Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1973, Blaðsíða 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1973, Blaðsíða 13
Höfuðrit Þórbergs Framh. af bls. 7 L. $4,t iJcA islenzku. Og það leikur varla vafi á því aö hún er frumlegasta, ein- kenniiegasta og skemmtilegasta ævisaga islenzk og fróBir menn jtelja aO hún eigi varla sinn líka i bókmenntum heimstas. Persónu- leiki séra Árna er afburöa frumleg- ur og stórkostlegur. Andríki hans er feikilegt. Hreinskilni hans óviö- Jatnanleg. Kímni hans frábær. Sagnaauögi hans óþrjótandi. Minni hans óbrigOult. HJátrú hans ein- stæð. Viöhorf þessa furöulega klerks til manna og málefna er svo einstætt og merkilegt aö manni finnst sem enginn hafi hugsað frumlegar hugsanir um þennan heim þegar maöur kynnist við- horfum þessa aldna prófasts. Dóm- ar hans sem hann hefur ætíð á tak teinum og listræn spakmæli sem glóa eins og gimsteinar. 1 þessu mikla ritverki ægir ollu saman. Þar eru langir sagnaþættir um ýmsa kostulega menn eins og GuOmund dúllara og Einar Bene- diktsson, stórkostlegar krafta- verkasögur; séra Árni gengur þurr- um fótum yfir Haffjarðará I rosa- vexti o. s. frv., skrýtlur um allt milli himins og Jarðar, óhugnanleg ar þjóösögur og sagnir um dulræn fyrirbrigOi, skrímsli og ófreskjur, kotrosknar grobhsögur og glóru- ilausar fordómasögur. Allt er þetta rætt á þann hátt aO viO hljótum aO hugsa meO sjálfum okkur: Þetta hlýtur að vera einkennilegasti og skemmtilegasti Islendingur sem nokkurn tlma hefur verið uppi. ÞaO væri efni I langt mal aO ræða per- sónugerö séra Arna og inntak ævi- sögu hans. Þess verður ekki freist- að hér, aOeins látið nægja að at- huga hvað skrásetjarinn sjálfur hefur n).a. um þetta að segja: „Mér virtist þá og virðist ekki siOur nú, sem séra Árni væri frumlegast gerOur Islendingur sem ég hef þekkt, og þaO svo, að flestir aðrir koma mér íyrir sjónir eins og grár hvensdagsleikinn, þegar mér verO- ur á að bera þá saman við þennan merkilega klerk. Þó var hann allra manna lengst írá því að vera original eða sérvitr ingur, sem svo er kallaG. Hann hafði engar áberandi kenjar, hvorki í hugsun, látbragOi né breytni, og hann stóð I engu strefl við sjálfan sig til að vera öðruvísi en annað fólk.....Frásagnar- gáfa hans var undraverð og ger- ólík frásagnarhæfileika alira annarra manna, sem ég hef þekkt. Málrómur hans og hreyfingar voru afburða persónuleg, oröalag frá- sagnarinnar oft eins og úr öðrum heimi, og- allt frásagnarsvíöiö glóöl I snllliyrOum þegar honum tokst uezt upp. .....Hann var skald og vant- aði ef til vill þaO eitt i að vera storskáld, að forsjónin hafOi ekki gert hann úr garöi meO nægilega stöönun til aö liggja yfir hinum tæknilegu vandaimalum skaldskap- ar. En öllum skaldmönnum er sú list i brjóst lagin að kunna aO mikla þau atriði i frásögn, sem eiga að vekja sérstaka eftirtekt. Og stundum virðist næmi þeirra svo mikil, að atvikin sem mæta þeim í lifinu, verða mikilfenglegri og lífrænni fyrir þeirra skynjun og athygii annarra manna. ÞaO er ein af náOargáfum snUlingsins aO trúa þvi sem hann veit að er lygi." A árunum 1954—'55 gaf