Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1973, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1973, Blaðsíða 7
Þá erum viö komin að einu allra merkasta riti Þórbergs Þóröarson- ar, Ofvitanum, er út kom í tveim bindum 1940—'41. Þessi bók segir frá fjórum unglingsárum í Hfi höf- undar 1909—1913. Hún heíst á þvi aö skítkokkurinn og eiturbrasar- inn tekur þá ákvörðun aö hætta til sjós, en leita spekinnar i Kenn- araskólanum i Reykjavik. Og hann ræöur sér varla yfir fögnuði, aö fá loks svör við ráðgátum lifsins. En hann varð fyrir hræðilegum von- brigðum. Hann fann enga vizku og speki. „Það rofaði aldrei til. Ég komst aldrei aO elninu. Það var út- séð um, að þessar dýru bækur gæfu mér rtokkurn tíma svör við einni einustu ráðgátu, sem þekkingarþrá min hafði glimt við í hinni mann- félagslausu einveru llfs mins." Ein- hvern veginn kemst Þórbergur þó i gegnum skólann með sæmilegum vitnisburði. Hann hafði fengið herbergi í svo- kolluöu Bergshúsi. Þetta hús var þrungið niði aldanna og þar mátti heyra skóhljóö dáinna daga. Og þarna var mlðdepill hins andlega lifs Þórbergs og kunningja hans, sem þangað komu í heimsókn. Þar var spjallaö um skáldskap, stjórn- mál, trúmál, kvennamál og allt sem nöfnum tjáir að nefna, ævin- lega af sama brennandi áhuganum. En Þórbergur var ekki aOeins vel máli farinn 1 rökræðum og hrók- ur alls fagnaðar á glööum stund- um. EOli hans risti mikiu dýpra. Sannleiksþráin var jaín knýjandi sem áður. Hún er hið dýpsta i fari þessa einkennilega manns. Hann segir um hana í Ofvitanum: „Hin fölskvalausa leit æskuára minna að staðreyndum og hnitmiöuðum árangri 61 upp i mér ýtarleik og nákvæmni, kom inn hjá mér rót- gróinni óbeit á grunnfærni og yfir- borösvinnubrögðum og gerði viö- leítnina til að vita hið rétta og fylgja hinu viturlegasta í hverju einu að huggrónum frumparti sál- arlífsins. Ég minnist þess ekki, aO sá veikleiki hafi nokkurn tíma læðzt inn hjá mér eitt brot úr and- artaki ævi minnar aO hagræOa for- sendum, víkja viO ályktunum eöa haga afstöOum eftir áliti, hags- munum eöa vináttu." Þrá Þórbergs eftir vizku og full- komnun var alltaf jafn einlæg og ákveOin. Þessi viOleitni olli sífelldri styrjold milli hans æðra manns og skítkokksins og eiturbrasarans, þar sem hinn síðarnefndi fór oít- ast með írækilegan sigur aí hólmi. Lýsing Þórbergs a þessari óvægu baráttu er einn af sKemmtilegustu og bezt rituðu þáttum bókar hans. Og svo var það einn haustdag að stulka kom 1 Bergshús. Þessi dag- ur varð einn mesti örlagadagurinn i liti Þórbergs, þvl að nú hóíst ævintýrið um eiskuna hans. Eftir aö hafa lokið próíi upp úr íyrsta bekk Kennaraskólans haíOi Þórbergur hug á að komast 1 menntaskóla og hóf að lesa undir gagnfræöapróf i því skyni haustiö 1911, en þreytti ekki prófið fyrr en vorið 1913. Honum mistókst hrapal- lega og beygður af vonbrigöum og þrúga&ur at íátækt og umkomu- leysi gekk hann frá prófboröinu I miðjum klíðum. Um sumariö tær hann vinnu viO aO mála hús í höí- uöstaðnum. En þá þornaði aldrei af steini og hann svalt heilu hungri. Þegar hann var nær dauöa en lífi af vesöld og skorti bankar Erlendur í Ijnuhúsi upp á hjá hon- um og fær hann til aö mála Unu- hus. Og þar íykur sögu Ofvitans. Þar ler tæplega á milli mála að Oívitinn er hin hreinskilnasta, Irumiegasta og einhver allra skemmtilegasta sjálfstjáning, sem sett hefur verið saman á ísienzku mali. Sainnleikskröfur hötundarins eru svo afdráttarlausar að hann tiitekur jalnvel-upp