Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1973, Side 7

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1973, Side 7
höfudrít þórbergs Eftir Sigurð Guðjónsson 1. grein Þá erum viO komin að einu allra merkasta riti Þórbergs Þóröarson- ar, Ofvitanum, er út kom i tveim bindum 1940—'41. Þessi bók segir frá fjórum unglingsárum I lífi hóf- undar 1909—1913. Hún hefst á þvi að skítkokkurinn og eiturbrasar- inn tekur þá ákvörðun að hætta til sjós, en leita spekinnar í Kenn- araskólanum í Reykjavík. Og hann ræöur sér varla yfir fögnuði, aö fá loks svör við ráögátum lífsins. En hann varð fyrir hræðilegum von- brigðum. Hann fann enga vizku og speki. „ÞaÖ rofaöi aldrei til. Ég komst aldrei aö efnlnu. Þaö var út- séö um, að þessar dýru bækur gæfu mér rtokkurn tíma svör viö einni einustu ráögátu, sem þekkingarþrá mín haföi giimt viö í hinni mann- félagslausu einveru lífs míns.“ Ein- hvern veginn kemst Þórbergur þó i gegnum skólann meö sæmilegum vitnisburöi. Hann haföi fengið herbergi í svo- kölluöu Bergshúsi. Þetta hús var þrungið niöi aldanna og þar mátti heyra skóhljóö dáinna daga. Og þarna var miðdepill hins andlega lifs Þórbergs og kunningja hans, sem þangaö komu í heimsókn. Þar var spjallaö um skáldskap, stjórn- mál, trúmál, kvennamál og allt sem nöfnum tjáir aö nefna, ævin- lega af sama brennandi áhuganum. En Þórbergur var ekki aöeins vel máli farinn i rökræöum og hrók- ur alls fagnaöar á glöðum stund- um. Eöli hans risti miklu dýpra. Sannleiksþráin var jaín knýjandi sem áður. Hún er hiö dýpsta i fari þessa einkennilega manns. Hann segir um hana i Ofvitanum: „Hin föLskvalausa leit æskuára minna aö staöreyndum og hnitmiöuöum árangri ól upp í mér ýtarleik og nákvæmni, kom inn hjá mér rót- gróinni óbeit á grunnfærni og yfir- borösvinnubrögöum og geröi viö- leitnina til aö vita hið rétta og fylgja hinu viturleeasta í hverju einu að huggrónum frumparti sál- arlífsins. Ég minnist þess ekki, aö sá veikleiki hafi nokkurn tíma læözt inn hjá mér eitt brot úr and- artaki ævi minnar aö hagræða for- sendum, vikja viö ályktunum eöa haga afstööum eftir áliti, hags- munum eða vináttu.“ Þrá Þórbergs eftir vizku og full- komnun var alltaf jafn einlæg og ákveðin. Þessi viðleitni olll sífelldri styrjold milli hans æöra manns og skítkokksins og eiturbrasarans, þar sem hinn síöarnefndi fór oft- ast meö frækilegan sigur af hólmi. Lýsing Þórbergs a þessari óvægu baráttu er einn af skemmtilegustu og bezt rituöu þáttum bókar hans. Og svo var það einn haustdag aö stulka kom 1 Bergshús. Þessi dag- ur varö einn mesti örlagadagurinn í lífi Þórbergs, því að nú hól'st ævintýrið um elskuna hans. Eftir að hafa lokið prófi upp úr fyrsta bekk Kennaraskólans haföi Þórbergur hug á að komast í menntaskóla og hóf aö lesa undir gagnfræðapróf i því skyni haustiö 1911, en þreytti ekki prófiö fyrr en voriö 1913. Honum mistókst hrapai- lega og beygöur aí vonbrigðum og þrúgaöur ar fátækt og umkomu- ieysi gekk hann frá prófboröinu i miöjum klíöum. Um sumarið iær hann vinnu við að mála hús í höf- uöstaðnum. En þá þornaöi aldrei af steini og hann svalt heilu hungri. Þegar hann var nær dauöa en lífi af vesöld og skorti bankar Erlendur i Unuhúsi upp á hjá hon- um og fær hann til aö máia Unu- hús. Og þar iýkur sögu Oívitans. Þar fer tæplega á milli mála aö Ofvitinn er hin hreinskilnasta, frumlegasta og einhver alira skemmtilegasta sjálfstjáning, sem sett hefur verið saman á islenzku máii. Sannleikskröfur