Þórberg- ur út siOasta stórverk sitt. Þaö var Sálmurinn um blómiö. Þessi bók segir frá litilli telpu, bróOurdóttur konu skáldsins og viOhorfi hennar til umheimsins. Bók þessi er ein- stæö I islenzkum bókmenntum og ólíklegt að önnur eins bók hafi verið skrifuO I öðrum löndum. Til- drög hennar voru líka allt annaO en hversdagsleg. Einn dag þegar Sobbeggi afi var aO pára svolitiö á pappírinn sinn heyrir hann allt í einu rödd sem sagði við hann: „Hættu að skrifa þessa bók og skrifaðu bók um hana lillu Heggu. Sobbeggi afi kipptist við og spyr: „Hver er maöurinn?" „Ég er hann Gvuð," svaraði röddin." En Sobbeggi afi var tregur til aO skrifa bók um minnstu manneskju í heimi. En hann gvuO var ekki af baki dottinn. Hann sagOi viO Sobbegga afa: „SkrifOu sanha bók um líf lítillar mannéskju i þessum háskalega haimi, dalitið öðruvísi bók en allir eru aO skrifa á íslanrti og i öllum heiminum, svolítiO frum lega bók . . . . Já, skrifaOu SANNA bók! Hugsaðu eins og litla mann- eskjan'. TalaOii eins og hún'. Það er sannleikurinn. Sannleikurinn er öllum starfsmélum æðri. Sannleik- urinn er öllum listum æðri. .....Þetta vissi ég nú áður herra minn. En það er sama. Ég hef ekki hug til að skrifa svona bók ÞaO verða allir vondir viö mig. Vizkumennirnir mundu segja: „Þetta er bara ííflaskapur." Starfs- málamennirnir mundu segja: „Þetta er bara lygi á starfsmálin?" Málamennirnir mundu segja: „Þetta er ekkert miál." Stilmenn- irnir mundu segja: „Þetta er eng- inn stíll." Og listamennirnir mundu segja: „Þetta er engin list." „Þannig rita þjónar sannleikans," svaraði röddin." Og Sobbeggi afi byrjaði að skrifa bók um einhverja minnstu mann- eskju í heimi. En þaO gekk ekki rétt vel. Hann fann engin orO til aO lýsa þessari litlu manneskju. Þegar hann var aö verða vitiaus og hélt hann að væri búinn að missa skrifgáfuna hvíslaöi guO allt í einu aO honum: „Gerðu eins og litla manneskjan þegar hún var lítil." ÞaO var eins og eitthvaö opn- aðist 1 höfðinu á Sobbegga afa. Hann gretti sig sinni ljótustu grettu, beit saman tönnum og sagOi: „Asninn ég! AO hafa aldrei dottiO þetta i hug i öllum þessum þrengingum! Alltaf er hann gvuð einf aldastur og geníalastur." Og hann hlammaði sér á gólfið og fór að skriða og buldra eins og litiO barn. Fyrst í staO gerOist ekki nokkur skapaOur hlutur og Sobb- eggi afi var farinn aO örvænta yfir eymd sinni. En þá kom stóra stund in sem hann hafOi beOiO eftir i marga daga: „Allt í einu og fyr- irboöalaust glömpuOu fyrstu orOin og allur tónn bókarinnar eins og himneskt ljós inn 1 höfuOiO hans og allt hjartaö I honuim, svo aí- skapiega einföld, svo barnslega blátt áfram, rétt eins og hann gvuO hefö stílaO þau fyrir hann: Litla stúlkan, sem hann gvuð hef- ur beðiO gamla manninn aO segja frá....." HvaO er þaO sem gerOist I huga höfundarins? ÞaO er einfaldlega þaO aO eftir mikil heilabrot um inntak bókarinnar lýstur iausninni eins og eldingu niöur í hann. Und- irvitund hans hafði allan tímann verið aO verki og fundiö sína lausn sem skyndilega brýzt fram. Þetta tal um guö er aOeins skáldlegar umbúöir utan um þessa innsæis- lausn. Þessi bók