Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 20

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 20
Arni Blandon, leikari og háskólanemi Það fyrsta sem kemur upp i hugann varðandi þjóðhátiðarárið er þessi stóra hátíð, sem halda átti á Þingvöllum og maður hugsaði sér gott til glóðarinnar. En síðan hefur þetta allt verið dregið sam- an, og af þvf sem eftir er, er það svo til eingöngu listahátfðin, sem ég hef áhuga á, og þá kannski fyrst og fremst það sem verður um að vera í ieikhúsunum. 'Ég hefði mikinn áhuga á þvi, að færð yrði upp vegleg íslenzk poppsýn- ing, þar sem efnið yrði sótt í ís- lenzkar þjóðsögur. Ég held, að eitthvert leikhúsanna ætti auð- veldlega að geta staðið að þessu. Með því yrði ungu fólki gefið tækifæri, en mér sýnist lítið hugs- að um, á hverju það hefur raun- verulega áhuga á hátíðum eins og þessari. Ungt fólk á yfirleitt ekki í önnur hús að venda en fyllirís- samkundur. Fyrir svona upp- færslu yrði mikill áhugi. Það sannar t.d. aðsóknin að Hárinu og Poppleiknum Óla. Og þó ég hafi áhuga á ýmsu í þessu sambandi sem njótandi, þá vil ég einnig leggja eitthvað af mörkum sem virkur þátttakandi. Skundum á ÞingvöII og treystum vor heit. Kort, sem þjóðhátfðar- nefnd hefur látið gera í tilefni þjóðhátíðarinnar. ARIÐ í ÞIG? Haukur Ingi- bergsson, kennari og hljómlistarmaður í minum huga hafa þjóðhátiðar- höldin á næsta ári tvíþættan til- gang. Með þeim erum við i fyrsta lagi að votta forfeðrunum virðingu okkar og þakklæti fyrir að hafa tórað í þessu kalda og fátæka landi í 1100 ár. Þá ber ekki síður að íhuga, hvernig við getum bezt hagað lífi okkar í framtiðinni, þar sem vel má vera, að við séum að ná endamarki í lífsgæðakapp- hlaupinu og við taki harðvítug barátta um viðhald þess, sem þeg- ar hefur áunnizt. Með þessi atriði efst i huga mun ég að sjálfsögðu taka einhvern þátt í hátfðahöldunum á sumri komanda, auk þess sem ég hef í huga að fara hringveginn, þá verklegu framkvæmd, sem fastast verður tengd afmælinu og hátíð- inni. Erna Arnar, húsmóðir Mér finnst sjálfsagt að minnast þessara tímamóta á einhvern hátt. Réttara tel ég að dreifa hátíða- höldunum um hin ýmsu byggða- lög, því hætt er við að landspjöll og almennan drykkjuskap leiði af, ef fólk safnast úr öllum lands- hlutum á einn stað eins og Þing- velli. Og þar eðviðeigumþaðfáar minjar frá söguöld fyndist mér ekki óviðeigandi að byggja sögu- aldarbæ, sem þó yrði haldið innan ákveðins ramma, hvað kostnað snertir. Eg mun svo að venju sækja listahátíðina, að eins miklu leyti og ég get. Jón Sigurðsson, ráðuneytisstjóri Sem þjöðhátíðarár leggst það engan veginn í mig og því minna sem meira er ráðgert af innihalds- lausum hátíðlegheitum. Þær hafa aldrei höfðað til mín hátfðarræð- urnar, sem byrja á Ingólfi Arnar- syni, feta yfirlætislega yfir ís- landssöguna og enda hugljúft á séskunni, sem á að erfa landið. Hitt verður að þakka hverjum þeim, sem þar á hlut að, hversu margar skelfilegar hugmyndir um þjóðhátíð hafa fengið hæfi- legt andlát. Þess vegna verður þjóðhátiðarárið mun betra en það hefði getað orðið. Sem venjulegt ár f áranna röð kann ég vel að meta það. Indriði G. Þorsteins- son, rithöfundur Þessari spurningu ætti ég manna sízt að svara. Eins og önn- ur ár verður þjóðhátíðarárið ekki aftur tekið. Það þurfa bæði ég og aðrir, sem vinna að undirbúningi hátíða, að hafa í huga. Guðmundur Jörundsson, útgerðarmaður Það er trú mfn, að þjóðhátíðin verði landi og þjóð til sóma. Þá skoðun mína byggi ég á þvf, að þjóðhátíðarnefnd er skipuð valin- kunnum mönnum, sem fyrst og fremst setja heiður sinnarþjóðar ofar öllu prjáli og óþarfa fjár- austri.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.