Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 2

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 2
Hvorki þér né Ajax w m. ■ fá gegnhreinan, hvrtan þvott því Ajax er sjálft sjálfvirkt Ajax er blandað efnakljúfum og því óháð orku þvottavéla Ajax er gætt sjálfvirkri Þvottaorku og hreinsimætti, sem óhreinindin fá ekki staðizt. Ajax er kjörefnið í stórÞvottinn - gerir hverja flik leiftrandi hvíta. Ajax er lika tilvalið í fínni Þvotta, t. d. orlon og nælon, sem gulna Þá ekki. Ajax er rétta efnið, ef leggja Þarf í bleyti, og við forÞvott. Notið Þá Ajax og horfið á óhreinindin hverfa. í ár var endurutgefin hjá forlagi Politikens í Kaupmannahöfn bók, sem fyrst kom út fyrir nálega 100 árum, 1874. Hún var eftir þjón Thorvaldsens, C.F. Wilckens. Bókin fjallar um árin 1838 til dauðadags Thorvaldsens 1844. Auk þess er fjallað um uppruna listamannsins: „Faðir hans Gotskalk Thorvaldsen var prestssonur og af íslenzkri ætt. " Er þarna ýmislegt sagt um æskuheimili Thorvaldsens, en minningar myndhöggvarans þaðan virðast ekki allar hafa verið Ijúfar. Hér er gripið niður á nokkrum stöðum, en kaflinn um dauðdaga Thorvaldsens birtur í heild. Sem hinn fyrsti Dani var Thorvaldsen „Ijósmyndaður" 1840 meðhinni nýju tækni, Daguerre-aðferðinni. Hann hefur vafalaust verið tortrygginn á þessi tæki, því að hann bandar frá sér með vinstri hendinni á ítalskan máta. Ljósmyndir frá síðustu öld eru oft á tíðum furðulega mannlegar og eðlilegar, þegar fyrirmyndin þekkist aðeins af teikningum eða málverk- um. Hér er Thorvaldsen miklu ellilegri og hrukkóttari en til dæmis á mynd C. A. Jensens, sem máluð var aðeins misseri fyrr. — A. C. T. Neubourg: Daguerremynd af Thorvaldsen 1840. Thorvaldsenssafnið. AFMÆLISLJÓÐ til Jóhannesar Nordals, íshússtjóra Sjá forsíðu AFMÆLISLJÓÐ það.sem hér birtist, hefur aldrei verið prentað áður, en síðasta vísa þess er þó löngu víðkunn. Handrit kvæðisins er í eigu Jóhannesar Nordals, seðlabankastjóra, en það var ort til afa hans, Jóhannesar, íshússtjóra, á sextugsafmæli hans árið 1910. Er kvæðið gott dæmi um glettni og hagmælsku Þorsteins Erlingssonar, en af öllum atvikum má ráða, að hann hefur ort það samdægurs og hann flutti það afmælisbarninu. Þorsteinn var úti á gangi að morgni 8. apríl 1910. Sá dagur var afmælisdagur Kristjáns niunda Danakon ungs, og hafði hann því verið hátíðisdagur i Reykjavík um áratuga skeið, en Kristján varfyrir nokkrum árum fallinn frá, þegar hér var komið sögu. Því þótti Þorsteini það undarlegt að sjá fána við hún á mörgum húsum þennan morgun. Hittir hann þá að máli á götunni mann einn, er Jóhannes hét, og spurði hann, hverju þetta sætti. Sá svaraði samstundis, að það væri vegna þess, að nafni hans Nordal ætti sextugsaf- mæli. Hvort sem sú skýring var rétt eða ekki, varð hún Þorsteini tilefni til að yrkja þetta afmælisljóð til Jóhannesar og færa honum það seinna um daginn. Til frekari skýringar á efni þess er þess að geta, að Jóhannes Nordal reisti fyrsta íshús hér í bænum fyrir aldamótin og stjórnaði því fyrirtæki í fjöra átatugi. Var þar m.a. fryst kjöt, og áttu því margir leið í ishusiðað kaupa sér í matinn eins og fram kemur í kvæðinu. Var Jóhannes kunnur maður í bænum og vinsæll, ekki sízt hjá kvenþjóðinni, og mun hann þar ekki hafa notið kjötsölu sinnar einnar saman. Allt verður þetta Þorsteini tilefni góðláts spaugs og orðaleikja.. ©

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.