á mínútu hve- nær hinn eða þessi atburðurinn het'ur átt sér staö og hann lýsir veðurlari á þessari tilteknu stundu eins og hann sé a6 senda veöur- skeyti. Þetta hata dagbækur hans, sem hann hefur iengí haldiö, gert honum kleift. En hvernig er méö hin löngu samtöl og endalausu hugrenníngar, þar sem hver hugs- unin rekur aðra eins og mynd á tjaldi? Einstaka orO og setningar í samtölunum kunna aö vera eins og í raunveruleikanum, en aO öOru leyti hefur höfundurinn orðiö að búa þau til & sem sennilegastah hátt. Aðalatriöiö er, aö þau lýsi hugsunargangi, málfari og per- sónuleika þeirra, sem frá er greint. Hugrenningatengslin kunna á sama hátt aO vera tilbúin. En þau gefa samt sem áöur góOa mynd aí sögumanni, en allar ævisögur eru Up» á /4n/f /-^j^" höfudrtt þórbergs þórdarsonar Eftir Sigurð Guðjónsson 1. grein fyrst og fremst spegilmynd höf- unda sinna, en ekki sagnfræði. Lík- lega eru flestir ytri atburðir bók- arinnar nokkurn veginn réttir. Þaö sem Ivar Orgland hefur rannsak- að af sannfræöi Islenzks aðals varðandi Steíán frá Hvitadal, bendir til þess, aö þar sé meiri sögulegur sannleikur, en maður Jnfnvel gæti búízt við. Skyldí ekki hið sama gilda um Oívitann. Þó ér vert a6 gefa þvl gaum að Ofvitinn fjallar enn meira um innra lif sögutnanns heldur en Islenzkur aOall. En allt sem stendur i bók- inni hefur á sér hinn trúlega blæ. ÞaO er meOal annars aO þakka né- kvæmni í lýsingum allra kringum- stæðna og umhverfis. Hverjum krók og kima er lýst í Bergshús- inu, herbergjaskipan, hœö, lengd og breidd baOstöfunnar, tölu stiga- þrepa, fjölda rúOa l gluggum og svo framvegis. Mikill fjöldi manna kemur viO sögu í Ofvitanum. Og þeim er lýst afar nákvæmlega, útliti, töktum og háttum. Þórbergur er sériega fundvís á ýmlss smáeinkenni per- sóna sinna, sem gerir þœr sérlega skýrar og lifandi. Dæmi þessa er t.d. Emil Waage, einn af fastagest- um baðstofunnar. Oft tekst höf- undi að lýsa mönnuim þannig, aO lesandinn verOur fyrir svipaOri reynslu og þegar hann kynnist nýj- um kunningja. Það eitt er frábært afrek. 1 samtölum eru einkenni per- sónanna svo skýr, aO þaO er engu líkara en maður sé staddur i miOJ- um hópnum og hlusti á samræðurn- ar. Þetta kemur vel i ljos, þegar Þórbergur hefur safnað baðstofu- . gestunum saman til aO hlýOa á nýju lifsreglurnar sínar og eins þegar þeir fagna gamlárskvöldi á sama stað 1909. En Þórbergur ger- ir Jafnframt meira aO því en I Is- lenzkum aOli aC túlka persónuleika félaga sinna, eins og hann kemur honum fyrir sjónir. Og hann ein- skorðar sig ekki aöeins viO ytri staðreyndir, heldur reynir hann að kafa niöur I sálarlíf þeirra. Jafn nákvæmar og innsæisþrungnar mannlýsingar eiga sér engan líka í islenzkri ævisagnaritun. En það er framar öllu ofvitinn, sem er burðarás þessarar bókar, þessl elnkennilegi grannvaxni unglingur meö rautt hár og breitt nef, þessi örsnauOi kokksræfill, sem er svo hlægHega ónormal aO telja vizku og fullkomnun eftir- sóknarveröast allra gæOa, þessi fádæma auli I praktískri lífsfíló- sófiu, þessi vonlausasti elskhugi heimsins. Hann fann ekki vlzkuna I þeim musterum, sem hann hélt að hennar væri að leita. Þaö urOu hinu einfalda Suöursveitareöii hans sár vonbrigöi: „ÞaO kom hv«rgi nærri einu einasta viðfangs- efni, sem mitt si-hungraða lif hafðl knúSO mig til aO reyna aö brjota til mergjar. Það kom engri minnstu hreyfingu á sálarlíf mitt, , kveikti ekkt i mér neina aðkenn- ingu aí jákvæðri aökenningu til lifsins. Það kom aldrei I