Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 8
og þegar'ég sá hann seinast. En gamli. Djúpbáturinn, Fagranes, hefur verið leystur af hólmi af öðrum nýjum með sama nafni. Snemma morguns hélt hann úr höfn og hóf sína reglubundnu ferð um ísafjarðardjúp. Það gladdi mig að sjá aftur þetta hrikalega, en kæra landslag. Jafnvel þessi röku og drúpandi þverhnípi, risp- uð af grjóthruni og snjóskriðum, hafa sína fegurð til að bera, og þau man ég glöggt lauguð skini miðnætursólarinnar. Hér sveimar örn með hvftt stél og ótal sjófugl- ar synda fram og aftur og kafa í hið svikula haf. Fegrar minning- in þessa fjallstinda og gefur þeim gyllandi og blekkjandi töfra? Langt frá þvf. Dýrð nætur- himinsins á þessari norðlægu breiddargráðu er meiri en svo, að orð fái lýst og ris miklu hærra mannlegu ímundunarnafni. Söngur skógarþrastarins i Aðal- vfk mun ávallt minna mig á eitt atvik. Ndtt og algjör þögn. Aðeins rofin af léttum smábárum við ströndina. Þegar ég gekk eftir silfruðum sandinum, varð mér hugsað til hins fámenna sam- félags, sem í fortíðinni hafði lifað og stritað þarna við háfjöll og brimsorfna strönd. Fyrir mörg- um árum hvarf síðasti fbúinn frá Aðalvík og án efa að einhverju leyti fyrir vöxt og velmegnun Reykjavíkur allt frá stríðslokum. Hin tómu og úr sér gengnu íbúðarhús virtust auka á einangr un Þverdals, Sæbóls og Staðar- vatns, þar sem stór Iómahjón höfðu búið sér til hreiður, og þar sem ég hafði séð svanahjón ganga niður að vatninu. Allt i einu heyrði ég skógarþröst syngja í kvöldkyrrðinni. Ég kom auga á hann í hálfrökkrinu, þar sem hann sat á stólpa. Meðan hann söng var höfuðið á stöðugri hreyf- ingu. Þessi eldhnöttur, sólin, nærri sjávarbrún, var hálfhulinn af skýjaböndum. Sjórinn glitraði, þegar ljósið dansaði á fleti hans. Nokkrir æðarfuglar, aðeins sýni- legir sem dökkar skuggamyndir, renndu sér rólega eftir þessari geislagötu í sólarátt. Að baki mér höfðu fjöllin ummyndazt, voru öll uppljómuð. Ég rakti mfn eigin spor. Þrösturinn hélt áfram að syngja, þar til röddin dó út fyrir fjarlægðar sakir. Engan þung- lyndistón var að finna í þessum sæta söng náttúrubarnsins. Hér norður við heimskaut var fegurð- in nálæg. Hér var lifið. Það var mér óblandin ánægja að koma til Æðeyjar og hitta Helga og fjölskyldu hans. Vikurn- ar, sem fóru á eftir, lögðust allir á eitt að láta mig finna til þess að ég væri heima hjá mér, og dvölin þarna verður ávallt ein af mfnum beztu minningum. Fjórir í fjöl- skyldunni töluðu ensku, Helgi og Guðrún vel. Helgi var alltaf boð inn og búinn til að fræða mig um fuglana, sögu íslands og þá eink- um allt, er varðaði sögu héraðsins. í öllum þessum efnum var hann hreinasta fræðalind, og þá sérstaklega um lifandi og liðna, sem tengdir voru héraðinu á einn eðaannan hátt. FaðirHelga Þórarinn Helgason, sem dvaldi hjá syni sínum meðan ég var í Æðey, naut mikils álits fyrir fróð- leik sinn. Þarna í nánd eiga einstakir steindrangar sína töfra; fornarsög- ur bundnar við þá, sumar goð- sagnakenndar, aðrar raunveru- legar. Þrándur, til dæmis gríðar- Ungur áhugamaður um fugla, Einar Hér er báturinn þarfasti þjónninn. Ilér eru Þórarinn Helgason, Helgi sonur hans, þrfr synir Helgason í Æðe.v Helga og þrjú sumardvalarbörn f Æðey ,Mér var kunnugt um, áður en éíg lagði upp frá Englandi, í maf- mánuði 1972, að ein af breyting- unum var fækkun íbúanna í hin- um litlu, einangruðu hreppum á ströndum Djúpsins. Sú fækkun hafði sagt til sin í síauknum mæli á stríðsárunum og eftir þau og henni hafði ekki linnt enn. Af þessum sökum var það mikið happ fyrir mig, aðgóðvinur minn frá fyrri heimsókn til íslands, Helgi Þórarinsson, sem ég stóð í bréflegu sambandi við óslitið i tuttúgu ár, hafði flutzt til Vest- fjarða frá Reykjavík. Það var árið 1961, að Helgi fluttist til Æðeyjar, ásamt Guðrúnu konu sinni og börnum þeirra, og hóf þar bú- skap. Æðey er m.a. kunn fyrir það, að þar verpa þúsundir æðar- fugla árlega. Þegar Helgi bauð mér til Æðeyjar, tók ég því með fögnuði. Það var ánægjulegt fyrir mig að hitta hann eftir svo langan tíma. Og Helgi