Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1973, Side 13

Lesbók Morgunblaðsins - 07.07.1973, Side 13
Höfuðrit Þórbergs Framh. af bls. 7 á þvi aö hún er frumlegasta, ein- keaniiegasta og skemmtílegasta ævisaga íslenzk og fróöir menn telja aö hún eigi varla sinn líka I bókmenntum heimsins. Persónu- leiki séra Árna er afburða frumleg- ur og stórkostlegur. Andríki hans er feikilegt. Hreinskilni hans óviö- Jaínanleg. Kímni hans frábær. Sagnaauðgi hans óþrjótandi. Minni hans óbrigðult. Hjátrú hans ein- stæð. Viöhorf þessa furöulega klerks til manna og málefna er svo einstætt og merkilegt aö manni finnst sem enginn hafi hugsað frumlegar hugsanir um þennan heim þegar maöur kynnist viö- horfum þessa aldna prófasts. Dóm- ar hans sem hann hefur ætíö á tak teinum og listræn spakmæli sem glóa eins og gimsteinar. 1 þessu mikla ritverki ægir öllu saman. Þar eru langir sagnaþættir um ýmsa kostulpga menn eins og Guömund dúllara og Einar Bene- diktsson, stórkostlegar krafta- verkasögur; séra Árni gengur þurr- um fótum yfir Haffjaröará í rosa- vexti o. s. frv., skrýtlur um allt milli himins og Jarðar, óhugnanleg ar þjóösögur og sagnir um dulræn fyrirbrigöi, skrímsli og ófreskjur, kotrosknar grobhsögur og glóru- ilausar fordómasögur. Allt er þetta rætt á þann hátt aö viö hljótum aö hugsa meö sjálfum okkur: Þetta hlýtur aö vera einkennilegasti og skemmtilegasti Islendingur sem nokkurn tima hefur veriö uppi. Þaö væri efni I langt mál aö ræöa per- sónugerö séra Arna og inntak ævi- sögu hans. Þess verður ekki freist- aö hér, aðeins látiö nægja aö at- huga hvað skrásetjarinn sjálfur hefur rr).a. um þetta aö segja: „Mér virtist þá og virðist ekki siöur nú, sem séra Árni væri frumlegast geröur Xslendingur sem ég hef þekkt, og þaö svo, aö fiestir aörir koma mér fyrir sjónir eins og grár hversdagsleikinn, þegar mér verö- ur á að bera þá saman viö þennan merkilega klerk. Þó var hann allra manna lengst frá því aö vera original eöa sérvitr ingur, sem svo er kallaö. Hann haföi engar áberandi kenjar, hvorkí i hugsun, látbragöi né breytni, og hann stóð i engu strefi viö sjálfan sig til aö vera ööruvísi en annaö fólk............Frásagnar- gáfa hans var undraverö og ger- ólík frásagnarhæfileika aiira annarra manna, sem ég hef þekkt. Málrómur hans og hreyfingar voru afburöa persónuleg, oröalag frá- sagnarinnar oit eins og úr öörum helmi, og’ ailt frásagnarsviöíö glóöi i sniiliyröum þegar honum tokst oezt upp. ......Hann var skáld og vant- aöi ef til vill þaö eitt í aö vera storskáld, aö forsjónin haföi ekki gert hann úr garöi með nægilega stöönun til aö liggja yfir hinum tæknilegu vandamálum skáldskap- ar. En öilum skáldmönnum er sú list i brjóst lagin aö kunna aö mikla þau atriöi i frásögn, sem eiga aö vekja sérstaka eftirtekt. Og stundum virðist næmi þeirra svo mikil, aö atvikin sem mæta þeim I lifinu, veröa mikilíenglegri og lífrænni fyrir þeirra skynjun og athygli annarra manna. Þaö er ein af náöargáfum sniilingsins aö trúa því sem hann veit aö er lygi." A árunum 1954—’55 gaf Þórberg- ur út siöasta stórverk sitt. Þaö var