Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 23

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 23
Su*HK W, Amlntr, Baykjavlk mnkvjtJ.: HaiaHhur BrtfMm mtatjAnr: t>j)inin»ri BttstJjtltr.: Gidt lÍffwttcMa AaitNiiav: Aml Gu«u Kiirttnma Bttrtjéra: Alalstratt C. Bfari ifflM Fötin hans Putta Framhald af bls. 12 Segðu Putta að koma eins og skot heim. Ég vil ekki hafa þessi læti. En strákurinn sagði: Putti kemst ekki heim, hann er fastur i snjónum, snjóhúsið okkar hrundi ofan á hann. Mamma Putta sagð: Ég held að hann sé að segja satt, við skulum fara og athuga þetta Þau klæddu sig og lögðu al stað. Loksins komu þau svo þangað, og sáuaðþaðvarsatt. Allir fóru að grafa frá honum. Putti sagðst verða að fara til Sínu saumakonu til að fá ný föt, en mamma hans sagði að hann ætti aðfara heim og beint í rúmið. Putti var einn dag í rúminu því að hann var með svo mikið kvef. Á meðan saum- aði mamma hans jólasveinaföt og poka handa honum sem hún gaf honum þegar hann kom á fætur. Mikið var hann Putti glaður því að nú gat hann farið til byggða með hinum jólasveinunum. Halla Margrét Tryggvadóttir, Vesturbergi 28. Minningar frá Æðey Framhald af bls. 9 eldri, hélt sig úti á sjó langt frá henni.“ Vissulega hrífandi undantekning. Allt frá upphafi hafði ég lifað og hrærzt í hinum auðuga fugla- heimi í Æðey. Hver dagur bauð upp á nýja, eggjandi viðburði. Stundum sögðu börnin mér i hrifningu sinni frá því, að þau hefðu fundið sérstaklega áhuga- vert hreiður, eða þá sérkennileg egg, sum óvenjulega stór. Stund- um komum við auga á fálka, sem gerði skyndiárás á eyna og greip þar lunda eða kriu, sem verpir þar þúsundum saman. Einar, fimmtán ára, skarpskyggn piltur með lifandi áhuga og ást á fuglun- um og háttum þeirra, var mjög hjálplegur. Það var Stefán lika, sumardrengur úr Reykjavík, sem var vanur þvf að vera mér til aðstoðar við daglegar merkingar á kriuhreyðrum. Þá skal ekki gleymd góðvild og þolinmæði Jón- asar* elzta sonar Helga, sem var sérfræðingur í öllu, sem laut að bátum, eða Guðmundar, sem var mfn önnur hönd á Snæfjallaheiði, þar sem mér tókst að mynda fálka i hreiðri. Og nú voru þessir hamingjudag- ar liðnir, næstum áður en ég vissi. Nú lifa þeir aðeins i endurminn- ingunni. öll gestrisnin, vináttan og ástúðin, sent ég naut í Æðey, mun fylgja mér, það sem eftir er ævinnar, ótal myndir af fuglum og blómum, fjöllum, er skuggar leika um, glitrandi fossum og lygnum stöðuvötnum, sem spegla sjálfan himininn. Er nokkur þarna úti? Framhald af bls. 15 Enn sem komiðer höfum viðenga slíka vitneskju. Allt þetta gerir fyrirfram ráð fyrir tilvist pláneta af „jarðarteg- und“. Það er að segja pláeta, sem eru eða voru áþekkar frum- jörðinni með heilmiklu af vatni, metani og ammóníaki. Eins og jörðin er nú, með 20% af súrefni í gufuhvolfinu, myndi hún ekki geta framþróað líf. Einföldu efn- in, sem eru fyrsta skrefið á braut- inni til lífs, myndu aldrei koma fram. Þau myndu umhverfast í koltvísýring, köfunarefni og vatn. Við höfum aðlagað okkur að súrefninu og meir að segja þörfnumst við þess til að geta verið til. Á hinn bóginn gæti súrefnisgufu- hvolf verið ábending um tilvist þróaðs lífs, vegna þess að við trú- um því, að öbundið súrefni f gufu- hvolfi okkar sé árangur ljóssam- tengingar platna í óralangan tíma (ljóssamtenging plantna er hæfileiki þeirra til að binda sam- an koltvísýring og vatn, þannig að sykurtegundir (orkugjafar) myndist, en við þetta losnar súr- efni úr læðingi. Þýð.). Líf á öðrum plánetum? Þegar möguleikinn um tilveru lífs á plánetum af „jarðartegund" er nefndur, fara hugsanir okkar strax út fyrir þau mörk og spyrja um plánetur, sem ekki líkjast jörðunni. Jæja, hvað með þær? Við erum i þeirri óheppilegu að- stöðu að hafa aðeins eitt sýnishorn,, okkur sjálfa, og verðum ' að gera an flokk — lif. Þetta erstáðreynd, sem þeir, er afneita tilveru lifs annars' staðar, gleyma