Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 12
BÖRNIN TEIKNA OG SKRIFA Við fengum mikið úrval af Grýlumvndum, annarsvegar myndir gerðar eftir fyrirmyndum hinsvegar Grýlumyndir, þar sem börnín hafa sótt í eigin hugmyndaheim. Okkur finnst bað miklu skemmtilegri myndir og því eru eingöngu þesskonar teikningar birtar hér ... Ég þekki Grýlu, ég hef hana séð Að ncðan: Grýla sendir Stúf með poka niður í bæ. Hér vantar þvf miður nafn teiknar- Hér eru Grýla og Leppalúði ung og sæt, en annars eru allar skýringar gefnar á teikningunni hennar Hjördfsar. Ég heiti Halla Margrét og varð 10 ára 18. ágúst. Ég vona að ykkur þyki sagan mín ekki asnaleg, en ég er hvorki skáld né teiknari. Svo er utanáskriftin vonandi rétt en þið gleymduð nefnilega henni. Þaðer nú í lagi. Bless Herra Morgunblað. Halla M. Tryggvadóttir 10 ára, Vesturbergi 28, Reykjavík. FÖTIN HANS PUTTA Einu sinni var jólasveina- strákur, sem hét Putti, af því að hann var svo lítill. Putti átti að fara til byggða í fyrsta sinn. Putti hlakkaði voða mikið til en eitt skyggði á gleðina, þaðvar það að hann átti engin almennileg jólasveinaföt og mamma hans hafði ekki tíma til aðsauma þau. Hann varalveg í öngum sínum því að jóla- sveinarnir urðu að vera í nýjum fötum begar þeir fóru að heim- sækja börnin og svo átti hann heldur ekki poka undir jóla- gjaf:mar. Putti var hræddur um að mamma hans leyfði honum ekki að fara, Putti sagði við mömmu sína: Má ég fara til Sinu, (það var nefnilega saumakona) og biðja hana að sauma á mig föt svo að ég fái að fara til byggða á jólunum. Mamma hans sagði nei og þvertók að hann færi einn, hann mátti fara ef einhver færi með honum. Hann fór þá og spurði jólasveinana hvort þeir vildu fara með honum. En þeir hnussuðu bara og sögðu hon um að hypja sig burt. Einn jólasveininn lofaði þó að fylgja honum en ekki fyrr er^pftir tvo daga því hann var að gera jólagjafir. Það var þremur dög- um áður en átti að fara til byggða. Putti sagði þá aðhann færi einn. Hann lagði af staðkl. 4 en þá va r tekið a ð skyggja, á leiðinni mætti hann strákum, sem voru að byggja snjóhús. Strákarnir sögðu honum að koma en hann sagði nei en á endanum fór hann til þeirra og fór að hjálpa þeim. En allt í einu hrundi snjóhúsið sem þeir voru að byggja og varð Putti undir snjóhúsinu, úff, úff öskraði Putti, hvað mér er kalt. Ég get ekki hreyft mig sagði Putti og braust um, en það þýddi ekkert. Hann var fastur með aðra löppina í snjónum. Putti sagði við einn strákinn. Farðu og sæktu mömmu og pabba. Strákurinn fór og sagði frá, en fólkið trúði honum ekki, hélt að þeir væru að stríða. Pabbi Putta sagði við strákinn: Framhald á bls. 23. Hér er stór fjölskylda á ferð: Grýla, Leppa- lúði og sex jóla- sveinar, sem óneitan- lega eru sakleysislegir á móti foreldrum sínum. En búningarn- ir þeirra eru komnir frá Sánkti Klás hinum amerfska og gætir oft hjá hinum ungu teikn- urum tilhneigingar til að rugla honum saman við gömlu, fslenzku jólasveinana, sem voru synir Grýlu. Teiknað hefur Ösk Anna Gfsladóttir, 7 ára, Fellsmúla 13, Reykjavfk. Hér eru Grýla og Leppalúði, en orðin nokkuð lotleg. Teiknað hefur Hallgrfmur J. Jónasson, Lynghaga 5 f Reykjavík. Hann er 10 ára. Hér er myndlýsing á sögunni um börnin, sein klipptu á pokann hennar Grýlu. Teiknað hefur Aslaug Leifsdóttir, 10 ára, Lauga- læk44, Reykjavfk. Kumstnst Grýla gamla er alveg stag- bætt og kannski eru það áhrif frá tizkubótum unglingafatn- aðarins. Teiknarinn heitir Bergdis Hrund Jónsdóttir og á heima á Grenimel 47 i Reykjavík.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.