Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 18

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 18
Velgengni mín í Rúmeníu voru stúlkurnar, sem tóku til á herbergjunum, allar í gulum sloppum, en þjónustustúlkurnar í veitingasölunum þær lægra settu, allar í bláum sloppum. Stjórnendur, kallar sem konur klæddust svörtum fötum. Þetta er áreiðanlega mjög einföld aðferð til að gera fólkinu sjálfu, svo og öðrum, ljóst, hvar það stendur í þjóðfélagsstiganum. Skftur er mannsins megin ... Mér sýndust dúkar, borð- búnaður, rúmfatnaður og húsa- kynnin vera prýðilega hreinleg en sú skoðun kom fram, að á þessu sviði væri athyglisgáfu minni áfátt og ekki mark á skoð- un minni takandi. Það var einn morgun, að ég var uppi fyrir allar aldir, svo sem venja mín er eða eitthvað um sjöleytið, og fór út á svalir að viðra af mér svefninn. Gegnt svölunum var portið, þar sem matföng voru tekin inn fyrir eldhúsið. Þetta var steinsteypt port, líkt og í fiskmóttöku, frysti- húsanna, nema þarna var ýmis- konar kassadót og ekki sérlega snyrtilega um portið gengið. Þennan mogun stóð í portinu bíll, fullhlaðinn ís. isinn var í stórum drönglum, aflöngum og köntuð- um. Auðvitað þurfti að mylja þennan is til notkunar í eld- húsinu og borðsölunum. Til þess var notuð að mfnum dómi heldur frumstæð en áreiðanlega mjög ódýr aðferð. Þarna kom kona, mikil um sig eins þær gerast margar þarna. Hún byrjaði að tína fsdrönglana af bílnum, hóf hvern og einn yfir höfuð sér, og dengdi honum af miklu afli ofan i stéttina. Þannig tók hún oftast þrjá, hvern á eftir öðrum, og var þá kominn við fætur hennar all- stór hrúga. Hún sópaði nú betur að hrúgunni með fætinum og var égnúfarinn að bfða spenntur eft ir framhaldinu. Ég þóttist vita, að það myndi koma mér á övart, og þýðingarlaust væri að gizka á, hvað það yrði enda reyndist það svo. Mér hefði aldrei dottið í hug sú aðgerð, sem notuð var til að mylja ísinn meira. Það er nú svo, að manni sést oftast yfir ein- földustú aðferðirnar. Þegar kon- an hafði sópað vel að hrúgunni með fætinum hóf hún sig á loft og stökk upp á hrúguna. Þessum stökkum hélt hún áfram þar til ísinn var nægilega mulinní hrúg- unni. Þanníg réðist hún á hverja þrjá dröngla í senn þar til allur fsinn af bílnum var fullmulinn og þá borinn inní eidhús. Þeir gengu vasklega að björgunarstarfinu. ■<r -r ^)M Hinn eitraði þjóðardrykkur — Það er mjög algengt í Rúmeníu- ferðum, að fólk fái magakveisu, og stundum hættulega kveisu, eins konar blóðkreppusótt eða eitthvað af því tagi. Menn hafa kallaðþettamatareitrunog getur það nú verið, að í matnum séu einhverjir þeir gerlar, sem okkar líkamar hafa ekki aðlagast, en ekki er ég þeirrar skoðunar.Ekki heldur er ég þeirrar skoðunar, að þessi algenga eitrun orsakist af skorti á hreinlæti, það er slark- andi þó að gloppur finnist. Ég er sannfærður um, að þessi gerill eða gerlar sem sýkir íslendinga, er f þjóðardrykknum, múrfat- lavfninu. Þetta hefðu ferðaskrifstofu- menn hér átt að vera búnir að uppgötva fyrir löngu. Þetta er einhvers konar þrúguvín, svipar til hvítvíns á lit, en er þykkara og sterkara, og hreint ekki ósvipað gambranum.sem hér var bruggað ur um skeið og mörgum varð bum bult af. Múrfatla er borið með mat allar máltfðir. Fáir eru svo miklir bindindismenn, að þeir sulli ekki í sig borðvínum með mat, og þetta gutl drukku því flestir. Það var svo sem ekki mikið magn, eins og þrjú glös yfir dag- inn, en nægilegt vafalaust ef það hefur verið eitrað, sem ég held. Ég þambaði þetta sull líkt og menn drekka bjór í bjórlöndum. Þetta er nógu sterkt vín til þess, að víndrykkjumenn unasæmilega við sitt án þess að verða drukknir. Það fór líka illa fyrir mér um það lauk, þó ekki hlutfallslega jafnilla og ég drakk meira en aðrir af þessu sulli, enda væri ég þá dauð- ur. Það var á þriðja eða fjórða degi dvalarinnar, að íslenzku kon- urnar á Ðóína ákváðu að bregða sér niður í Constanta að skoða í búðir. Ég var þá enn eini íslenzki karlmaðurinn í þeirra fylgd, og þær nenntu ekki að flækjast með mig nöldrandi, og skildu mig