Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1973, Síða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.03.1973, Síða 6
Heimsmeistari í kappakstri og þjóðhetja í heimalandi sínu, Brasiiíu ... SVIPMYND mmms Þegar Emerson Fittipaldi ók fyrstur yfir marklínuna á Monza kappakstursbrautinni í ítalska Grand Prix kappakstrinum í september s.l. tryggði hann sér heimsmeistaratitil ökumanna i kappakstri 1972 og var um leið yngsti heimsmeistari kappaksturs sögunnar, 25 ára gamall. Fitti- paldi átti í erfiðleikum með að fá keppnisleyfi frá Brasilíu er hann hélt fyrst til Evrópu því stjórn- völd Brasilíu virtust lítt hrifin af kappakstursíþróttinni. Nú kveð- ur hins vegar við annan tón og segja má að Emerson Fittipaldi sé orðinn þjóðhetja Brasilíu, sam • hliða knattspyrnumanninum Pelé. Þeir eru góðir vinir. Emerson Fittipaldi er fæddur í Sao Paulo 12. desember 1946. Wilson bróðir hans er þrem árum eldri. Þeir aka nú báðir í kapp- akstursbílum samkvæmt Formúlu I, en það er sú gerð sem færustu kappakstursmenn heimsins keppa í. Kappaksturshugleiðingar Emer sons urðu fyrst að veruleika er hann byrjaði að vinna við við- gerðir á kappakstursbílum bróð- ur síns heima í Brasilíu. Þeir óku „Go-Kart“ bílunum pínuiitlu og alls konar fólksbílum með sér- stilltum vélum og unnu flestar keppnir í Brasilíu. Þá smíðuðu þeir sjálfir bíl, sem þeir kölluðu „Fittivee". Takmarkið varð Em- erson fljótt Ijóst, en það var að komast til Englands, þar sem all- ir beztu kappakstursmenn síðari tíma hafa hafið baráttu sína um að komast á toppinn. 1969 seldi hann allt sitt kappakstursdót i Brasilíu og hélt til Englands sæmilega fjáður. Þar tók hann þátt í kappakstri á Formúlu Ford og Formúlu 3 og var greinilega mjög góður. Þó hraðinn i þessum flokkum sé minni en í Formúlu 1 og 2 þá er hættan ekki minni, því þetta eru byrjendaformúlurn ar og baráttan um að komast áfram er geysihörð. Eftir aðeins 18 mánaða dvöl í Evrópu bauð Colin Chapman, forstjórinn hjá Lotus, Emerson reynsluakstur í Formúlu 1 (meiri hluti hinna fáu útvöldu þarf að bíða 3—4 ár). Fyrsta Grand Prix keppnin, sem Fittipaldi tók þátt i var i Bretlandi 1970. Austurríkismaður inn Jochen Rindt heitinn var þá ökumaður númer eitt hjá Lotus og sigraði hann þessa keppni. Fittipaldi stóð sig sómasamlega, varð áttundi og Rindt sagði að þar væri kominn ökumaður, sem ætti sennilega eftir að verða bezt ur af þeim öllum. ( æfingunum fyrir ítölsku Grand Prix keppnina sama ár ók Jochen Rindt í síðasta sinn. Bil- un varð í framhjólabúnaði bíls hans og útafakstur á um 300 km klst. hraða kostaði Rindt lifið. Jochen Rindt var einhver vinsæl- asti kappakstursmaður síðari tíma, og hann varð heimsmeistari eftir dauðann þar sem enginn fór fram úr honum að stigum þetta ár. Næsta Grand Prix keppni, sem Lotus tók þátt í var í Banda- rikjunum 1970. Öllum á óvart, og að vísu með mikilli heppni sigr- aði Emerson Fittipaldi i þessari keppni. Það var í fyrsta sinn sem hann ók Lotus-Ford 72 bíln- um og aðeins fjórða Grand Prix- keppni Emersons. Fittipaldi hafði dáð Rindt og Austurrikismaðurinn gefið honum góð ráð. En þrátt fyrir dauða Rindt og allvafasamt orð, sem kappakstursbílarnir frá Lotus hafa fengið á sig (þeir þykja óeðlilega veikbyggðir), þá hélt Emerson óhræddur áfram hjá þeim. Arið 1971 gekk allt á afturfót- unum hjá Lotus og í fyrsta sinn í langa tíð unnu þeir enga Grand Prix keppni allt keppnistímabil- ið. Þetta var kannski ekki undar © Eitt af því fyrsta, sem nýbakaður heimsmeistari í kappakstri ger- ir, er að láta tappann fjúka og kampavínið freyða. Að neðari: Emerson Fittipaldi ásamt eiginkonn sinni, Mariu Helenu. Tvennt þykir sameiginlegt með eiginkonum kappakstursmanna: Þær eru með fegurstu komim og verða snemma ekkjur. legt eftir það sem yfir hafði dun ið. Emerson sagði að þeir hefðu ekki reynt bílinn nógu mikið. Þá lenti Fittipaldi í árekstri á éinka bíl sínum og var frá keppni í nokkurn tíma og var nokkra mán uði að ná sér fullkomlega. Maria- Helena kona hans slasaðist einn- ig nokkuð í þessum árekstri. Þau voru ekki með öryggisbelti, en segjast nú alltaf nota beltin. ( árslok fór þó að ganga nokkru betur og Fittipaldi náði í nokkur stig í heimsmeistarakeppninni, sem Jackie Stewart sigraði með yfirburðum það ár. En 1972 kom fljótt í Ijós hver sterkastur yrði og sigurstrang- legastur. Snemma á árinu sagði Jackie Stewart heldur óhress: „Emerson verður heimsmeistari 1972." Bílarnir voru nú málaðir svartir með gylltum röndum (voru rauðir áður) og kaliaðir John Player Specials eftir helzta fjárstuðningsaðiia liðsins, í stað Fittipaldi. hinn. ósigrandi með lárviðarsveiginn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.