höfundarins eru svo aídráttariausar aö hann tiltekur Jatnvel upp á mínútu hve- nær hinn eða þessi atburðurinn helur átt sér stað og hann lýslr veðurfari á þessari tilteknu stundu eins og hann sé að senda veður- skeyti. Þetta hafa dagbækur hans, sem hann hefur lengi halaiö, gert honum kleift. En hvernig er méð hin löngu samtöl og endalausu hugrenningar, þar sem hver hugs- unin rekur aöra eins og mynd á tjaldi? Einstaka orö og setningar í samtölunum kunna aö vera eins og í raunveruleikanum, en aö ööru leyti hefur höíundurlnn oröið að búa þau til á sem sennilegastan hátt. Aðalatriðið er, aö þau lýsi hugsunargangi, málfari og per- sónulelka þeirra, sem frá er greint. Hugrenningatengslin kunna á sama hátt að vera tilbúin. En þau gefa samt sem áður góða mynd af sögumanni, en ailar æviisögur eru fyrst og fremst spegilmynd höf- unda sinna, en ekki sagnfræði. Lík- lega eru flestir ytri atburðir bók- arinnar nokkurn veginn réttir. ÞaÖ sem Ivar Orgland hefur rannsak- að af sannfræöi Islenzks aöals varöandi Stefán frá Hvítadal, bendir til þess, aö þar sé meiri sögulegur sannleikur, en maður Jofnvel gæti búizt við. Skyldi ekki hiö sama gilda um Ofvitann. Þó er vert aö gefa þvi gaum að Ofvitinn f Jallar enn meira um innra lif sögumanns heldur en Islenzkur aðall. En allt sem stendur i bók- inni hefur á sér hinn trúlega blæ. Þaö er meöal annars að þakka ná- kvæmni í lýsingum allra kringum- stæðna og umhverfis. Hverjum krók og kima er lýst i Bergshús- inu, herbergjaskipan, hæð, lengd og breidd baöstofunnar, tölu stiga- þrepa, fjölda rúða í gluggum og svo framvegis. Miklll fjöldi manna kemur við sögu I Ofvitanum. Og þeim er lýst afar nákvæmlega, útliti, töktum og háttum. Þórbergur er sérlega fundvís á ýmiss smáeinkenni per- sóna sinna, sem gerir þær sérlega skýrar og lifandi. Dæmi þessa er t.d. Emil Waage, elnn af fastagest- um baöstofunnar. Oft tekst höf- undi aö lýsa mönnum þannig, aö lesandinn verður fyrir svipaðri reynslu og þegar hann kynnist nýh- um kunningja. Þaö eitt er frábært ■ afrek. I samtölum eru einkenni per- sónanna svo skýr, að það er engu likara en maöur sé staddur i miöj- um hópnum og hlusti á samræöurn- ar. Þetta kemur vel i ljós, þegar Þórbergur hefur safnað baöstofu- gestunum saman til aö hlýöa á nýju llfsreglurnar sinar og eins þegar þeir fagna gamlárskvöldi á sama staö 1909. En Þórbergur ger- ir jafnframt meira aö þvi en í ls- lenzkum aöli aö túlka persónuleika félaga sinna, eins og hann kemur honum fyrir sjónir. Og hann ein- skoröar sig ekki aðeins við ytri staðreyndir, heldur reynir hann að kafa niður I sálarlíf þeirra. Jafn nákvsemar og innsæisþrungnar ' mannlýsingar eiga sér engan llka í íslenzkrl ævisagnaritun. En það er framar öllu ofvitinn, sem er burðarás þessarar bókar, þessi einkennilegi grannvaxni unglingur með rautt hár og breitt neí, þessi örsnauði kokksræfill, sem er svo hlægilega ónormal aö telja vizku og fullkomnun eftir- sóknarveröast allra gæða, þessi fádæma auli i praktiskri lífsfíló- sófiu, þessi vonlausasti elskhugi heimsins. Hann fann ekki vizkuna i þeim musterum, sem hann hélt að hennar vrori aö leita. Þaö urðu hinu einfalda Suöursveitareöli hans sár vonbrigöl: „Það kom hvergi nærri einu einasta viöfangs- efni, sem mitt sl-hungraða lif haföi knúiö mig til aö reyna aö brjóta til mergjar. Þaö kom engri minnstu hreyfingu á sálarlíf mitt, . kveikti ekki i mér neina aökenn- ingu af jákvæöri aökenningu til lífsins. Þaö kom aldrei 1 námunda við nein