námunda við nein kjarnamál tilverunnar, • skóp enga gerjun í sálinni, engan gróanda i vitsmunalífinu, engan styrk i innrætinti. En þessi andlausi samtíningur !kom mér oft til aö spyrja sjálfan mig: Hvers vegná, er okkur ekki I veitt nein tilsögn IV að byggja upp . sálir okkar, svo aO yiö verOum of- urlítiO vitrari, betri og sterkari einstaklingar? Hvi er okkur ekki kennt að beita hugsuninni, að vega og meta röksemdir, að draga rétt- ar ályktanir, að finna réttar undir- stöður að réttum ályktunum? Af hverju er okkur ekki leiðbeint i að hugsa og breyta sjálfstætt, að elta ekki aðra, að gerast ekki þrælar vanahugmyndanna? Af hváða ástæOu er það ekki brýnt fyrir okkur aö leita sannleik- ans, að finna sannleikann, að fylgja sannleikanum, aO lifa fyrir sannleikann? Hverju sætir þaO, að viO erum aldrei uppfrædd í að vinna bug & veikleika okkar, að sigrast á óttanum, hatrinu, hræsninni, undirlægjuskapnum, sorginni, ágirndinni, öfundsýkinni, drottunargirninni ..... ? Hvernig i ósköpunum stendur á þvi, að við erum ekkert frædd um manneðlið og mannlifið eins og þetta hvorttveggja er í raun og veru ? I íáuin orOum sagt: Hér er andskotans ekkert gert til að auka manngildi okkar." Þaö er ekki að furða þó að maO- ur er slikar kröfur gerði til upp- íræðslu yrði fyrir grimmilegum vonbrigðum meO þulustagliO. Þá voru vonbrigöin meO kennarana ekki minni. Þeir voru engir lífs- spekingar. Þeir voru aöeins hvers- dagslegar smásálir, sem vissu ekk- ert um lífið og sannleikann. Og skólafélagarnir voru honum fram- andi og óvlðkomandi. Hið mikla musteri vizkunnar hrundi ofan frá og niður úr. Hið einfalda eðli ofvitans opin- berar oft furðulegan, næstum ótrúlegan ankannahátt. Stúlka í mjólkurbúð segir: „Var það nokk- uC fleira íyrir yOur? Var hún aO fala mig?" Hann kærir sig hreint ekki um aO láta bera sig undir at- kvæði. Hann getur alveg gengiO. Og hann stingur á sig atkvæöa- kúlu á stúkufundi, hafandi ekki hugmynd um hvern andskotann hann er meö. En átakanlegasta hann skundar heim til dr, Jóns Þorkelssonar til aO fá lánaOar 8 krónur fyrir skóm. ÞaÖ er ekki um aO villazt. Hann er ofviti. EOa er þetta ótuktarskapur í höf- undinum, sem hefur gaman af að draga sig sundur og saman rháði? En ofvitinn getur lika stundum verið dálitið gáfaður. AO minnsta kosti er meira af hug-sun í sögu hans en títt er í ævisögum annarra manna. Flestir íslenzkir ævisagna- ritarar viraðst aidrei haía hugsaö ærlega hugsun og aldrei haft neina skoðun á nokkrum hlut. En ofvit- anum þykir ekkert eins skemmti- legt og að hugsa. Hann brýtur ekki aðeins heilann um hinztu rök tilverunnar, heldur leggur hann sig mjög fram um að verða vel að sér I pólitlk þeirra tlma. Hann gerir skarpar heimspekilegar athuga- semdir um allt milli himins og Jarð- ar, rýnir Jafnframt dýpra inn Ivið- fangsefni sín, en algengt má telj- ast, hvort sem það eru persónuleg- ir vinir hans eða heilabrot um lítið og tilveruna. Þetta gerir bók hans einstæða I flokki islenzkra ævi- sagna. 