Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 3
C.F. Wilckens SÍÐUSTU ÁR THOR VALDSENS Bókarkaflar. Sveirín Ásgeirsson þýddi Sunnudagsmorgun nokkurn kom fátæklega klæddur maður, en hreinlegur og snyrtilegur, og spurði, hvort hann myndi geta fengið að tala við Thorvaldsen. Ég spurði hannn um erindið, og hann svaraði: „Eg er ekki kominn til að biðja Thorvaldsen um neitt, en mig langar til að vita, hvort við, eins og ég býst við, séum eitt- hvað skyldir, þar sem ég er fædd- ur íslendingur og heiti Thorvald- sen.“ Hann var brúarvörður við Knippelsbrú og var um fimmtugt. Þegar ég sagði Thorvaldsen þetta, sagði hann: „Leyfið mann- inum að koma inn.“ Þegar ég hafði fylgt honum inn, bauð Thor- valdsen honum þegar sæti við hlið sér i sófanum. Hann var meira en klukkutíma inni hjá Thorvaldsen, sem hlustaði af mik- illi vinsemd á ættartölu hans, sem virtist allflökin. Meðan á samtal- inu stóð, sagði Thorvaldsen já við öllu, sem maðurinn sagði, og er þeir kvöddust, spurði hann, hvort hann þarfnaðist einhverrar að- stoðar. En þá sagði brúarvörður- inn: „Nei takk! Ég hef stöðu, sem nægir mér vel til að lifa af, en mig langaði aðeins að ræða við yður, herra konferenzráð, um fjöl- skyldutengsl okkar.“ Thorvaldsen bauð honum að heimsækja sig, hvenær sem hann langaði til. Hann væri alltaf vel- kominn. Hann kom einnig annan eða þriðja hvern sunnudag. Einu sinni, þegar hann var farinn, spurði ég Thorvaldsen, hvort hann hefði beðið hann um pen- inga? „Nei,“ svaraði Thorvaldsen, „en hann vill gjarna vera skyldur mér, og úr því að það getur glatt hann, þá get ég gjarna leyft hon- um að standa i þeirri trú, þótt ég fái ekki skilið, að við getum á nokkurn hátt verið skyldir." Þeg- ar hinn háttvísi íslendingur kvaddi, var hann alltaf mjög þakklátur fyrir að hafa fengið að koma inn, og það skeði oft, að ég varð að vísa burt tignum gestum, meðan hann var í heimsókn, því að Thorvaldsen mátti ekki til þess hugsa, að þessum almúgamanni yrði misboðið á neinn hátt. Dag nokkurn, þegar veðrið var skínandi gott, spurði ég Thorvald- sen, hvort hann vildi ekki fara í gönguferð, sem hann gjarna vildi. Þegar við vorum komnir út á torg- ið, sagði hann. „Hvert eigum við svo að ganga, Wilckens?“ „Hefði konferenzráðið ekki gaman af því að ganga til Knippelsbrúarinnar og horfa á Thorvaldsen að starfi?“ spurði ég. „Þetta var prýðileg hugmynd hjá yður,“ svaraði Thorvaldsen glaðlega. „Jú, þangað skulum við fara!“ Þegar við komum að brúnni, sá ég islendinginn strax og sagði við Thorvaldsen, að við gætum vel gengið yfir brúna án þess að láta bera á því, að við hefðum tekið eftir honum. En þá sagði Thor- valdsen: „Nei, Wilckens, hann er svo oft búinn að heimsækja mig, að nú vil ég heimsækja hann í staðinn." Og síðan gengum við til hans, sem var í einkennisbúningi sínum sem brúarvörður. Thorvaldsen greip í hönd hans og þrýsti hana, en maðurinn fór allur hjá sér. Brátt komst þó sam- tal þeirra í fullan gang og tók svo langan tima, að ég varð að trufla það, því að annars hefði safnast um okkur múgur manns, þar sem allir hefðu undrast það, hvað það væri, sem Thorvaldsen væri að ræða við brúarvörðinn um. Þegar við héldum áfram göngu okkar, spurði ég Thorvaldsen, „hvort konferenzráðið vildi nú ekki, úr því að við værum svo nálægt húsi J. L. Heibergs, etats- ráðs, fara i heimsókn þangað, þvi að þar hefði hans lengi verið vænzt.