kjarnamái tilverunnar, ■ skóp enga gerjun í sálinni, engan gróanda 1 vitsmunalifinu, engan styrk í innrætinu. En þessi andlausi samtíningur ' kom mér oft til aö spyrja sjálían mig: Hvers vegná er okkur ekki , veitt nein tilsögn i aö byggja upp . sálir okkar, svo aö við veröum of- urlítiö vitrari, betri og sterkari einstaklingar? Hví er okkur ekki kennt aö beita hugsuninni, aö vega og meta röksemdir, aö draga rétt- ar ályktanir, aö finna réttar undir- stööur aö réttum ályktunum? Af hverju er okkur ekki leiðbeint í aö hugsa og breyta sjálfstætt, að elta ekki aðra, að gerast ekki þrælar vanahugmyndanna? Af hvaöa ástæöu er þaö ekki brýnt fyrir okkur aö leita sannleik- ans, aö finna sannleikann, aö fylgja sannleikanum, aö lifa fyrir sannleikann? Hverju sætir þaö, að viö erum aldrei uppfrædd í aö vinna bug á veikleika okkar, að sigrast á óttanum, hatnnu, hræsninni, undirlægjuskapnum, sorginni, ágirndinni, öfundsýkinni, drottunargirninni ..... ? Hvernig i ósköpunum stendur á þvi, aö viö erum ekkert frædd um manneðliö og mannlífiö eins og þetta hvorttveggja er 1 raun og veru ? 1 fáum orðum sagt: Hér er andskotans ekkert gert til að auka manngildi okkar." Þaö er ekki aö furöa þó aö mað- ur er slikar kröfur geröi til upp- fræðslu yröi fyrir grimmilegum vonbrigöum meö þulustaglið. Þá voru vonbrlgöin meö kennarana ekki minni. Þeir voru engir lífs- spekingar. Þeir voru aðeins hvers- dagslegar smásálir, sem vissu ekk- ert um llfiö og sannleikann. Og skólafélagarnir voru honum fram- andi og óviökomandi. Hiö mikla musteri vizkunnar hrundi ofan frá og niður úr. Hiö einfalda eöli ofvitans opin- berar oft furðulegan, næstum ótrúlegan ankannahátt. Stúlka 1 mjólkurbúð segir: „Var það nokk- uð fleira fyrir yöur? Var hún aö fala mig?“ Hann kærir sig hreint ekki um að láta bera sig undir at- kvæöi. Hann getur alveg gengiö. Og hann stingur á sig atkvæða- kúlu á stúkufundi, hafandi ekki hugmynd vun hvern andskotann hann er með. En útakanlegasta hann skundar heim tii dr, Jóns Þorkeissonar til að fá lánaðar 8 krónur fyrir skóm. Þaö er ekki um aö villazt. Hann er ofviti. Eða er þetta ótuktarskapur í höf- undinum, sem hefur gaman af aö draga sig sundur og saman »"háÖi? En ofvitinn getur líka stundum veriö dálítiö gáfaður. Að minnsta kosti er meira af hugsun í sögu hans en tltt er i ævisögum annarra manna. Flestir íslenzkir ævisagna- ritarar viraðst aldrei hafa hugsaö ærlega hugsun og aldrei haft neina skoðun á nokkrum hlut. En ofvit- anum þykir ekkert eins skemmti- legt og að hugsa. Hann brýtur ekki aöeins heilann um hinztu rök tilverunnar, heldur leggur hann sig mjög fram um aö veröa vel aö sér í pólitík þeirra tlma. Hann gerir skarpar heimspekilegar athuga- semdir um allt miili himins og jarö- ar, rýnir Jafnframt dýpra inn I viö- fangsefni sin, en algengt má telj- ast, hvort sem það eru persónuleg- ir vinir hans eöa heilabrot um lífiö og tiiveruna. Þetta gerir hók hans einstæöa i flokki islenzkra ævi- sagna. 