1 raun og veru er þessl bók sjálf- stæOir þættir um ýmsa atburði I Htssögu höfundar, þó framvinda þeirra i tímanum tengi þá lauslega saman. Þessir þættir geta verið al- varlegir og þrungnir dálítilli beiskju, sem er nær einstæð í rit- um Þórbergs. Svo er til dæm;s um vonbrigði höfundarins með skól- ann. AOrir eru gamansamlr og fjör legir og gneista af fíngeröri og stundum hrikalegri kýmni elns og þaettirnir um engladansinn og mál- fundinn i baöstofunni, en framar öllu frásögnin um tildragelsiO I kirkJugarOinum. ÞaC er liklega þaO bezta i bókinni: lifandi samtals- list, frábær húmor og glæsileg frá- sögn. Sumir kaflar eru dreymnir og lýrískir eins og þátturinn um Skólasystur, aörir eru kyrrlátin og alvarlegir í bragOi eins og þeir er lýsa örbirgO og einstæOingsskap ofvitans. ÞaO má raunar telja þaö mikið afrek í stílsnilid og frásagn- arlist aO gera þær langdrengu og ömurlega hugrenningar að sæmi- lega skemmtilegum lestri. Þó eru þær leiöinlegasti hlutí bókarinnar. Jafnframt því aO vera Hfssaga Þórbergs er Ofvitinn merk menn- ingarleg heimild um þessa tíma, til dæmis um millilandafrumvarpiö og alþingiskosningarnar 1911. Auk þessa eru allar lýsingar I bókinni svo iskýrar og lifandi aO maOur blátt áfram sér atburOi og um- hverfi meö eigin augum. Eins og I íslenzkum aöli er meg- in frásögnin sums staOar meO sagnaþáttum af öCrum mönnum. Þannig fjallar kaflinn Bókfell ald- anna eingöngu um fyrri ibúa I Bergshúsi. Saga Eiriks írá Brún- um er meO því bezta i bókinni, ekki sizt fyrir þá sök, aO þar kem- ur fram innileg samúO meö ein- stæOum öriögum þessa furðuilega manns, en slík samúO með persón- unum er ekki algeng í ritum Þór- bergs. Þessir útúrdúrar falla, þrátt fyrir allt, ekki illa I heildaríorrn bókarinnar. Still Ofvitans er nákvæmari en nokkurn tíma fyrr og hvert orO grandgæfiiega valið til þess aO ná einmitt því, sem fyrir höfundinum vakir. En hann er Jafnframt lengri 1 sér og orOfleiri en á nokkurri bók Þórbergs fyrr og síðar. Ann- ars er engan veginn auðvelt aö gera grein fyrir þeim margvíslegu blæbrigOum er falla á rithátt bók- arinnar. ViOa er malfari alþýOu manna haldið lítt hefluðu, fyrst og fremst auövitað í samtölunum. Þetta gerir stilinn mjög ferskan og lifandi. Auk þess er ritháttur- inn oftast beygður undir húmor höfundarins, þótt stöku sinnum fái hann alvarlegan og heimspekileg- an blæ. Stirfni, skrúf eða tilfinn- ingasemi finnst hvergi þó leitaO sé meö logandi ljósi um alla bókina. Frasögnin er á þann veg, eins og áOur er getiO, að það er sem mað- ur heyri höfundinn tala við hliöina a sér og sjái atburCina meö eigin augum. Þó er því ekki aO leyna aö stundum verOa hinar löngu hug- renningar sögumanns nokkuö lang- dregnar og eilItiO þreytandi á köflum, einkum I síðari hluta bók- arinnar. ÞaO er annars einkenni á mörgum bókum Þórbergs, hvað sem veldur, að slöari hlutinn stend ur hinum fyrri að baki. Þótt Ofvit- inn sé ekki Jafn lýrískur í anda og rómantiskur og Islenzkur aðall er hann enn ríkari af skemmtileg- um mannlýsingum og skoplegum atburOum. Og hann er HtaOur þyngri móralskri alvöru og af- dráttarlausari hreinskilni. I lok bókarinnar skilgreinir höfundur- inn verk sitt á þessa leiO: „Og lýk- ur hér siigu ofvitans, sálarlýsing- unni miklu, bókinnl um barattu umkomulauss unglings í myrkum mannhelmi, í leit hans eftir vizk- unni, i villum hans í ástinni, í nið- urlægingu hans I órbirgðinni, frá- sögninni er rituO hefur verið af mestum frumleik og flekklausastri hreinskilni at norrænu mádi." Og betur verður þessu verki naumast lýst I fáum orðum. Þórbergur mun hafa verið með íramhald af Ofvitanum á prjónun- um þegar Ragnar í Smára fekk hann til að skrifa Ævisögu sera kma Þórarinssonar. Og þó fram- hald Ofvitans hefði eflaust orðið merkilegt verk igetum viO aOeins þakkað að Þórbergur tók að sér rit- un þessarar bókar. Þetta er lengsta ævisaga sem rituO hefur verið á I' ranili á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.