Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 30.12.1973, Blaðsíða 14
■ • .... : o Er einhver þarna úti? eru til? Það kemur í ljós, að i alheimi okkar gætu hugsanlega verið tiu þús- und billjónir billjóna stjarna — mörkin ákvarðast af bognum ljóss- ins við heildarítogun þyngdaraflsins frá öllum hlutum alheimsins. Þær gætu verið fleiri, en við myndum ekki geta séð þær. Er við leitum eftir líkum fyrir lífi í alheiminum nunars staðar en á jörðu hér erum við þannig að fást við allstórt viðfangs- efni. Raunverulega erum við þá að notfæra okkur allt, sem til er. Vegna þess, að það er heldur ólíklegt, að við getum nokkurn tíma ferðazt um ginnungagöpin milli vetrarbrautarkerfa, sem eru milljónir ljósára, má stinga upp á, að við takmörkum íhuganirnar viðokkar eigin vetrarbraut og gera ráð fyrir því, að sömu röksemdafærslur myndu vera álíka gildar fyrir sérhverja aðra. (Eitt ljósár er sú vegalengd, sem ljósgeisli fer á einu ári í tómarúmi, eða um 9,5 billjónir km. Til saman- burðar má geta þess, að tunglið er í rúmlega einnar ljóssekúndu fjarlægðog til sólar eru um 8,5 ljósmín- útur. Næsta fastastjarna (burtséð frá sólunni), Proxima Centauri, er í 4,3 Ijósára fjarlægð. Þýð.) Þetta felur samt í sér um það bil 135 milljarða af stjörnum. Oft hefur verið sagt, að ef við óskum eftir því að sjá, hvernig þessi stjörnugrúi lítur út ættum við að horfa á systurvetrar- braut okkar, vetrarbraut- ina í Andrómedu. Auðvitað er meira en bara stjömur- „þarna úti“. Rúmið milli stjarnanna er fyllt ryki og lofttegundum af mismunandi þéttleika, þar eru einnig hlaðnar eindir, rafsegulgeislun o.s.frv. Geimurinn er umhverfi rétt eins og jörð- in. Og alveg eins og jörðin er það óliklegt, að einn staður sé nákvæmlega eins og einhver annar staður. Geimurinn getur átt sínar eyðimerkur og úthöf. Hvers þörfnumst við lífi til handa? Aðalumhugsunarefni okkar snýst um lif. Þetta þarf ekki að þýða, að stjörnufræðingur geti ekki hrifizt af því að rannsaka ljósmyndaplötur og uppgötva nýja súpernóvu, en vissulega er viðfangsefnið meira hrífandi vegna möguleikans á, að önnur augu gætu verið að horfa á sama atburðinn — augu, sem ekki eru staðsett á jörðunni. (Súpernóvur kallast fyrirbæri þau, er skyndi- lega blossa upp á himninum, talin orsakast af stjörnusprengingum. Slíkir atburðir eiga sér stað um það bil einu sinni á öld i okkar vetrarbraut. Þýð.). Þegar við lítum í kringum okkur eigum við ekki í miklum erfiðleikum með að ákvarða, hvað sé lifandi og hvað ekki. Steinn, sem veltur niður fjallshlið, hefur suma eiginleika lifandi hluta, en við myndum ekki hugsa um hann sem lifandi eitt einasta augna- blik. En það eru vandkvæði f sam- bandi við allar skilgreiningar. Við erum lifandi og getum þess vegna sagt, að allt sem líkist okkur á einhvern hátt sé einnig lifandi. En jafnvel þótt við þannig notum okkur sjálfa sem skilgreiningu á þennan fremur einfeldningslega hátt býður það vandræðum heim, af því að líf er svo mismunandi. Asimov hefir eitt sinn sagt um líf „eins og við þekkjum það“ ... „Það flýgur, hleypur, stekkur, skríður, gengur, hoppar, syndir eða bara situr. Það er grænt, rautt, gult, ljósrautt, skjannahvítt og marglitt. Það glóir og glóir ekki, étur og étur ekki. Það er beinótt, skeljótt, húðað og mjúkt; hefur limi, fálmara eða ails enga útlimi; það er hárugt, hreistrugt, fjöðrótt, blöðótt, þyrnótt og bert.