fjallar nær eingöngu um þrjár manneskjur: Litlu mann- eskjuna, Sobbegga afa og mömmu- göggu. Litla manneskjan er með afbrigöum skýr og eölileg, enda má segja a6 höfundurinn smjúgl blátt áfram inn i hana, geri eins þar sem allt er fótum troðið sem inlegri merkingu. En hún er Jafn* framt ágætt dæmi um öll börn áO- ur en hann gvuO fer alveg úr þeim. Þess vegna hefur hún algiit gildi þar sem hver maöur sér speglast sina eigin bernsku og öll þau börn er hann hefur siöan haft kynni af. Og þaO er kraftaverk hve Þórberg- ur hefur getaO lífað sig inn í hugs- anagang og tilfinningalif barna. Og það er yndislegt hve honum er tamt um að fræða þau um lifið meO sínum mikla mannskilnlngi, fiekklausá heiðarleika og djúpa skilningi á verðmætum lífsins sem æðst eru. Það gerir hann líka óspart við litlu manneskjuna. Hann er alltaf aO fræOa hana um allt milli himins og JarOar með svo tærum og einföldum orðum að oft ér éihs og háhn opinberi okkur óvæntan sannleika með einni setn- ingu. Hvergi kemur persónuleiki Þórbergs betur fram en í þessari bók, innsæi hans, mannúð, hrein- skilni, sannleiksást og dulúð. Stíll þessarar bókar er í samræmi við efni hennar, mjög einfaldur og blátt áfram eins og sjálf lind lífs- ins og barnslega eðlilegur þegar litla manneskjan talar, þvi orðfæri hennar er bókstaflega orðfæri barna. Enginn hefur leikiö það eft- ir að lýsa börnum á Jafn sannfær- andi hátt og Þórbergur. Og i börn- um er sannleikann að finna. Þess vegna tinnst mér þessi bók Þór- bergs fegursta og einlægasta verk hans. Hann leggur i haria allan sinn djúpa persónuleika og einfald- leika hjarta slns án þess að slaka nokkurn tíma á kröfum listrænna vinnubragöa. Og þaö er einmitt þessi tæri einfaldleiki og hrein- skilni sem við þörfnumst mest I okkar þykka og grófa þjóöfélagi efnishyggju og gróOasJónarmiOa og hún og tali eins og hún I óeig- ekki hefur praktiskt gagn. Þess vegna á þessi bók erindi til okkar allra. 3 dagar í dal Framh. af bls. 9. stú'liku sem 'hann ihélt iþéttingsfast utanum: „Ef Iþú ferð frá mér 'núna, þá ferðu fyrir fuUt og allt," og 'h'læj'a síðan ofsalega. Hann var ökki hættur toegar við hurlfum é toraut og vorum engan veginn toúnar að jafna okkur þeg ar 'þrjár stúlkur gengu framtojá og ein sagði: „Hann er toúinn að byrgja iþetta inni 'í sér í Iþrjú ár." Slíkar setningar skilja náttúrlega bezt konur með okkar menntun. Þó eru ýmsar hugsanir sem mað- ur varast að hugsa tíl enda. Þar sem enginn þekkir. .. Bkki torá ökkur þó. alvarlega í brún fyrr en við fóruíri að sjá fólk ®em bar kennsl á o>kkur. Til dæmis vildi svo slysalega til að bróðir stkólatoróður okkar fyrr- verandi 'hafði dularklæðzt sem kaffi- te og súpusali og má reikna með að svall okkar í heitu drykkj" unum verði afdrifanikt. En við gættum Iþess vandlega að iheilsa enigum og -látast a'tls ekki taka eftir 'neinum kunningjum. Þeir voru samt orðnir nokkrir sem höfðu óyggjandi komið auga á mann 'í mótslok. Meðal 'þeirra voru tveir glaum- gosar, sem komu aðvífandi f víga- hug næsta ikvöld, rétt tojá dans- palli Steina spils. Þar sáu þeir feita og fallega kunninigijakonu sn'na, skelltu