Sátmurinn um blómiö. Þessi bók segir frá litilli telpu, bróöurdóttur konu skáldsins og viöhorfi hennar til umheimsins. Bók þessi er ein- stæö i islenzkum bókmenntum og ólíklegt aö önnur eins bók hafi veriö skrifuö i öörum löndum. Til- drög hennar voru líka allt annað en hverisdagsleg. Einn dag þegar Sobbeggi afi var aö pára svolitiö á pappírinn sinn heyrir hann allt í einu rödd sem sagöi viö hann: „Hættu að skrifa þessa bók og skrifaðu bók um hana lillu Heggu. Sobbeggi afi kipptist við og spyr: „Hver er maöurinn?" „Ég er hann Gvuö," svaraöi röddin." En Sobbeggi afi var tregur til aö skrifa bók um minnstu manneskju í heimi. En hann gvuö var ekki af baki dottinn. Hann sagöi við Sobbegga afa: „Skriföu san'nii bók um lif lítillar manneskju í þessum hájskalega haimi, dálltið ööruvlsi bók en allir eru aö skrifa á Xslandi og i öllum heiminum, svolítiö frum lega bók .... Já, skrifaöu SANNA bók! Hugsaðu eins og litla mann- eskjan! Taiaöu eins og hún! Þaö er sannleikurinn. Sannleikurinn er öllum starfsmélum æðri. Sannleik- urinn er öllum listum æöri. .......Þetta vissi ég nú áður herra minn. En þaö er sama. Ég hef ekki hug til að skrifa svona bók Þaö verða allir vondir viö mig. Vizkumennirnir mundu segja: „Þetta er bara fíflaskapur." Starfs- málamennirnir mundu segja: „Þetta er bara lygi á starfsmálin?" Málamennirnir mundu segja: „Þetta er ekkert mál." Stílmenn- irnir mundu segja: „Þetta er eng- inn stíli." Og listamennirnir mundu segja: „Þetta er engin list." „Þannig rita þjónar sannleikans," svaraði röddin." Og Sobbeggi afi byrjaði að skrifa bók um einhverja minnstu mann- eskju i heimi. En þaö gekk ekki rétt vel. Hann fann engin orö til aö lýsa þessari litlu manneskju. Þegar hann var aö veröa vitlaus og hélt hann aö væri búinn aö missa skrifgáfuna hvíslaöi guð allt I einu að honum: „Geröu eins og litla manneskjan þegar hún var litil." Þaö var eins og eitthvaö opn- aðist 1 höföinu á Sobbegga afa. Hann gretti sig sinni ljótustu grettu, beit samaji tönnum og sagöi: „Asninn ég! AÖ hafa aldrei dottið þetta i hug i öllum þessum þrengingum! Alltaf er hann gvuö einfaldastur og geníalastur." Og hann hlammaði sér á gólfiö og fór aö skríöa og buldra eins og lítiö barn. Fyrst í staö geröist ekki nokkur skapaður hlutur og Sobb- eggi afi var farinn aö örvænta yfir eymd sinni. En þá kom stóra stund in sem hann haföi beöiö eftir i marga daga: „Allt í einu og fyr- irboöalaust glömpuöu fyrstu oröin og allur tónn bókarinnar eins og himneskt ljós inn I höfuðið hans og allt hjartaö I honum, svo aí- skaplega einföld, svo barnslega blátt áfram, rétt eins og ~ hann gvuö hefö stílaö þau fyrir hann: Litla stúlkan, sem hann gvuö hef- ur beöið gamla manninn aö segja frá........