“ Við gætum bætt við; „Það notar súrefni og notar ekki súrefni; það lifir í sjónum — við yfirborðið, í miðjunni og við botninn — í ljósi og í myrkri; á fjallatindum, f eyði- mörkum og i freðmýrum; í sjóð- andi sýru og 95% ammóníaki. Það fjölgar sér með skiptingu, kyn- æxlun, fræjum og gróum" . . . Þannig mætti þylja til eilífðar nóns. Ef við lítum á líf efnafræðilega má finna margt, sem.er sameigin- legt öllu lífi . . . arfgengisefnið, kjarnasýra, er sameiginlegt öllum lífmyndu'm; það sama á við bygg- ingáreininguna, frumuna (svona nokkurn veginn). Við getum sett þetta fram i formi, sem leyfir talsverðan sveigjanleik: „Líf getur aðeins verið til, þar sem er einhver efnafræðiieg aðferð til þess að koma byggingarupplýs- ingum frá einstaklingi til næstu kynslóðar. Það getur aðeins verið til, þar sem einföld byggingarein- ing aðskilur það frá umhverfinu." Jafnvel slík skilgreining gæti úti- lokað viss lífform, sem eru fræði- lega möguleg. Auk staðhæfinganna um, hvers líf þarfnast efnafræðilega til þess að vera til er vandamálið á hverju þao þrífst. Enda þótt við getum ímyndað okkur, að líf sé til í rúminu milli stjarnanna er miklu sennilegra, að það kref jist plánetu sér til viðhalds. Auðvitað krefst það einnig orkugjafa. Aðr- ar plánetur verða að hafa aðrar sólir. Það er gnægð stjarna — 135 milljarðar í okkar vetrarbraut svo ekki sé leitað víðar. Erú til nokkr- ar aðrar plánetur? Eru til nokkur önnur sólkerfi? Við könnumst öll við þá rök- semdafærslu, að vegna þess að svo margar stjörnur séu til hljóti einnig að vera til aragrúi af plá- netum, jafnvel þótt plánetumynd- un væri afar sjaldgæft fyrirbæri. Þetta er ekki vísindaleg rökfimi. í fáum orðum staðhæfir slíkt: „Það hljóta að vera aðrar plánetur við aðrar stjörnur, af því að það væri heimskulegt ef svo væri ekki.“ Ilvað um áreiðanlegri vitneskju? Slíkar sannanir eru til. Enda þótt það sé afar erfitt er hægt að mæla eiginhreyfingar vissra nálægra stjama — þeirra, sem eru innan 50 ljósára frá okkur, eða þar um bil. í stað þess að hreyfast eftir beinni línu fylgja nokkrar þeirra sínus- ferli, þ.e. þær „reika" vegna ítogs einhvers ósýnilegs hlut- ar (eða hluta, þýð.), sem er á brautu umhverfis þær. Vegna mælingaörðugleika yfir þessar óraf jarlægðir, (sem þó eru ekki nema hænufet samanborið við stærð vetrarbrautarinnar, þýð.) er aðeins hægt þð sýna fram á risaplánetur. Plánétustærðin, sem hægt er að sýna fram á, markast af stjörnumassanum. Einn þessara hluta er svo fyrir- ferðarmikill, að hann er nánast stjarna í sjálfu sér, en aftur á móti er sá frægasti þeirra, sá sem snýst um Barnardsstjörnu, (það er rauður dvergur í nokkurra ljós- ára fjarlægð frá jörðu) tæplega helmingi stærri en Júpiter og verður því að skoðast sem pláneta. Þar sem eru himintungl á borð við Júpíter, sem rétt er hægt að greina, gætu verið hlutir á stærð við jörðu. Vegna þess, að slíkir hlutir eru á rás umhverfis sumar þeirra stjarna, sem nálæg- astar eru jörðu, myndi það krefj- ast afar mikillar tilviljunar, að þeir væru þeir einu í vetrarbraut- inni. En hvað nú ef þessi ólíklega tilviljun hefir átt sér stað? Þegar allt kemur til alls könnumst við vel við ótrúlegustu tilviljanir, sem eiga sér stað á degi hverjum. Kannski