henni og fylgdu sjálfir eftir; torópuðu um leið djörf orð um áætlaðar framikvæmd ir. Þolandinn virtist mjög ánægð- ur með 'þetta hnoss, tvö frekar en eitt. Atriðið vakti rnikla athygli og fdr fram úr glæstustu vonum •mótsgesta. Félagarnir tveir létu ekki við svo 'búið standa og ann- ar iþeirra toauð Elvíru að troða sér nú inn í tjaldið 'híá mér, en iþví miður vair líti'l alvara toak við orð hans, ef marka má af iþví að sköm'mu sifðar sást ihann á harða tspretti í kjarrinu ö eftir allt annarri stúlku. Ég sagði þá við Elvíru: „Ekki verður á allt tosið." Líknarstarf Á förnum vegi rákumt við á mann með alpahúfu sem lá í hrtipri 'á jörðinni, yfirgef- inn. Vegna móðurtilfinninga stumruðum við um stund. Kol- brúnn yngismaður lagði okkur lið óbeðinn og sagði að sikjólstæðing- urinn væri vonlaus, enda var hann toá kominn í kuðung. Þegar ylfingasveitin var tekin á rás til Okkar og við töldum að skjól- stæðingurinn væri um iþað bil að fara yfirum, reis hann sikyndi- Jega upp, stóð tígulegur og tein- réttur frammi fyrir okkur og spurði: „Hvað var toað fyrir ykk- ur?" Við þrjú hrökkluðumst í burt, en ihöfðum ekki langt far- ið, þegar hjálparmaður okkar var stöðvaður. Hann bar ekki 'kennsl á viðmælandann og spurði: „Hvar höfum við sézt áður?" Svar: „Ég vinn hjá iþér." Svona getur návist tveggja kvenna með móðurtilfinn ingar lamað heilastarfsemi yngis- manna. Fyrr um daginn tíafði land- græðsluflugvél verið á lymsku- legu sveimi yfir mótssvæðinu og óttuðumst við að torfþök tækju að spretta á viðstöddum okutækjum, ef fræin rnisfærust í rokinu. Ekki sáust meriki um iþetta í mótslok, en vera kann að af- leiðingarnar ikomi ek'ki í Ijós fyrr en síðar. Hún kom sá o. s. frv. Sunnudagurinn varð enn kald- ari en hinir tveir. Það aftraði e<kki Elvíru. Hún lét skrá sig til víðavangshlaups og þá skildust leiðir Okkar. Skömmu síðar sást hópur af kvensum hlaupa yfir stokka og steina og taldi ég að nú væru þær að tiita sig upp. Ég ætlaði að rölta í söluskýli og kaupa súkkulaði ihanda Elvíru ti'l að nærast á fyrir tíJaupið eins og siður er, þegar ég sá hana allt í einu og spurði hvort ihlaupið væri ekki að byrja. :Hún sagði það búið. Síðar frétti ég að keppni befði verið mjög tvísýn og að Elvíra hefði sigrað fyrir til stuðlan góöviljaðrar löggu, sem hefði hvergi sparað hróp né köll. Að launum hlaut hún bikar, sem við munum síðar drekka 'kampa- vín úr, fái ég nokkru ráðið. Endalok Síðar sama dag fór fram stór- fengleg lyftingasýning. Græjurn- ar voru ikomnar á pallinn, og tepp- um vafðir áhorfendur og hálfnakt ir Jyftinga'menn voru viðbúnir. Þá steppaði ungur sveinn, á að gizka tveggjá ára, beint að græj- unum og hugðist jafnhenda. Það gekk ekki i fyrstu atrennu, en hvað siðar 'hefði getað orðið, vitum við ekki, því hér var hann fjarlægður. U'm kvöldið snjóaði og iþá sáu allir sitt óvænna. Hljómsveitirnar voru fluttar inn i tjald og þar stympuðust dansgestir af hjart ans lyst í gífurlegum þrengslum, bláir og beyglulegir eftir undan- gengnar þrekraunir og vosbúð. Eins og toegar var tekið frarn eru stíkar samkomur dæmi sem gengur ekki upp. Landsmenn vita