Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1972, Blaðsíða 10

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1972, Blaðsíða 10
Þrívegis er getið gilda á íslandi fyrir 1200, tvívegis í Vestfirðinga- fjórðungi og einu sinni í Norðlendingafjórð- ungi. Um þau ætla ég að ræða í þessari grein, ekki í tímaröð, held- ur eftir skyldleika þeirra, og þess sér- stæðasta get ég síðast. ÁRIÐ 1119 VAR VEIZLA, brúðkaupsveizla, haldin á Reykjahólum á Reykja- nesi, hinu mikla og auð- uga landkostabýli og höf- uðbóli við norðanverðan Breiðafjörð. Veizlan var setin af tignum og vold- ugum höfðingjum Vestur- lands. Frásögn af veizl- unni er varðveitt í Þorgils sögu og Hafliða, og er hin merkasta, ekki aðeins af frásagnarkynngi, heldur langtum fremur af einkennum arftekinnar sagnamenntar þjóðar- innar. Frásögn sögunnar er skýr og stílfögur, sögu- efni margþáttað og jafn- vel er sumt þar fremst i sagnaritun á spjöldum hinnar geymdu sögu. 1 REYKHÓLA- VEIZLUNNI FRÆGU, er fyrst gelið um gildi á Islandi. Frásögnin er nokkuð óljós, en forvitni- leg um margt, og ekki sízt sakir þess, hve óljós hún er, og um leið mörkuð arf- tekinni sagnaskemmtun þjóðarinnar í mikilli gleði í sölum ríks höfðingja. Ég get ekki betur skilið, en frásögnin af gildinu á Reykhólum, sé með þeim merkari sinnar tegundar á Norðurlöndum. Upp- runi gilda er forn, tengd- ur heiðnum arfsögnum víkingaaldar, öld rána en drengskapar, þar sem fóstbræðralag var haft í heiðri og stóðst þol margs konar rauna. Heimildir eru að vísu ófullkomnar og óljósar, þær eru auk- andi á ímyndunaraflið, og gætu ef til vill orsakað skáldlegar íhuganir. En ég vona, að ég falli ekki í þá gildru í þessari grein. Það er ekki ætlunin, heldur hitt að gera til- raun til að greiða úr einni flækju íslenzkrar sögu, þó meira þurfi ef til vill að kanna og rannsaka en ég hef tök á að sinni, svo myndin verði full. Svo greinir Þorgils saga og Hafliða: „Yngvildur Þórðardóttir bjó í þennan tíma vestur í Isafirði. Hún var auðig að fé og virðinga auðig að fé og virðinga- kona. Bóndi hennar var andaður, og áttu þau tvær dætur. Hét önnur Helga, en önnur Hallfríð- ur. Þetta sama vár réðst hún vestan á Reykjahóla til Ingimundar prests, og gera þau félag sitt.“ INGIMUNDUR PREST- UR VAR SONUR EINARS goða á Reykja- hólum, Arasonar, Þorgils- sonar. Hann var systr- ungur Þorgils Oddasonar goða á Staðarhóli í Saurbæ. Hann var hið mesta göfugmenni, skáld gott, ofláti mikill bæði í skapferði og annarri kurteisi, hinn mesti gleði- maður, og fékk margt til skemmtunar. Hann var hinn vitrasti maður og hélt sér mjög til vinsælda við alþýðu. Hann var og mikils virður af mörgum mönnum göfugum. Hann kaus ekki að verða goð- orðsmaður, þvi að föður sínum látnum, gaf hann Þorgilsi frænda sínum á Staðarhóli, Reyknesinga- goðorð. Eignarhald Þorgils á goðorðinu, er fyrsta dæmi þess, að goði ætti goðorð í tveimur vor- þinghám. En það varð raunin síðar, þegar kom fram á 13. öld, og hafði óheillaþróun í för með sér, sem rík er í sögunni. UM SUMARIÐ 1119, BIÐUR SÁ MAÐUR HELGU, dóttur Yngv- ildar, er Ólafur hét, og skyldu þau ráð takast. Var brúðkaupsveizla ákveðin á Reykjahólum um Ólafsmessuskeið um 'sumarið, en Ólafsmessa er 29. júlí. Þangað var boðið hinum mestu höfð- ingjum af Vesturlandi og mannvali öllu, er nokkurt orð fór af. Leið svo fram til brúðkaupsveizlunnar um mánaðamótin júlí og ágúst um sumarið 1119. i Jón Gíslason GILDI j> * I ISLENZKUM HEIMILDUM Veizla var hin bezta gjörr og til hennar vand- að á allan hátt eins og bezt var á kosið, hafin var margs konar skemmt- an, eins og bezt voru föng til, og frægt hefur orðið í sögu. Mestir virðingamenn í veizlunni á Reykjahólum, voru höfðingjarnir, Þorgils Oddason goði á Staðarhóli, og Þórður Þorvaldsson goði í Vatns- firði við Djúp, þá orðinn aldraður og farinn nokk- uð að heilsu. Goðorðs- mönnunum tveimur var skipað til sætis með sveit- um sínum gagnvart á bekk, en Ingimundur prestur skipaði sæti í liði Þorgils. Þórður í Vatns- firði var ekki allskostar ánægður í upphafi veizl- unnar, sökum málanna, er Þorgils átti í við tengdaföður hans, Hafliða Másson á Breiða- bólsstað í Vesturhópi. Eii hann lét samt kyrrt liggja um sinn. BORÐ FÓRU FRAM, og var bæði þröngt