Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 03.03.1974, Side 3
Vetrardag nokkurn, þegar frost var lil fjalla, lögðu Abraham og hundur hans, Gestur, leið sína út í haga. Gestur var hvítur og svartflekkóttur eins og fjöllin með fönn og svörtum hömrum. Hann var gamall og loðinn og heldur skitínn, þar sem hann lá f heydyngju á hlöðugólfinu, í mómylsnunni í mókofanum eða í kúamykjunni i flórnum. Ytri-Haginn var langt í norður við Sundin frá býli bóndans, þangað var tveggja tíma gangur. Gestur, sem í fyrstu varð ofsakátur að komast út í hagann, trítlaði nú lafmóður á eftir Abraham. Hann þoldi ekki lengur nein hvolpalæti. Abraham gat ekki annað en brosað að honum. Nei, góði, fástu ekki um það, við erum ekki ungir lengur, tökum þvi eins og það er. Og þannig siluðust báðir áfram, Abraham á undan m,eð skjatta í bandi, Gestur á eftir. Hundurinn hafði elt húsbónda sinn í átta ár, þeir voru saman grónir, og sýttu sárlega ef annar hvor þeirra hafði leiðzt of langt af ieið. En sá rauðskeggjaði Abraham hafði aldrei gert sér far um að bera tilfinningarnar utan á sér, hann skammaði hundinn ef hann hagaði sér ekki eftir hans höfði, sparkaði í hann ef hann viðraði sig upp við fætur hans og bar ekki meiri virðingu fyrir honum en húfunni eða skinnskónum sínum, sem líka fylgdu honum, hvert sem hann fór. Er þeir voru komnir norður í Sundið gengu þeir fram með bakkanum. Straumkastið sleikti fjöruborðið og suðaði blíðlega við þeim, æðarkollan og blikinn dömluðu i þarabrúkinu, kífðu og kurruðu og pöruðu sig, Gestur geyjaði að þeim af gömlum vana, en æðurinn hræddist ekki gamla hundspottið, heldur hló að honum, þar sem hann stóð og gerði sig til fyrir húsbónda sínum og herra. Einstök kráka hoppaði eftir vellinum og flaug af stað, hrafninn krunkaði að hon- um, bölvaður, það ert þú, sem drepur fyrir mér lömbin, sagði Abraham, stuggaði við honum og reyndi að ygla sig framan f kvikindið. Gestur stuggaði Iíka við honum og reyndi að gera eins og húsbóndinn. Friðurinn ríkti í upphafningu kringum þessar lifandi verur, enginn vélbátur kom skellandi gegnum sundið, hér ríkti grjótið, haginn, himinninn og hafið; þær götur og troðningar, sem hlykkjuðust um brekkur og fell, voru troðin af mönnum, hestum og sauðfé. Engir sfmastaurar stóðu og bentu til skýja.engin stein- steypa og engir málmar, nítjánda öldin réð í dölum og hjörtum, i Abraham eins og hans siðhærða förunaut. Þeir ráku féð neðan frá bakkanum, Abraham hótaði og skellti saman höndunum, hafði lófana hola svo að smellirnir fengu holt, langdregið hljóð, og Gestur gelti við hliðina á honum og reigði sig og hljóp spotta og spotta við og við. Uppi I hlíðinni gengur svört geldær, stygg, sterk og hnarreist og vel í holdum, alltaf ein, frávísandi og biðlavond, hún vill ekki vera í neins konar félagsskap, ekki næst hún í rétt, og þegar hrútarnir eru á eftir henni, hleypur hún undan þeim fokvond og fyrtin. Bölvaður vargurinn, segir Abraham, nú hefur hún leikið sér nógu lengi, nú skal hún ekki sleppa og lifa í leikaraskap degi lengur. Og í því augnamiði fór Abra- ham að heiman i dag með sínum ullhærða vinnu- manni: að stöðva geldrolluna í sinum frjálsa leik og taka hana heim á hús. Þeir ganga spaklega upp í áttina til ærinnar, en hana grunar af reynslu, hvað þeir vilja, lítur ofan til þeirra með hæðilegum höfuðburði og setur beint til fjalls. Abraham beitir Gesti á eftir henni, og þetta gamla