“ Thorvaldsen leizt vel á tillögu mína, en þegar þangað var komið, var frúin ekki heima, og etatsráðinu, sem reyndi að vekja athygli Thorvaldsens á stjörnu- fræðitækjum sinum, tókst það ekki betur en svo, að Thorvaldsen leiddist bersýnilega. Þegar við vorum komnir heim, sagði Thorvaldsen: „Nú vil ég þakka yður kærlega fyrir það, Wilckens, að þér fylgduð mér til mfns ágæta nafna.“ „Já,“ svaraði ég, „nú getur fólk ekki sagt, að þér gleymið hinum óbreytta manni, af því að þér eruð hinn mikli maður.“ „Eg skal segjayður það, Wilckens,” svaraði Thorvald- sen glettnislegur á svip, „að ég get ekki neitað því, að ég hafði miklu meira gaman af heimsókn- inni til brúarvarðarins.“ — 0 — Oft hitti Thorvaldsen Lars Lar- sen, skipasmíðameistara hjá . C. Kjerulff, hæstaréttardómara, og áttu þeir það oft bæði ánægjulegt og dapurt tal saman um æsku Thorvaldsens og um foreldra hans, en Larsen þekkti vel að- stæður þeirra, þar sem faðir Thorvaldsen hafði unnið hjá hon- um. Larsen minntist einnar heim- sóknar til þeirra á mjöghyggileg- an hátt. Faðir Thorvaldsen hafði ekki mætt til vinnu i marga daga, og Larsen fór þess vegna sjálfur heim til hans í Dronningens Tværgade, þar sem þau bjuggu hjónin í mjög fátæklegri íbúð i bakhúsi. Hann kom að móður Thorvaldsens í mjög dapurlegu ástandi. Faðirinn var ekki veikur, en að gamalli venju hafði hann farið út með slæmum vinum, sem leiddu hann með sér í svallið. Hún bað Larsen að reyna að koma vitinu fyrir hann, sem hann lofaði að gera og gerði einnig, þó að það bæri ekki mikinn árangur. Daginn sem Larsen hafði sagt Thorvaldsen frá þessari heim- sókn, kom hann heim í mjög döpru skapi. Ég spurði hann um ástæðuna til þess, og hann sagði mér hreinskilnislega, eins og hann gerði alltaf, þegar eitthvað var honum á móti, frá þessu sam- táli þeirra Larsens. Hann sagði ennfremur, að þeir hefðu ákveðið að hittast á ákveðnum tima á Larsens Plads. Ég fylgdi honum þangað, og þegar við komum á staðinn, kom Larsen og tók vinsamlega á móti okkur. En Thorvaldsen varðstrax alvarlegur á svipinn og sagði: „En hvað allar minar æskuminningar birtast mér Ijóslifandi!“ Hann þekkti strax staðinn þar sem faðir hans hafði unnið við það starf, sem Thorvaldsen hafði oft hjálp- að honum við og stundum til að lagfæra verk hans. Larsen fylgdi okkur til nokkurra fátæklegra ibúðarhúsa við Amaliegade. „Hér,“ sagði Larsen, „hafa for- eldrar yðar einnig búið.