vissi, að það mundi gleðja mig mikið sem fuglafræð- ing að fræðast meira um æðar- fuglinn, þessar yndislegu sjóend- ur, við góða aðstöðu og nána at- hugun. En nú vikur að ferðinni. Eigandi og skipstjóri á íslenzka togarnum Dagnýju bauð mér far og var hinn elskulegasti. — Dagný hélt úr höfn frá Grimsby 6. maf. Hún var mjög ólík Grimsby- togaranum Garola,, sem ég hafði verið með í tíu daga f æsku minni Dagný var á leið til Siglufjarðar, en þar er hennar heimahöfn. Ég naut mín vel á ferðalaginu. Veðr- ið var aldrei vont að neinu ráði. Stundum var að vísu allmikið skýjafar (g nokkur ylgja. Að- fararnótt áttunda maí var mjög fögur. Purpurabelti lágu um him- ininn rétt ofan við sjóndeildar- hring. Einstök stjarna skein hátt á himni um 10° til vesturs í stefnu okkar, sem hafði verið 237° frá því snemma morguns. Samræð- urnar við skipshöfnina voru að sjálfsögðu harla siitróttar, þar eð fæstir töluðu ensku og islenzku- kunnátta mfn nær ekki lengra en til fugla og fáeinna nauðsynlegra atriða. En það var alveg augljóst, að skipstjdrinn, Kristján Rögnvaldsson, var virtur og elsk- aður af mönnum sínum. Hann virtist hafa allt það til að bera, er góðan sjómann má prýða. Togarinn sigldi norður með Austfjörðum og fyrir Langanes í svartaþoku.Hann leið hljóður yt- ir dimmar bárur til Siglufjarðar rétt fyrir miðnætti og ég varð snortinn að gleði skipshafnarinn- ar við heimkomuna. Þokunni hafði létt, ég sá fjöllin með snjó- og ísflekkjum, dimm og drauga- leg, þar sem þau bar við nætur- hjálplegastur í leit minni að is- lenzka fálkanum. Eg hafði staðið í stöðugu sambandi við hann eins og Helga. Að standa allt í einu frammi fyrir hinni gifulegu útþenslu Reykjavíkur síðustu tuttugu árin, veldur geðshræringu. Sýnilega lagði ég á hana skyndilegt mat — opin borg, sérlega hrein, um- kringd aðlaðandi hálendi, sem virðist svo villandi nærri sökum þess, hve loftið er tært — fjöldi nýrra bygginga, dálitið tilbreyt- ingarlausar, svo að nálgast strang- leika, í stíl, sem einkennir nútíma húsagerðarlist um víða veröld — miklar vegaumbætur og fjöldi bif- reiða á ferð um þá — falleg, ný hótel — ekkert til, sem minnir á fátækt — hár, almennur lífstað- a 11, svo að um verður ekki villzt. öðru vísi er þessu farið um ísa- f jörð, Hapn virðist miög svipaður Að koma aftur eftir tuttugu ár til staðar, þar sem manni hefur liðið vel og reynt að öllu góðu, er ekki allra hlutskipti. Mig hafði lengi langað til að heimsækja á ný fjarlægar strendur norðvestur- fjarða íslands, og þó sérstaklega ísafjarðardjúp, sem ég hafði síð- ast augum litið sumarið 1952. Góð- ar minningar um hrikalegt og ósnortið landslag og kæra vini, sem ég hafði eignazt þar, sóttu á mig. Og ánægjustundirnar, sem ég átti frá þessari byggð, voru ekki sízt bundnar við ásækið kvak öteljandi villifugla á þessum af- skekkta stað, Ihreiður’þeirra og alla þeirra töfrandi háttu og fram- takssemi varðandi uppeldi ung- anna. Ferð inn f fortíðina getur stund- um reynzt dálítið hæpið framtak fyrir þá, sem eru heimakærir. Sennilegast er, að margbreyting- ar haf i átt sér stað á tveim áratug- um. Það er heimskulegt að halda, að töfrar einstaks atviks endur- taki sig. Að trúa á þann mögu- leika er eins og að draga djöful- inn á halanum. Enginn hefur bað- að sig tvisvar sinnum í sama læknum. Hvaða reynsla sem er, er sérstæð, einstök, hvort heldur hún er komin frá fugli, blómi, sólarupprás, skýi eða kletti eða mosa, sem skýrðir hann. Jafn- vel klettamir eru ekki óbreytan- legir. himin. Þau hreyktu sér fyrir ofan grannan, uppljómaðan kirkju- turninn, sem glóði eins og fagn- andi viti í hálfrökkrinu. Morgun- inn eftir flaug ég til Reykjavíkur, þar eð ætlunin var að komast sem fyrst til Æðeyjar. Varptíminn var að byrja. Mér til undrunar og ánægju tók Guð- mundur Lúðvíksson á móti mér á flugstöðinni. Tuttugu árum áður hafði hann verið mér allra manna Stanley Cerely Minningar frá Æðey Þórarinn Helgason í Æðey Kiettarnir á Snæfjallaströnd, þar sem Sumarliði Brandsson fórst desember 1920 í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.