þetta inn við toeinið en reiikna samt af kappi. Það sýnir vel hinn aðdáunarverða eiginleika þeirra: að beygja sig ekki fyrir staðreyndum. Þegar innlent veð- urfar á ií h'lut verður þaö aö telj- ast óski'ljanlegur hetjus'kaur. Andlitsmyndin Framh. af bls. 6 in byrjaði að sitja fyrir. Giango- lini var fríður og glæsi'legur. Hann var ungur. Hann var engu síður útfarinn í ástarbrögðum en má'laralistinni. Frúin toefði verið ofurmannileg, ef hún hefði getað staðizt hann. En það var hún bara ekkí. — En það erum við sjálfsagt ek'ki yfirileitt, eða tivað? Gósseig- andinn potaði fingri $ 'Síðuna á hr. Biigger og h'ló. Hr. Bigger tó'k kurteislega und ir þessa kæti hans, en þegar hann hætti að gera að gamni sínu, hélt hann áfram sögunni. — Loks á'kváðu þau að strjúika yfir landa mærin. Þau ætluðu að lifa í Vín- ariborg — lifa á Hurtmore^skart- gripunum, sem frúin hafði ver- ið svo forsjáH að fela í hand- tösku. Þeir voru meira en tuttugu þúsund puncla virði og í Vín, á rííkisstjórnarárum Maríu Tlher- esíu var hægt að 'lifa vel á vöxt- unum af tuttugu þúsundum. Það gekk vel að undirbúa flóttann. Giangolini átti vin, sem sá um allt fyrir þau — máði í vegabréf undir fdls'kum nöfnum, leigði hesta, sem áttu að bíða þeirra á meginlandinu og léði þeim gondólinn sinn. Þau ákváðu að filýja daginn sem hún sæti fyr- ir f síðasta sinn. Dagurinn rann upp. Lávaröurinn ikom með konu s/ína í gondól, eins og hann var vanur, skíldi hana eftir sitjandí á bakháa fyrirsætustólnum og fór síðam til að hlusta á h'ljómleiika hjá Galuppi í Misericordia. En nú stóð kjötkveðjutíminn upp á sitt hæsta. Jafnvel um hábjartan daginn gekk fól'k um með grfmur. Lafði Hurtmore var með grímu úr svörtu silki — þér sjáið, að þarna heidur hún á 'henni á myndinni. Enda þótt mamninum hennar væri meinilla við ai'lan þennan óskapagang og fæti, þá vildi bann nú hefdur tolfa í þess- ari hfægilegu tízku fremur en vekja á sér athyg'li með því að gera það eikki. Venjulegur búningur herra- manna í 'Feneyjum þessar 'kjöt- kveðjuvi'kur var heljarstór þrí- hyrndur hattur, langnefjuð gríma úr hví'tum pappír og síð svört kápa. Hurtmore távarður vildi ekki skera sig úr og Mæddist því eins og aðrir. Þessi strangi enski lávarður hlýtur að hafa litið ein- kennilega út f þessu fíflagervi. Eins og ég sagði, kom lávarður- inn þenman morgun i ¦gondólnum sínum, með konuna sfna. En hún var með Hurtmoreskartgripina í Jitlu tosikunni undir kápunni. Og lávarðurinin sagði afvarlegur, undir sikrípagrímunni: „Hinn lærði faðir Martini hef- ur lofað mér að gera okkur þann heiður að toorða 'kvöldverð hjá okkur ó mongun. Ég efast um, að nökkur maður sé 'lærðari en tiann 'í tónlistarsölgu. Og ég mælist til þess, að þú sýnir honum alveg sérstakan heiður." — Það getið þér verið vissir um, lávarður minn. Hún gat varla 'leynt æsingnum, sem hún var al- tekin af. Um Ikvöldmatarleytið á morgun yrði hún komin langt í •burt — yfir ilandamærin á harða spretti eftir veginum til Vínar. Vesfings gamla fíflið! Nei, hún vorkenndi honum ekki nokkurn Frainh. á, næstu síðu. ®

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.