setið á bekkjum og forsetum. Þar voru tilföng góð, nóg og gengu ósparlega. Skorti og eigi drykk góð- an. Þar kom, að Ingi- mundur prestur ræddi, að Þorgils skyldi mæla fyrir minnum, en hann veik til Þórðar og bað hann ráða, hvert minni fyrr væri drukkið. Þórður var þá kátur vel og mælti við Ingimund prest, að nokkur vildismanna ætti að hefja gildið, en kvaðst undir mundu standa með þeim um hverja gleði, er þeir vildi frammi hafa. Di-ukku nú glaðir og rekkir, þá brátt drykkurinn. Liklegt er, að þegar talað er um að mæla fyrir minnum, að átt sé við líkt minni og hér verður get- ið síðar og kennt er við og tileinkað heilögum Ólafi konungi. Þórður goði í Vatnsfirði fór úr veizlunni, sökum missættisins, er ég gat um áður, án þess að hefja gildið. En sagan greinir svo frá veizlunni, að því loknu: „Þar var nú glaumir og gleði mikil, skemmtan góð og margs konar leikar, bæði dans- leikar, glimur og sagna- skemmtan. Þar var sjö nætur fastar og fullar setið að boðinu, af þvi að þar skyldi vera hvert sumar Ólafs-gildi, ef korn gæti að kaupa, tvö mjölsáld á Þórsnesþingi, og voru þar margir gildis- bræður. Á Reykjahólum voru svo góðir land- kostir í þenna tíma, að þar voru aldrei ófrævir akrarnir. En það var jafnan vani, að þar var nýtt mjöl haft til beina- bótar og ágætis að þeirri veizlu, og var gildið að Ólafsmessu hvert sumar." ÞESSI FRÁSÖGN ER AÐ ALLRI GERÐ og efni hin merkasta, þó hún sé ekki nægilega ljós til skilnings, en ber þó í sér nokkur minni, sem kunn eru. í fyrsta lagi: gildin voru upphaf- in með drykkju, er helg- uð var minningu dýrl- ingsins, ákveðins dýrlings, með fyrirmæl- um nokkrum, líkt og síð- ar verður greint og varð- veitzt hefur um Ólafs- gildi hér á landi. Það er því auðráðið af frásögn sögunnar, að Ingimundur prestur var að kveðja höfðingjana, ÞorgiLs og Þórð, til að hefja gildis- drykkjuna að fornum og arfteknum sið, og þá að öllum líkindum fyrir minni hins heilaga Ólafs konungs. 1 öðru lagi greinir frá- sögn sögunnar ákveðið, að Ólafs-gildi skuli vera hvert sumar á Reykjahól- um ef korn gæti að kaupa, tvö mjölsáld á Þórsnesþingi, og voru þar margir gildisbræður. Einnig getur frásögnin þess, að landkostir væru góðir á Reykjahólum og frjósemi akra þar góð, en það stingur nokkuð í stúf við frásögn sögunnar um efnahag Ingimundar prests, því hann er sagð- ur févana. Ef til vill hef- ur það verið af öðrum sökum, en uppskeruskorti á Reykjahólum. Það má vel vera og er mjög sennilegt, að nokk- ur vísir hafi orðið að gildisdrykkju á Reykja- hólum, og gildisbræður verið þar i tíð Þorgils Oddasonar, en hann eignaðist Reyknesinga- goðorð eins og þegar er getið. En einkennilegt er, að miðað er við Þórsnes- þing, því Reykjahólar voru alls ekki í þeirri vorþinghá, heldur í Þorskafjarðarþingi. Einnig er ósennilegt, að svo gott árferði hafi ver- ið um þennan mund og landkostir svo góðir til ræktunar á Reykjahólum, að korn hafi þar verið fullþroskað um mánaða- mótin júlí og ágúst. En aftur á móti var það venja í Noregi, að í Ólafsgildum væri fyrsta kornuppskera ársins not- uð. Bendir þetta því fremur til norskra arf- sagna en íslenzkra. LlKLEGAST TEL ÉG, AÐ GILDIÐ í brúðkaups- veizlunni á Reykjahólum sumarið 1119, hafi aðeins verið einhvers konar drykkjusiðir, hafðir þar til vegs og gleði til að lifga upp veizluna að fjölbreytileik og óvenju- legri skemmtan. Ingi- mundur prestur var mik- ið fyrir skemmtanir, heimsmaður, gleðigjarn og kunnur alls konar venjum erlendis. Hann er greinilega snortinn af hinni alþjóðlegu riddara- rómantik samtíðarinnar, en fráhverfur skipan hinnar fornu þjóðfélags- hyggju, bændaþjóðfélags- ins íslenzka. Saga Reykjahólagildisins, er þvi skemmtilegt dæmi um það, hvernig fjarræn- ir menningarstraumar léku um íslenzkt þjóðfé- lag í upphafi 12. aldar, og urðu þar í svipmynd- um líðandi stundar merki alþjóðahyggju, blandnir þjóðlegum áhrifum, án þess að festa rætur, án þess að breyta að neinu aðalstefnu þjóðlífsins. SVO GREINIR 1 UPPHAFI 7. KAPÍTULA Prestssögu Guðmundar góða: „Um sumarið eftir fer Jón Brandsson til Þingeyra til gildis og við Frambald á bls. 12. 10 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. september 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.