Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 15
Gasblandan er síðan látin verSa fyrir áhrifum frá orkugjafa — sólarijósi, eldingum, geisla- virkum efnum, varma, þrumum eSa hverju því, sem við getum látið okkur detta í hug — og reynt að finna þá uppsprettu, sem raun- verulega var ráðandi. í afurðum þessara efnahvarfa, sem eru tals- vert óaðlaðandi, er svo leitað eftir algengum líffræðilegum efnum — það er í sjálfu sér afar viðsjált verk, eins og sérhver, sem hefur rannsakað eina slíka ,,súpu“ mun skilja. Það er ótrúlega auðvelt að týna hári niður í efnablönduna eða snerta glerstöng _með fingr- unum. Þetta er ekki jafn augljöst og að spýta í flöskuna, en árang- urinn verður sá sami — gnægð líffræðilegra efna, en þau stafa bara ekki af frumjarðar- efnahvörfum. Með því samt sem áður að gera ráð fyrir, að mikilli nákvæmni hafi veriö beitt í rannsókninni, hver er árangurinn? Það, sem kemur mest á óvart, er það, að hvaða orkugjafa, sem okkur þókn- ast að nota, er árangurinn áþekk- ur: Amínósýrur, sumar þeirra eru hinar sömu og eru í eggjahvítu- efnunum í líkömum okkar; níkótínsýra — bráðnauðsynleg í lifkerfum okkar sem hluti af ildunar-afildunarkerfinu; kol- hýdröt, sem myndast greiðlega úr formaldehýði og slatta af lút; kjarnasýrubasar, undireining- arnar í arfgengisupplýsingakerfi okkar o.fl. Einmitt það, sem við óskuðum eftir og einmitt það, sem við erum. Vissulega samtengist talsvert af gagnslausum efn- um líka — amínósýrur, sem ekkert lifandi kvikindi hef- ur í eggjahvítuefnum sínum nú (þetta þarf ekki að tákna, að þær hafi aldrei verið það); illviðráðanlegar tjörur, fjöl- skeytingar . . . það undraverða eru ekki gagnslausu efnin, sem myndast, heldur þau, sem líkamir okkar þarfnast við efnahvörf sín og sem myndast. Samtengingarn- ar fara fram af handahófi —það er hægt að nota hvaða hlutföll, sem vera skal, af metani, ammóní- aki og vatni og raunverulega sér- hvern orkugjafa. Arangurinn hefur heldur ekki verið fenginn úr einungis einni tilraun. Til- raunirnar hafa verið margendur- teknar á síðustu 20 árum með Menn hafa gert sér furðulegar hugm.vndir um útlit vitsmunavera frá öðrum hnöttum. Þessi teikning sýnir næstu nágranna okkar, Marsbúa, gera árás á jörðina. Þessi stjörnuþoka er 4850 ljósár í burtu. Hvað skyldi vera lif á mörgum hnöttumþar? sérhverri breytingu og mismun, með nákvæmustu og áreiðanleg- ustu efnafræðiaðferðum og árangurinn hefur orðið sá sami. t. Einföld efni eru ekki fólk, þótt það séu réttu efnin. Þau verða að komast i skipulag. Tilraunir gerðar með samtengjandi efni, sem gætu hafa myndazt á frum- Nú er verið að framkvæma til- raunir, þar sem tekin eru viss fjölskeytt sambönd, leiragnir o.s.frv. til að ganga úr skugga um, hvort nokkurt þessara kerfa hafi hvataverkanir, eða hvort hægt sé að binda samtengingar' saman þannig, að flóknari (þ.e. „líf- fræðileg") uppskera komi fram. Arangur undirbúningstilrauna bendir til þess, að nokkur hvata- verkun sé til staðar. Enda þótt árangurinn sé enn óljós og ófullkominn — og enginn efnafræðingur getur rakið spor tveggja milljarða ára framþró- unar á 20 árum — bendir hann án fráviks til þess, að líf haf i kviknað sjálfkrafa á jörðunni. (Jörðin er talin vera um 4,5 til 5 milljarða ára gömul, og leifar elztu lífvera, er fundizt hafa, eru um 3 milljarða ára gamlar. Efna- fræðileg þróun, sem leiddi til lífs, hefur þvi staðið yfir í um 2 milljarða ára. Þýð.). Engin efnabreyting er háð duttl- ungum skapara (nema allar efnabreytingar séu það); séu aðstæðurnar og efnin til staðar myndu sömu efnahvörfin eiga sér stað, hvar sem er í alheiminum, af því að þau hlíta allsherjarlögmáli. Þau velja sér auðveldustu stíg- ana. Myndi líf framþróast? Þetta er háð því, hvort lif er skoðað sem sérstakur kraftur, eða sem af- leiðing efnafræðilegs skipulags. Sé það hið siðarnefnda myndi líf framþróast, hvað sem væri. á sama hátt og gerðist á jörðunni. Framhald á bls. 23. Ingimar Erlendur Sigurðsson SKÁLDA- ÆVIR ÞRIÐJA Lausnarstríði er lokið — lífið elskar blauðan; stjörnur hafa strokið stíginn myrka auðan; fönnin hefurfokið — föl er orðin rauðan; raddir flytur rokið ristum kross á dauðan ristum krossum dauðan. FJÓRÐA Segl við bláa brun, buðu: fylg þu mér í draumsins duldu lönd; FYRSTA í garði þínum greru geislar — lífsins augum. Vindar vorsins reru til veiða í grænum laugum; og dauðans bera hönd um lif þitt lukti sér og lyfti þér við hún: hins fagra skips sem fer að finna enga strönd. FIMMTA með sólir aftur sneru — slitnar upp með taugum. Að brjósti þínu beru blöðin falla í haugum; þar geislar fyrrum greru gróðursett er draugum. ÖNIMUR Vonin æ skal vaka veraldar í neyð; stjarna á þinum stjaka stafa myrka leið; brjótast skal til baka um biturt æviskeið; kyssa líf í klaka þó kosti eigin deyð. Líf þitt allt var Ijóð, leyst úr hörðum steini; úr brotum seytlaði blóð — burtfrá þínu meini. Lögðust svo íleyni Ijóðin — storknað flóð: mergur mannsins beini; minnist þín vor þjóð steypir þig i steini — steypir eigin steini. Meðfylgjandi fimm Ijóð eftir Ingimar Erlend Sigurðsson mynda öll saman eina heild. Þau eru úr nýrri bók, Ijóðabók, sem heitir ,,Ort á öxi". Bókaforlagið Kjölur gefur bókina út. Flest Ijóðin eru frumsamin, bæði rímuð og órímuð. En auk þess eru í bókinni nokkrar þýðingar, þar á meðal þýðing á löngu Ijóði eftir Walt Withman, sem birtist í Lesbókinni í haust.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.