1 raun og veru er þessi bók sjálf- stæðir þættir um ýmsa atburði 1 lífssögu höfundar, þó framvinda þeirra í timanum tengi þá lauslega saman. Þessir þættir gota verið al- varlegir og þrungnir dálítillí beiskju, sem er nær einstæð i rit- um Þórbergs. Svo er til dærms um vonbrigöi höfundarins með skól- ann. AOrir eru gamansamir og fjör legir og gneista af fingeröri og stundum hrikalegrl kýmni eins og þættirnir um engladansinn og mál- fundinn í baöstofunni, en framar öllu frásögnin um tildragelsið i kirkjugaröinum. Það er liklega það bezta í bókinni: lifandi samtals- list, frábær húmor og glæsileg frá- sögn. Sumir kaflar eru dreymnir og lýrískir eins og þátturinn um Skólasystur, aörir eru kyrrlátin og alvarlegir í bragöi eins og þeir er lýsa örbirgð og einstæðingsskap ofvitans. Það má raunar telja það mikiö afrek I stílsnilld og frásagn- arlist að gera þær langdrengu og ömurlega hugrenningar að sæmi- lega skemmtilegum lestri. Þó eru þær leiðinlegasti hluti bókarinnar. Jafnframt því að vera lífssaga Þórbergs er Ofvitinn merk menn- ingarleg heimild um þessa tíma, til dæmis um millilandafrumvarpiO og alþingiskosningarnar 1911. Auk þessa eru allar lýsingar í bókinni svo iskýrar og lifandi að maður blátt áfram sér atburði og um- hverfi með eigin augum. Eins og í islenzkum aöli er meg- in frásögnin sums staðar með sagnaþáttum af öðrum mönnum. Þannig fjallar kaflinn Bókfell ald- anna eingöngu um fyrri íbúa í Bergshúsi. Saga Eiríks frá Brún- um er með því bezta i bókinni, ekki sizt fyrir þá sök, að þar kem- ur fram innileg samúð með ein- stæðum örlögum þessa furðuilega manns, en slík samúö meö persón- unum er ekki algeng í ritum Þór- bergs. Þessir útúrdúrar falla, þrátt fyrir allt, ekki illa í heildaríorm bókarinnar. Stíll Ofvitans er nákvæmari en nokkurn tíma fyrr og hvert orð grandgæfilega valiö til þess aö ná einmitt þvi, ,sem fyrir höfundinum vakir. En hann er jafnframt lengri í sér og oröfleiri en á nokkurri bók Þórbergs fyrr og síðar. Ann- ars er engan veginn auðvelt aö gera grein fyrir þeim margvíslegu blæbrigðum er falla á rithátt bók- arinnar. VÍOa er málfari alþýðu manna haldið lítt hefluðu, fyrst og fremst auðvitað í samtölunum. Þetta gerir stilinn mjög ferskan og lifandi. Auk þess er ritháttur- inn oftast beygöur undir húmor höfundarins, þótt stöku sinnum fái hann alvarlegan og heimspekileg- an blæ. Stirfni, skrúf eöa tilfinn- ingasemi finnst hvergi þó leitað sé meö logandi ljósi um alla bókina. Frásögnin er á þann veg, eins og áöur er getiö, aö þaö er sem maö- ur heyri höfundinn tala við hliðina á sér og sjái atburðina meö eigin augum. Þó er því ekki að leyna að stundum verða hinar löngu hug- renningar sögumanns nokkuö lang- dregnar og eilítið þreytandi á köfium, einkum 1 síðari hluta bók- arinnar. Þaö er annars einkenni á mörgum bókum Þórbergs, hvað sem veldur, aö síöari hlutinn stend ur hinum fyrri aö baki. Þótt Ofvit- inn sé ekki jafn lýriskur i anda og rómantiskur og Islenzkur aöall er hann enn ríkari af skemmtileg- um mannlýsingum og skoplegum atburöum. Og hann er litaður þyngri móralskri alvöru og af- dráttarlausari hreinskilni. I lok bókarinnar skilgreinir höfundur- inn verk sitt á þessa leiö: „Og lýk- ur hér sögu ofvitans, sálarlýsLng- unni miklu, bókinni um baráttu umkomulauss unglings í myrkum mannheimi, I lelt hans eftir vizk- unni, i villum hans i ástinni, í niö- urlægingu hans í örbirgðinni, frá- sögninni er rituö hefur veriö af mestum frumleik og fLekklausastri hreinskilni at norrænu máli.“ Og betur verður þessu verki naumast lýst í fáum orðum. Þórbergur mun hafa verið meö framhald af Ofvitanum á prjónun- um þegar Ragnar í Smára fékk hann til að skrifa Ævisögu sera Árna Þórarinssonar. Og þó íram- hald Ofvitans hefði efiaust orðið merkilegt verk igetum við aöeins þakkað að Þórbergur tók aö sér rit- un þessarar bókar. Þetta er lengsta ævisaga sem rituö hefur veriö á Frainh á bls. 13

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.