Lesbók Morgunblaðsins - 24.02.1974, Síða 15
BÖRNIN TEIKNA OG YRKJA
Lögga
að laumast
Þetta er lögregluþjónn, en
hann er uppi á fjöllum,
samanber: Ein er upp til
fjalla, yli húsa fjær. Löggan
reykir nefnilega í laumi, þess
vegna er maðurinn svona
gulur i framan. Það kemst
áreiðanlega allt saman upp.
Teiknað hefur Agnar Helgi,
Miðvangi 99, Hafnarfirði.
Hann er aðeins 7 ára.
SKÓLAFRÍ
Þegar þú færð frí
skemmtu þér í því.
Ekki húka inni að læra,
því þó að þú sért klár
og vitir upp á hár
öll nöfn og ártöl í öllum bókum
og blásir út úr þér reykjarstrókum,
þá útilífið er
það bezta sem ég hugsa mér.
Að vera úti
það á við mig,
ég held það sé eins um þig.
Hildur, 1 2 ára.
Ingplfur á leið
til íslands . . .
Hér er þjóðhátíðarmynd eftir
Aksel Jansen, Rauðalæk 6 í
Reykjavík. Hann er 7 ára.
Myndin sýnir Ingólf Arnarson
standa í stafni og gnæfir
hann jafnvel yfir seglið. Sem
sagt, vigalegur landnáms-
maður eins og vera ber.
Sú yngsta . . .
Hér er víst íslenzki ballettinn
á ferðinni. Teiknað hefur
Marta Skúladóttir, SafamýVi
25 í Reykjavík. Marta er
aðeirrs þriggja ára og sú
yngsta, sem við höfum birt
mynd eftir.
Heimilisiðnaður
Franihald af bls. 12
Leirinn er líka skemmtilegur
efniviður til margs konar skreyti-
listar."
„Ég verð líka vör við það,“ segir
Tove, „þegar fólk heyrir, að ég
stunda kennslu i keramik, þá er
strax spurt: Ertu með mörg nám-
skeið? Og hvað marga tíma á
viku? Fólk skilur ekki, að þetta er
ekki bara ,,hobby“, heldur list og
iðngrein, sem menn þurfa að afla
sér töluverðrar menntunar i til að
stunda af alvöru.
Hér vantarlíka meiri neytenda-
kunnáttu, ef sVo mætti segja. ís-
lendingar eru ekki nógu kröfu-
harðir gagnvart þessari Iistiðn.
Ég vildi gjarnan, að viðskiptahóp-
urinn væri gagnrýnni. Það væri
góð hvatning."
„Einmitt," segir Robin. „Tökum
til dæmis eitt atriði: Hingað er
flutt inn mikið af vel hönnuðum
matarstellum, sem fólk kaupir
með glöðu geði, en gerir sér enga
grein fyrir því, að þetta er allt
þriðja flokks, með kúptum botni
eða göllum í lit og brennslu. Þá á
ég auðvitað ekki við vörur frá
Bing og Gröndal eða „Konunglega
danska", en þær vörur eru lika
svo dýrar, að það er ekki á færi
nema fárra að kaupa þær.
Þó finnst okkur töluverð breyt-
ing hafa orðið siðustu árih á af-
stöðu fólks til leirmuna. Það gerir
þó meiri kröfur en áður og kaupir
margs konar muni til að prýða
húsakynni sín. Áður voru þau
kaup mest takmörkuð við einn
kertastjaka fyrir jól.. .“
„Vel á minnzt, kertastjaka —
mér finnst ég hafa séð viða i hús-
um veggkertastjaka, sem mun
upprunninn frá ykkur —“
Þau hlæja við.
„Jú, hann hefur verið i stöðugri
framleiðslu í 7 ár og hlýtur að
vera kominn út um alltland. Það
eru fleiri hlutir írá okkur, sem
stöðugt er spurt eftir, og þá verð-
um við auðvitað að sinna eftir-
spurninni, vegna þess að við erum
fjárhagslega háð framleiðslunni.