“ Hvaö er þaö sem gerðist i huga höfundarins? Þaö er einfaldlega þaö aö eftir mikil heilabrot um inntak bókarinnar lýstur iausninni eins og eldingu niöur í hann. Und- irvitund hans haföi allan tímann veriö aö verki og fundið sína lausn sem skyndilega brýzt fram. Þetta tal um guö er aðeins skáldlegar umbúöir utan um þessa innsæis- lausn. Þessi bók fjallar nær eingöngu um þrjár manneskjur: Litlu mann- eskjuna, Sobbegga afa og mömmu- göggu. Litla manneskjan er með afbrigöum skýr og eölileg, enda má segja aö höfundurinn smjúgl blátt áfram inn i hana, geri eins þar sem allt er fótum troöiö sem inlegrl merkingu. En hún er jafn- framt ágætt dæmi um öii börn áö- ur en hann gvuð fer alveg úr þeim. Þess vegna hefur hún algiit gildi þar seim hver maöur sér speglast sína eigin bernsku og öll þau börn er hann hefur siðan haft kynni af. Og þaö er kraftaverk hve Þórberg- ur hefur getaö lífaö sig inn i hugs- anagang og tilfinningalif barna. Og þaö er yndislegt hve honum er tamt um aö fræöa þau um lífiö með sínum mikla mannskilningl, flekklausa heiöarleika og djúpa skilningi á verðmætum lífsins sem æöst eru. Þaö gerir hann lika óspart viö litlu manneskjuna. Hann er alltaf aö fræöa hana um allt milli himins og jaröar meö svo tærum og einföldum oröum aö oft er éins og hann opinberi okkur óvæntan sannleika meö einni setn- ingu. Hvergi kemur persónuleiki Þórbergs betur fram en í þessari bók, innsæi hans, mannúö, hrein- skilni, sannleiksást og dulúö. Still þessarar bókar er í samræmi viö efni hennar, mjög einfaldur og blátt áfram eins og isjálf lind lifs- ins og barnslega eðlilegur þegar litla manneskjan talar, því oröfæri hennar er bókstafiega orðfæri barna. Enginn hefur leikið þaö eft- ir aö lýsa börnum á Jafn sannfær- andi hátt og Þórbergur. Og i börn- -um er sannleikann aö finna. Þess vegna finnst mér þessi bók Þór- bergs fegursta og einlægasta verk hans. Hann leggur í haria allan sinn djúpa persónuleika og einfald- leika hjarta síns án þess að slaka nokkurn tíma á kröfum listrænna vinnubragöa. Og þaö er einmitt þessi tæri einfaldleiki og hrein- skilni sem viö þörfnumst mest I okkar þykka og grófa þjóðfélagi efnishyggju og gróöasjónarmiöa og hún og tali eins og hún I óeig- ekki Xiefur praktlskt gagn. Þess vegna á þessi bók erindi til okkar allra. 3 dagar í dal Framh. af bls. 9. stúlku sem hann ihélt iþéttingsfast utanum: „Ef iþú ferð frá mér núna, þá ferðu fyrir fullt og allt," og hlæja síðan ofsalega. Hann var ekki hættur þegar við hurfum á ibraut og vorum engan veginn ibúnar að jafna okkur þeg ar þrjár stúlkur gengu framhjá og ein sagði: „Hann er búinn að byrgja þetta inni 'í sér í Iþrjú ár.“ Siíkar setningar skilja náttúrlega bezt konur með okkar menntun. Þó eru ýmsar hugsanir sem mað- ur varast að hugsa ti'l enda. Þar sem enginn þekkir . . . Ekki brá okkur þó a'lvarlega í brún fyrr en við fórum að sjá fóik sem bar kennsl á okkur. Til dæmis vildi svo slysalega til að bróðir skólabróður okkar fyrr- verandi 'hafði dularklæðzt sem kaffi- te og súpusali og má reikna með að svall okkar í heitu drykkj unum verði afdrifaríkt. En við gættum þess vandlega að beilsa emgum og iátast afls ekki taka eftir neinum kunningjum. Þeir voru samt orðnir nok'krir sem höfðu óyggjandi komið auga á mann 'í mótslok. Meðal þeirra voru tveir glaum- gosar, sem komu aðvífandi í víga- hug næsta ikvöld, rétt bjá dans- palli Steina spils. Þar sáu þeir feita og fallega kunninigijakonu s'ína, skelltu