Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 9
stór basaltdrangur í afkáralegri mannsmynd — steingjörði risinn i Mjófirði, sem varðað steini fyr- ir það, að geislar morgunsólarinn- ar hæfðu hann áður en hann náði heim f helli sinn, en þá óttaðist hann mest og ekki að ástæðu- lausu. Eða þá bjargið mikla, hátt uppi f snævi þöktum f jöllum Snæ- fjallastrandar, þar sem ungur félagi Sumarliða Brandssonar, Jón Kristjánsson, fann afdrep um stundarsakir i manndrápshríð hræðilega desembernótt 1920. Nokkrum augnablikum áður hafði Jón séð Sumarliða og hest- inn með póstpokana á bakinu, hverfa f skafli, sem lét undan fót um þeirra, og hrapa til dauða nið- ur þverhnípið og ofan á kletta- ströndina fyrir neðan. Á ógleym- anlegum degi kom ég á þennan hræðilega stað. Guðmundur, son- ur Helga, fylgdi mér. Þegar við gægðumst fyrir brúnina á staðn- umfþar sem þetta voðalega slys bar að höndum, sáum við örn langt fyrir neðan okkur, er sveif þöndum vængjum meðfram klettaveggjunum. Slysið í Snæfjöllum einstök saga í sinni röð, gefur okkur til kynna, hvílfk hætta vofði yfir fólkinu f þessum afskekktu byggðum fyrir hálfri öld. En það tók lífinu með undraverðri ró, gekk á hólm við hætturnar, án tillits til Iauna. Margir nútíma- menn, sem lifa þægilegu lífi, eru farnir að gera sér grein fyrir þvf ótrúlega, að þeir eru ekki eins ánægðir og feður þeirra og mæð- ur, er bjuggu við kröpp kjör og nutu lítilla þæginda. Guðrún er fædd í Æðey. EJinnig afi hennar, sem átti þar heim alla sína ævi. Þegar hann dó rak ekkja hans þar búskap ásamt þrem yngstu börnum þeirra. Sumarliði Brandsson var vinnumaður hjá henni í fjögur ár, til 1908. Og þegar hann fluttist í burt, gaf hún honum bezta hestinn sinn, Sörla, í þakklætissk.vni fyrir góða og langa þjónustu. Sumarliði varð póstur á leiðinni frá Isafirði til Hesteyrar 1920. Það var Sörli, sem fórst með honum hina örlaga- ríku desembernótt. Guðrún var ávallt hjálparhella okkar allra og ekki fór ég var- hluta af því. Hún þvoði fötin okk ar, matreiddi fyrirokkur hlúði að okkur, ef við urðum lasnir eða meiddum okkur og hvað, sem að höndum bar. Sama mátti segja um fjölskyldu Helga, ég lærði eitthvað af öllum. Það skipti ekki heldur öllu máli, þó að við gætum Fagranesið við bryggju f Æðey varla skipzt á orðum. Stundum fórum við í leiðangur til megin- landsins og komum ekki alltaf heim fyrr en að morgni næsta dags. Og alltaf var Guðrún tilbúin með mat og drykk handa okkur. Ég mun ávallt minnast hennar fyrir glaðalund og fórnfýsi. Frá því Helgi fór að búa f Æðey 1961 hefur æðarvarpið farið vaxandi. Æðurin fer venjulega að verpa snemmaí maí. Algengast er, að fimm egg séu í hreiðri, en pau geta orðið allt upp í átta. Kven- fuglinn fóðrar innan holu fyrir fyrstu þrjú eggin og hylur þau með grasi, er hann fer frá þeim, til að fela þau fyrir ræningjum, eins og veiðibjöllu og hrafni. Eft- ir að fjórða egginu hefur verið verpt, fer fuglinn að liggja stöð- ugt á, og það er á þessu stigi, sem kollan reytir firður af brjósti sér til þess að fóðra hreiðrið betur. í fyllingu tímans er dúninn tfndur og hreinsaður vandlega. Æðurin liggur sem fastast á eggjunum þennan tíma, yfirgefur þau helzt ekki nema hún verði fyrir ónæði eða mæti styggð. Karlfuglinn er oft nálægur hreiðrinu framan af varptímanum, en síðan yfirgefur hann allt og heldur út á sjóinn og skiptir sér ekkert af uppeldi ung- anna. Varptiminn varir einn mán- uð. Jafnskjótt og ungarnir eru skriðnir úr egginu og orðnir þurr- ir, fer móðirnin með þá út á sjóinn. Stundum finnast einstæðir