Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1973, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1973, Blaðsíða 6
I Þórsmörk erii mörg einkenni leg og fágæt örnefni og skal hér aöeins minnzt á eitt þeirra, bæði vegna þess að það hefir verið á reiki og nokkrar getgát ur komið fram um merkingu þess. í Arbók Ferðafélags fslands 1931 er stutt lýsing á Þórsmörk og segir þar svo: „Úr Langadal er svo að kalla samhangandi gras- og skógargróður austur að Búðarhamri. Hagar svo til á þessu svæði víðast, að hvilft- ir og daladrög skerast upp í fell ið og eru dalbotnarnir víða vaxnir ilmandi grasi, en brekk urnar allar skógi vaxnar að neðanverðu. Sé farið úr Langa- dal austur sunnanverða mörk- ina, heitir fyrst Litliendi og þá Stóriendi, en Stöng er næst Búðarhamri . . . Sleppugilshrygg- ur heitir fellið austan Langa- dals, er liggur norður að skóg- lendi því, er nú var getið og gengur Búðarhamar suður úr honum austast." I Árbók Ferðafélagsins 1943 er enn sagt frá ÞórsmÖrk. Eru þar nefnd Slippugil og sagt að sumir álíti „að gilin hafi upp- haflega verið nefnd Sleppugil og sé það dregið af því, að fé hafi oft sloppið inn í þau, þeg- ar það var rekið fram Krossár aurana". A korti dönsku landmæling- anna er nefndur Sleppugils- hryggur. Maöur sem er þaulkunnugur í Þórsmörk frá fornu fari, sagði mér að rétta nafnið væri Slyppugil og nafnabrenglið út- skýrði hann þannig: „Landmælingamenn höfðu með sér í Þórsmörk gagnkunn- ugan mann úr Fljótshlíð, til þess að veita sér upplýsingar um örnefni. En sá galli var á, að maður þessi var hljóðvillt- ur og sagði Sleppugil, þegar hann ætlaði að segja Slyppugil. Þannig komst þessi afbökun inn á kortið." Hér er því um þrjú nöfn að ræða á sama staðnum: Sleppu- gil, Slippugil og Slyppugil og getur ekki nema ein orðmyndin verið rétt. í Árbók Ferðafélagsins 1972 ritar Gestur Guðfinnsson ræki- lega um Þórsmörk og farast hon um svo orð um þetta örnefni: Örnefna- sögur Árna Óla &L7ÞP®3[E l'Jr Slyppiigili í I>órsuiörk. Myndirnar tók Pall Jónsson. „Austan við Langadal er djúpt skógargil milli tveggja hryggja, Fremri- og Innri- Slyppudalshryggs, það nær alla leið yfir í Tindfjallagil og heitir Slyppugil. Sumir hafa í seinni tíð viljað kalla það Sleppugil, en í gömlum heimild- um er það alls staðar nefnt Slyppugil og virðist það því upprunajegra. Ýmsar vangavelt ur hafa verið um nafngiftina og sýnist sitt hverjum, en þess má geta, að slyppa merkir yfirhöfn eða hempa af sérstakri gerð, hvernig svo sem menn vilja tengja það við gilið eða lands- lagið. Annað Slyppugil er raun ar innarlega á Almenningum og kynni samanburður á giljunum að geta gefið einhverja vísbend ingu um nafnið." Enginn efi er á því, að höfundurinn hefir \ög að mæla, er hann telur Slyppu gil rétta nafnið. Og nú er bezt að athuga öll þrjú afbrigði nafnsins og byrja á Slippugili. Mér er enn í minni þegar Slippurinn í Reykjavík reis á legg, þá særði þetta nafn mjög máltilfinningu Jóns Ólafssonar skálds og hann gat ekki setið á sér að láta hneykslan sína í Ijós. Hann ritaði þá blaðagrein og spurði eitthvað á þessa leið: „Hver rækallinn er slyppur?" (en slyppur þýðir allslaus, slyppur og snauður), og hann hélt því fram, að ekkert ein- asta orð í íslenzkri tungu gæti hafizt á „slipp". Þetta rifjast nú upp sem andmæli gegn því, að skógargilin í Þórsmörk geti heitið Slippugil. og mun óhætt að strika yfir það nafn. Þá er Sleppugil. Ekki hefi ég trú á, að rétt sé sú skýring, sem getið er að framan, að þetta nafn sé dregið af því, að fjár- rekstrarmenn hafi verið svo sleppifengir, að missa fé úr höndunum á sér inn í gilið, eða sleppa kindum þangað. Nafnið væri klaufalega myndað og lág kúrulegt. Og væri þessi orsök nafngiftarinnar, þá ætti gjlið ekki að heita Sleppugil heldur Sleppigil. Nafnið bæri það þó með sér, að ekki væri það fornt, en vafalitið hefir gilið fengið nafn sitt þegar á landnámsöld. Hér gæti þó verið um aðra merkingu forskeytisins að ræða heldur en gizkað hefir verið á og að sumu leyti sennilegri. ( fornu máli er til nafnorðið sleppi, sem þýðir brekka eða dalshlíð. Gæti sú merking ef til vill falizt í nafninu Sleppugil og merkti það þá brekkugil eða hlíðargil (sbr. Bæjanöfnin Brekkulækur og