Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 11
*♦»***♦«*♦*. %*•***■ •• "NIN TEIKN OG SKRIFA Hér er sungið úr jólabókinni. Teiknarinn heitir Iris Jónsdóttir, er 10 ára og á heima á Brekku- stfg 1, Sandgeröi. agan af litlu dósinni Einu sinni var lítil dós, sem st svo mikið af því hún varð alltaf að vera lokuð inni í p. Einu sinni sagði dósin: Það er sko ekkert gaman að vera alltaf lokuð hérna inni, enda eru hinar dósirnar alltaf að stríða mér. En þegar hún hafði sleppt orðinu opnaðist skápurinn og inn kom hönd, sem tók dósina og hellti úr henni öllu sem í henni var og lét svo dósina upp á hilluna. Þá sagði dósin: Það er svo gott að vera búin að komast út úr ská pnum. Svava Bjarnadóttir, 9 ára. Linda Björk Harðardóttir, Hólabraut 7, Hafnarfirði er aðeins 7 ára. Hún sendir þessa fallegu teikningu og segir: Ég sendi þessa mvnd af lítilli telpu, hún er sofandi f rúminu sfnu og bangsinn liggur á gólfinu. Engiliinn vakiryfir litlu telpunni og passar hana á jólanótt. Asa, Rósa og Gógó fá hér með birtar af sér þessar ffnu myndir, en teiknarinn er 7 ára og heitir Helga Daníelsdóttir. Hér erum við komin í kirkju og teiknarinn er 7 ára: Una Margrét Jónsdóttir, Ljósvalla- götu 32 í Reykjavík. Systurnar Einu sinni voru fátæk hjón. Þau áttu tvö böm, 12 ára stúlku og aðra fimm ára. Eldri dóttirin var fjarska óánægð og óþekk við foreldra sína, en systur sinni var hún samt fjarskalega góð. Yngri systirin var aftur á móti gott barn. Nú voru að koma jól og samt lá jafnvel ennþá ver á eldri systur- inni en venjulega. Leiksystkin hennar höfðu nefnilega sagt henni að hún fengi líklega enga jólagjöf vegna þess að foreldrar hennar væru svo fátæk að þau hefði ekki efni á að gefa nema eina jólagjöf og hana fengi yngri systirin af því a ð hún væri alltaf þæg og góð. Svo þegar aðfangadagur rann upp lokaði eldri systirin sig inni í herbergi og grenjað frekjulega og hugsaði ekkert fallegt. Um kvöldið þegarjólin svo gengu í garð voru tveir litlir, en fallegir jólapakkar undir litla gervijólatrénu. En það sá ekki eldri systirin, af því að hún vildi ekki koma út úr her- berginu. Yngri systirin kom og kyssti foreldra sina og fékk pakkann sinn. Hún fór með hann inn til sín. Svo kom hún fram aftur og lét hann aftur undir litla tréð. Hún var búin að skipta um merkimiða. Svo fór hún og kallaði á eldri systur sína: „Systir mín góð, komdu fram. Þú átt tvær jólagjafir undir fallega jólatrénu okkar". Stóra systir varð alveg hissa og kom fram. Þá sá hún gjafirnar. Hún opnaði pakkana. í öðrum þeirra var fallegt dúkkuhús með litlum dúkkum og alls konar húsgögnum búnum til úr eldspýtnastokkum. í hinum pakkanum voru skautar. Mikið var hún hrifin. En hvað fékkst þú litla systir spurði hún. Ég fékk ekki neitt, svaraði litla systir. Ég er bara ánægð yfir þvi hvað þú ert glöð. Þá sagði pabbi þeirra. Litla systir var svo hrygg yfir hvað þú varst leið á jólunum að hún gaf þér sína gjöf. Þá fór stóra systir að hugsa, hugsa um hvað hún hafði verið ósanngjörn og vond. Svo faðmaði hún pabba sinn, mömmu sína og litlu systur og ákvað að vera alltaf góð og glöð. Margrét Björk Jóhannesdóttir, Hraunbæ 86, Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.