ung- ar, sem bersýnilega hafa verið yfirgefnir af möðurinni vegna þess, að hún hefur mætt styggð eða þá af annari ástæðu. Til allrar- hamingju vill svo vel til, að æðar- f uglar eru oftast nær góðir fóstur- foreldrar. Oft gef ég því gætur, að vakað var yfir stórum unga- hópi af einum eðatveim fullvaxta fuglum. En það væri misráðið að reyna að koma f lækingsunga f yrir hjá æðarkollu sem lægi enn á eggjum. Svo sterk er eðlishvöt móðurfuglsins að fylgja ungan- um, sem kominn er úr egginu, að það mundi leiða til þess, að hún hyrfi frá sínum eigin eggjum og fylgdi fósturbarninu. Samt sem áður er vel mögulegt að bæta við afkvæmin öðrum ungum af svip- aðri stærð með góðum árangri. Æðurinn mundi verða öllum börnunum góð. Unga af annarri stærð ræki hún sennilega í burtu. En oft hef ég komizt að raun urn það, að lögmál náttúrunnar eru engan veginn eins ströng og menn almennt halda. Eftirfarandi at- vik, sem Helgi skýrir mér frá styður það. í desember 1969 skrifar hann mér á þessa leið: „Ég verð að segja þér frá skrýtnu atviki, sem kom hér fyrir í fyrra. Þegar að- eins fáar æðarkollur voru eftir á eynni, fundum við einsamlan, blautan unga á einu hreiðrinu. Það var farið með hann heim og hann þurrkaður. Daginn eftir var farið með hann á sjóinn til æðar- kollu með fjöra unga á líkum aldri. Kollan vildi ekki vera móðir hans og var vond við hann. En önnur æðarkolla með einn unga, um það bil einum mánuði eldri en sá litli, tók hann að sér og var mjög annt um hann. Þau voru alltaf á sjónum rétt fyrir framan bæinn. Mánuði seinna varð ung- inn veikur — og dó. í nokkra daga var kollan á ströndinni hjá hon- um, meðan hann var að tærast upp. En hennar eigin ungi, sá Framhald á bls. 23. Hannes Pétursson Hugsað til eins meistara SySri-Hóll heitir bær á Skagaströnd. Hann stendur lágt í vesturhlíS fjalls næst utan Laxár og rétt þar hjá sem hún er brúuS á þjóS- brautinni. ÞaSan beygir veg- urinn áfram út ströndina fyrir neSan HöskuldsstaSi, fornan kirkjustaS. Um Skagaströnd dreifa sér hvít bændabýli; sum standa viS sjó fram, sum viS hlíSa- rætur, og á sumardegi skreyta þessa norSursveit fagurgrænar nýræktir. Upplit hennar er meira en litiS breytt frá því fyrrum, þegar torfhúsin grúfSu sig hér og þar niSur á þurrum stöSum og ekkert vinnuvélarhljóS hafSi nokkru sinni smogiS gegnum loftiS. Skagaströnd er ekki breiS byggS milli fjalls og fjöru. Og ekki er fjallaröSin norSureftir há eSa svipmikil, en skjólleg. Þó er tign yfir Spákonufells- borg. Úti fyrir liggur hinn stóri sjór Húnaflóans allt vestur á Strandir. Á flóanum rýkur oft grá alda, og stund- um dikar löSriS á land eins og HreggviSur komst aS orSi, skáld á Kaldrana á Skaga. Og í þessari sveit jagar vetrar- hriöin oft á húsum manna. En þeir dagar koma líka, aS hvítalogn er um Húnaflóa, en himinn og sjór, nesin og víSur fjallahringurinn skipta á milli sín meS listarinnar nákvæmni öllum blæbrigSum bláa litarins. SySri-Hóll á Skagaströnd er vinalegur bóndabær. Þar er hvítt íveruhús undir græn- máluSu þaki, en út og upp í túni er trjáreitur. Laxá fellur í fyrir neSan í allmiklu kletta- gljúfri og á þá stutt ófariS til sjávar. Á SySra-Hóli bjó lengi einn meistari sem nú hefur hvílt áratug í sinni kæru hún- vetnsku mold aS Höskulds- staSarkirkju. Þar var hann lagSur í gröf, þegar hann hafSi fjögur ár um sjötugt. Þessi meistari er Magnús Björnsson, sem jafnan kenndi sig við bæ sinn og föSurhús, SySra-Hól. Eftir hann birtust þrjár bækur á árunum 1957—66, sem allar geyma sagnamál hans, og þó eru þau viSar niSur komin í þáttasöfnum, þannig