Hlíðartunga). En þó er hér einn stór Ijóður á. Eignarfall af sleppi er sleppis, og þess vegna hefði gilnafnið þá átt að vera Sleppisgil. Þá er aðeins eftir nafnið Slyppugil, sem heimildarmaður minn og Gestur Guðfinnsson telja hið rétta nafn. ( fornu máli er til nafnorðið slyppa, sem þýðir yfirhöfn, kápa eða skikkja (sloppur). En hvernig má slík merking vera í nafninu Slyppugil? f Landnámu segir: Asbjörn Reyrketilsson og Steinfinnur bróðir hans námu land fyrir of- an Krossá fyrir austan Fljót (Markarfljót). Steinfinnur bjó á Steinfinnsstöðum og er ekki manna frá honum komið. As- björn helgaði land sitt Þór og kallaði Þórsmörk. Ofarlega í Þórsmörk á Al- menningum, hafa fundizt bæj- arrústir fornar og fomgripir. Ætla menn að þar hafi verið Steinfinnsstaðir. Hefir þarna orðið uppblástur mikill, en skammt frá bæjarrústunum stendur enn lítil skógartorfa, sem heitir Kápa. Þetta örnefni er einkennilegt, en það mun þó geta leyst gátuna um nafnið á gilinu. Þarna, þar sem stendur hin einstæðingslega skógartorfa og verst uppblæstri úr öllum áttum, mun hafa verið stór skóg arspilda á landnámstíð og skor- ið sig úr þegar horft var yfir landslagið, og þess vegna feng- ið nafnið Kápa (sbr. kápótt fé). Skógarkápa er ágætt nafn á af- markaða skógarspildu, enda þótt það nafn finnist nú tkki í orðabókum. Og sé hér rétt til getið, þá er skammt til skiln- ings á nafninu Slyppugil, þar sem skógarkápa skýlir brekk- unum á báðar hendur í gilinu. Merking nafnsins er þvi kápu- gil (eða skógarkápugil). Andlitsmyndin Framh. af bls. 5 undi greifinn dó í fyrra. Ég náði 1 þessa mynd, þegar eignirnar voru seldar. Það er svo leiðin- legt þegar svona höfðinigja'heirn- ili tvístrast. Hr. Bigger andvarp- aði. Gósseigandinn varð tiátíðJeg ur á svipinn, rétt eins og hann væri staddur í kirkju. Svo \zarö augnaoJiks þögn, en síðan hélt hr. Bigger áfram í breyttum tón: — Eftir myndum, sem ég 'hef séð virðist fjórði greiifinn íhafa verið þunnleítur, sikuggalegur og fölur maður. 'Það var ein'hvenn veginn ómögulegt að ihuigsa sér hann ung an, heldur var eins og friann væri alltaf fimmtugur. AðaláhugamáJ hans voru tónlist og rómverskar fornminjar. Það er ti'l ein mynd af honum, þar sem hann heldur á fílatoeinsflautu í annarri hendi, eh tiiri'ní styður 'hann á einhverja rómvers'ka Skurðmynd. Hann eyddi að minnsta 'kosti ihelmingi ævinnar á ferðalögum um -ítaííu, að snuöra eftir forngrípum og hilusta á tórilist. iÞegar ihann var eitthvað um hálfsextugt, datt honum aMt 'í einu í friug, að nú væri tími til kominn, að hann færi að gifta sig. Og Iþetta var kona'n, sem hann valdi sér. Hr. Bigger ibenti á myndina. — Auð- æfin hans og tignin Wljóta að hafa bætt upp 'hina og þessa ágalla. Eftir svipnum að dæma, getur Jafði Hurtmore varla hafa 'haft mikinn áhuga á rómverskum fornminjum. Og eins trúi ég trauðlega, að Ihún Jiafl 'haft mik- inn áhuga á tónlist, vlsindalega eða öðruvísi. En hún hafði ánægju af fatnaði og samikvæmis- tífi, fjárhættuspili og daðri og skemmtunum hvers tonar. Svo virðisit sem nýgiftu hjónunum hafi ekki komið alltof vell saman. En iþau gættu iþess toara að láta ekki á neinu bera. Ári eftir gift- inguna, ákvað Hurtmore lóvarð- ur að ileggja upp 1 enn eina ít- alíuferðina. Þau ikomu til Fen- eyja snemma 'hausts. ( augum greifans Iþýddu Feneyjar sama sem eiííf tónlist. Þarna voru dag- lagu hiljóm'leikarnir 'hjá Gaiuppi í munaðariieysingjahælinu Miseri- cordia. Og svo var Piccini í Santa Maria. iÞá voru nýjar óperur í San Moses og hundrað ikantötur í jafnmðrgum kirikjum. Og loks voru eirtkákonsertar álhugamanna og Porpora og beztu söngvara.áilf unnar, og loks var Tartini og fær ustu '[iölusiiillÍTigar. En 'í augum frúarinnar voru Feneyjar atlt annaö. Þær voru sama sem fjár- hættuspil í Ridotto, grímudans- leiikir, glaðieg ikvöldsam'kvæmi — allar sWemmtanir skiemmtilegustu borgar veratldar. Með því að lifa svona hvort sínu l'ífi hefðu iþau getað verið ánaagð lí iFeneyjom um alllan aldur. En ísvo einn dagimn fékik lávarðurinn iþá tiáska'legu hugmynd að 'láta máia 'inynd af konunni sínni. Honum var bént á Giangolimi, sem var upprenn- andi og efniiegur málari. Og ifrú- Frajmh á bls. 13 ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.