Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1973, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1973, Blaðsíða 14
1L t RÆÐU Geirs Hallgrímssonar, þáverandi. borgarstjóra, á áttrœðisafmœli Kjarvals 14. okt. 1965 segir hann að þá um daginn hafi „borgarráð samþykkt samhljóða á fundi sín- um“ ályktun sem fœrð var til bókunar. Sé þessi ályktun í samrœmi við fyrri ákvaðanir borg- arstjórnar. í ályktuninni er lýst tillöguupp- drœtti að myndlistarhúsi á Miklatúni „og verði byggingarnar tengdar nafni hans (þ. e. Kjarvals)“. Síðan segir þáverandi borg-■ arstjóri að ályktunin sé gerð listamanninum til heiðurs. Enginn myndlistarmaður haföi sýnt málefninu jafnmikinn áhuga og sjálfur oddviti íslenzkrar myndlistar, J. S. Kjarval, enda var það honum einkar hjartfólgið eins og kunnugt er. Aftur á móti hafði hann fremur lítinn áhuga á svonefndu Kjarvalshúsi á Sel- tjarnarnesi, þótt það sé vafalaust ágœtt hús, og mœtti vel breyta nafni þess að skaðlausu. En án lífsstarfs Kjarvals hefði myndlistarhúsið á Klambratúni (ég er alinn upp við það nafn) ekki risið, a.m.k. ekki með þeim hœtti sem raun varð á. Hitt er annað mál aö þáverandi borgarstjórn undir forystu Geirs Hallgríms- sonar á heiður skilið fyrir áhuga sem breytti draumi Ustamanns í veruleika. fslendingar eru nánast sérfrœðingar í að daufheyrast við óskum listamanna sinna, en hafa venjulega dýrkað þá dauða, kannski af einhverri duldri gleði yfir því að þeir séu hætt- ir að flœkjast fyrir „venjulegu fólki“ og láta að sér kveða, svo að notaður sé minningagreina- stíll. Kjarval haföi þó þá sérstöðu að hann naut hylli í lifanda lífi. Rn þá gerist það, að honum látnum, að reynt er að svíkja gefin lof- orð við hann og minningu hans — og ekki sízt fólkið i landinu sem ann honum og list hans: í stað þess að standa við gefin loforð og tengja sýningarhúsið nafni hans, eins og greinilega er komizt að orði i fyrrnefndri ályktun borgar- ráðs, er gengiö á gefin loforð og reynt að klína hlutlausri innanbúðarkurteisi á húsið: „Mynd- listarhúsið á Miklatúni“ er það nefnt í nýut- gefnum bœklingi í tilefni af opnun þess 24. marz s.l., en þess þó getið á titilsíðu að húsið sé „reist i tilefni af áttræðisafmœli Jóhannes- ar S. Kjarvals". enda tók hann fyrstu skóflu- stunguna. Hver leyfir sér að ganga svo á gefin loforð og samþykktir borgarráðs? Mér er sagt að deilur eða óskiljanlegt stapp hafi orðið af nafni hússins og œttu einhverjir menn úti i bœ sem aldrei hafa verið bendlaðir við listir að- ild að þeim, auðvitað vegna „pólitískra áhrifa“. Kjarval kunni betri skil á slíkum leikbrúðum en ég og mega þœr þakka sínum sœla fyrir að hann er ekki lengur ofar moldu. En síðan hvenœr hefur það þótt gott siðgœði á landi voru að brjóta gefin loforö, jafnvel loforð sem gefin eru í opinberum ályktunum og íilkynnt hátíðlega á afmœlisdögum? Er enginn hlutur svo mikils verður á voru landi lengur að ekki þyki sjálfsagt að drepa hugsjónina að baki honum með þeim andlega þurrafúa sem ein- kennir flesta framtóninga íslenzka ijnú um stundir? Svik við listamenn œttu jafnvel að vera fordæmanlegt athœfi. En um það er víst ekki „þjóðareining“! Á þetta hef ég viljað benda. Og sannarlega er ástœða til að varpa fyrrnefndum spurning- um fram. íslendingar gætu eignazt víðfrægan listmálara, ef rétt vœri á spilum haldið og úr- val verka meistara Kjarvals (óviðeigandi er að nota þennan heiðurstitil urr\ aðra listamenn en þá Þórberg) vœru sýnd á skipulegan og vel undirbúinn hátt í 10—15 stórborgum víðs veg- ar um heim. Þá mundi gengi hans ekki lengur vera fljótandi eins og þeir virðast keppa að sem þora ekhi eða vilja ekki gefa Kjarvals- stöðum nafn við hœfi — og samkvæmt gefnu loforði. Sem einhvers konar málamiðlun hef- ur verið klínt nafni á einn sal Kjarvalsstaða og stendur yfir dyrum hans: Kjarvalssalur, að mig minnir. Þetta nafn má að skaðlausu falla niður eins og nafnið á Kjarválshúsinu, enda óþarfi þar sem Kjarvalsstaðir munu nœgja. En á Kjarvalsstöðum eiga myndir meistarans auðvitað heima, ásamt verkum annarra ís- lenzkra myndlistarmanna. (Getur verið rétt að einhverjir þeirra þoli ekki Kjarvalsnafnið á húsinu?) Ég heiti á alþýðu manna sem lœtur yfirleitt ekki bjóða sér allt að nefna Kjarvalsstaöi áfram aldrei annað en segir í ályktun borgarráðs: „og veröi byggingarnar (bœði eystri og