aS heildarsafn verka hans er enn ekki til. Magnús Björnsson var mikilhæfur rithöfundur, tók langt fram mjög mörgum þeirra sem bera þann titil í símaskrá eSa annars staSar fyrir augum borgaranna. Hann skrifaSi ekki montstil, en fór með tunguna eins og sá einn gerir sem nemur hana meS hlust sálar sinnar, hvert orS og setningarlag, stíll hans er aldrei tilfyndni pennans sem hann ritar meS. Ýmis efnisföng Magnúsar á SySra-Hóli (og einnig sitt- hvaS í orSafari) er sótt í hina miklu óprentuSu króníku Gísla KonráSssonar, Hún- vetningasögu, sem aftur framan til er runnin frá Espólin. En Magnús beitir þeirri forníslenzku aSferS aS smiSa úr sögum annarra manna nýjar sögur meS þvi aS velja, hafna, stíla upp á nýtt og bæta viS frá sjálfum sér efni sem hann hafSi haft fyrir aS safna úr munnlegri geymd eSa heimildaritum. Hann fylgir aSferS Snorra, hann er Snorri aS rita um næstliSnar kynslóSir í Húna- þingi! Hinnar háu rökvísi mikillar sögu þarf ekki viS, þarna er alþýSan, lifir sínu innansveitarlifi. „HúsiS" hefur veriS lækkaS um nokkrar hæSir, en eigindir þess, þ.e. frásögulistarinnar, eru hinar sömu — og íslenzkan dunar. Sumir þjóSlegir söguþættir eru þannig til komnir, aS höfundarnir skáka prentuS- um æviþáttum (eSa ævisög- um) „örlaga-fólks" á skrif- borSiS fyrir framan sig og sjóSa nýja örlagasögu upp úr þeirri gömlu án nokkurrar sjálfstæSrar efnisöflunar. Þess ( stað búa þeir til alls konar sálarlífslýsingar og veður, að öllum jafnaði ofsa- veður, og auka þessu inn í gömlu örlagasöguna. Slikir uppsoðningar hafa að sjálfsögðu ekkert nýtt fróS- leiksgildi, en eru eins konar sirkus-skemmtun úr horfnu þjóðlífi. Höfundar þeirra fá yfirleitt mikiS hrós og eru hvattir til „að halda áfram á sömu braut". Söguþættir Magnúsar á Syðra-Hóli (og ýmissa ann- arra höfunda, þótt hér séu ótaldir) eru ekki á þessa lund. Þeir eru átthagafræði og sagnaskemmtun í einu. Hann fellir saman viS ritaðar heim- ildir nýtt efni sem hvergi ertil skrásett og smíðaS er úr hrá- viði munnmæla sem hann hefur lagt á sig aS safna. Fyrir því hafa þættir hans marg- háttað gildi: persónusögulegt heimildagildi um fólk á sögu- stöðvunum, staðfræðilegt gildi, málfarslegt gildi, sprott- ið af notkun tungunnar i sér- stökum landshluta, og skemmtigildi sem vaxið er af frásöguefninu, hversu það er sett fram. í fáum orðum: rit Magnúsar á Syðra-Hóli geyma þjóðleg fræSi sem rísa undir nafni. í sumar, þegar ég fór um Skagaströnd í þeim einu er- indagerðum að horfa heim til föðurtúna Magnúsar Björns- sonar, þá var verið að smíða nýja og stóra brú yfir Laxá neðan Syðra-Hóls. Hvítur timburuppslátturinn var til- sýndar eins og rislegt vira- virki þanið yfir árgljúfrið. Skammt frá sást bregða fyrir mönnum meS rauSa vinnu- hjálma, hermönnum þeirrar verklegu endurreisnar sem farið hefur eldi um allar landsins byggðir. Og geðs- legri hermannahjálma gat ég ekki hugsað mér. Þótt rauSir væru, hafði ekki fallið á þá svo mikið sem einn blóð- dropi, rauði liturinn virtist vera kominn úr hinni stóru málningardollu morgunsólar- innar. Já, þei.r voru að smiða steinbrú yfir Laxá. En nú var enginn Magnús lengur á Syðra-Hóli sem fylgdist með því verki úr túni sinu. Það var leitt, því hann var mikill brú- arsmiSur. AS visu brúaSi hann aldrei nein straumvötn, en móðu sem gefur þeim ekki eftir: móðu tímans. Hún hef- ur oft veriö brúuð og á mörg- um stöðum. Magnús brúaÖi hana þarna á ströndinni við austanverðan flóann og i dalabyggðunum hið næsta. í nóvember 1 973

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.