Erum við miklu bœttari, ef eihhver Ho í Kína, Gonzales í Suður- Ameríku eða Jones í Kaliforníu veit um Gunnar á Hlíðarenda, Hótel Sögu og Landamannalarigar? Fögnuður yfir auglýs- ingu á landinu meðal erlendra þjóða er trulega bundinn við vonina um sífellt fleiri ferðamenn. Það er gott og blessað að hafa af þeim tekjur og nauðsynlegt að hafa eitt- hvað fleira^ en fiskinn til að byggja áf- komuna á. En margir hugsa til þess með hryllingi, þegar hvergi verður hœgt að þverfóta fyrir túristum. Engu að síður snertir það viðkvœman streng í brjóstum landsmanna, þegar þeir mœta augljósri fáfrœði erlendra manna um ísland. Mörgum finnst hreint og beint ótrúlegt, að heilir herskarar af fólki út um alla heimsbyggðina skuli ekki hafa hugmynd um, hvað höfuðborg íslands heitir. En ætli við höfum svo mjög efni á að hneykslast? Hver er vitneskja okkar um nœstu nágrannalönd, Grœnland og Færeyjar? Eru menn almennt á því hreina, hvort Jakobshavn og Egedesminde séu á Austur- eða V esturströndinni? Margir vita það eitt um okkur, að við veiðum fisk. Það er líka nœstum nákvœm- lega það sama, sem við vitum um Fœrey- inga. Stundum hefur illilega gleymzt við hátíðleg tœkifœri, að Fœreyingar eiga góða listamenn. Menn eins og Ingálv af Reyni, Heinesen og Mykines. Líklegt má telja, að meirihluti þessarar menntuðú þjóðar, sem rekur œttir sínar til Ara fróða, Snorra Sturlusonar, svo og forn konunga, viti ekki nein kynstur um höf- uðborgir rikja, svo sem Panama, Hondur- as, Uruguay, Kenya, Zaire, Mosambique eða Lybiu. Þessi ríki eru þó margfalt fjöl.mennari en við; þnu eign Ukn sína sögu, listir og menningararfleifð. Samt finnst okkur það naumast skipta miklu máli og við munum tœplega hvað höfuð- borgirnar heita, þótt ærið oft komi nöfn þeirra fyrir í fréttum. Sjálfstraust er víst nauðsynlegt, en yfirdrifin sjálfsánœgja verður einatt brosleg. Gísli Sigurðsson. mer.n eiga um haust í hrepp hverjum, eigi fyrr, en 4 vikur lifa sumars, og skipta tíundum.“ Lík- legt er, að Oddi Þorgils- son hafi verið að boða bændur til samkvámu í Hvammi að lögum réttum í þeim tilgangi, enda Lágu sektir við, ef bændur ekki mættu til slíkrar samkomu. Segir svo i fornum heimildum: „ef nokkur kemur eigi til samkvámu á haust eða umboðsmaður hans fyrir miðjan dag, sekur 3 aurum.“ ATHYGLISVERT ER, AÐ HVAMMSGILDIÐ er einmitt haldið um haust, í þann mund, sem lögleg hreppasamkváma átti að haildast. Jafnframt er það greinilegt, að Þorgilssaga og Hafliða, Sturlu saga og margar fleiri sög- ur, geyma rik minni um málefni, er snerta deílur bænda út af búpeningi og fleiri mál, er sunn- lenzkir bændur voru fyrir löngu búnir að koma í fastar skorður með hreppaskipuninni. Valdsvið goðanna i hinu forna þjóðfélagi á Islandi, er fremur óljóst, sé reynt að skilja þjóðfélag- ið til hlítar. En hins veg- ar býður sunnlenzk saga fram allt annað mat, skil- merkilegra og raunsærra í framkvaamd. Þess er og rétt að geta, að eitt hand- rit nefnir samkomuna ekki gildi heldur hrepps- fund, og sýnir það, að sá skilningur var fyrir hendi. En Odda Þorgilssyni tókst ekki að halda hreppasamkvámu að lög- um réttum í Hvammi haustið 1148, né bæta skipúlag félagsmála um Dali. Bændur í Dölum virðast ekki hafa verið búnir að taka við nýju skipulagi. Oddi Þorgils- son varð skammlífur eins og áður var greint. Kom þvi aldrei til fullrar raunar, hvað hann hefði dugað við að framkvæma ætlanir sínar. En samt sem áður vísar Sturlu saga á merkan þátt i viðleitni höfðingjans unga, að reyna að bæta og fylla i framkvæmd vissan þátt í lögum lands- ins. Heimild Sturlu sögu er þvi hin merkasta. Sagan af Lysenko Framhald af bls. 11.’ ára þjáningar í illræmd- asta fangelsi Sovétrikjanna. Að visu var hann hreinsaður af allri sök eftir fall Lysenkos. Bækur hans voru prentaðar að nýju, og meira að segja var gefið út frímerki með mynd hans. En hvað gagnar það eftir það sem á undan er farið? Það er tilgangslitið að reyna að endursegja útdrátt úr bók Medvedevs. Menn verða að lesa hana í heild, til þess að fá fullkomna mynd af þvi and- rúmslofti, sem drottnaði meðal líffræðinga meðan alræði Lys- enkos stóð. Ef til vill er hörmu- legast að lesa sögurnar um alla þá hjálparkokka, sem studdu Lysenko, þeir gáfu út rit, sem voru hreint „fúsk“ hrósuðu „uppfinningum" Lysenkos, gerðu „tilraunir" til að „sanna“ kenningar hans o.s.frv. En vit- anlega gerðu þeir þetta ekki ökeypis, enda var Lysenko viljugur að styðja hjálparmenn sína. Hann útvegaði þeim vel launaðar stöður, rannsókna- styrki, Stalin- og Leninverð- laun og því um líkt. En þó það sé að visu hryggilegt að lesa um alla þessa áhangendúr hans, verðum vér að minnast þess, að margir þeirra áttu einskis annars úrkosti. Þeir börðust fyrir lífi sínu og urðu að skríða í duftinu, svo að þeir kaemust eitthvað áleiðis. 1 raun réttri eru þeir líffræðing- ar Vesturlanda, sem vegna kommúnistiskra skoðana sinna reyndu að verja Lysenko eftir 'getu, miklu fyrirlitlegri. Siðasta kafla bókar sinnar kallar Medvedev: „Hversu mátti þetta verða?" Medvedev er tvímælalaust hlýðinn fylgis- maður Sovétstjórnarinnar, og telur sennilega að stjórn- arstefna hennar sé langtum fremri hinu borgaralega þjóð- félagi. Engu að síður kemst hann í þessum bókarkafla haria nærri sannleikanum, sem í öllum einfaldleika sínum er, að kommúnistískt stjórnar- far og skipulag krefst fullkom- ins alræðis flokksins í hverju sem er. Og slíkar harmsögur geta hvergi gerzt nema í ein- ræðisrikjum, þar sem allt vald er í höndum fárra manna, og engin gagnrýni eða um- ræða um málin er leyfð. Bók Medvedevs gefur einn- ig hugmynd um hversu mikið fé Lysenko-ævintýrið kostaði Sovétríkin. Það er ekki nóg með það, að milljörðum rúblna væri sóað í algerlega gagns- lausar áætlanir og tilraunir og að milljónir smálesta af korni töpuðust, heldur var tapið ef tU viU mest fólgið í þvi, að margir árgangar líffræðinem- enda fengu enga hugmynd um nútíma erfðafræði. Þegar hinir nýju valdhafar tóku þá Menedel, Morgan og Vavilov aftur í sátt, þá eru ekki tU í Sovétrikjunum menn, sem geta stjörnað rannsóknum á þessu sviði. Þannig mun ætið fara, að einræðið eyðUeggur menning- arþróunina. Að lokum skal þess getið í stuttu máli, hvernig bók þessi varð til. Eins og þegar er get- ið, var Medvedev að safna efni hennar áratugum saman. Þegar eftir fall Krúséffs voru Lj’sen- ko og hjálparkokkar hans fjar- lægðir úr forystustöðum sínum, en eltki settir í fangelsi. Med- vedev kom nú skipulagi á efni sitt, samdi yfiriitskafla og sendi handritið til rikisforiags- ins. Hann hugði, áreiðanlega með réttu, að bök hans væri mikils virði fyrir visindi Sovétríkjanna. Hún sýndi hina vonlausu baráttu, sem háð var gegn Lysenko af sovézkum vis- indamönnum. Afrit bókarinnar voru send starfsbræðrum Med- vedevs meðal annars til þess að þeir mættu gagnrýna bók- ina og leiðrétta, þar sem þörf krefði. Eitt afritanna komst til Englands, þar sem vísindamað urinn dr. Lawrence hugði það mikilvægt, að hún birtist á ensku. Þar eð honum var kunnugt, að handritið hafði verið sent til ríkisforlagsins rússneska, og hann vildi ekki Valda Medvedev óþægind- um, skrifaði hann forlaginu og bað um eintak bókarinnar til þess að hann gæti þýtt það. Eftir langa mæðu fékk hann loks svar á þá leið, að bókin hefði ekki verið prentuð í Sov- étrikjunum og handritið gæti hann ekki fengið. Eftir nokkr- ar vangaveltur, þar sem hann óttaðist að valda MedvedeV tjóni, afréð hann samt að þýð* bókina eftir því handriti, er hann hafði. Vafasamt er hvort bók* in verður nokkru sinni gefin út í Sovétríkjunum. Min skoð- un er, að það sé mjög hæpið. 1 raun réttri gefur hún sýn inn fyrir tjaldið í sovétheimin- um, og sú sýn er ekki glæsi- leg. Hún skýrir meðal annars frá þjáningum og dauða margra gáfaðra visindamanna, sem ein ungis vildu þjóna föðuriandi sinu svo vel sem þeir máttu, og vöruðu við lýðskrumara, sem valdið hefir landinu óbætan- legu tjóni. LESBOK MORGUNBLAÐSINS 13 1 ... M' 10. september 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.