henni og fylgdu sjálfir eftir; hrópuöu um leið djörf orð um áætlaðar framikvæmd ir. Þolandinn virtist mjög ánægð- ur með þetta 'hnoss, tvö frekar en eitt. Atriðið vakti mikla athygli og fór fram úr glæstustu vonum •mótsgesta. Félagarnir tveir létu ekki við svo 'búið standa og ann- ar þeirra bauð Elvíru að troða sér nú inn í tjaldið 'hjá mér, en því miður var líti'l alvara bak við orð 'hans, ef marka má af iþví að skömmu síðar sást bann á harða spretti 'í kjarrinu é eftir allt annarri stúiku. Ég sagði þá við Elvíru: „Ekki veröur á allt Ikosið." Líknarstarf Á förnum vegi rákumt við á •mann með alpabúfu sem lá í bnlpri á jörðinni, yfirgef- inn. Vegna móðurtilfinninga stumruðum við um stund. Kol- brúnn yngiismaður lagði okkur lið óbeðinn og sagði að síkjólstæðing- urinn væri vonlaus, enda var hann þá kominn í kuðung. Þegar ylfingasveitln var tekin á rás til okkar og við töldum að skjól- stæðingurinn væri um það bil að fara yfirum, reis hann skyndi- lega upp, stóð tígulegur og tein- réttur frammi fyrir okkur og spurði: „Hvað var Iþað fyrir ykk- ur?“ Við þrjú hrökkluðumst I burt, en ihöfðum ekki langt far- ið, þegar hjálparmaður okkar var stöðvaður. Hann bar ekki 'kennsl á viðmælandann og spurði: „Hvar höfum við sézt áður?“ Svar: „Ég vinn hjá þér.“ Svona getur návist tveggja kvenna með móðurtilfinn ingar lamað heilastarfsemi yngis- manna. Fyrr um daginn hafði land- græðsluflugvél verið á lymsku- legu sveimi yfir mótssvæðinu og óttuðumst við að torfþök tækju að spretta á viðstöddum ökutækjum, -ef fræin misfærust I rokinu. Ekki sáust merki um þetta í mótslok, en vera kann að af- leiðingarnar ikomi ekki í Ijós fyrr en síðar. Hún kom sá o. s. frv. Sunnudagurinn varð enn kald- ari en 'hinir tveir. Það aftraði ekki Elvíru. Hún lét skrá sig til víðavangshlaups og þá skildust leiðir Okkar. Skömmu síðar sást hópur af kvensum 'hlaupa yfir stokka og steina og taldi ég að nú væru þær að hita sig upp. Ég ætlaði að röita í söluskýli og k'aupa súkkulaði banda Elvíru til að nærast á fyrir ’hlaupið eins og siður er, þegar ég sá bana allt í einu og spurði hvort hlaupið væri ekki að byrja. Hún sagði það búið. Síðar frétti ég að keppni hefði verið mjög tvísýn og aö Elvíra 'hefði sigrað fyrir til stuðlan góðviljaðrar löggu, sem hefði 'hvergi sparað hróp né köli. Að launum hlaut hún bikar, sem við munum síðar drekka kampa- vín úr, fái ég nokkru ráðið. Endalok Síðar sama dag fór fram stór- fengleg lyftingasýning. Græjurn- ar voru ikomnar á pallinn, og tepp- um yafðir áhorfendur og hálfnakt ir lyftingamenn voru viðbúnir. Þá steppaði ungur sveinn, á að gizka tveggja ára, beint að græj- unum og hugðist jafnhenda. Það gekk ekki í fyrstu atrennu, en hvað síðar hefði getað orðið, vitum við ekki, því hér var hann fjarlægður. Um kvöldið snjóaði og þá sáu allir sitt óvænna. Hljómsveitirnar voru fluttar inn í tjald og þar stympuðust dansgestir af hjart ans lyst í gífurleg-um þrengslum, bláir og beyglulegir eftir undan- gengnar þrekraunir og vosbúð. Eins og þegar var tekið fram eru slíkar samkomur dæmi sem gengur ekki upp. Landsmenn vita