hundspott gerir sig til og fer stynjandi með lafandi tungu á harða stökki. Kominn spölkorn i burtu frá húsbónda sínum stanzar hann og snýr sér við, og þegar hann sér, að maðurinn hefur sent hann af stað í fullri alvöru, en ekki bara af rælni, hrekkur hann við yfirþyrmandi og heldur aftur á brattann glefsandi af grimmd. Þau eru komin upp að hamrinum og þá gerir ærin það, sem hún er vön að gera: Hún snýst á hæli og heldur á ská ofan að sundinu. Gestur reynir að halda i við hana, en hann er gamalt úrhrak, svo að það er allt eintómir tilburðir. Komdu hingað bölvaður, hrópar Abraham, ef þú setur hana í sundið skaltu sjálfan þig fyrir hitta. Þetta skilur Gestur allt og er satt að segja ógnfeginn að sleppa við að elta þessa fjallafálu, svo að hann stanzar þakklátur ogfljótandi í sínu eigin spiki, því að hann er ekki fær um að gera skyldu sína. Þeir tóku langan sveig og gengu spaklega ofan fyrir kindina, en hún hafði illan grun, hún stóð kyrr uppi á höfða nokkrum og hugði að þeim og vissi mætavel, hvað þeir ætluðu sér. En Abraham vissi líka mætavel, hvað hún ætlaði sér, þekki hún hann þá veit hann líka, hvað hún hefur í hyggju. Fyrst hleypur hún fram með bakkanum þar til hún kemur að Gjögurá, hún þekkir til mannaferða, þetta er ekki í fyrsta skipti. sem þeir sækja að henni; siðan fer hún niður með ánni og yfir um og heldur niður í Skarðið. Ef hún kemst niður um Skarðið, þá er hún sloppin, það skaltu vita, Gestur, þá er hún sloppin, og við sjáum hana ekki meira í dag. Svo að þú veizt, hvað það gildir. Þeir komust niður fyrir hana og reyndu öðru sinni. En það misheppnaðist aftur. Þá var farið að þykkna í GESTUR SMÁSAGA EFTIR JENS PAULI HEINSEN Abraham, hann gapti af mæði, og Gestur skammaðist sín yfirmáta, laut höfði svo að tungan lafði við jörð. Þeir reyndu i þriðja sinn, Abraham sigaði hundin- um, steytti hnefa fyrir aftan hann og bölvaði, að næði hann ekki ánni, skyldi hann mala hvert bein í honum. Gestur fann, hvernig loftið brann fyrir aftan hann, þar sem hann fór seigbítandi niður eftir í löngum hægum stökkum, lafmóður i keng; geldærin spilaði sér á undan honum frí og frjáls, flaug um lautir og gil með reistum höfuðburði einsömul og biðlavond. Náir þú henni ekki, fjandinn þinn, þá er þinn siðasti dagur upp runninn, grenjaði Abraham. Gestur skildi hvert orð, gelti aftan við ána til að sýna, að hann reyndi að gera allt, sem í hans valdi stóð, i neyð sinni, en geltið varð alltaf skrækara og skrækara og endaði í spangóli. Gestur sárbað ána um að stanza, það skildi hún. Abraham bríxlaði hundinum til sin. Hann var óður, þreif i hnakkadrembið og gaf honum nokkra vel úti látna á kjammann, helvízkur, þú getur étið, en þú dugar.ekki til að elta kindur. Gestur vældi, ók sér eftir jörðinni og mændi sínum þrælslegu hundsaugum upp á húsbónda sinn og bað hann um miskunn. Abraham gekk ofan á klettinn hraðstigari en hann var vanur, og Gestur hékk í hnésbótunum á honum með skottið milli fótanna samanhnipraður af slæmri samvizku. Er þeir komu ofan á klettinn leysti Abraham af sér bandið dró hnífinn úr leðurslíðrunum og skar tveggja faðma spotta af bandinu. Um hríð gekk hann og skimaði í kringum sig, tók svo aflangan stein, sem hann fór með alveg út á klettabrúnina. Annan endann á snærinu batt hann um hálsinn á Gesti, hinn hankaði hann um steininn, og áður en Gestur gat áttað sig, þeyttist hann fram af brúninni með snærið og steininn