eftir og ég sætti mig við það möglunar- laust, þó að þetta væru allt bráð- skemmtilegar konur. Eins og flestir íslenzkir karlmenn hafði ég dýra reynslu af því, að vera stöðvaður við hvern búðarglugga ogspurður: — Hvernig lizt þér á þetta — og síðan aldrei gert neitt með álit manns, sem venjulega er á einn veg — illa —. Ég fyigdi konunum glaður og morgunhress út i bílinn kl. 8.30 um morguninn og fór síðan uppá herbergi mitt að hafa það huggu- legt. Sólin var farin að skína á svalirnar. Ég átti fulla flösku af múrfatla, og daginn áður hafði ég orðið mér úti um tiltölulega nýlegt blað af Observer í dollarabúð. Framtíðin var óneitanleg björt. Ég tók sess- una úr sófanum og lagði hana á svalirnar, opnaði flöskuna, og setti hana við hlið mér. Sólin skein heitt á mig en ekki um of, og ég byrjaði að lesa, þó getur ver- ið, að ég hafi byrjað á að fá mér sopa úr flöskunni. Mér finnst það líklegra, þó að ég muni það ekki. Eg var ekki búinn að liggja þarna í vellíðan nema svo sem hálftíma, þegar innantökurnar byrjuðu.Eg er ýmsu vanur i innan tökum. Eg va'r alla mfna sjómanns tíð mjög sjóveikur og eins af orsökum. sem ég ekki nefni, en öðru eins og þessu hef ég aldrei kynnzt. Aðdragandinn var ekki langur. Kvalirnar náðu hámarki á örskotsstund og þvílíkar kvalir. í marga klukkutima, var ég ekki klár á, hvort innyflin ætluðu held- ur uppúr mér eða niður úr mér nema hvorttveggja yrði. Égkunni engin ráð við þessum ósköpum. Menn kalla ógjarnan á hjálp, þó að þeir fái kveisu, eða það var að minnsta kosti ekki til siðs vestra i mfnu ungdæmi. Þjóðarstolt mitt bannaði mér að auki, að kalla á erlendan lýð til að standa yfir mér í þessari óvirðulegu veiki. Ég engdist því einn með sjálfum mér þar til konan kom um fjögur leytið um daginn. Hún vildi reyna að hafa upp á lækni, en áður en það yrði, komu þeir í heimsókn islenzku leiðsögumennirnir — miklir ágætis menn sem Iögðu nótt við dag að bjarga því, sem bjargað varð. Þeir voru ný- komnir ofan úr fjöllunum með hóp manna, og voru nú að huga að því, hvernig við hefðum það á Döína. Þeir áttu lyf, sem plúrinsúlfa kallast og gáfu mér það, og tók mérþá heldur aðlétta. Þjáningar mínar voru þó nokkuð uppstyttu- lausar hartnær sólarhring. En það þótti mér þó sýnt eftir fyrstu klukkustundimar, sem voru harð- astar, að ég myndi halda lífi. Ekki náði ég fullri heilsu þennan rúm- Iega hálfa mánuð, sem eftir var af dvalartimanum, og enn tveimur mánuðum siðar finn ég merki eitrunarinnar. Það er kannskí til marks um, hversu heiftarlega ég hef veikzt, að blóðsökk tekið hér heima var 40 (mm) en er normalt 10 — 15. Ég var eins og gangandi beinagrind, þegar ég kom heim og því rekinn milli sjúkrahúsa í rannsókn, en að mér fannst ekk- ert nema merki um mikil en af- staðin veikindi. Ég er ekki hissa á því, þó að fólk, sem er eitthvað veitl, hrökkvi uppaf f þessum fjanda enda sagt að dæmi séu um duaðsföll. Það voru flestir eitt- hvað lasnir í þessari ferð, en mis- mikið, en þeir ekkert, sem drukku ekki annað en sterkt vín. 1 ferðinni á undan hafði tekið í hnjúkana með magakveisuna, mér skilst það hafi veikzt uppund- ir 100 manns og sumir mjög alvar- lega og nokkrir verið sendir fár- sjúkir heim. Sjóferðasaga mín við Svartahaf var mér til mikillar sæmdar lengi vel, en framgjarnir baðverðir bundu enda á þennan frægðarfer- il og garpskapur minn naut sín ekki eftir það. Svartahafið er mjög salt haf, og þess vegna er mjög léttaðsyndaiþví. Þaðþarf aðeins að hreyfa lítið hendurn ar til að fljóta liggjandi á bak inu. Auk þessa er sjórinn mjög hlýr eða fannst mér, kannski af þvi að ég er illu vanur. Spánarfarar voru á móti þessu ágæta hafi, og sögðu að þaö væri bæði kalt og mengað olíu. Það kann rétt að vera, að þarna hafi sést svartolíublettir síðustu dagana; ég sá þá ekki. Hins vegar var sjórinn Ijótur, af því að í honum er svo mikill þör- ungagróður, að hann er kolmó- rauður, eins og drullupollur. Úr hinum mikla þörungagróðri þessa hafs vinna Rúmenar einmitt hin frægu lyf sín, Gerovital og Asla- vital, eða svo var mér sagt. Ég held ekki, að