Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1972, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 10.09.1972, Blaðsíða 12
Gildi í honum Guðmundur Ara- son.“ Þetta var sumarið 1182, sama sumar og Þorlákur helgi Þórhails- son biskup í Skálholti, fór fyrsta sinn biskups- yfirreið um Vestfirði. 1 þessari sömu för sá Guð- mundur Arason hann vígja kirkju, og bað fylgdarmaður hans hann að taka vel eftir helgiat- höfnum biskups, því vera kynni, að hann þyrfti að gera slíkt síðar, — eins og raunin varð. Prestssaga Guðmundar góða greinir ekki nánar frá gildinu á Þingeyrum, hvorki sumarið 1182 eða siðar. Vegna heimilda- skorts, er þvi ekki hægt að álykta, hvers konar gildi hafi hér verið um að ræða. En líklegt er, að þar hafi verið á ferðinni einhvers konar drykkju- veizla, helguð ákveðnum dýrlingi, eins og siður var á miðöldum. Ekki er fráleitt að láta sér detta í hug, að um Ólafsgildi hafi verið að ræða, Þor- gils Oddason goðorðs- maður á Staðarhóli í Saurbæ, er áður var í frá sögn minni, fluttist á efri árum til Þingeyra, og gerðist þar klaustramað- ur — og dó þar — en hann var mestur virðingamaður i veizlunni frægu á Reykjahólum sumarið 1119, eins og þegar er ljóst, en í þeirri veizlu er eina dæmið um Óiafs- gildi í frásögn hér á landi, en hins vegar er til forn gildisyfirlestur um Ólafsgildi, er síðar verð- ur greindur. ÞAÐ ER EKKI ÓLlKLEGT, að Þorgiis Oddason hafi komið á einhvers konar Ólafs- gildi i klaustrinu á Þing- eyrum til upplífgunar hinu daufa og tilbreyting- ariausa klausturlífi. Vitað er, að tengsl voru milli Húnaþings annars vegar og Þorskafjarðar- og Þórnesþings hins vegar, jafnt í sifjum, frændsemi og menningarerfðum. Þó ekki sé hægt að tengja frásögn Prestssögu Guð- mundar góða beinlinis Óiafsgildisfrásögninni i Reykjahólaveizlunni, er . samt hægt að miinna á fjórar heimiidir fornar, er benda ótvirætt i þá átt, að einhvers kónar gildis- eða minnis- drykkja trúarleg hafi verið iðkuð í kaþóLskri tíð í klaustrum iandsins. 1 Islenzku fornbréfa- safni er taiað um tvo gripi á biskupsstóiunum fyrir siðaskipti er visa nokkuð til giidisdrykkju. í skrá um eignir dóm- kirkjunnar á Hólum í Hjaltadal frá 1. október 1374, er Gunnsteinn ábóti á Þingeyrum iét gera, er getið Jónsbolla með loki. Sömuleiðis er getið um hann 2. maí 1396 í skrá yfir eignir Hóla- kirkju í Hjaltadal, þegar Pétur biskup Nikulásson bjóst til skips. 1 skrá yfir guU og silfur og ýmsar aðrar eignir í Skálholti, gerð 8. april 1548, eftir fráfail Gissurar biskups Einars- sonar, er getið um Þor- láksbolla með loki. ÞESSIR GRIPIR ERU HORFNIR, hafa senni- lega eins og margt fleira, horfið í hirzlu konungs í siðaskiptarótinu um mið- bik 16. aldar. Það verður þvi ekki ákveðið með neinni vissu, hvemig þeir voru né hvaða hlutverki þeir gegndu. En ekki er ólíklegt, að þeir hafi ver- ið notaðir í sambandi við hátíðirnar miklu, er haidnar voru á biskups- setrunum á messudögum dýrlinganna islenzku ár- lega, Jóns helga Ögmundssonar biskups á Hólum, og Þorláks helga Þórhallssonar biskups í Skálhoiti, í sambandi við minnisdrykkjur trúarieg- Þess er og skylt og rétt að minnast, að frá forn- um tíma er til merkileg heimild, sem hægt er að tengja