og sökk beina leið til botns. Abraham heyrði skvampið og gægðist fram fyrir og sá bólurnar og froðuna á sjónum, þar sem hundurinn hafði sokkið, og hélt, að vel hefði til tekizt, en það stóð ekki lengi, því ef eitt- hvað var, þá var það það, að Gestur svamlaði rétt við fjöruborðið. Vætan perlaðist á hausnum á honum, sem var oddlaga og aflangur, þegar bleytan hafði klesst hárið að skrokknum. Gestur klóraði sig upp í fjöruna undir klettinum og dró bandið á eftir sér. Hann var ekki með neinn stein, of illa hafði verið hankað. Gestur skokkaði nokkur fet eftir flúðunum, nam staðar, hristi af sér sjóinn og fór aftur á skokk til að leita fyrir sér um uppgöngu upp á bakkann. Það auðnaðist honum, hann komst upp og hljóp um leið niður i hagann dragandi bandið á eftir sér, eins og orm eftir jörðinni, með skottið milli fótanna. Er hann var kominn niður eftir stanzaði hann, sneri sér beint að húsbóndanum, lyfti hausnum og sperrti eyrun og hugaði að honum. Komdu hingað, kallaði Abraham, en Gestur hafði engan hug til að gegna, hljóp nokkur fet, en ekki i burtu heldur til hliðar, svo að sama fjarlægð var á milli hans og mannsins, nam staðar og hugaði aftur að. Abraham kallaði nokkrum sinnum, en Gestur var var um sig og vildi ekki trúa húsbónda sínum. En hvað var nú þetta ? Hví var Abraham svona óskaplega blíður, hygg að, þarna stendur hann brosandi og klappar sér á lærið, kjassar hundinn, komdu hérna gamli minn, ertu hræddur við mig, þvi ertu hræddur við mig, ekkert að hræðast, ha. Þá sigur hausinn á Gesti dálítið niður, hann dinglar rófunni nokkrum sinnum og nálgast nokkur fet. Svo stanzar hann aftur undrandi og vantrúaður. Æi, gamli minn, segir Abraham, komdu nú bara til min, við höfum verið svo lengi saman, þú þekkir mig, ha? Komdu nú bara. Alltaf nálgaðist Gestur meir og meir, nú var hann aðeins nokkra faðma í burtu. Sjáum til, nú leggst hann niður og kemur skríðandi og smá ýlfrandi til manns- ins, leggst við fætur honum, lítur á hann og sleikir skinnskóna hans með þunnu, rauðu tungunni sinni. Abraham þrífur eftir spottanum, sem Gestur hefur enn um hálsinn og fer með hundinn ofan á klettinn. Gestur stendur stilltur og titrar, smá vælir og reynir að blíðka húsbóndann. Það rýkur af votum bjórnum, og þó að hann hafi rófuna fast klemmda milli fótanna eins og til að reyna að skýla henni, burðast hann við að dilla rófubroddinum, já, hann gerir sig svo litinn og undirgefinn, að þegar Abraham beygir sig niður til að binda endann í stein, sem liggur þar, lyftir Gestur trýninu upp að honum og sleikir á honum hálsinn og skeggjaða kjálkana. Nú mígur hann af tómri hræðslu, hlandið rennur eftir hellunni og safnast í poll í Iítilli holu. Veðrið er svalt og stillt svo að það rýkur upp úr holunni af hlandsprænunni. Abraham hefur gert fast og tekur i hundinn, en Gestur spyrnir á móti, glennir út klærnar og reynir að krækja sig fastan I helluna, en ekkert dugar, hann skrækir, sýnir vígtennurnar og heggur eftir hendinni á Abraham. — Andskotinn þinn, hrópar maðurinn, bítur þú; og þeytir öllu, sem hann í höndum hefur, fyrir bjorg. Að þessu sinni heppnaðist það betur. Gestur kom ekki upp aftur. Eitthvað hvítt blakti niðri í þaranum eins og fiskur, sem snýr hvítu hliðinni upp. Það var Gestur. Seint um kvöldið kom Abraham bóndi heim móður og sveittur. En hann kom ekki einn. Ana hafði hann með.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.