sjórinn hafi verið mengaður neitt að ráði, enda er þarna all-mikill straumur með- fram ströndinni. Ekki held ég að skolpleiðslur frá hótelunurp hafi legið þarna til sjávar lfkt og sagt er að sé á baðströndinni á Costa del Sol. Sem sagt ég kunni vel við mig í Svartahafinu. Flesta daga var það, á þessum dvalartima mínum, að öldugjálfur var við ströndina og jafnan uppi flagg, sem merkti, að fólk mætti ekki fara lengra í sjó fram en rétt að ösla f flæðarmálinu. Vegna mikils útgrynnis freyddi úr þessari litlu landöldu, langt út og úr fjarlægð leit þetta út eins og almennilegt brim. Það reyndist þó ekki merkilegra en svo, að ekki meiri sundkappi en ég átti auð- velt með að svamla útí í gegnum það, með þvi að stinga mér nógu djúpt i ölduna. Síðan lagðist ég á bakið og lét ölduna bera mig aftur til lands. Þar sem hættumerkin voru alltaf uppi, var stöku sinn- um flautað á mig, en annars var ég alltaf látinn afskiptalaus, enda langt frá þvi, að þetta væri hættu- legur leikur fyrir sæmilega synt- an mann og vanan busli. Það var svo einn af síðari dög- unum mínum þarna í Neptún, að ég er við þessa iðju mína. Kunn- ingi minn einn var kominn til Neptún, þegar þetta var og sat uppi í kambinum og fylgdist með mér allan tímann. Hann vissi vel, að ég var að leika mér, og að það var engin hætta á ferðum. Nú sem ég mara þarna í hálfu kafi á bak- inu og kannski, að því er séð varð, hreyfingarlaus, þá veit ég ekki af fyrr en á mig ræðst maður og í sömu andrá tveir aðrir. Ég hafði ekkert fylgzt með því, sem var að gerast uppi á kambinum og árásin kom mér því algerlega á óvart. það skildi ég þó strax, að mennirnir vildu mér ekkert illt heldur voru að ,,bjarga“ mér. Það kom því ekki til átaka. Ég hafði verið kominn svo ná- lægt landi, að það var ekkert sem þeir gátu synt með mig, og strax og þeir höfðu fjöruna undir fót- um hófu þeir mig á loft og runnu sprett mikinn með mig upp allan kambinn og inní sjúkraskýli, sem þar var. Ég er enn að dást með sjálfum mér að röskleika mannanna. Þjálfun þeirra var til fyrirmynd- ar, þó að dómgreindinni væri greinilega eitthvað ábótavant. Líkast til eru velþjálfaðir björg- unarmenn hættulegir. Þeir geta fegnið björgunaræði. Á örskots- stund voru „björgunarmenn" mfnir komnir með tæki til að dæla upp úr mér, þegar í sjúkraskýlið kom. En þá hafði ég nú fengið nóg af leiknum og bað þá hætta sinni björgun, enda fengju þeir ekki annað uppúr mér en kannski.ein hverja lögg af múrfatla. Þessi „björgun" var mér merklleg lífsreynsla. Það hefur ekki skipt nema sekúndum frá því þeir gripu mig í sjónum og þangað til ég var kominn uppí sjúkraskýli og þeir komnir með dæluna. Eg held ekki, að þetta hafi verið neinn leikaraskapur. Þeim sýnd- ist ég vera að drukkna og voru sannfærðir um, að þeir hefðu bjargað lífi mínu. Ég rakst á einn björgunarmanninn nokkru seinna I almenningsvagni. Hann ljómaði allur, þegar hann sá mig, og hvað ég, sem hann hafði hrifið úr greipum dauðans, var orðinn hress. Ég vona þeir fái allir orður. Nærri búinn að myrða þýzka kell- ingu Það var ólag á lyftunum á Dóína. Ymist fóru þær á stað með ósköpum eða stóðu kyrrar í ótíma. Mér lánaðist nú einum manna um þetta leyti, að lokast inni í lyft- unni, og mátti dúsa þar í hálf- tíma, meðan viðgerðarmenn glímdu við að opna. Versti ókost- ur við þessar lyftur var þó sá, að þær lokuðust með lífshættulegum krafti. Bókstaflega skullu aftur eins og vargakjaftar. Og svo fljótt að ef þrír ætluðu í lyftuna mátti búast við að hurðirnar skyllu á þriðja manninn væri ekkert gert. Þetta olli meiðslum vissi ég. Það var hægt að fyrirbyggja þessa snöggu og ótimabæru lokun, með því, að sá, sem fyrstur færi inn, héldi fingri á hnappinum meðan allir voru að koma sér inn. Nú er það eitt sinn, að ég er einn kom- inn í lyftuna, og sá að á eftir mér kemur gömul kona trítlandi. Hún hikar við að fara inn, hefur þekkt lyftuna og átt von á að hún væri í þann veginn að skellast aftur. Ég brosi framan í hana og styð á hnappinn til að halda dyrunum

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.