er jörðin einstök í sinni röð. Til þess að svara spurningu þessari þurfum við að vita, hvernig plánetur geta orðið til. Margvislegustu kenningar hafa verið í umferð á umliðnum árum, allt frá þokutilgátunni til farand- stjörnutilgátunnar. Sagt meðein- földum orðum myndaðist sól- kerfið (og óbeinlínis, öll plánetu- kerfi) annaðhvort við samþjöpp- un á gasþoku, eða við að sólin var rétt lent í árekstri við stjörnu, sem lagði leið sína hjá. Ef þoku- kenningin er rétt geta plánetur myndazt hvar sem tiltölulega þétt gas- og rykský er til staðar. Sé viðstrokukenningin sú rétta geta plánetur aðeins orðið til í þeim afar sjaldgæfu tilvikum, þegar tvær stjörnur nærri því rekast hvor á aðra. Þetta útheimtir einnig, að þátttakendurnir hafi rétta hlutfallslega massa, horn- hraða, hraða o.s.frv. þ.e. eitt atvik f vetrarbraut áeilífð! Til allrar hamingju fyrir kenn- ingarnar um að Iíf blómstri alls staðar virðist þokukenningin vera sú rétta. Stærðfræðileg líkön og tölvueftirlíkingar eru hérumbil allt, sem við höfum til grundvatl- ar, en samþjöppun gasskýs lítur út fyrir að geta af sér bæði stjörnur og plánetur. Þar'með er sagan ekki nema hálfsögð, því slíkt mun leiða af sér sams konar plánetutegundir og eru í sólkerfi okkar — þéttar, litlar heildir nærri stjörnunni eins og jörðina og Merkúr, gaströll áþekk Júpíter f miðjunni og síðan aftur þétta, litla hluti (sbr. Plútó) lengra i burtu. Satt að segja fyrirfinnast nokkrar sannanir, byggðar á at- hugunum, fyrir samþjöppun á stjörnum: Arið 1947 sáust fimm daufir hlutir nærri miðju Ónon- þokunnar, en 1954 voru þeir orðnir sjö. Það er álitið, að þetta séu stjörnur í fæðingu. Því verður svarið við spurningu okkar — já, aðrar plánetur eru til, ásamt stjörnum til að verma þær. Meðorðum Popes: „Sjá hversu kerfi inn í kerfi rennur. Ilversu plánetur sveima um aðrar sólir. Að mismunandi verur búa við sérhverja stjörnu." Því er víst, að til séu plánetuv við aðrar stjörnur — en hvað svo? Án lífs eru þær bara svo eða svo margir grjóthnullungar, nema maður taki þá afstöðu, að einn góðan veðurdag getum við komizt til þeirra og í því tilviki gætu þær orðið afar dýrmæt eign til notk- unár fyrir yfirmagn fbúatölu okkar! En hvað með líf? Til að svara þessu þurfum við að hafa einhverja hugmynd um, hvernig við komum fram á jörðunni. Lff á j örðu Við könnumst öll við þá kenn- ingu, að líf hafi komið fram á jörðunni vegna áhrifa milli mis- munandi dauðra efna, frekar en að það hafi kviknað vegna sér- staks sköpunarverks. En hvernig, á hvaða hátt og hvaða efni komu við sögu? Þar eð okkur vantar tímavél verðum við að reyna eins og við bezt getum með því að líkja eftir aðstæðum sem talið er að hafi ríkt á frumjörðunni, í rann- sóknastofum. Venjulega er þetta gert með því að setja blöndu af metani og ammóníaki yfir vatn (vatnsefni og helíum, sem voru til staðar þegar jörðin varð til, hafa gufað út í geiminn fyrir löngu). Úrvalsvörurnar frá Marks & Spencer fást í Gefjun Austurstræti, Domus Laugavegi 91. og hjá kaupfélögum um land allt. Fatnaóur á alla fjölskylduna. Vörurnar, sem eru þekktar og rómaðar um viöa veröld. Framleiddar undir strangasta gæóaeftirliti. Samband íslenzkra samvinnufeiaga Innflutningsdeild Sambandshúsiö Rvík sími 17080

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.