Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 21

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 21
HVAÐA BREYT- INGAR TELUR ÞÚ LÍKLEGT AÐ EIGI SÉR STAÐ HJÁ OKKUR Á NÆSTA ÁRI? Hjalti Pálsson, fram kvæm dast jóri Mér þykir líkiegast, að verð- bólga fari vaxandi hérlendis. Mig uggir, að hér verði áfram skortur á vinnuafli óg verulegar hækkanir gerist á stórum, þýðingarmiklum vöruflokkum. Stórlega aukið fjármagn mun þurfa til alls atvinnurekstrar, ekki sfzt til útgerðar, þvf að olía og veiðarfæri eru þegar tekin að hækka ískyggilega ntikið. Mér kæmi ekki á óvart ef gengi krönunnar yrði breytt, en máske aðeins gagnvart einum eða fáum gjaldmiðlum. Afkoma fólks mun verða sæmileg, enda mikil at- vinna. En þó að árið verði efalaust mikið veltuár hækkar ábati varla að sama skapi, þvf að tilkostnaður mun aukast verulega. Frá mínum sjónarhóli og annara samvinnumanna er ekki ástæða til að kvíða því sem fyrir höndum er á árinu. Eins og endra- nær munu landsmenn finna traust og hald í samvinnufélags- skapnum. . Um íslenzk stjórnmál vil ég litlu spá. Þar eru ekki allir gæðingar ganghreinir og óvísl hvort þeir liggja skeiðið á enda. Og þá getur vel farið svo að til kosninga komi. Annars fer líklega bezt á því að spá sem minnstu um framtíðina. Á þessum órólegu og óvissu dög- um geta hinir voveifilegustu at- burðir gerst fvrirvaralaust, og þá er eins víst, að spár vorar reynist ekki annað en það sem þær eru í svipinn, tómar spár. ■. Sigrún Pálsdóttir, nemandi í MR Ég tel að helztu breytingar á næsta ári verði vegna þess orku- skorts, sem nú er í heiminum og ekki er neitt stundarfyrirbæri að mfnum dómi. Afleiðingar hans v.erða vafalaust margvíslegar, jafnt hjá okkur íslendingum sem öðrum. Hér á landi verður lögð aukin áherzla á nýtingu eigin orkulinda, svo sem vatnsorku og jardhita, og reynt að hraða framkvæmdum eftir megni. Einn- ig held ég, að þessi orkuskortur eigi eftir að breyta viðhorfi fólks mikið, sérstaklega til neyzluþjóð- félags nútímans og allra þeirra tilbúnu þarfa, sem því fylgja. Af öðrum breytingum finnst mér líklegt, að bandaríski herinn hverfi að einhverju eða öllu leyti á brott seinni hluta ársins. Ég álít, að fólk muni almennt vera hlynntara því en áður vegna auk- ins skilnings á nauðsyn sjálf- stæðrar stefnu gagnvart stórþjóð- um sem Bandaríkjamönnum. Björn Matthíasson, hagfræðingur Mér lfzt svo á, að velmegunin frá árunum 1972 og 1973 haldi ekki áfram á næsta ári með sama takti. Viðskiptakjörin við útlönd rýrna líklega mikið vegna hækk- aðs innflutningsverðs, en útflutn- ingsverð mun ekki hækka að ráði. Orkuskorturinn getur valdið miklum santgönguerfiðleikum við útlönd, sent hafa skaðleg áhrif á þjóðarframleiðsluna. Svo þykja mér stjórnarskipti á næsta ári lík- leg, ef ekki er þegar komin stjórn- arkreppa, er þessi lesbók kernur út. Ólafur Sigurðsson, blaðafulltrúi Það er erfitt að spá urn þessi áramót. Óvissa er nú rnikil um framtíðina. Ef orkuskorturinn heldur áfram má búast við keðju- verkunum. sem erfitt er að sjá f.vrir endann á. Þegar orkan minnkar fæst minna af hráefn- unt, sem þá verða dýrari. Minni hráefni þýða minni vinnu, sem leiðir af sér minni kaupgetu. Þá minnkar eftirspurn og verðlag lækkar, svo sent á okkar útflutn- ingsvörum. Þá má búast við þvi, að eftir- spurn eftir orku á íslandi verði ekki ýkja mikil fráerlendum aðil- um, fyrr en séð er, hver framtið- arþróun orkumála verður. Okkar örlög eru að mestu háð ástandinu i nágrannalöndum okkar. Sumir halda þvi fram, að hér sé að koma i ljós skammsýni iðnrikja Vesturlanda í meðferð á auðlind- um veraldar. Eitthvað er til i þvf, en meginatriðið er samt það, að Arabarfkin eru að neyða alla aðra til að gera breytingar á orkunotk- un sinni, sem hefur djúpstæð áhrif á allt atvinnulíf og lifnaðar- hætti. Þeir eru nú að neyða aðrar þjóðir til að gera þessar breyting- ar á skemmri tima en framkvæm- anlegt er. í stað eðlilegrar þróun- ar verður þetta að ske með bylt- ingu. Það er ekki öruggt að hag- kerfi heimsins þoli það. i i Dr. Olafur Ragnar Grímsson, próf. Á næsta ári ntun koma skýrar i Ijós, að íslenzka flokkakerfið er að fara i gegnum skeið töluverðra breytinga. Þessar bre.vtingar eru af ýmsum toga spunnar. Ný for- ystusveit hefur tekið við Sjálf- stæðisflokknum. Næsta ár mun sýna í fyrsta sinn, hvernig henni tekst að varðveita þá fylgisbreidd flokksins, sem var meðal helztu ávaxta af stjórnmálaerfiði Ólafs Thors og Bjarna Benediktssonar. Átökin innan Framsóknarflökks- ins milli hægri og vinstri armsins munu vafalaust halda áfram að taka á sig ýntsar fjölþættar mynd- ir. Hið komandi ár mun liklega skera úr urn það, hvers konar f lokkur Framsóknarflokkurinn verður um næstu framtíð. Innan Alþýðubandalagsins munu lin- urnar skerpast milli þeirra, sem vilja re.vna að halda Alþýðu- bandalaginu f einhverri my.nd sem sósialiskum byltingarflokki og hinna sem vilja áfram stefna í þá átt að gera Alþýðubandalagið að jafnaðarmannaflokki. Þessar deilur munu magnast vegna átaka innan verkalýðshreyfingarinnar, einkum baráttu hinna kommún- istísku verkalýðsforingja á Norð- urlandi. Næsta ár mun leiðai ljós, hvort sameiningarvilji Alþýðu- flokksins og SFV er raunveruleg- ur, hvort Jafnaðarmannaflokkur Islands sér nokkurn tíma dagsins ljós. Framtíð Bjarna Guðnasonar og Frjálslynda flokksins mun einnig ráðast á næsta ári. Tekst honum að hagnýta sér óánægju ýmissa afla i þjóðfélaginu? Enn- frernur verður forvitnilegt að fylgjast nteð Fvlkingunni og M-L samtökunum. Er að skapast nýtt byltingarafl í islenzkum stjórn- málum? Þessi upptalning sýnir, að fs- lenzk flokkaskipun getur þegar á næsta ári orðið ntun fjölskrúðugri en hún hefur verið í nokkra ára- tugi. Á Islandi gætir einnig þess umróts, sent sett hefur svip sinn á flokkakerfi i ýmsum nágranna- löndum. Áhrif þessa urnróts hér verða þó liklega með nokkuð öðr- urn hætti.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.