En skemmtilegast finnst okkur
auðvitað að búa til nýja og sér-
stæða hluti.“
„Hefur leirkeragerð verið
stunduð hér úr íslenzkum leir?“
„Guðmundur frá Miðdal notaði
leir frá Búðardal," segir Tove „og
Gestur Þorgrímsson hefur lika
reynt íslenzka leirinn. Hér er
sjálfsagt til leir, sem hægt er að
nota. Það tekur bara tíma að leita
og leika sér við tilraunir. Yfirleitt
er jarðvegur þó hér of ungur jarð-
fræðilega til þess að teljast hent-
ugur.
Við höfum mest unnið úr inn-
fluttum leir frá Danmörku, sem
brenndur er við 1000 gráða hita i
mesta lagi. En ætlunin er að fá
steinleir frá Bretlandi til vinnslu.
Hann er töluvert frábrugðinn
hinum, áferðin verður öðruvisi og
sömuleiðis litirnir og hann er
brenndur við meiri hita, eða 1300
gráður.“
„Eruð þið þá þeirrar skoðunar,
að þessi listiðn eigi sér góða fram-
tíð hér á landi?“
,Já, vissulega," segir Robin.
„Og mér finnst, að íslendingar
ættu að leggja meiri áherzlu á
leirmunagerð til útflutnings, því
að þótt hráefnið sé dýrt, er mikil
verðmætaaukning i leirkerasmiði
— og þar er tækifæri til að gera
sérstæða vöru. íslendingar eru of
fáir til að fara inn á markaði, þar
sem magn skiptir máli. Gæðin
eiga að vera aðalatriðið.“
„Nokkrar framtíðaróskir í
tengslum við leirmunagerð?"
„Ekki aðrar en þær að fá tíma
og tækifæri til að vinna við þessa
grein á sem flestum sviðum,“
segja ungu hjónin að lokurn. H
Góbelín
Framhald af bls. 5
— Svo sem engu meginmáli —
alla vega ekki upp á heimsfriðinn
að gera, sagði hún. — En ef þú ert
búin með enskuna, held ég að þú
ættir að koma þér i rúmið.
— Ég er eiginlega ekki i neinu
stuði til þess, sagði táningurinn.
— Ég er að hugsa um að yrkja
ljóð um dáldið, sem mér datt í
hug. Finnst þér ég ekki hafa fer-
lega fílapensla á enninu?
— Eg skal gefa þér fyrir and-
litshreinsun, þegar ég fæ útborg-
að, sagði hún. — Að öðru leyti
skaltu yrkja þitt ljóð og fara svo
að sofa. Ég ætla að fá mér kaffi
og svo kem ég mér lika i háttinn.
Táningurinn hafði staðið á fæt-
ur og setti ryksuguna þyngslalega
inn í skáp.
— Þig langar auðvitað ekkert
til að vita um hvað þetta Ijóð er,
eða sjá það, þegar ég er búin,
sagði táningurinn og horfði eftir-
væntingarfullur á hana.
— Jú, ég vil gjarnan sjá það.
Svo skaltu fara að sofa og ekki
gleyma að slökkva á plötuspilar-
anum. Og mundu að stilla klukk-
una. Þú mátt fá þér appelsinu.
Táningurinn stóð um stund á
stofugólfinu, ögn ráðvilltur.
— Að minnsta kosti mættirðu
taka ábyrgari afstöðu, sagði hann
i umvöndunartón. —■ Þd held ég
að þér sé ekki alls varnað, svoleið-
is sko. En alla vega þoli ég ekki
kerfið.
— Akkúrat, sagði hún. — Og
farðu nú að sofa. Eg skal vekja
þig, ef klukkan dugar ekki til.
— Og alla vega fer ég til Ind-
lands — nú eða á Strandirnar
kannski, sagði táningurinn,
teygði sig eftir appelsínu f ís-
skápnum og letihlunkaðist upp
stigann.
i
©