“ Þá kvöddum við, en Thorvaldsen bauð Larsen að heimsækja sig á næstunni, sem hann og gerði. — 0 — Thorvaldsen voru það mjög kærar dægrastyttingar siðustu ár- in, sem hann lifði, að taka sér göngu til safnsins síns og skoða sig um þar. Það var dag nokkurn, þegar við komum þangað, að nokkrir verka- menn voru að vinna við steypu í gryfju í miðjum garðinum. Þegar Thorvaldsen kom þangað, fóru allir verkamennirnir upp úr gryfjunni, en hann gekk alvarleg- ur i bragði og þögull i kring og síðan niður í gryfjuna. Þetta vakti forvitni mina og þeim mun frem- ur sem Thorvaldsen var vanur að vera rnjög skrafhreifinn og gekk með mér og talaði um bygginguna við mig. Ég hugsaði með sjálfum mér, hvort þetta ætti að verða brunnur, og spurði húsbónda minn um það, en bætti því við um leið, að mér fyndist það vera illa til fundið svona í miðri dýrðinni allri. „Já, Wilckens," svaraði Thor- valdsen, „Bindesböll hlýtur að hafa sínar ástæður til þess.“ Stuttu síðar sagði Thorvaldsen mér, að hans æðsta ósk hér á jörð væri að fá þessa gröf sem sinn hinsta hvílustað. „Og þá gæti ég einnig“, bætti hann við brosandi, „gætt þess, að þeir fari vel með verk mín.“ Þessa ósk fékk minn kæri húsbóndi, svo sem öllum er kunnugt, einnig uppfyllta. Daginn fyrir andlát sitt var Thorvaldsen ekki vel fyrirkallað- ur til vinnu, og hann var ekki í góðu skapi. Þó ákvað hann að fara í heimsókn til Friðriks krónprins (7.). Á leiðinni þangað hittum við barónsfrú Stampe. En þar sem Thorvaldsen tók ekki eftir henrii, beindi ég athygli hans að henni, en hann svaraði: „Mig langar ekki til að tala við hana í dag. Höldum áfram." En þar sem barónsfrúin hafði komið auga á okkur, kom hún þvertyfir götu og stakk upp á því við Thorvaldsen að koma á göngu með sér, sem hann hafnaði Hér er Thorvaldsen málaður í allri sinni dýrS sem konferenz- ráS, svo sem vera ber, þegar um svo opinbera pöntun á málverki var aS ræSa, eins og í þetta skipti. Myndin var nefnilega ætluS hinu konunglega málverkasafni i FriSriks- borgarhöll, þar sem hún ennþá er. Thorvaldsen er klæddur einkennisbúningi Frönsku listaakademíunnar í Rómaborg, og er hann i safni Thorvaldsens. Hann ber hiS bláa band stórkrossins ásamt 14 dönskum og erlendum orSum. Thor- valdsen var ekki gefinn fyrir tildur, en eins og J. M. Thiele segir í ævisögu sinni: „Thorvaldsen leit á orSuskraut sem skartgripi, sem hefSu almennt gildi og hægt væri aSskreyta sig meS viS ákveSin tækifæri, þegar maSur væri meSal sliks fólks." SöfnunarástríSa Thorvaldsens kom einnig í Ijós varS- andi orSur, og hann sýndi þærgjarna, eins og allt annaS, sem hann átti. Styttan til hægri er frumgerS aS Nemesis-mynd, sem er í Prins Jörgens Gárd viS Christiansborg. Hún vargerS 1839. MálverkiS var málaS af C. A. Jensen. Fredriksborg. Þegar Thorvaldsen fluttist alfarinn frá Rómaborg 1838, varS ástkona hans og móSir barna hans, Anna Maria von Uhden, eftir þar. Hún var itölsk, fædd Magnani 1772, en giftist prússneskum sendiherra, von Uhden, sem hún skildi við eftir að hafa kynnzt Thorvaldsen. Hún eignaðist tvö börn með Thorvaldsen, soninn Carlo Alberto, sem dó 5 ára gamall 1811, og dótturina Elisu, sem Thorvaldsen gekk siðar að öllu leyti i föður stað. Anna Maria og hann höfðu þó fjarlægzt hvort annað, löngu áður en hann fluttist frá Rómaborg, en eftir það fékk hún lífeyri reglubundið greiddan frá listasafni hans í borginni. Hún lifði Thorvaldsen og dó tveimur árum síðar, 1846. Teikninguna gerði J.A. Jerichau i Rómaborg um 1840. Hún er í Thorvaldsenssafni f Kaupmannahöfn.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.