Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1973, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1973, Blaðsíða 8
IMi nyir o margfalt betrí ÍVlÁLJUflMQ Það þarf ekki að fara lengra en að nafni landsins til að Ijóst verði að útisamkomur eru ekki við þess hæfi, þótt ekki séu lengri en sem svarar fimm landhelgjsræðum. Úr því að elsku veðrið er aldrei til friðs tilheyrir það ekki gaman- málum að dveljast utandyra á fs- landi og um bverbak keyrir ef útivistir eiga að vera stanzlaus- ar í þrjá sólarhringa. Dæmið um útisamkomur hérlendis gengur sem sagt ekki upp og enn síður sé að því spurt hvernig fólki dett ur í hug að tjalda ofan í eða ofan á fimm þúsund manns, stund um tíuþúsund, í stað þess að dvelj ast eitt með náttúrunni, laust við fúla kamra. Þess má geta til útskýringar, að greinarhöfundur hefur ákaft stundað hvers kyns útisamkomur, ávallt fremur af vilja en mætti. Sömu sögu er sjálfsagt að segja um þá sem hafa sömu sögu að segja. Uggiaust kemur það til af góðu að höfundur finnur loks hjá sér hvöt til að leiða landa sína í allan sannleik um útisamkomur — eftir langa þögn um undangengna reynslu af fyrirbærinu. í síðasta hildarleiknum var höfundur nefnilega óbeinn þátttakandi, raunar aðeins áhorfandi að kröm fólksins og neyð, þar sem hann var í þeirri lýkilaðstöðu að dvelj- ast, laus við tjaldfargan, í vel- lystingum á bæ einum í grennd- inni. Þegar svo er getur maður fyrst trútt um talað. Samkoma sú sem hér verður vitnað í fór fram í Þjórsárdal síðastliðna Hvítasunnuhelgi og er frásögnin sannsöguleg. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.