vest- ari byggingar sýningarhússins) tengdar nafni hans“. KJARVALSSTAÐIR skal sýningarhúsið heita, en allra sízt hlutlausri málamiðlun eins og „myndlistarhúsið“. Málamiðlun á kannski rétt á sér í stjórnmálum, en ekki í list. Ef al- menningur tekur af skarið og nefnir húsið aldrei annað en Kjarvalsstaði, mun það nafn verða ofan á og þá þurfum viö ekki að bera kinnroða fyrir að svíkja minningu eins fremsta sonar þjóðarinhar. Eins og hann umgekkst lyng og rjúpu, þannig skulum við einnig um- gangast nafn hans og minningu. Að öðrum kosti munu huldar vœttir landsins kalla okk- ur til ábyrgðar. Það verður áldrei fljótandi gengi á list, lífsstarfi og minningu Jóhannes- ar S. Kjarvals. Matthías Johannessen. Andlitsmyndin Framh. af bls. 13 skapaðan hlut! Hann gat 'haft tón listina sína og alla marmaramol- ana! Hún kreppti höndina um töskuna undir kápunni. Mikið gat þetta leyndarmál hennar ver- ið skemmtilegt og æsandi! Hr. Bigger spennti greipar og hélt höndunum fast að brjóstinu eins og leikari á sviði. Hann skemmti sér ágætlega. Hann beindi langa, íbyggna nefinu að gósseigandanum og torosti vin- gjarntlega. En gósseigandino, fyr- ir sitt leyti, var ekkert nema at- hyglin. — Og hvað svo? spurði hann. Hr. Bigger rétti úr 'höndunum og lét þær falla ofan á bnén. — Jæja, gondólinn lendir oú við dyrnar hjá Giangolini, lá- varðurinn bjálpar 'konu sinni upp úr honum, 'leiðir hana að dyr um málarans á fyrstu hæð, felur hana honum á hendur með venju legum kurteisisorðum, og leggur síðan af stað áleiðis á morgun- hljómleikana hjá Galuppi í Mis- ericordia. Nú 'hafa elskendurnir tvo klukkutíma til að búa sig til ferðarinnar. — Þegar gamla fíflið er horfiö sjónum, skýtur þarna upp vini málarans, grímuklæddum eins og öflum öðrum. Allt hefur gengið eftir áætlun, enginn grunur vakn að. Frúin tekur skartgripaskrínið undan kápunni. Hún opnar það og herrarnir reka upp undrunar óp. Elskendurnir fallast í faðma. En þá toendir viourinn þeim á, að enn sé ýmislegt smávegis ógert. Þau verði að undirrita vegatoréfin sín hjá lögreglustjór- anum. Þetta sé bara formsatriði, en þurfi að gerast. Um !eið ætlar hann að fara og sölja einhverja skartgripi fyrir ferðakostnaðin- um. Hr. Bigger gerði ofurlítið hlé tiH Iþess að kveikja sér 5 sígar- ettu. Svo tolés hann út úr sér reykjarstrók og hélt áfram sög- unni. — Svo fóru þau Iþá út, öll grímuklædd, vinurinn í eina ótt og elskendurnir í aðra. Já, þessi Feneyjaást! Hr. Bigger leit upp í loftið með hrifningarsvip. — Haf- ið þér nokkurn tíma verið í Fen- eyjum og ástfangin? spurði hann igósseigandann. — Aldrei komið lengra en til Dieppe, svaraði hinn og hristi höfuðið. — Þá ihafið þér misst af miklu. Það þarf að koma á staðinn til þess að geta gert sér í tougar- lund tilfinningar ilafði Hurtmore og listamannsins, þegar þau liöu eftir skipaskurðinum og störðu hvort á annað gegn um augnagöt in á grímunum. Kanns'ki hafa þau kysstst öðru hverju, enda þótt það 'hefði nú orðið erfitt nema taka af sér grímuroar og svo hefði ilíka eirthver getað þekkt þau. Nei, Ifklega hafa þau látið sér nægja að horfa bara hvort á annað. En í Feneyjum get ur iþað nægt að ihorfa bara — bara horfa. Hann pataði út höndunum og llækkaði röddina og iþagnaði. Svo saug hann sígarettuna þrisvar án þess að mæla orð. En þegar hann tók aftur ti'l rnáls, var röddin lág og róleg. — Eitthvað hálftíma eftir að þau fóru, lenti gondóli við dyrn ar hjá Giangolini, og maður með pappírsgrimu, svelpaður svartri skikkju og með þríhyrndan hatt á höfði, steig út og gekk áfeiðis til herbergis málarans. Þar var aflt autt og tómt. Málverkið brosti sætlega oig dálítið ástleitið frá trönunni. En þarna stóð enpínri málari fyrir framan Iþað og ryrir- sætustóllinn stóð auður. Lang- nefjaða gríman leit um allt her- bergið með sviplausri forvitni. Loksins stöðvuðust augun við skrínið, sem hafði verið skilið eft ir á borðinu — galtómt. Hann horfði 'lengi á þetta, og virtist í þungum þönkum. — Skömmu seinna beyrðist fótatak í stiganum og svo tvær hlæjandi raddir. Grlímumaðurinn sneri sér og Ihorfði út um glugg- ann. Að báki bonum opnaðist Ihurðin með harki, og elskendurn- ir komu þjótandi inn, hlæjandi og skríkjandi. — Haha, igóði vinur! Þú ert bara kominn aftur. Hvernig gekk með demantana?

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.