sér til hægðarauka. Grein, sem gerði slíkt hið sama viðvíkjandi ein- hverju öðru viðfangsefni, myndi verða vísað á bug í styttingi af hvaða vísindariti sem væri. Samt sem áður eru til prentaðar grein- ar, sem staðhæfa í reynd „við erum óviðjafnarlegir", eða„við er- um einu vitsmunaverurnar i al- heiminum". Þetta hljómar tals- vert, álika og gamla hrópið „við erum í miðju alheimsins." í sólkerfi okkar hefur plánetan Júpíter aðstæður, sem eru harla frábrugðnar þeim jarðnesku. Júpíter er stærsta plánetan og hún er tiltölulega nálæg. Þess vegna er hún hentugt viðfangs- efni til rannsókna. Lofthjúpur hennar er að mestu leyti vatns- efni og helíum, en í honum eru einnig metan og ammónfak og e.t.- v. vatn líka. Til þess að svara spurningunni um möguleikana á lífi þar er nauðsynlegt að fram- kvæma eftirlíkingartilraunir áþekkar þeim, sem gerðar eru á „frumjörðinni", af því að ennþá getum við ekki heimsótt Júpíter. Ástandið getur breytzt ef f járveit- ing verður veitt til flugs framhjá Júpfter og Satúrnusi, sem ráðgert er siðar á þessum áratug. Gerð tilrauna þessara krefjast nokkurrar fyrirfram l>ekkingar um aðstæður á Júpíter. Sam- kvæmt okkar beztu vitneskju. sem þvf miður er fremur ófullkomin, eru allmörg skýjalög f lofthjúpnum, þau eru samsett úr ammónfaki og trúlega vatni (hin lægri). Lög- in smábreytast í vatnsefn- ishjúp. er eykst hratt að þétt- leika eftir því sem neðar dregur og rennur saman við „haf“ úr fljótandi vatnsefni, sem að lokum verður að ,,yfirborði“ úr föstu eða málmkenndu vatnsefni. Þar eð hitinn hækkar ört eftir því sem neðar dregur myndi allt líf á Júpf- ter sennilega takmarkast við efri lög lofthjúpsins (ekkért lff fær þrifizt við 2500° C, ekki einu sinni fræðilega!). Eftirlíkingartilraunirnar voru hafnar fyrir nokkrum árum c® gáfu þær upplýsingar, að efna- fræðileg framþróun (myndun fló.kinna efna úr einföldum) ætti sér í raun og veru stað á Júpíter. Þetta er fyrsta skrefið í framþró- un lífs. Efnin, sem myndast, eru ekki þau sömu og við frumjarðar- aðstæður, vegna þess að tilraun- irnar voru gerðar í vatnssneyddu umhverfi. 1 staðinn fyrir amínó- sýrur mynduðust nítríl. En þegar þau voru hituð í vatni komu fram amínósýrur áþekkar þeim, sem gert er ráð fyrir að hafi skapazt á jörðunni áður en lífið hélt innreið sina. (NTtríl eru efni, sem eru beinlínis leidd af blásýru, en blá- sýran er einmitt það efni, sem fyrst kemur fram i öllum slíkum tilraunum, hvort sem um ræðir eftirlíkingar á frumjarðaraðstæð- um eða Júpítersaðstæðum. Því virðist blásýran vera lykilefni i þróun þeirri, er getur af sér líf, sbr. formálsorð. Þýð.). Þegar við rýnum eftir kjarnasýrubösum rekumst við á takmörk núverandi þekkingar. Það lítur mjög svo út fyrir, að kjarnasýrubasar myndist í raun og veru, bæði vegna efna- fræðilegra ályktana svo og lik- indasannana, en ennþá hefur eng- inn raunverulega fiskað kjarna- sýrubasa upp úr súpunni eftir slíka eftirlikingartilraun á loft- hjúpi Júpiters. Illuti líkindasann- ananna er reistur á útfjólubláum litrófum uppskeru þeirrar, er fæst úr ofangreindum tilraunum — litrófin benda til nærveru arómatískra efna. (Sagt á mjög breiðum grundvelli eru arómatísk efni hringtengd lífræn sambönd og kjarnasýrubasarnir falla í þennan annars sundurleita flokk. Þýði). Undir útfjólubláum lampa glóa efnin með skærum bláum bjarma, (sem er einkennandi fyrir mörg arómatisk efni. Þýð.). Sumt af líkindasönnununum snerta Júpíter ekki hið minnsta, heldur rykið i rúminu milli stjarnanna svo og loftsteina. Rykið inniheldur sum af efnum þeim, er liggja lifinu til grund- vallar, og það sama á við um geim- gasið. Svo langt sem við getum séð virðist allur geimurinn vera hlaðinn „líffræðilegum" efnum. Sýnt hefur verið fram á, að loft- steinar innihalda vissa pýri- mfdína (þetta eru kjarnasýru- basar, þýð.) og að þeir innihalda einnig ósannkennd efni svipuð