Ólafsgildi hér í landinu. En það er for- máli að segja fyrir minni hins heilaga Ólafs kon- ungs. Þessi forrnáli er varðveittur í Islenzku fornbréfásafíni og ritað- ur í skinnbók frá 14. öld og skrifuð vestra, því Snorri Andrésson, bóndi í Bjarnarhöfn i Heiga- feiissveit, hefur „bundið og skarað rauðu skinni“ bókina, Sennilegt er, að þessi bók sé tengd Heigafeils- klaustri, þvi Snorri Andrésson gerðist þar próventumaður árið 1377, og dó þar árið 1382. Formálinn er þannig: „Heiðarlegt minni heiiags Ólafs kóngs er hér upp- skeinkt og inn borið, það skulu vér drekka með gleði og gagni og guðs drottins hylii, hafið eigi viður slog né áleitan eð- ur sleiturlegan dáraskap, hermið hvorki eftir skemmtun, áreit né sköil, þ\ú þessi háleitur herra, Ólafur kóngur, er lávarður landanna." Öruggt er, að þessi for- máli hefur verið notaður á 14. öld, fyrst hann er varðveittur í handriti frá; þeim tima, og er ekki ólíklegt, að láta sér detta í hug, að líkur formáli , hafi verið notaður í Ólafsgildum — og jafnvel hafður yfir skálum í veizlunni frægu á Reykjahólum sumarið. 1119. FYRSTU ÁRATUGI 12. ALDAR virðist hafa risið mikil alda menningar og mennta við Breiðafjörð. Þorgils Oddason, goð- orðsmaður á Staðarhóli í Saurbæ, var þar frum- kvöðull. Hann sendi son sinn, Odda, tii mennta suður í Odda á Rangár- völlum til Sæmundar prests hins fróða, Sigfús- sonar. Líklegt er, að Oddi hafi fyrst og fremst numið klerkleg fræði í Odda, og tekið þar prestsvigslu. En fleira var einnig að læra þar syðra. Sunnlenzkt samfé- lag var betur skipulagt félagslega en annars staðar þekktist í land- inu, þar var félagsleg þróun komin lengra en þá þekktist á gjörvöllum Norðurlöndum. Oddi Þorgilsson hvarf að námi loknu vestur til æskusveita sinna við Breiðaf jörð, og reisti bú á Skarði á Skarðsströnd, og er talinn meðal kyn- borinna presta á skrá Ara hins fróða Þorgils- sonar árið 1148. En árið 1150 réðst Þorgils faðir hans norður til Þingeyra, eins og áður er getið, og tóku synir hans, Oddi og Einar, við búi á Staðar- hóii og goðorðum hans. Veturinn 1150—1151, gekk mikil sótt og and- aðist Oddi úr henni og segir sagan: „þótti mikiil mannskaði, þvi að hann var vitur maður og manna snjailastur í máli.“ Odda Þorgilsson, hinn velmenntaða breiðfirzka höf ðingjason,- hef ur ábyggilega dreymt mikla og glæsta drauma um kierkiegan og veraldleg- an frama, en langtum fremst nýja mótun á riki, hinu sérstæða ríki föður sins, móta það eftir sunn- lenzkri fyrirmynd, er hann kynntist í Odda á Rangárvöllum. Öðrum breiðfirzkum höfðingja- syni tókst slíkt í Borgar- firði löngu síðar, en hann var einnig alinn upp í Odda á Rangárvöil- um. Það var Snorri Sturluson frá Hvammi í Hvammssveit. ATBURÐUR SÁ ER NÚ VERÐUR greint frá bend- ir sterklega í þá átt, að Oddi Þorgilsson hafi haf- ið verk sitt og ætlun um nýtt skipulag á félagsmál- um í Dölum. Hann hafði þá einmitt hlotið fyrsta klerkléga framann, eins og fyrrnefnd skrá Ara fróða sýnir. En kyn- bomu prestarnir, sem þar eru taidir, munu vera um- boðsmenn biskupa til framkvæmda á tiundar- lögunum frá árinu 1096. En sagan er oft bitur í raun, og ekki sízt á leið brautryðjandans. Líklegt er, að atburður- inn, er 4. kapituli Sturlu