þetta inn við beinið en rei'kna samt af kappi. Það sýnir vel hinn aðdáunarverða eiginleika þeirra: að beygja sig ekki fyrir staðreyndum. Þegar innlent veð- urfar á 1 hlut verður það að telj- ast óskiljanlegur hetjuskaur. Andlitsmyndin Framh. af bls. 6 in byrjaði að sitja fyrir. Giango- lini var fríður og glæsilegur. Hann var ungur. Hann var engu síður útfarinn í ástarbrögöum en málaralistinni. Frúin hefði verið ofurmannleg, ef hún hefði getað staðizt hann. En það var hún bara ekki. — En það erum við sjálfsagt ekki yfinleitt, eða ‘hvað? Gósseig- andinn potaði fingri I síðuna á hr. Biigger og hló. Hr. Bigger tók kurteislega und ir þessa kæti hans, en þegar hann hætti að gera að gamni sínu, hélt hann áfram sögunni. — Loks ákváðu þau að strjúka yfir landa mærin. Þau ætluðu að lifa I Víri- arborg — lifa á Hurtmore-skart- gripunum, sem frúin hafði ver- ið svo forsjál að fela i hand- tösku. Þeir voru meira en tuttugu þúsund punda virði og í Vín, á ríikisstjórnarárum Maríu Tiher- esíu var hægt að lifa vel á vöxt- unum af tuttugu þúsundum. Það gekk vel að undirbúa flóttann. Giangolini átti vin, sem sá um allt fyrir þau — máði í vegabréf undir fölskum nöfnum, leigði hiesta, sem áttu að bíða þeirra á meginlandinu og léði þeim gondólinn sinn. Þau ákváðu að filýja daginn sem hún sæti fyr- ir í síðasta sinn. Dagurinn rann upp. Lávarðurinn kom með konu sína í gondól, eins og 'hann var vanur, skildi hana eftir sitjandi á bakháa fyrirsætustólnum og fór síðam tll að hlusta á hljómleilka hjá Galuppi í Misericordia. En nú stóð kjötkveðjutíminn upp á sitt hæsta. Jafnvel um hábjartan daginn gek'k fól'k um með grímur. Lafði Hurtmore var með grímu úr svörtu silki — þér sjáið, að þarna helldur húm á 'henni á myndinmi. Enda þótt mamninum henmar væri meinilla við al'lan þennan óskapagang og læti, þá vildi hann nú 'héldur tolla í þess- ari hlægilegu tízku fremur en vekja á sér athygli með því að gera það ekki. Venjulegur búningur herra- manna í 'Feneyjum þessar kjöt- kveðjuvi'kur var iheljarstór þrí- hyrmdur 'hattur, langnefjuð gríma úr hvítum pappír og síð svört kápa. Hurtmore lávaröur vildi ekki skera sig úr og klæddist því eins og aðrir. Þessi strangi enski lávarður hlýtur að ihafa íitið ein- kennilega út í þessu fíflagervi. Eins og ég sagði, kom lávarður- inn þeninan morgun i ■•gondólnum sí'num, með konuna sína. En hún var með Hurtmoreskartgripina í litlu töskunni undir kápunni. Og lávaröurinn sagði alvarlegur, undir Skrípagrímunni: „Hinn lærði faðir Martini hef- ur lofað mér að gera okkur þann heiður að borða 'kvöldverð hjá okkur ó mongun. Ég efast um, að nokkur maður sé færðari en hann 'I tónlistarsölgu. Og ég mælist til þess, að þú sýnir honum alveg sérstakan heiður." — Það getið þér verið vissir um, lávarður minn. Hún gat varla leynt æsingnum, sem bún var al- tekin af. Um Ikvöldmatarieytið á morgun yrði hún komin langt í burt — ýfir ilandamærim á harða spretti eftir veginum til Vínar. Veslings gamla fiflið! Nei, hún vorkenndi honum ekki nokkurn Framh. á, næstu síðu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.