þeim, sem hafa verið einangruð úr Júpítereftirlíkingartilraun- um. Ef tjörur af JúRiter-tegund innihalda nokkra af þeim heteró- sýklum (tilheyra arómatísku sam- böndunum og eru oft afar mikil- væg efni lifefnafræðilega, þýð.), sem einnig er að finna í loft- steinum, því það ekki einnig pýri- mfdína og púrína? (Púrinar telj- ast einnig til kjamasýrubasanna. Þýð.). Sömu efnahvörfin eiga sér stað á báðum stöðum. Þótt sann- anir þessar séu afar yfirborðs- kenndar ætti ekki að líða á löngu þar til eitthvað haldbetra kemur fram. Þar eð efnahvörf þau, er að lokum leiddu til lífs á jörðinni, virðast einnig eiga sér stað á Júpi- ter svo og f þokum þeim, sem loftsteinarnir urðu til úr, er þá ekki líklegt, að þau eigi sér stað á sérhverri plánetu þar sem metan, ammóníak og orka eru fyrir hendi? Efnahvörf eru efnahvörf — þau hirða ekki urn, hvar þau eiga sér stað, ef skilyrðin eru rétt þá fara þau bara í gang. Júpíter er aðeins umtalsverður af þvf að svo vill til, að hann er nálægur og þægilegur. Við höfum áhuga á lífi, hvarsem það er. Niðurlag í næsta blaði. Velgengni mín í Rúmeníu Framhald af bls. 19 fundvís á krár og knæpur og aðra þá staði, sem nokkuð fæst til drykkjar. Einn morgun snemma var ég á ferð í þungum þönkum hugsandi stinnt um mannlífið, sem ég var ekki alveg sáttur við þessa stundina og mátti þar um kenna kvöldinu á undan. Sem ég nú reika þarna um stóran útiveit- ingastað, þar sem verið var, eftir því sem afgreiðslufólk vaknaði, að smáopna ýmsar skonsur, verzl- anir og veitingasölur, sé ég hvar á einum stað lokur eru dregnar frá hlerum og sér þar inní lítinn bar. Þar inni sat maður viðeinkenni lega iðju. Hann hafði i höndum tvo litla skaftpotta með löngum sköftum og skók þá ákaflega til i glóðhituðum sandi. Þetta var Tyrki að laga tyrkneskt kaffi. Nú þarf nátturlega ekki að orð- lengja það, að ég kom að máli við þennan mann, þar sem mér sýnd- ist að hann myndi geta breytt viðhorfum mfnum til mannlifsins. Hann skenkti sitt indæla og rót- sterka kaffi, það er með korginunt i, og koniaksstaup með, áður en ég náði að biðja um bað. Svona var hann klár í sjúkdómsgreining- unni. Hann lét veitingarnar á bar- diskinn, ég ætlaði að taka þær og setjast við borð úti i garðinum eins og til stóð. En þá snýst hon- um skyndilega hugur, eftir að hafa virt mig vandlega fyrir sér. Ég er með höfðinglegt yfirvara- skegg, ekki ósvipað Hindenburg gamla og öðrum prússneskum generálum og það gæti hugsazt að Tyrkinn hafi haldið að ég væri prússneskur generáll afturgeng- inn og mér bæri að sýna virðingu umfram aðra gesti — mér likarsú tilgáta betur en hin, að hann hafi haldið, að ég lumaði á dollurum. Hvað sem um það er, þá tekur hann til sín kaffibollann og staup- ið og bendir mér að fara inn um dyr, sem voru þarna til hliðar við barholuna. Tyrkinn vísar mér til sætis og setur fyrir ntig kaffið og koníakið. Það er undarlegt, hvað tilveran getur tekið snögg- um stakkaskiptum af litlu tilefni. að því er virðist. Iíafi Tvrkinn orðið fyrir v’onbrigðum með doll- araeign mina. þá lét hann mig ekki gjalda þess og tókst með okk- ur hin bezta vinátta, þó að hvor- ugur skildi annan. Ég átti marga góða morgunstund hjá Tyrkjan- um mínum, það sem eftir var dvalarinnar. Kaffið hans rót- sterkt og koniakið unnu bug á rúmensku gerlunum. Hvað getur líka verið heilsusamlegra líkama og sál að morgni dags í útlandinu en tvrkneskt korgkaffi og franskt koníak? — Guð blessi Hund- Tyrkjann—. TÍGRIS Mtihl anoUay. straufría sængurfataefnið er nú fyrirliggjandi í mörg- um mynztrum og litum. Einnig í saumuðum settum. Kærkomin gjöf, hverj- um sem hlýtur. Sparið húsmóðurinni erfitt verk, sofið þægilega og lífgið upp á litina í svefnherberginu. Reynið Night and Day og sannfærizt. SAMBAND ÍSLENZKRA SAMVINNUFÉLAGA Innflutningsdeild SAMBANDSHÚSINU RVÍK, SÍMI 17080

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.