sögu greinir frá, sé ein- mitt í sambandi við klerklegan frama Odda Þorgilssonar og sannað- ur er með skrá Ara fróða. Um haustið 1148 21. sept- ember á Mattheusar- messu, var gildisfundur haldinn í Hvammi í Hvammssveit, og kom þar f jölmenni. Oddi Þorgils- son var þar kominn á kynnisleið og um daginn milli tiða sinýldi mæla samkvámumálum, og var stofan skipuð. Oddi sat í öndvegi, en Skeggi Gamlason bóndi á Skarfs- stöðum, sat i innanverðri stofu, inn æðri bekk. Menn biðu Böðvars Barkarsonar bónda í Hvammi, og mágs Odda. Hann var kvæntur Ingi- björgu systur hans. Aðal- ríkur Gunnfarðsson var þar kominn og reikáði á gólfi. Skeggi á Skarfs- stöðum hafði um sumarið kært fylgikonu hans fyr- ir smástuld, og krafðist járnburðar tii sýknu. Þegar Aðalrikur kom fyrir Skeggja, þá brá hann öxi undan skikkju, og hjó í höfuð honum, svo öxin sökk, og mælti við: „Svá kamn eg járn bera.“ Aðalrikur hljóp þegar til dyra fram. En Böðvar Barkarson hafði staðið fyrir framan hurð- ina og lauk aftur eftir honum, er hann hljóp ÚL Aðairíkur hljóp í fjall upp og svo vestur heiði. Þá mælti Oddi Þorgiisson: „Þetta er illur atburður." Skeggi svarar: „Eigi f jarri því, sem þér mynduð vilja.“ Og er eigi getið fleiri orða hans, og varð það þegar að vigi. Skeggi var þingmaður Þórðar Gilssonar og Sturlu sonar hans, og vinur þeirra, tók því Sturla eftirmálið og kvað slíkt illa að vera, að flugumenn hljópu i höfuð mönnum. Síðar keypti Sturla Hvamm af Böðvari Barkarsyni, og bjó þar til elli, og er við hann kenndur og nefnd- ur Hvamm-Sturla. EN FRÁSÖGN STURLU SÖGU AF GILDINU í Hvammi, haustið 1148, er sérstæð og óljós, enda er hér söguefni í máli, ein- stætt og fráhverft hugs- unarhætti sagnaritara 13. aldar. Frásögninni svipar um fátt eða ekkert til hinna gildisfrásagnanna. Hvammsgildið er haldið um haust og virðist ekk- ert eiga skyit við trúar- legar athafnir. Að visu er það haldið á Mattheus- armessu, 21. september, en sú messa virðist ekki hafa haft neina sérstaka þýðingu á Islandi. En þó eru tengdar henni forn minni á Suðurlandi, og eru þau einmitt i sam- bandi við f járhirðingu, því þá átti að hætta að mjólka fráfærur. Gildið var haldið milli tíða, og ekki er getið neinna drykkjusiða í sambóindi við það né minna, líkt og venja var í gi'ldum á miðöldum. Oddi Þorgilsson situr öndvegi, likt og höfðingi í hirð sinni. í sambandi við at- vik og atburði sögunnar, er ýmislegt að athuga. Skal nú að þvi vikið. Tvennt er í orðalagi sögunnar, er bendir til ákveðins uppruna og ætlunar. En það eru orð- in „kynnisleið" og „sam- kvámumál". Orðið kynnisleið er ekki al- gengt, og er það lagt út af textaskýrendum, heim- sókn. En sennilegra er, að það sé ekki nægileg skýring. Orðið mun merkja hér, yfirreið eða kynnisferð. Oddi Þorgils- son, hinn verðandi höfð- ingi og goði, er á leið um riki sitt, er að kynna sér mál manna, ástand í búskap bændanna og undirbúa nýja skipun mála að sunnienzkri fyr- irmynd. Orðið samkvámumál er kunnugt úr fornum heim- ildum i sambandi við fundi bænda um hrepps- mál. 1 Grágás segir svo: „Samkvámur skulu 1P, LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. september 1972

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.